Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Fjárhagsáætlun Reykj avíkurborgar Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar var lögð fram af Markúsi Erni Antonssyni borgar- stjóra á fundi borgarstjórnar á fímmtudag. Áætlaðar heildartekj- ur eru rúmlega 10,2 milljarðar króna en áætlaðar skatttekjur borgarsjóðs á þessu ári eru 10,155 milljarðar, sem er 56,5 milljóna króna lækkun frá síðasta ári. Rekstrargjöld eru áætluð 10,832 milljarðar, sem er 3,1% lækkun frá áætlaðri útkomu úr rekstri borgarinnar á síðasta ári. Borgarstjóri vék meðal annars í ræðu sinni að skattamálum og nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga. í þeim er m.a. brott- fall aðstöðugjaldsins staðfest. Sagði hann að miðað við vísi- tölu framfærslukostnaðar hefðu skatttekjur Reykjavíkur lækkað um 7% að raungildi frá því að tekjustofnalögin tóku gildi 1990 og fram til ársins 1992. Á sama tíma hefðu skatttekjur kaupstaða utan höfuðborgarsvæðisins hækk- að um 4,6%. Hann sagði að áður fyrr hefði Reykjavík verið meðal þeirra sveitarfélaga, sem höfðu hæstu skatttekjur á íbúa en slíkar fullyrðingar ættu hins vegar ekki við lengur. Því væri ekki tilefni til að tala um sérstöðu Reykjavík- ur, sem réttlætingu fyrir því, að fella niður aðstöðugjöldin og neyða þannig Reykjavík til að hækka útsvörin. Síðar í ræðu sinni sagði borgar- stjóri: „Þær breytingar, sem nú eru orðnar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga leiða til þess, að fjárhagslegt sjálfstæði og sjálfsforræði sveitarfélaga er verulega skert, felldur er niður sjálfstæður tekjustofn þeirra, og skattbyrði fyrirtækja að miklu leyti færð yfir á einstaklinga ... Það er ekki verið að gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem atvinnu- vegimir hafa staðið andspænis, en þar með er ekki sagt, að rétt- asta lausnin hafi verið að svipta sveitarfélögin einum helsta tekju- stofni þeirra, en sveitarfélögin hafa iðulega stutt við bakið á at- vinnuvegunum á erfíðum tímum og lagt fram mikla fjármuni til að sporna við atvinnuleysi. Afleið- ing þess sem lýst hefur verið er, að borgarstjórn Reykjavíkur getur ekki lengur haldið útsvari óbreyttu í 6,7% skattskyldum tekj- um, eins og verið hefur frá því að staðgreiðslan var tekin upp 1988.“ Að sögn Markúsar Arnar hefði þurft að hækka útsvar í 8,7% til að aðstöðugjald og landsútsvar yrði bætt að fullu jafnvel þótt álagningarheimildir fasteigna- skatta á atvinnuhúsnæði yrðu nýttar til fulls. í stað þess að hækka útsvar um allt að 2% sagði Markús Orn að borgarstjórnar- meirihlutinn gerði tillögu um _að útsvar yrði 8,4% árið 1994. „Út- svarið er þannig ákveðið í því lág- marki, sem nýsett lög heimila og að því leyti í samræmi við gefín loforð borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins í lok síðasta kjör- tímabils um að hækka ekki skatta á borgarbúa,“ sagði borgarstjóri. í ræðu sinni minnti borgar- stjóri einnig á að undanfarin tvö ár hefði borgarstjórnarmeirihlut- inn lagt höfuðáherslu á að halda framkvæmdum á vegum borgar- innar óbreyttum og draga þannig úr þeim samdrætti sem verið hefði í Reykjavík. Það hafí tekist vegna sterkrar fjárhagsstöðu Reykjavík- urborgar og með lántöku sem borgarstjórn samþykkti einróma. Sagði borgarstjóri að nú hefði hins vegar með samningum ríkis- stjórnarinnar og aðila vinnumark- aðarins skapast skilyrði til að draga verulega úr framkvæmdum og komast þannig hjá umtals- verðri aukningu skulda. Þó að auðvitað hafi það slæm áhrif að dregið sé úr framkvæmd- um er það skynsamleg stefna hjá borgarstjórnarmeirihlutanum að taka ekki þá áhættu að auka frek- ar skuldir borgarsjóðs. Frekari hækkun skatta hefði ekki heldur verið æskilegur kostur. Það var virðingarvert framtak af hálfu borgarstjórnar að halda uppi óbreyttu framkvæmdastigi í borginni en auðvitað hljóta slíkar aðgerðir ávallt að vera tíma- bundnar í ljósi hins mikla kostnað- ar. Það er þó jákvætt að nú þegar til stendur að lækka framlög til framkvæmda um 15%, lendir sparnaðurinn fyrst og fremst á ýmsum mannvirkjaframkvæmd- um en ekki þeirri þjónustu sem borgin veitir. Er athyglisvert að um 70% af útgjöldum borgarsjóðs renna til svokallaðra „mjúkra mála“, þ.e. málaflokka á borð við skólamál, dagvistarmál, málefni aldraðra, almenningsíþróttir og menningar- mál. Reykjavíkurborg hefur löngum haft forystu meðal sveitarfélaga á landinu hvað varðar þjónustu við íbúa á flestum sviðum. Er ánægjulegt að jafnvel þó nú kreppi að og fjármagn til flestra málaflokka sé takmarkað sé reynt að fínna nýjar leiðir til að bæta og auka þjónustu borgarinnar. Má í því sambandi nefna áherslu á einsetinn skóla, tölvuvæðingu í skólakerfinu, heilsdagsskóla og aukinn fjölda leikskólaiýma vegna samninga við fóstrur um ábataskiptakerfi. Á tímum efnahagslegs sam- dráttar er ómögulegt að verða við öllum kröfum um aukna þjónustu. Með fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1994 virðist samt hafa tekist að feta skynsamlega leið sem tryggir í senn betri þjón- ustu og sem hæst framkvæmda- stig án þess að skattar séu hækk- aðir óhóflega eða farið út í aukna lántöku. AF INNLENDUM VETTVANGI HALLUR ÞORSTEINSSON S VR hf. eiris og milli steins og sleggju STJÓRN Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar ásamt fulltrúum þeirra starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur hf. sem í félaginu eru hafa sam- þykkt að vísa deilu þeirri sem félagið á í við SVR hf. til ríkissáttasemj- ara. Starfsmannafélagið sendi stjórn SVR hf. bréf síðastliðinn miðviku- dag, þar sem ítrekuð er ósk um viðræður um gerð nýs kjarasamnings fyrir þá starfsmenn fyrirtækisins sem óskað hafa eftir að vera aðilar að Starfsmannafélaginu, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur sam- þykkt heimild til verkfalisboðunar hjá SVR hf., eða 93 af 128 sem Sjöfn Ingólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur segir að hafi verið á kjörskrá. Hún segir að í bréfinu til stjórnar SVR hf. hafi verið mælst til þess að viðræður hefjist strax svo komast megi hjá frekari árekstrum vegna.óánægju umræddra starfsmanna varðandi kjaramál. Sverrir Arngrímsson aðstoðarforstjóri SVR hf. segir að ekki hafi verið fjallað sérstaklega um bréf Starfsmannafélagsins á stjórnarfundi í fyrir- tækinu á miðvikudaginn, en því verði væntanlega svarað á næstunni. Sljórn fyrirtækisins hefur beint þeim eindregnu tilmælum til starfs- manna fyrirtækisins sem ekki hafa staðfest ráðningarsamninga sína að virða þær skyldur sem þeir tókust á hendur með undirritun sinni á ósk um starf hjá félaginu, en það telur sig vera sem milli steins og sleggju í þessu máli þótt forsendur þess séu í raun augljósar. Væntir stjórnin þess að undirritun ráðningarsamninga verði lokið eigi síðar en 15. jan- úar næstkomandi svo félagið, viðskiptamenn þess og starfsmenn komist hjá frekari óþægindum. Að sögn Sverris hafa þegar um 90 af 190 starfs- mönnum SVR hf. gert skriflegan ráðningarsamning og hafa þeir skráð sig í viðkomandi félög innan Alþýðusambands íslands. Sverrir Arngrímsson segir að stjóm SVR hf. sýnist í fljótu bragði að heimild sú sem samþykkt var til verkfallsboðunar hjá SVR hf. í at- kvæðagreiðslu sem fram fór 3. janúar síðastliðinn sé markleysa. Strætis- vagnar Reykjavíkur hf. sem tók til starfa 1. desember síðastliðinn sé aðili að Vinnuveitendasambandi ís- lands og samningsaðijar þess séu fé- lög innan Alþýðusambandsins, sem hafa forgangsrétt til þeirra starfa sem unnin séu hjá fyrirtækinu. Starfsmönnum Strætisvagna Reykja- víkur hafí verið sagt upp störfum þegar ákvörðun hafi verið tekin um að breyta SVR í h’lutafélag, og þeim síðan gefínn kostur á að starfa hjá nýja hlutafélaginu. Starfsmennimir hafi sótt um það skriflega á þeim forsendum sem búið hafl verið að kynna þeim. „Það var ótvírætt að starfsfólki hér bar að færa sig úr Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar yfír í þau stéttar- félög sem eru viðurkennd á þeirra starfssviði innan Alþýðusambands Islands. Þarna er um að ræða Versl- unarmannafélag Reykjavíkur, Dags- brún, Bifreiðastjórafélagið Sleipni, Bíliðnafélagið og fleiri félög. Þetta vissu menn alla tíð, og það var tekið fram í greinargerð framkvæmda- stjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar til borgarráðs að fólkið færi ekki eftir kjarasamningum opinberra aðila lengur þegar þessi breyting ætti sér stað. Þetta vissu menn og þeir skrifuðu undir það að þeir óskuðu eftir starfi hjá nýja félag- inu á þessum forsendum. Borgar- stjóri var sérstaklega spurður að þessu á fundum hér og þar kom það skýrt fram að um einhveija aðild að Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar yrði ekki að ræða eftir þennan. tíma. Við óskum þess einfaldlega að menn staðfesti undirskrift sína og standi við sinn hluta samningsins. Við erum búnir að lofa því að taka þá í vinnu á þessum kjörum og við höfum greitt þeim út samkvæmt þeim, en það hafa ekki verið gerðar neinar athugasemdir um að það sé ekki eins og um var talað. Ef menn síðan neita því að staðfesta undirskrift sína þá eru þeir einfaldlega að ganga á bak orða sinna og undirskriftar um að þeir ætli að standa við sinn hluta samkomulagsins og þá hljótum við auðvitað að vera óbundnir af okkar loforðum. Menn verða þá bara að taka afleiðingunum af því. Þetta er sjálfstætt hlutafélag sem gert er að standa á eigin fótum og við verðum því að gjöra svo Vel að standa okk- ur,“ sagði Sverrir. Þröngur hópur stendur fyrir ófriði Hann segir að með persónulegum ráðningarsamningum við starfsmenn SVR hf. sé stjórn félagsins að stað- festa að fólkið fái greidd þau laun sem það hafði hjá gamla SVR, auk þess að áunnin réttindi starfsfólksins séu virt. Það sé því í raun og veru frekar akkur starfsmannanna en fé- lagsins að fá að undirrita ráðningar- samninga. Með því móti tryggi starfs- mennirnir sér hærri desemberuppbót, lengra orlof og fleira í þeim dúr sem önnur stéttarfélög geti ekki boðið upp á, en þetta sé fólkinu greitt í formi einfaldrar yfirborgunar. Að sögn Sverris eru það eingöngu vagnstjórar hjá SVR hf. sem látið hafa í íjós óánægju varðandi ráðning- arkjör sín, og í raun sé um mjög þröngan hóp þeirra að ræða sem stað- ið hafi fyrir ófriði. „Upp'til hópa eru hjá okkur úrvals starfsmenn og við viljum hafa góð samskipti við starfsfólk okkar. Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar virðist hins vegar vera það í hag að halda mönnunum í myrkri, halda að þeim einhveijum hræðsluáróðri og eilífum fundahöldum. Þess vegna er þessi staða svona, því miður. Eg held að fyrst framan af hafi félagsgjöldin skipt félagið miklu máli, en það má ekki gleyma því að formaður Starfs- mannafélagsins er í miðstjórn Al- þýðubandalagsins og nú þegar líður að prófkjöri og kosningum þá býður mér svo í grun að henni leiðist ekk- ert að halda þessu ástandi svona fram að kosningum. Það er verst að þessir gamalreyndu og traustu starfsmenn okkar eru hafðir að algjörum leik- soppum í þessu rnáli," sagði Sverrir Arngrímsson. Unnið samkvæmt óskum starfsmanna Sjöfn Ingólfsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að sjónarmið Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar hefðu eingöngu byggst á þeirri ósk tiltekinna starfsmanna SVÉ hf. um að vera áfram í Starfsmannafélaginu, en um væri að ræða starfsmenn sem í september hefðu óskað skriflega eftir því að fá að vera í félaginu. Á þeim lista hafi verið 134 nöfn, en á kjörskránni sem unnið hafi verið eftir í atkvæðagreiðslunni um öflun verk- fallsheimildar hafi þau verið 128. Lögum Stárfsmannafélagsins hafi verið breytt í samræmi við óskir starfsmannanna, enda hafði þá þegar komið frá borgarráði að það sæi ekk- ert athugavert við að starfsmennimir væru deild í félaginu. „Við breyttum lögum okkar til að geta innlimað þetta fólk og höfum síðan verið að vinna fyrir það sam- kvæmt þeirra óskum. Við teljum okk- ur hafa fullkomlega lagalega heimild til að vinna þetta svona, en við höfum bent á stjómarskrá íslands og réttinn til félagafrelsis í því sambandi. Þeir aðilar sem um þetta sóttu á sínum tíma hafa ekki sent okkur neinar aðr- ar óskir til dæmis um að hverfa aftur úr félaginu. Þetta mál hefur aldrei byggst á neinu fjárhagsspursmáli fyr- ir Starfsmannafélagið og engan veg- inn byggst á einkahagsmunum þess. Þetta hefur byggst á þeim vilja fólks- ins sem fram kom í þessu erindi og sem ennþá hefur sýnt sig að er fyrir hendi miðað við þá niðurstöðu sem atkvæðagreiðslan sýndi,“ sagði Sjöfn. Hún sagði að þeir starfsmenn SVR hf. sem óskað hefðu eftir því að vera aðilar að Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar hefðu fært fyrir því margvísleg rök, meðal annars þau að þeir hefðu tekið þátt í að byggja félagið upp og þær eignir sem það ætti, m.a. orlofshús. „Hér þekkja þeir alla innviði og þeir þekkja kjara- samninginn okkar, en hann vilja þeir leggja til grundvallar þeirri kröfugerð sem fram hefur verið sett,“ sagði hún. Sjöfn sagði að óskað hefði verið eftir því við stjórn SVR hf. að viðræð- ur um gerð nýs kjarasamnings fyrir starfsmennina gætu hafíst nú þegar, en sjálf teldi hún að þegar deila væri komin þetta langt væru báðir aðilar jafn ábyrgir fyrir því að stefna ekki í átök. Stjórn Starfsmannafélagsins tók svo ákvörðun um það á fímmtu- daginn að vísa málinu til ríkissátta- semjara þar sem samningaumleitanir hefðu engan árangur borið, en með því segist félagið vilja freista þess að ná fram sáttum og afstýra hörðum átökum. Ráðist að helsta vígi launafólks í framhaldi af þeirri ákvörðun stjórnar SVR hf. að félagið skyldi ganga í Vinnuveitendasamband ís- lands og Alþýðusamband Islands yrði þar með samningsaðili þess fóru fram viðræður milli forsvarsmanna BSRB og ASÍ þar sem meðal annars var rætt um félagsaðildarmál. Upp úr þeim viðræðum slitnaði hins vegar í miðjum klíðum og í framhaldi af því sendi Benedikt Davíðsson forseti ASÍ stjóm Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar harðort bréf þar sem hann átaldi vinnubrögð félagsins í þessu máli. Með því að hundsa frekara sam- starf við aðildarfélög ASÍ um málið og helja þess í stað undirbúning und- ir og óska eftir að vera viðurkenndur sem fullgildur samningsaðili á samn- ingasviði Alþýðusambandsins hefði Starfsmannafélagið stigið skref sem erfitt væri að sjá hvemig hægt væri að bæta fyrir. Með aðgerðum sínum væri félagið að ráðast gegn einu helsta vígi launafólks á vinnumarkaðnum í nafni félagafrelsisins og slíkt geti Al- þýðusambandið ekki látið óátalið vegna hagsmuna félagsmanna og launafólks alls í dag og um ófyrirsjá- anlega framtíð. Að sögn Sjafnar er ekki neinn óvinahemaður milli þessara samtaka launafólks af hálfu Starfs- mannafélagsins, en hún sagði ljóst að ákveðnar skoðanir varðandi forgangs- réttarákvæði gildandi kjarasamninga stönguðust á hjá samtökunum. Telur stjóm SVR hf. að vegna þessa skoða- namunar stéttarfélaganna sé SVR hf. sem milli steins og sleggju þótt for- sendur málsins séu í raun augljósar. Gengtir illa upp lögfræðilega Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur og framkvæmdastjóri ASI sagði að vonast hefði verið til þess að hægt væri að vinna að þessu máli sameigin- lega með Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar og leiða það mál til Iykta þannig að allir væru sáttir. „Við höfum verið að reyna að kom- ast hjá því að brenna allar brýr að baki okkur. Við reynum alltaf að fyr- irgefa litla bróður þegar hann lætur illa, og höfum kannski verið að vænta þess að það væri hægt með einhvers- konar viðræðum að ná sáttum í þessu. Starfsmannafélagið breytti lögum sínum í nóvember til að opna félagið fyrir öðrum en þeim sem eru í vinnu hjá Reykjavíkurborg, en að okkar mati gengur það mjög illa upp lög- fræðilega af því að félagið er auðvit- að félag þeirra sem eru í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Þeir fóru þessa leið og á það hefur í sjálfu sér ekki reynt hvort þetta stenst. Starfsmannafélag Reykjavíkur fellur undir lög um kjara- samninga opinberra starfsmanna en það er spurning hvort sú breyting sem gerð hefur verið á lögum þess leiði til þess að það falli jafnframt undir lögin um stéttarfélög og vinnudeilur og sé þannig orðið einhver tvíhöfða þurs. Spuming er svo hvemig dóm- stólar koma til með að líta á það. Ef það er þannig að Starfsmannafé- lagið verður ekki talið vera stéttarfé- lag í skilningi þessara laga þá hlýtur hugsanlegt verkfall starfsmanna SVR hf. að dæmast ólöglegt. Það er hins vegar alveg ljóst að á almennum vinnumarkaði gilda kjarasamningar félaga Alþýðusambandsins og sam- kvæmt þeim kjarasamningum og samkvæmt forgangsréttarákvæðum á þetta fólk sem um ræðir að vera í félögum innan Alþýðusambandsins. Það er þessi lausn sem menn háfa verið að vonast til að fyndist einhvers staðar, en mér finnst við hafa fjar- lægst mikið einhveija sameiginlega niðurstöðu og þykir það afskaplega leiðinlegt að þessi samtök hafa ekki getað sýnt meiri samstöðu í þessu máli,“ sagði Lára. Samskipti austurs o g vesturs Úr köldu stríði í kaldan frið eftir Niels P. Sigurðsson Á ýmsu hefur gengið í samskiptum austurs og vesturs frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar. í lok styijaldar- innar 1945 áttu Bandaríkjamenn einir kjamorkusprengjur, og tók það Sovét- ríkin allmörg ár að ná því forskoti. Varð nokkur biðstaða eftir heimsstyij- öldina síðari, en kalda stríðið lét samt ekki lengi á sér standa. Vestrænu rik- in gátu ekki setið aðgerðarlaus and- spænis þeim hættum, sem kalda stríð- ið olli og þeim viðhorfum, sem þá ríktu. Trumankenningin, kennd við Harry S. Truman, forseta Bandarfkj- anna, rauf 1947 einangrunarstefnu Bandaríkjanna á friðartímum með aðstoð við Grikkland og Trykland í baráttunni við kommúnismann. Ge- orge Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði stuttu síðar fram áætlun um viðreisn Evrópu, en með Marshall-áætluninni var lagður grundvöllur að velmegun þeirri, sem ríkt hefur í Vestur-Evrópu sl. 45 ár. Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað 1949 til að geta sameiginlega staðið vörð um frelsi og öryggi vestrænna ríkja. Hefur stað- setning bandarísks vamarliðs í nokkr- um löndum Vestur-Evrópu verið lykill- inn að varðveislu friðarins, sem ríkt hefur. Endalok kalda stríðsins, fall kommúnismans og sameining Þýska- lands breyta engu um nauðsyn þess, að bandarískt varnarlið verði áfram í löndum Vestur-Evrópu á vegum NATO, enda eru sterkar varnir ekki síður nauðsynlegar í köldum friði en í köldu stríði. Niðurstöður kosninganna í Rúss- landi 12. desember 1993 gefa tilefni til að hugleiða á ný samskipti austurs og vesturs og vekja menn til umhugs- unar um raunverulega stöðu Rúss- lands og samveldisins á landsvæði Sovétríkjanna fyrrverandi. Annars vegar hefur ný stjómarskrá styrkt stöðu Boris Jeltsíns forseta til að fylgja eftir umbótum en hins vegar komið fram varhugaverður sigurveg- ari þingkosninganna sem m.a. telur að Island hafi með viðurkenningu Eystrasaltsríkjanna þriggja átt þátt í að bijóta niður Sovétveldið. Á árunum 1980 til 1984 birtust í Mbl. nokkrar greinar eftir mig um öryggismál Evrópu (ágúst 1980), tak- mörkun kjamorkuvígbúnaðar (júlí 1983) og fjögur slökunartímabil (ág- úst 1984). Einnig tók ég saman laus- lega atburðaskrá eða annál um helstu viðburði á árunum 1945 til 1989, sem tengjast samskiptum austurs og vest- urs. Atburðaskrá þessi birtist í Við- horfi, tímariti um alþjóðamál, 11., 12. og 14. hefti, ásamt formála og eftir- mála. Auðvitað var hér um persónu- legar skoðanir mínar að ræða. ítalski stjómmálamaðurinn, sern ég vitnaði m.a. í um öryggismál Evrópu í Mbl. í ágúst 1980, var Manlio Brosio framkvæmdastjóri NATO. Brosio sagði við mig í samtali um öryggis- mál Evrópu eitthvað á þessa leið fyrir tæpum 25 árum: „Rússar eru alls ekkert hræddir við NATO, enda er NATO vamarbanda- lag, en þeir eru hræddir við efnahags- legan styrk og viðskiptalega getu Efnahagsbandalags Evrópu." Manlio Brosio, sem var fyrrverandi ráðherra og sendiherra ítala, m.a. í London og Moskvu, sagðist hafa á tilfinningunni, að þegar fram liðu stundir myndu efnahags-, viðskipta- og atvinnumálin verða ráðandi þyngd- arpunktur í samskiptum austurs og vesturs. Þessi tilfinning Brosio frá árunum fyrir 1970 fór þegar að koma í ljós á árinu 1989, er Berlínarmúrinn féll og kommúnistastjórnir í Austur-Þýska- landi, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ung- veijalandi, Búlgaríu og Rúmeníu misstu völdin án þess að Sovétherinn beitti skriðdrekum og vopnum til að koma í veg fyrir hrun kommúnismans í löndum Austur-Evrópu eins og hann gerði áður í kalda stríðinu. Þótt dregið hefði úr styrk Rauða hersins til árása gat hann auðveldlega komið í veg fyrir þróunina í lýðræðis- átt í Austur-Evrópu og fall Berlínarm- úrsins, en Mikhail Gorbatsjov sem var leiðtogi Sovétríkjanna taldi ásamt öðr- um ráðamönnum í Kreml réttara að sætta sig við þróunina, aðallega af efnahagsástæðum. Sameining Þýskalands, sem fylgdi í kjölfarið, var endanlega samþykkt á fjórveldafundi með fulltrúum Austur- og Vestur-Þýskalands 12. september 1990 í Moskvu. Áður höfðu Gorbatsj- ov og Kohl kanslari orðið sammála um aðild sameinaðs Þýskalands að NATO. Austur-Þýskalands sagði sig síðan úr Varsjárbandalaginu og 3. október 1990 voru Austur- og Vestur- Þýskaland formlega sameinuð sem Sambandslýðveldið Þýskalands. Til staðfestingar friðarvilja Gorbatsjovs voru honum 15. október 1990 veitt friðarverðlaun Nobels fyrir framlag hans til friðar og þátt leiðtoga Sovét- ríkjanna í endalokum kalda stríðsins. Nokkru síðar hrundi kerfið og Sovét- ríkin leystust upp. Það var tilvist gereyðingarvopna sem í raun kom í veg fyrir nýja heims- styijöld, því skelfilegar afleiðingar hugsanlegra styrjaldarátaka leiddu til þess, að kjarnorkuveldin reyndu á síð- ari áratugum kalda stríðsins að hafa hemil á ágreiningsefnum. Alger sam- staða var milli vestrænna ríkja í ör- yggis- og vamarmálum um að halda uppi sterkum vörnum og um leið reyna að slaka á spennu milli austurs og vesturs, draga úr tortryggni og skapa traúst. Hættan á gereyðingarstyrjöld, sem vopnakapphlaup stórveldanna gat hugsanlega haft í för með sér, var ávallt fyrir hendi en smám saman urðu vonir um öruggari tíma og frið sterkari, sérstaklega eftir að yfirburð- ir vestrænna ríkja í tækni og vísindum ásamt geimvörnum (SDI) urðu ber- sýnilegir og Sovétmenn gerðu sér grein fyrir að þeir höfðu gersamlega tapað kalda stríðinu. Hinsvegar má segja að það sé einungis kaldur friður sem ríkir eins og er í Evrópu. Þrátt fyrir þessar augljósu breyt- ingar á ástandi alþjóðamála og sam- drátt í útgjöldum til varnarmála hafa ekki nærri allar þjóðir notið góðs af Niels P. Sigurðsson stöðunni. Stöðnun þjóðarframleiðslu og samdráttur hagvaxtar á síðari árum hefur leitt af sér ýmis þjóðfé- lagsleg vandamál og hættu á um- hverfisspjöllum. í Sovétríkjunum fyrr- verandi hefur, í stað lögregluríkis, þar sem öllu var stjórnað með harðri hendi og hervaldi, þróast aukin óregla, glæpastarfsemi og spilling. Sovétríkin eru ekki til lengur og í stað þeirra komið laustengt Samveldi sjálfstæðra ríkja (CIS). Rússland hefur síðan boðist til á vegum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE) að sjá um friðargæslu á land- svæði Sovétríkjanna fyrrverandi, en þar hefur atvinnuleysið og eymdin tek- ið við. Miklu skiptir fyrir áframhald- andi lýðræðisþróun í Rússlandi að ólga og óvild meðal þjóða og þjóðarbrota breiðist ekki út, en koma þarf í veg fyrir þvingaða endurvakningu á gömlu Sovétríkjunum. Slík beiðni um stuðn- ing við friðargæslu verður því athuguð í hveiju einstöku tilfelli innan CSCE. Þjóðarframleiðslan í Rússlandi hef- ur fallið um 38% frá lokum kalda stríðsins og í Úkraníu um 20% árlega undanfarin ár, enda munu þar margar milljónir manna án atvinnu. Ráða- menn í Moskvu hafa löngu viðurkennt að kerfi kommúnismans hafi brotnað niður og gamli draumurinn um heims- yfirráð kommúnismans sé endanlega úr sögunni. Lýðræðisskipulag á þó enn í vök að veijast á landsvæði Sovétríkj- anna fyrrverandi og umbreytingin frá miðstýringu yfir í markaðskerfi felur í sér gífurlega erfíðleika þótt í henni sé bjartasta von þjóðanna þar um bættan efnahag fólgin. Vegna endaloka kalda stríðsins hefur þjóðernishreyfíngum vaxið fisk- ur um hrygg. Þær hafa sumstaðar gripið til vopna til stuðnings kröfunn- ar um stofnun sjálfstæðra ríkja, þótt það geti og hafi leitt af sér klofning ríkja í smærri einingar. Innrásin og stríðið í Afghanistan sýndi á sínum tíma, að jafnvel Sovétríkin gátu ekki til lengdar ráðið við skæruhernað í fjöllóttu nágrannaríki. Hinsvegar geta þjóðemiseijur haft áhrif langt út fyrir eigin landamæri og skapað vandamál sem ekki er hægt að leysa nema á breiðari grundvelli með fjölþjóðaráð- stöfunum. Markmið hinna Sameinuðu þjóða er að varðveita heimsfrið og öryggi samkvæmt sáttmálanum frá 1945. A dögum kalda stríðsins urðu ágrein- ingsmál risaveldanna oft til þess, að alþjóðasamvinna á vegum Sameinuðu þjóðanna um lausn ýmissa vandamála Fjölgun ijóna vegna ótryggðra ökutækja Kostnaður innifalinn í try ggingaiðgj öldum SAMBAND íslenskra trygginga- félaga hefur greitt út Ijón vegna óvátryggðra ökutækja oftar en einu sinni í mánuði siðustu miss- eri að sögn Sigmars Ármannsson- ar framkvæmdastjóra sambands- ins. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á miðvikudag hafa Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á íslandi sf. (ABÍ) tekið við þessu hlutverki af Sambandi íslenskra tryggingafélaga. ABÍ eiga end- urkröfurétt á tjónvald en ef hann reynist gjaldþrota siija ABÍ uppi með tjónskostnað sem þær inn- heimta síðan hjá bifreiðatrygg- ingafélögunum. „Bifreiðatrygg- ingafélögin munu síðan væntan- lega gera ráð fyrir þeim kostnaði í iðgjöldum sem bifreiðaeigend- um er gert að greiða,“ segir Sig- mar. Sigmar Ármannsson segir það ekkert nýtt að tjón vegna óþekkts eða óvátryggðs ökutækis sé bætt gagnvart þriðja aðila en sú breyting hafí nú orðið með nýrri reglugerð að tjónþoli geti snúið sér beint til Alþjóðlegra bifreiðatrygginga sf. en þurfti áður að leita ítrustu réttar- farslegu leiða áður en Samband ís- lenskra tryggingafélaga greiddi út tjónið. Sigmar segir að fyrir nokkrum árum hafi örfá tjón vegna óvá- tryggðra ökutækja verið greidd út á ári en þeim hafi fjölgað mjög undanfarin misseri. „Eg segi ekki að við höfum verið að greiða út bætur vegna þessara tjóna í hverri viku en í hveijum mánuði og rúm- lega það,“ sagði Sigmar. Sigmar segir það skoðun manna innan vátryggingageirans að lög- regla hafí ekki sinnt hlutverki sínu sem skyldi að taka óvátryggðar bif- reiðir úr umferð. „Ef því er ekki sinnt að koma þessum ökutækjum úr umferð þá gætu aðrir bifreiðaeig- endur þurft að bera kostnaðinn af slóðunum," sagði Sigmar. rann út í sandinn vegna neitunarvalds- ins í Öryggisráðinu, sem beitt var 201 sinni á árunum 1946-1990, einkum " af Sovétríkjunum. Lok kalda stríðs tímabilsins hafa opnað möguleika til þess að koma í veg fyrir og leysa ágreiningsmál inn- anlands og milliríkjadeilur á friðsam- legan hátt. Þrátt fyrir að þessir mögu- leikar séu nú fyrir hendi á vegum Sameinuðu þjóðanna spretta upp deilu- og ágreiningsmál milli þjóðarbrota 5 miklu ríkari mæli en á tímum kalda stríðsins. Þjóðemisminnihlutahópar þorðu þá ekki að láta mjög á sér bera vegna hræðslu við hugsanlegan mót- leik risaveldanna, enda skildu flestir að vopnabrak var ekki á þeim tímum : líklegt til þess að ná fram þjóðemishug- í sjónum minnihlutahópa. Ástandið í ' fyrrverandi Júgóslavíu er gott dæmi um harmleik í skjóli máttleysis Samein- uðu þjóðanna eða forystuþjóða þeirra í friðarátaki og friðargerð. Á kalda stríðs ámnum bældu Sovét- ríkin niður innan Austur-Evrópuríkj- anna aðgerðir sem dregið gátu úr styrkleika sameiningartákns hins sós- íalíska samveldis, en beittu samt ekki Júgóslavíu beinum þvingunum á Tito- tímabilinu. Sovétríkin stóðu hins veg- ar fyrir innrás í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 til þess að tryggja, að sjálfsforræði sósíalskra ríkja í Austur-Evrópu, eins og það var — kallað, færi þá ekki úr skorðum sam- kvæmt Breshnev-kenningunni. Kalda stríðið sem var hefur einungis breyst í kaldan frið. Vopnin hafa í dag minni þýðingu í samskiptum ríkja, en þau verða samt ekki kvödd eins og er. Höfundur er sendiherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.