Morgunblaðið - 08.01.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.01.1994, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Reuter Illviðri í Vestur-Evrópu VÁLYND veður ganga nú yfir Vestur-Evrópu, úrhellisrigning, ofsarok ók útaf í hríðarbyl og fjöldi fólks var fluttur á brott frá suður-hluta Alp- og byljir. Hafa að minnsta kosti sex manns látið lífið og tugir manna anna vegna flóðahættu. Segja veðurfræðingar að ekkert lát virðist á veðr- flúið heimili sín vegna veðurofsans. Vatnsflaumur hreif tólf ára gamlan inu á næstu dögum. Myndin var tekin við Frönsku ríveruna en ölduhæð- dreng með sér í suðaustur Frakklandi, maður lést í Lundúnum er hann in náði um 10-15 metrum þegar mest varð. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel í næstu viku Róttækar breytingar gerðar á hernaðaruppbyggingunni Brussel. Reuter. í RÁÐI er að leiðtogar Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykki á fundi sínum I Brussel í næstu viku róttækar breytingar á hernaðar- legri uppbyggingu bandalagsins til að auðvelda samvinnu þess við Sameinuðu þjóðirnar og Vestur-Evrópusambandið, varnarbandalag Evrópubandalagsríkja, vegna hugsanlegra átaka í framtíðinni í lík- ingu við stríðið í Bosníu. Markmiðið er ennfremur að auka áhrif Evrópuríkjanna í bandalaginu og spara fjármagn á tímum minnk- andi útgjalda til varnarmála. Forsetakosningarnar í Finnlandi Ovænt fylgis- aukning Rehn Helsinki. Reuter. FYLGI Elisabeth Rehn, varnarmálaráðherra Finnlands, í forseta- kosningum þar í landi hefur aukist töluvert síðustu daga, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í dagblaðinu Helsingin Sanonmtá fimmtu- dag. Nýtur Rehn um 15% atkvæða en hafði liðlega 10% í könnun sem gerð var nokkrum dögum áður. Kemur skyndileg fylgisaukning Rehn nokkuð á óvart, þó fæstir telji hana eiga raunhæfa möguleika á því að verða næsti forseti Finnlands. 22 Sakar- uppgjöf til bænda? CARLOS Salinas de Gortari Mexíkóforseti sagði í gær að til greina kæmi að veita sumum upp- reisnarmönn- um úr röðum fátækra Ma- ya-indjána sakaruppgjöf. Enn er barist í grennd við San Cristobal de las Casas í suðurhluta landsins. Yfirvöld hafa dreift teikningu af meintum leiðtoga uppreisn- armanna, Marcos. Rændi syni þrisvar BRESKUR kaupsýslumaður, Peter Malkin, hlaut í gær 18 mánaða fangelsi fyrir að ræna 12 ,ára .gömlum syni sínum í þriðja sinn frá móðurinni sem býr í Frakklandi. Drengurinn vill fremur vera hjá föðurnum. Verðfall í Þýskalandi HLUTABRÉF í þýsku málm- iðnaðarsamsteypunni Metall- gesellschaft AG féllu í verði um 25% í gær. Samsteypan á í miklum fjárhagserfiðleikum, einkum vegna verðfalls á málmi í kjölfar offramboðs frá fyrrver- andi kommúnistaríkjum. Nokk- ur stærstu fyrirtæki Þýska- lands, þ. á m. Deutsche Bank og Daimler-Benz, eiga veruleg- an hlut í samsteypunni. Segir Gorb- atsjov geð- veikan RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladimír Zhírínovskíj, lýsti því yfir í viðtali við B.Z. dagblaðið í Berlín í gær að Míkhaíl Gorb- atsjov, fyrrverandi Sovétleið- togi, hefði tapað glórunni, þeg- ar borin voru undir hann þau ummæli Gorbatsjovs að KGB hefði mögulega kostað stjórn- málabaráttu Zhírínovskíj. Sagði hann leiðtogann fyrrver- andi öfundsjúkan þar sem hann hefði sjálfur eyðilagt flokk sinn og Sovétríkin. Þá sagði Zhír- inovskíj að Clinton væri hrædd- ur við að hitta sig og sagði hann vera til skammar. Borgir á uppleið EFTIR meira en tíu ára fjár- hagsvanda bendir allt til þess að bandarískar borgir séu margar að rétta úr kútnum, segir í árlegri skýrslu svonefnds Þjóðarsambands borganna. Forseti sambandsins kvartaði þó undan því að alríkisstjómin í Washington legði oft fram kröfur um ýmsar úrbætur, t.d. í umhverfismálum, án þess að veita fé til framkvæmdanna. Kólesteról léleg vísbending? BRESK-bandarísk rannsókn bendir til þess að kannanir á magni kólesteróls í blóði gefi ekki áreiðanlegar vísbendingar um hættunna á hjartasjúkdóm- um. 12 ára rannsóknir í Bret- landi sýndu að mælingamr dugðu ekki til að sjá fyrir alvar- leg áföll sem ollu dauða sjúkl- inganna. Mælingamar gætu jafnvel gefið fólki falska örygg- iskennd, sagði í grein lækna- tímaritsins Lancet. Elisabeth Rehn er 58 ára gömul og frambjóðandi Sænska þjóðar- flokksins. Nálgast fylgi hennar nú fylgi keppinautanna, sem hafa haft forystu í kosningunum: jafnaðar- mannsins Martti Ahtisaari sem hefur um 24% fylgi, miðflokksmannsins Paavo Vayrynen, sem hefur um 19% fylgi, og hægriflokksmannsins Ra- imo Ilaskivi, sem hefur um 16% fylgi. Stjórnmálaskýrendur segja fylg- ismenn Rehn vera að stómm hluta til ungt fólk, sem óvíst sé hvort kjósi. Kosningamar einkennist af mikilli óvissu og margir telji Rehn skera sig úr hópi einsleitra frambjóðenda. Hún hljóti mikið fylgi meðal kvenna, hafí verið áberandi í embætti og njóti virðingar meðal embættis- manna. Þá er það talið koma vamar- málaráðherranum til góða að utan- ríkismál, ekki síst samskiptin við Rússa, eru eitt meginviðfangsefni Finnlandsforseta. Ekki er talið að neinn einn fram- bjóðandi hljóti 50% fylgi í fyrri um- ferð kosninganna, sem fram fara 16. janúar. Embættismenn í höfuðstöðvum NATO í Brussel segja að áætlunin um hernaðarlega endurskipulagn- ingu bandalagsins marki tímamót og geti stuðlað að lausn langvar- andi deilu innan þess um valdajafn- vægið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkjanna. Gert er ráð fyrir að Evrópuríkin geti gripið til hern- aðaraðgerða án þátttöku Banda- ríkjamanna þegar upp koma mál sem þeir vilja ekki skipta sér af. Bandaríkjamenn áttu framkvæð- ið að áætluninni, sem felur meðal annars í sér að komið verður á fót fjölþjóðlegum stjórnstöðvum innan NATO sem hægt verður að lána öðrum bandalögum og nota til ann- arra verkefna en þeirra sem snerta beint varnir aðildarríkja NATO. Deilan um hvernig bregðast ætti við stríðinu í Bosníu, fækkun bandarískra hermanna í Evrópu, aukin pólitísk áhrif Evrópubanda- lagsins og vilji NATO til að taka að sér fleiri verkefni, svo sem friðar- gæslu, kölluðu á slíka breytingu. í kalda stríðinu miðaðist hernað- arleg uppbygging NATO við hugs- anlega árás Varsjárbandalagsins og nú um stundir er afar ólíklegt að ráðist verði á NATO-ríkin. Þótt hermönnum NATO hafi verið fækk- að veralega frá því kalda stríðinu lauk hafa til þessa litlar breytingar verið gerðar á hernaðaruppbygg- ingunni til að gera bandalaginu kleift að grípa til hernaðaraðgerða utan aðildarríkjanna á tímum þjóð- ernisólgu í grannríkjunum í austri. Áætlunin á að ráða bót á þessu, en þar er gert ráð fyrir sérstökum „viðbragðssveitum", sem hafa yfir að ráða öllum tækjum og mannafla til að grípa til hernaðaraðgerða á lofti, láði og legi. Þannig verður hægt að senda hersveitir á átaka- svæði utan aðildarríkja bandalags- ins en halda um leið hernaðarlegri uppbyggingu NATO til að veija aðildamkin ef þörf krefur í framtíð- inni. Skapist hættuástand í Evrópu og NATO vilji ekki skerast í leikinn getur Vestur-Evrópusambandið fengið eina eða fleiri af „viðbragðs- sveitunum" að láni. Évrópuríkin myndu síðan setja sveitirnar undir stjórn einnar af stjórnstöðvunum. Ennfremur er gert ráð fyrir að leið- togarnir ákveði að heimila NATO að lána Vestur-Evrópusambandinu mikilvæg flutningatæki. Þetta era mikilvægar breytingar af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi hafa Evrópuríkin ekki ein og sér þá hernaðarlegu uppbyggingu sem nauðsynleg er til viðamikilla hern- aðaraðgerða. Þau geta nú notfært sér eignir NATO ef bandalagið, eða Bandaríkin og Kanada, heimilar það. I öðru lagi minnkar þetta hætt- una á of mikilli samkeppni milli NATO og Vestur-Evrópusambands- ins. Stjórnarerindrekar í Brussel segja að á tímum minnkandi út- gjalda til varnarmála sé einfaldlega ekki hægt að halda úti tveimur varnarbandalögum. Ennfremur verður hægt að setja „viðbragðssveitirnar" undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og minnka þann mikla kostnað sem samtökin hafa haft af friðargæslu sinni. Það myndi einnig auðvelda samhæfingu NATO og Sameinuðu þjóðanna, því mismunandi hlutverk þeirra og verkefni hafa valdið talsverðum ruglingi í Bosníu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.