Morgunblaðið - 08.01.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.01.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994 Hjónaminning ValdimarH. Daníels- son og Guðbjörg Sigur- laug Gunnlaugsdóttir Guðbjörg Fædd 18. maí 1919 Dáin 27. september 1993 Valdimar Fæddur 14. desember 1901 Dáinn 19. mars 1974 Tíminn líður ár við ár, ellin sýnir litinn: döpur aup, hrímgað hár, höndin kreppt og slitin. Ekki virðist leiðin löng, lítil þörf að kvíða, þegar ótal unaðsföng eftir manni bíða. (Gunnlaugur P. Sigurbjömsson, Daggir II.) Nú hefur gangverk. lífsklukku merkrar dugnaðarkonu slegið sinn síðasta slátt, konu sem var borin og barnfædd í Vestur-Húnavatns- sýslu. Hún Guðbjörg frænka mín trúði því að hún ætti eftir að hitta Valdimar sinn og með þá sælu trú lagði hún aftur augu nú um jólin, eða að kveldi 27. desember. Frænka mín hét fullu nafni Guð- björg Sigurlaug Gunnlaugsdóttir og --var fædd 18. maí 1919 að Efri- Torfustöðum í Miðfirði, dóttir hjón- anna Agnesar Magnúsdóttur og Gunnlaugs Péturs Sigurbjömsson- ar. Börn þeirra voru þijú og var Guðbjörg þeirra elst. Magnús Bene- dikt, sem var næstur, er fæddur 29. ágúst 1920, hann býr á Torfu- stöðum, kvæntur Margréti Sóleyju Guðmundsdóttur. Þau eiga þijú böm, þau Agnesi Björk, Guðmund Víði og Þóru Ösp. Eina dóttur eign- aðist Magnús áður, heitir hún Agn- es. Yngsta systir Guðbjargar var Skarpheiður, fædd 24. október 1921. Hún var gift Þórði Jónssyni og eignuðust þau tvær dætur, Agn- esi Sigrúnu og Soffíu Gunnlaugu. Þau bjuggu lengst af á Akranesi. Hún missti mann sinn 11. janúar 1991, en dóttur sína Agnesi Sig- rúnu missti hún 27. janúar 1991 eða 16 dögum síðar. í þessari ætt er mikil skáldagáfa og til dæmis var faðir Guðbjargar mikill hagyrðingur. Gaf hann út tvö ljóðakver, Daggir I og Daggir II, auk þess sem hann orti ýmislegt sem ekki hefur komið út á prenti. Ingþór, bróðir hans, var í Kvæða- mannafélaginu Iðunni, en var mest þekktur fyrir fatasöfnunina til Pól- lands. Faðir undirritaðrar, bróðir þeirra, Björn Konráðs, var verka- maður hér í Reykjavík og einnig mikill hestamaður. Hálfbróðir þeirra heitir Skarphéðinn Kári og býr hann suður með sjó. Guðbjörg frænka mín var nett- fríð kona, grannvaxin og hárið fag- urt, féll í mjúkum bylgjum niður með vanga og sló fallegum rauðum blæ á. Hún var ákaflega glaðvær og létt á fæti, það var eins og frænka þyrfti ekki að sofa og það var ekki ofmælt að hún var tveggja manna maki hvað dugnað snerti. Hún hafði yndi af góðum hestum og sat þá fagmannlega. Eitt sinn var hún á gráum fjörhesti sem Magnús bróðir hennar átti. Er þau koma að hliðgrindinni í tröðinni heim að Torfustöðum hentist gæð- ingurinn yfir hliðið niður eyrarnar og yfír Miðfjarðará og stöðvaðist ekki fyrr en fyrir ofan Króksstaði, en Guðbjörg sat í hnakknum eins og alvanur grindahlaupsknapi. Systkinin á Torfustöðum voru ung þegar þau misstu móður sína, Agnesi. Eins og segir í endurminn- ingum Ingþórs í II. hefti bókarinnar „í dagsins önn“: „Ég reyndi að hafa ofan af fyrir börnunum, sem öll voru í bernsku, það yngsta á öðru ári. Þegar læknirinn kom fór hann strax ásamt Gunnlaugi inn til konunnar, þegar þeir komu aftur var Agnes dáin. Banamein hennar var lungnabólga, svo svæsin að á þessu stigi varð engum vörnum við komið. A Bergsstöðum, næsta bæ við Torfustaði, bjuggu fullorðnar systur ásamt föður sínum, Jens Þórðarsyni, pósti. Önnur systranna, Soffía, hafði verið hjá Agnesi þegar hún átti börnin, enda var sú kona alltaf boðin og búin til að hjálpa þeim sem bágt áttu. Til hennar bar ég næstelsta barnið, það var dreng- ur, og var hann hjá henni eftir það. Bú rofnaði hjá þeim systrum litlu síðar, en Soffía réði sig hvergi til vistar án þess að því skilyrði væri fullnægt, að drengurinn mætti fylgja henni. Gunnlaugur var svo áfram til heimilis að Torfustöðum með elsta bamið, en vann víða sem smiður o.fl. Sex árum seinna vant- aði þar ráðskonu og réðist þá Soff- ía þangað með drenginn. Dró þá saman með þeim Gunnlaugi og leiddi til hjúskapar sem entist með- an bæði lifðu.“ Gunnlaugur hefði orðið 101 árs 18. febrúar á þessu ári hefði hann lifað. Skarpheiður, yngri systir Guð- bjargar, var tekin í fóstur af afa- systur sinni, Halldóru Ólafsdóttur, sem þá var í húsmennsku hjá prest- hjónunum Jóhanni Kristjáni Briem og frú Ingibjörgu á Melstað í Mið- fírði. Séra Jóhann var bróðir fóstur- móður undirritaðrar, Elínar Briem á Oddgeirshólum. Valdimar var sonur Daníels Pét- urssonar og Halldóm Ólafsdóttur frá Bessastöðum í Miðfirði. Faðir Valdimars fluttist til Vesturheims. Fljótlega fór Valdimar í fóstur til hjónanna Helgu Bergsdóttur og Asmundar Eiríkssonar á Hvamms- tanga. Á þessum ámm var það al- gengt að unglingar fæm snemma að vinna fyrir sér. Valdimar varð traustur og duglegur til allra verka. Eitt sinn er hann var 10-11 ára gamall var hann beðinn af hús- bónda sínum að fara einsamall með á annan tug hesta suður yfir Holta- vörðuheiði niður í Borgarnes að sækja fólk sem kom með skipi og leysti hann það verk vel úr hendi eins og allt sem honum var trúað fyrir. Valdimar yar meðalmaður á hæð og samsvaraði sér mjög vel. Hann var maður félagslyndur og var glaður heim að sækja, málefna- legur og rökfastur og mikill dreng- skaparmaður. Ungur gekk Valdi- mar að eiga Jónínu Friðriksdóttur. Þau eignuðust einn son. Hófu þau fyrst búskap að Dæli í Víðidal, síð- an fluttu þau að Neðri-Torfustöðum en þaðan að Kollafossi i Miðfirði. Þar skiljast leiðir. Þá voru á heimil- inu Skarpheiður, 12 ára, sonur Valdimars, 2 ára, Halldóra, móðir Valdimars, og Ásmundur, fóstri hans, sem þá var búinn að missa konu sína, Helgu Bergsdóttur. Láttu geymda liðna tíð. Líttu fram á veginn. Ljómar bak við lífsins stríð, landið sólarmegin. (Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson) Þegar Valdimar var 17 ára var hann vinnumaður á Efri-Torfustöð- um hjá Magnúsi, móðurbróður sín- um, og var hann þá beðinn að sækja lækni til Agnesar, konu Gunnlaugs, sem var í barnsnauð. Hann kom með lækninn í tæka tíð, stúlkubam fæddist og var vafið í sæng og litla stúlkan lögð í fang Valdimars. Tutt- ugu og tveimur árum síðar felldu þau hugi saman og giftu sig í ág- úst 1941. Guðbjörgu og Valdimar varð þriggja barna auðið, elstur er Gunnlaugur Pétur, fæddur 25. mars 1950. Sambýliskona hans er Anna Rósa Jóhannsdóttir og eiga þau fjögur börn, Guðbjörgu Sigurlaugu, f. 23. nóvember 1981, tvíburana Valdimar Halldór og Jóhann Fann- ar, f. 12. júlí 1985 og Ólöfu Eik, f. 19. júlí 1988. Áður eignaðist Gunnlaugur stúlku sem Þorbjörg heitir og fæddur er 14. apríl 1980. Gunnlaugur og Anna Rósa búa á Kollafossi. Dóra Magnheiður, f. 17. desember 1954. Hún er gift Ólafí Steini Sigurðssyni og eiga þau tvær dætur, Ingu Rut, f. 2. júlí 1979 og Valbjörgu Rós, f. 14. desember 1984. Olafur, maður Dóru, á þijú böm af fyrra hjónabandi, Þórdísi, Guðrúnu Rögnu og Sigrúnu. Guð- björg tók þær alltaf eins og sín eig- in barnabörn. Ólafur og Dóra búa á Laugarbakka í Miðfirði. Yngstur er Ásmundur Smári, f. 2. júlí 1956, giftur Önnu Guðnadóttur og búa þau í Reykjavík. Sonur Valdimars af fyrra hjónabandi er Helgi Ingv- ar, f. 24. júní 1931. Hann er giftur Bryndísi Stefánsdóttur. Þau eiga þijú börn, Jónínu Helgu, f. 13. mars 1959, Þorstein Baldur, f. 3. nóvember 1961 og Valdimar, f. 29. mars 1965. Fyrst hófu þau búskap Guðjón B. Ölafsson forsijóri - Minning Fæddur 18. nóvember 1935 Dáinn 19. desember 1993 Það bar ekki langt á milli okkar í aldri. Mig minnir að ég hafí haft vinninginn um íjórtán daga. Báðir sporðdrekar náttúrlega. Ekki var fjarlægðin heldur löng á milli okkar í uppvextinum. Ætli það séu ekki svona fjórir kílómetrar milli Hnífs- dals og ísafjarðar. Samt vom þetta tveir aðskildir heimar og ekki man ég eftir að fundum okkar bæri sam- an fyrr en haustið 1950, þegar við settumst tuttugu saman í lands- prófsbekk á ísafírði og við urðum sessunautar þann vetur, á næsta borði við Lúlú, sem seinna varð konan hans. Hann var þá þegar sjálfum sér líkur: Hár og þreklega vaxinn, bjartur yfírlitum, hnarreist- _ur, ákveðinn og einbeittur í fasi og göngulagi, einatt með kaldranaleg spaugsyrði á vör, sem vissara var að eiga viðeigandi svör við á stund- inni; ögrandi, stríðinn, stundum ófyrirleitinn þegar forsjáin varð að víkja fyrir kappi í hita leiks. Sjálfs- öruggur, fylginn sér, kappsfullur að hveiju sem hann gekk í námi eða starfí. Við völdum okkur báðir sæti aft- ast fyrir miðjum bekk til að geta haft okkar hentisemi ijarri áleitnu augnaráði kennaranna og notfærð- um okkur það eftir bestu getu til að skapa spennu og óróa í bekknum, þegar okkur þótti vistin gerast held- ur daufleg. Um þetta leyti hrakaði sjón minni án þess að ég vissi af því og Baddi miðlaði mér af þeirri visku, sem á töfluna var færð í let- ur. Hvískur okkar var stundum mis- skilið af kennurunum, en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja þeim ástæðuna af ótta við að verða færð- ur fram á yfírráðasvæði kennarans, þaðan sem mér yrði ókleift að halda uppi skeyta- og hvíslsambandi við restina af bekknum. Við komumst upp með þetta og ýmislegt fleira og urðum vinir ævilangt, eins þótt fundum okkar bæri ekki saman svo árum og jafnvel áratugum skipti. Enn vorum við bekkjarbræður, þó ekki sessunautar, í þeirri undir- búningsdeild undir menntaskóla sem starfrækt var í gagnfræðaskól- anum til að ryðja brautina fyrir ís- fírskan menntaskóla. Þann vetur ákvað kaupfélagsstjórasonurinn að fara í Samvinnuskólann. Hugur hans stóð til athafna og umsvifa. Því skemmri leið sem lá að því marki, því betra. Hann valdi rétt. Ég hygg að þeg- ar i skóla hafi menn séð í honum foringjaefni. Og strax voru honum falin ábyrgðarstörf á vegum sam- vinnuhreyfíngarinnar, fyrst heima, síðar erlendis, þar sem hæfíleikar hans og ráðríki fengu fljótt notið sín. Við hittumst af og til og bárum saman bækur okkar, nógu oft til þess að sannfærast um að skoðanir okkar féllu oftast prýðilega saman. Hann kom frá Ameríku til að taka við forstöðu Sambandsins skömmu áður en ég sneri suður eft- tæpitungulaust þá skoðun mína að hann stæði á brauðfótum. Skömmu síðar skrifaði ég stutta grein í þessa veru í Bændablaðið og átti satt að segja ekki von á miklum viðbrögð- um. Það gladdi mig því þegar Baddi sagði mér að hann hefði lesið hana og klippt út og hengt upp á töflu á aðalskrifstofunni og haft gaman af að kanna viðbrögð starfsliðs og gesta við guðlastinu. Mér þótti vænt um að geta skömmu síðar sem skriffínnur á Helgarpóstinum skotið skildi fyrir hann í ósvífinni aðför þeirra manna, sem höfðu á sínum tíma kallað hann heim, að mannorði hans og æru. Þetta var rúmu ári áður en Múrinn féll. En þá varð mér ljós líkingin með Sambandsveldinu og Sovét- skipulaginu: ormétnir og maðks- mognir innviðir, sem héldust saman af gömlum vana og óhreinindum, þar til byggingin brast undan eigin þunga. Guðjón Baldvin barðist tap- pert þar til yfír lauk, en ég held að enginn mannlegur máttur hefði get- að forðað Sambandinu frá örlögum þess eins og málum var komið þeg- ar hann kom að því. Alltaf vorum við að ráðgera að hittast en ekkert varð úr. Að því er mér nú eftirsjá, þótt engu hefði það breytt. Síðast sá ég minn góða vin glaðan og reifan á sólarkaffi Isfirðingafélagsins fyrir tæpu ári. Engum, sem þá sá hann, hefði boð- ið í grun að feigðin kallaði svo skjótt, og var mér þó kunnugt um sjúkleika hans. En þannig vil ég líka geyma mynd hans, stríðnisblik í auga, glettnisyrði á vör, þétt og hlýtt handtakið. Minni ágætu skólasystur gegnum allan barna- og gagnfræðaskólann, henni Lúlú, og börnum þeirra Badda flyt ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, nú er þau þurfa að sjá hans samferðamönnum sé líka ein- lægur söknuður í hug við brottför hans úr heimi okkar lifenda. Fyrir mína parta fínn ég það nú vel hversu hentugt væri að geta trúað á endur- fundi okkar í öðru lífi. Það verður bara að koma í ljós. Olafur Hannibalsson. Skyndilega er eins og tilveran hafi breytt um svip. Vinur minn, Guðjón B. Ólafsson, er dáinn. Mikla fjallið mænir yfir Möðruvallastaðinn auða. Þá sem falla, og það, sem lifír, það mun alla telja dauða. Sagt hefur verið, að þannig hafí Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum ort, þegar hún frétti lát vinar síns, Ólafs Davíðssonar náttúrufræðings á Möðruvöllum. Og þannig geta skáld- in lánað orð sín og anda þeim, sem ekki kunna að segja sorgir sínar. Óskaplega hlýtur tíminn að vera fljótur að líða. Svo ótrúlegt finnst mér, að liðið sé 41 ár frá því að við Guðjón hittumst fyrst, þegar við, haustið 1952, settumst samtímis til náms í Samvinnuskólanum. Vetur- inn, sem þá fór í hönd, hnýttum við þau vináttubönd, sem aldrei hafa raknað. Þá vorum við báðir ungir menn og veröldin ævintýr óortra braga. Næstu árin deildum við sam- an vonum og vonbrigðum. Það voru hin glöðu og áhyggjulitlu ár, sem alla tíð áttu eftir að einkenna ókomna tíma. Eftir að við útskrifuð- umst úr Samvinnuskólanum vorið 1954, hófum við báðir störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga. Á fyrri starfsárum Guðjóns erlendis, 1956 - 1957 í New York og 1964 - 1968 í London, skrifuð- umst við reglulega á, þannig að þótt vík væri milli vina, rofnaði aldr- ei sá trúnaður né þau tengsl, sem ungdómsárin skópu. Alltaf þegar við hittumst var eins og við hefðum hist í gær, þótt langt væri stundum á milli funda. Guðjón ræktaði gleð- ina og stráði henni frá sér. Þess vegna var svo einstaklega gott að vera honum nærri og því fór maður alltaf glaðari af hans fundi en mað- ur kom. Guðjón B. Ólafsson helgaði sam- vinnuhreyfingunni ævistarf sitt, bæði hérlendis og erlendis. Af 36 ára starfi, vann hann í 16 ára er- lendis en í 20 ár hér heima. Starfs- ferill hans reis hæst á árunum 1975 - 1986, er hann var forstjóri Ice- land Seafood Corporation í Banda- ríkjunum. Við því fyrirtæki tók hann nánast á barmi gjaldþrots, en undir hans stjórn efldist það og dafnaði með ári hveiju, svo að eftir var tek- ið, ekki aðeins hér heima, líka úti í heimi hinna hörðu gilda í viðskipt- um. Eftir að Guðjón lét þar af for- stjórastarfi var honum áframhald- andi viðgangur Iceland Seafood mikið hjartans mál alla tíð. Guðjón var ráðinn forsjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga á árinu 1986, sem hann gegndi til ársloka 1992. Hann varð síðasti forstjóri SÍS, að sinni. Of seint var hann til þess starfs kallaður. Risinn var þá þegar fallinn á bæði hné og varð ekki reistur upp. Til þess lágu margar orsakir, bæði efnahagslegar og skipulagslegar, sem hvorki er tími né rúm til að rekja hér. En eina má þó nefna, enda sú kannski stærst. Eldamir voru löngu kulnað- ir, þeir hugsjónaeldar, sem Þingey- ingar kveiktu fyrir og um síðustu aldamót. Samstaða og samtaka- máttur eru hornsteinar samvinnu- hugsjónarinnar, í samkeppni við önnur rekstrarform. Nafngiftin ein dugar skammt, það eru verkin, sem alltaf tala. Til eru þeir, sem hælast um yfír því nú, að samvinnuhreyf- ingin hafí verið brotin á bak aftur, beðið skipbrot. í sögu lands okkar og þjóðar, frá vesöld til velferðar, er kafli samvinnuhreyfingarinnar langur og þungvægur. Kannski þyngstur á metum í þeirri sögu. Slík hreyfing verður aldrei brotin á bak aftur, til þess munu „Þingeying- ar“_ komandi tíma sjá. Á dauðastund eru það hvorki metorð né völdin há, sem mestu máli skipta, heldur maðurinn sjálf- ur. Engan hef ég annan þekkt, sem bar með sér viðlíka geislandi birtu sem Guðjón. Ekkert myrkur vissi ég svo svart, að þar væri aldimmt, sem hann var. Geiglaus, hnarreistur og beinn í baki, gekk hann mót ir 10 ára búskap í Selárdal vestur . góðum dreng á bak og ævinnar og við hittumst fljótlega á skrifstofu haust naumast gengið í garð. Ég hans í Sambandshúsinu. Þá var hygg að flestum, ef ekki öllum, kannski engum ljóst hvert stefndi með þennan risa. Ég sagði honum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.