Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 29 Anna Gísladótt- ir - Minning Þegar kynslóð foreldra okkar kveður verður okkur gjarnt að líta til baka og minnast eigin bemsku. Anna Gísladóttir sem kvödd er í dag verður mér ávallt mjög kær. Hún var móðir vinkonu minnar Jóhönnu en við kynntumst í 7 ára bekk. Anna var þá búin að vera ekkja í 7 ár og bjó með tveimur dætrum sínum, þeim Aðalheiði og Jóhönnu Jóhannesdætrum, foreldrum sínum Katrínu Grímsdóttur og Gísla Jóns- syni frá Saurbæ í Vatnsdal og systur sinni Kristínu sem var lömuð. Fjöl- skyldan bjó að Njálsgötu 86. Ekki var íbúðin stór en nóg var hjartarým- ið. Tvö herbergi og lítið eldhús var húsnæðið fyrir þessa sex manna fjöldskyldu. Gísli faðir Önnu hafði verið bóndi en vann nú hjá Dagblað- inu Tímanum. Anna vann í Lauga- vegsapóteki og þangað heimsóttum við stelpumar hana stundum og horfðum stómm augum á mixtúm- og pilluglös upp um alla veggi og fengum eitthvað gott í munninn. Oftar var þó komið í heimsókn á Njálsgötuna og þar var ávallt gott að koma. Öllu var haganlega fyrir komið, allt hreint og snyrtilegt og ekki fann maður fyrir þrengslum enda gestum mætt með hlýju við- móti. Eg minnist þess að hafa feng- ið að gista þar hjá vinkonu minni. Það munaði ekki svo mikið um að bæta einum við! Katrín móðir Önnu sá um eldamennsku og gaukaði að okkur brauðsneiðum og kökum. Krístín var eins og áður sagði óvinnu- fær frá því um tvítugt og bundin við íbúðina sem var á 4. hæð. Þótt ung væri runnu mér örlög hennar til rifja. Ég minnist þess hve mér fannst þær systur Anna og Kristín fallegar kon- ur, nettar og fágaðar í framkomu. Það gefur augaleið að þegar búið er við þröng efni og húsnæði þarf að sýna aðgát og tillitssemi við aðra, nægjusemi og fómfýsi. Anna þurfti að vinna langan vinnudag til að sjá sér og sínum farboða en aldrei minn- ist ég þess að hún hafí verið önug eða skapstygg enda var öll fjölskyld- an svo samtaka um að vera hvert öðru góð. Bægslagangur í orðum eða athöfnum var óþekktur á þeim bæ. Báðar dætumar hlutu ágæta mennt- un enda Anna áhugasöm um mennt- un þeirra. Hún fylgdist vel með á menningarsviðinu og gerðist snemma meðlimur Tónlistarfélagsins og sótti þá tónleika sem völ var á. Arin liðu og fækkun varð í íbúð- inni á Njálsgötu. Eldri dóttirin Aðal- heiður giftist Hauki Pálmasyni raf- magnsverkfræðingi, Kristín fór á sjúkrahús og lést þar eftir alllanga dvöl. Foreldrar Önnu létust í hárri elli og síðust fór að heiman yngri dóttirin Jóhanna, sem giftist Þór Jakobssyni veðurfræðingi. Anna bjó áfram í íbúð sinni og gott var hana heim að sækja þó að heimsóknir mínar yrðu stijálli. Sama snyrtimennskan og hlýlegt viðmót ríkti einsog áður og Anna naut þess nú að hafa rúmt um sig. Ættingjar og vinir voru tíðir gestir. Nú þegar hún var orðin ein gáfust fleiri frístundir til að sinna hugðar- efnum svo sem bóklestri og að sækja tónleika. Anna hafði skipt um vinnu- stað og vann við mötuneyti stjómar- ráðsins þar til hún hætti störfum sakir aldurs. Fjölskylda hennar var áfram mjög samrýnd og dætur, tengdasynir og barnabörnin 5 töldu ekki eftir sér að heimsækja Önnu og hlú að henni á efri árum. Einnig komu til hennar systir hennar og aðrir ættingar. Síðustu 2-3 árin var hún á Hrafnistu í Reykjavík og fékk þar bestu hjúkrun. Að lokum vil ég samhryggjast dætmnum og öðrum aðstandendum, því sárt er að sjá á eftir sínum. En minningin lifir um góða konu sem ávallt sýndi gott fordæmi um ljúf- mennsku, hógværð og þrautseigju. Guðrún Sveinbjarnardóttir. Jólanótt - og ég kveikti á kerti rétt eins og forðum, litlu kerti. Það logar á borði mínu unir þar sínu lífi slær ljóma á þögnina. Og bið þess að ég finni sem forðum að glaðir hljómar séu lagðir af stað út úr lágum tumunum að ég heyri þá svifa yfir hvítt landið og stefna hærra, hærra! eins og hyggist þeir setjast á sjálfar stjömumar svo ljós og hljómar geti hafið í einingu saman af himnum gegnum loftin sína heilögu ferð. (Hannes Pétursson) Að liðnum jólum kveðjum við ömmu okkar, Önnu Gísladóttur, sem lést í Reykjavík þriðja í jólum, 27. deember 1993. Atti amma langa og góða ævi en er nú lögst til hinstu hvíldar. Þótt við systkinin höfum aðeins búið á íslandi í átta ár alls, kynnt- umst við ömmu vel. Sem böm var það aðaltilhlökkunarefni okkar í fyr- irhuguðum íslandsferðum að hitta ömmur okkar og afa. Minningar okk- ar um ferðir eru einna helst tengdar þeim. ísland var í okkar augum „ömmu og afa land“. Við minnumst þess sérstaklega hversu blíð og rausnarleg amma okkar var. Á seinni árum kynntumst við henni betur sem persónu, og varð okkur ljóst að góðmennskan var henni eðlislæg'. Við viljum þakka henni ánægju- stundir og munum geyma góðar minningar um hlýhug hennar og ást- úð. Blessuð sé minning hennar. Þóra Þórsdóttir, Vésteinn Atli Þórsson. Móðursystir okkar Anna Gísla- dóttir verður jarðsungin í dag. Anna frænka, eða Anna á „Njáls“ eins og við systkinin kölluðum hana gjaman, bjó á Njálsgötu 86 sem var í næsta nágrenni við okkur á Skólavörðu- stígnum. I hugum okkar var heimilið henn- ar Önnu frænku tákn um menningu og jafnvægi. Það kom því af sjálfu sér, þrátt fyrir ungan aldur og stóran systkina- hóp, að í þau fjölmörgu skipti sem við heimsóttum mæðgumar á Njáls- götu og um leið afa og ömmu, sem Anna frænka hélt heimili fyrir, fyllt- umst við eftirvæntingarfullri forvitni sem sjálfkrafa útilokaði ærslagang. Snillingamir Haydn, Bach og Beethoven í formi brjóstmynda önn- uðust bamapössunina af festu ofan af píanóinu í stofunni á meðan hún sjálf eins og endranær lagaði heitt súkkulaði með ijóma og tók til ýmis- legt góðgæti handa okkur. Anna frænka var og er okkur mjög kær. Hrífandi hlátur og kímnþ gáfa gerði það svo auðvelt að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á. Anna frænka var ávallt staðföst og vak- andi og það ríkti friður og öryggis- kennd í návist hennar. Hún var trú- föst kona og virkur safnaðarmeðlim- ur í Hallgrímssókn alla tíð. Anna frænka var „Lady“. Hún var fulltrúi hins sanna styrks. Styrks trúarlegrar auðmýktar og hógværðar sem birtist okkur í staðfastri mýkt. Megi góður Guð geyma þig og minninguna um þig í hjörtum okkar alla tíð, elsku Anna frænka. Systkinin frá Skólavörðustíg 17a. ÞESSIR krakkar héldu lilutaveltu tii styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.397 krónur. Þau heita Harpa Lárusdóttir, Ragnar Lárusson, Hildigunnur Gunnarsson, Ása Bryndís Gunnarsdóttir, Kári Geir Gunnarsson, Magnea Ágústsdóttir og Anna Ágústsdóttir. RAÐAUGÍ YSINGAR (UÖLBRMITASKðUNN BREIÐHOITI Lokadagur innritunar íkvöldskóla FB Við getum enn bætt við okkur nemendum á eftirtöldum sviðum/brautum: Viðskiptasviði, matvælasviði, rafiðnabraut- um, tréiðnabrautum, málmiðnabrautum. Innritað er í dag frá kl. 10.00-13.00. Skólameistari. SJÁLPSTAEDISFLOKKURINN F í I. A (i S S 'I' ARF ísafjörður - prófkjör Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á (safirði hefur ákveðið að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor verði valdir f opnu prófkjöri. Prófkjörið fer fram 29. og 30. janúar 1994. Prófkjörið er opið öllum fullgildum félögum sjálfstæðisfélaganna á (safirði og þeim stuðningsmönnum flokksins, sem eiga munu kosn- ingarétt í sveitarstjórnarkosningunum á (safirði og undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu samhliða þátttöku f prófkjöri. Hér með auglýsir kjörnefnd Sjálfstæöisflokksins á ísafirði eftir tillög- um til framboðs í prófkjöri. Framboðum skal skila til formanns kjörnefndar Sjálfstæöisflokksins, Jens Kristmannssonar, Engjavegi 31, (safirði, eigi síðar en 15. janú- ar 1994, en þann dag rennur framboðsfrestur út. Nánari upplýsingar veitir formaður kjörnefndar, hs. 3098 og vs. 3941. Kjörnefnd Sjálfstæöisflokksins á Isafiröi. X SAMHANH UNCKA FUS S/ALFS T/tUISMANNA Hvert er hlutverk Ríkisútvarpsins? Samband ungra sjálfstæðismanna og Heimdallur, fus f Reykjavík, standa fyrir hádegisverðarfundi um málefni Rikisútvarpsins f dag, laug- ardaginn 8. janúar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu f Átthaga- sal og hefst kl. 12.00. Hádegismatur og kaffi verða á boðstólnum. - Er eðlilegt að Ríkisútvarpið sé dýrara en Háskóli (slands? - Er eðlilegt að Ríkisútvarpið hafi einkarétt á að innheimta notenda- gjöld? Eftirfarandi aðilar munu hafa framsögu og sitja fyrir svörum: Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Elfa Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Útvarpsins, sækir fund- inn í stað útvarpsstjóra. Ólafur Hauksson, blaðamaöur. Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS. Allir eru velkomnir og á fundinum verður boðið upp á hádegismat fyrir kr. 1.000,- Samband ungra sjálfstæöismanna og Heimdallur. Smá auglýsingar St. St. 5994010816 I Rh. kl. 16.00 Auðbreltlta 2 • Kópm'ogur Laugardagur: Samkoma f kvöld kl. 20.30 með Paul Hansen frá U.S.A. Hvítasunnukirkjan Fíiadelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl." 16.30. Ræðumaður Sheila Fitzgerald. 10. til 15. janúar verður bæna- vika safnaðarins. Bænastund á hverju kvöldi kl. 20.30. Laugardaginn 15. janúar verður Dagur fyrir þig. Hann hefst kl. 13.30 og verður yfirskrift hans Reiki og heilun! Samræmast kenningar nýaldar kristinni tru og lífsskoðun? Gréta Sigurðardóttir mun segja okkur frá reynslu sinni þegar hún var blinduð af blekkingum nýaldar. Kaffiveitingar. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Sunnudagsferð 9. janúar kl. 13.00 Bessastaðir - Álftanes Það er við hæfi að hefja fyrstu sunnudagsgöngu þessa lýðveld- isafmælisárs í nágrenni Bessa- staða. Þetta er einnig ágæt fjöl- skylduganga í upphafi árs fjöl- skyldunnar. Strönd Álftaness er eitt af skemmtilegustu útivistarsvæð- um í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. Verð aðeins 600 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (stansað við Mörk- ina 6). Ferðafélag Íslands þakkar frá- bæra þátttöku í fjölskyldu- göngu og blysför um Öskjuhlið á þrettándanum þar sem mættu 6 annað þúsund manns. Fyrsta myndakvöld árslns er miðvikudagskvöldið 12. janúar í Sóknarsalnum. Gleðilegt ferðaár! Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Nýárs- og kirkjuferð í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 8. janúar Endurtekin ferð sem féll niöur sl. sunnudag. Kl. 9.30 frá BSl: Farið veröur að Hvalsneskirkju suður með sjó og síðan kl. 14.00 frá BSf að Hallgrímskirkju í Saurbæ. Ferðinni lýkur með helgistund í Hallgrimskirkju í Reykjavík um kl. 19.00. í ferðinni mun Sigurbjörn Einarsson, bisk- up, fjalla um sögu Hallgrims Péturssonar. Brottförkl. 9.30 frá BS(, verð kr. 2.000 og kl. 14.00 frá BS(, verð kr. 1.500. Ferðaáætlun Útivistar fyrir árið 1994 er komin út. Útivist. Miðilsfundur -áruteikning Miðillinn Colin Kingschott starfar á vegum félagsins frá 6. jan. Hann verður með einkafundi, áruteikn- ingar, kristalheilun og rafsegulheil- un. Ath.: Einnig framhald kristal- heilunamámskeiðs 2 og 3. Upplýsingar í síma 811073. Silfurkrossinn. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 12. jan. kl. 20.30 í Tjarnarbiói við Tjarnargötu. Miðar seldir við innganginn. Húsið opnað kl. 19.30. skíðadeild Fundur um vetrarstarfið verð- ur í Gerðubergi mánudaginn 10. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Skíðaæfingar, ferðir , og sala árskorta. Uppl. í si'mum 72206 - 666794. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.