Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
35
Minning
Marinó Magnússon,
Jaðri á Bíldudal
Fæddur 13. júní 1904
Dáinn 25. desember 1993
Við í „litlu fjölskyldunni“ kveðj-
um í dag góðan frænda.
Hann var Marri frændi á Jaðri
á Bíldudal, þar sem hann bjó ára-
tugum saman, einn með sjálfum
sér og ýmsum hugðarefnum sínum
gegnum tíðina.
Hann var löngum sá hlekkur
sem tengdi okkur svo skemmtilega
við fortíðina, bjó yfir hafsjó af fróð-
leik og þekkingu og hafði mikinn
áhuga á ætt og uppruna manna.
Hann var líka svo hress og
skemmtilegur, kvikur í hreyfing-
um, með glettin augu og náði að
verða áttatíu og níu ára.
Það var alltaf tilhlökkun í bijóst-
um okkar, úr nánasta frændgarði
hans, þegar tækifæri gafst til
heimsókna vestur til Marra. Ekki
einungis af því að hann var ræðinn
og skemmtilegur, fróður og léttur
í lund, heldur einnig vegna þess
að það var alltaf hægt að dást að
myndarskap og gestrisni hans í
litla húsinu undir hlíðinni, yst í
þorpinu.
Hann var ótrúlega laginn við
bakstur og brauðgerð og var fljót-
ur að töfra fram ýmislegt góð-
gæti. Honum datt ekki í hug að
bjóða gestum franskbrauð úr
kaupfélaginu, „það er nú bara ein-
tómt hveiti og loft!“. Nei, almenni-
legt hveitibrauð, sem matur var í,
skyldi það vera og hann sagði eitt
sinn: „Notaðu ekki smjörlíki, held-
ur smjör, svo það verði matur!“
Og alltaf var framúrskarandi
snyrtilegt hjá okkar manni á Bíldu-
dal.
Við eigum ljúfar minningar úr
litla eldhúsinu á Jaðri, þar sem
Marri sat gjarnan uppi á eldhús-
borði og síðan var spjallað og
spjallað um allt milli himins og
jarðar — og það var aldeilis ekki
komið að tómum kofunum hjá
frænda. Minni hans var mikið og
gott alla tíð. Hann átti það til að
undrast minnisleysi okkar sem
yngri erum, í samræðum. Þá gat
hann átt það til að segja: „Hvað,
manstu þetta ekki? Við sem rædd-
um þetta í fyrra þegar þú komst!“
Stundum gátu komið upp
ágreiningsefni um eitthvað, t.d.
ártal, faðerni, eða heiti á einhveij-
um bát. Þá gat hann átt það til
að hverfa ofan í kjallara og fletta
upp í ýmsum heimildum sem hann
geymdi samviskusamlega (t.d.
Lesbók Morgunblaðsins frá ómun-
atíð) og oftar en ekki hafði hann
rétt fyrir sér, nema hvað! Svo var
bara hellt upp á meira kaffi og
sumarnóttin hélt áfram að líða
fyrir utan gluggann.
Hann var líka oft skemmtilega
þijóskur, sérstaklega ef það við-
kom einhveiju af hinum ýmsu við-
fangsefnum sem hann tók sér fyr-
ir hendur, því metnaðurinn til að
gera vel og hafa hlutina snyrtilega
var honum mikið keppikefli. Hann
sá um kindurnar sínar í mörg ár
af mikilli natni. Hann hafði einnig
gaman af að sýsla í garðinum sín-
um, enda hafði hann lagt stund á
garðyrkjufræði á sínum yngri
árum. Þessi hugðarefni fengu hon-
um mörg verkefnin. En, það var
þetta með þijóskuna... Edda,
systurdóttir hans, tók eitt sinn af
honum loforð, þegar hann var
kominn á efri ár, að hann færi nú
ekki að príla neitt í stiga við að
mála þakið á húsinu. í símtali við
hann nokkru síðar missti hann út
úr sér við hana að hann hefði hras-
að úr ólukkans stiganum og meitt
sig eitthvað þegar hann var að
mála þakið á hlöðunni! Þegar hún
minnti hann á loforðið, var hann
fljótur að svara: „Já, en ég lofaði
þér bara að mála ekki þakið á íbúð-
arhúsinu!“
Okkur þótti oft gaman að ýms-
um tilsvörum hans, sem komu
skemmtilega á óvart og sýndu að
hann var bæði prakkari og gaman-
samur. Þegar hann síðastliðið
haust var að búa sig undir flutning
frá Jaðri á sjúkrahúsið á Patreks-
firði, þar sem hann ætlaði sér að
dveljast í vetur, benti Edda frænka
hans honum á, að hann gæti ekki
farið í þessari peysu, hún væri
orðin svo slitin og ljót. „Það er von
að þér finnist það. Þú gafst mér
hana!“
Þótt hann væri næstum orðinn
níræður, fannst okkur hann eigin-
lega aldrei gamall þó að hann hefði
tapað talsvert heyrn fyrir mörgum
árum síðan. Það var ósköp gott
að eiga þennan frænda, sem var
eins og fastur punktur í tilverunni
fyrir vestan, heyra hressileikann í
röddinni og áhugann fyrir lífinu
og tilverunni. Honum þótti eigin-
lega aldrei eftirsóknarvert að koma
til Reykjavíkur og fann sér alltaf
eitthvað því til foráttu suðurferð
bar á góma. í Reykjavík var ekki
sá lífsstíll sem hentaði honum, það
er ekki lokkandi hafði hann samt
gaman af því að ferðast og var
áhugasamur að kynnast landi og
staðháttum.
Og nú er hann farinn, blessað-
ur, og við, sem gjarnan höfum
kallað okkur „litlu fjölskylduna"
söknum hans öll. Okkur finnst
gott að hafa átt hann fyrir frænda.
Okkur þykir einnig vænt um hve
vel var hugsað um hann á sjúkra-
húsinu á Patreksfírði, þar sem
starfsfólk lagði sig fram við að
láta honum líða sem best síðasta
spölinn. Hafi það þökk fyrir.
Við eigum oft eftir að ylja okkur
við minningamar um góðan Marra
frænda á Bíldudal.
Gleði í hjarta er gumnum líf og glöð lund
lengir ævina.
(Sírak)
Theodór, Edda, Jóna
og fjölskyldur.
Marri frændi dó á jóladag á
sjúkrahúsinu á Patreksfirði á sínu
89. aldursári. Svo lengi sem ég
man eftir bjó hann einn á Jaðri á
Bíldudal. Þegar hann gat ekki séð
um sig sjálfur óskaði hann eftir
því að komast inn á sjúkrahúsið á
Patreksfirði. Þangað fluttist hann
síðastliðið sumar. Veikindi gerðu
hann rúmlægan fyrir tveimur mán-
uðum, og þá óskaði hann sér þess
að hann þyrfti ekki að liggja lengi
með nefið upp í loft, eins og hann
orðaði það, heldur fengi að fara
sem fyrst. Þessi orð frænda lýsa
honum ákaflega vel. Hann var
ávallt hreinskilinn og sagði sína
skoðun tæpitungulaust á málefn-
um sem honum lágu á hjarta, hvort
sem það voru þjóðmál eða málefni
sem tengdust Bíldudal. Er að
mönnum kom þá var hann ávallt
varkárari í orðavali, og ekki minn-
ist ég þess að hann hafi hallað
orði á náungann, eða aðra sam-
ferðamenn sína.
Marri frændi var ömmubróðir
okkar systkinanna. Afar okkar
voru dánir þegar við fæddumst og
það kom í hlutverk Marra frænda
að fylla það skarð. Hann gerði það
af mikilli alúð. í æsku okkar var
Bíldudalsferðin ávallt hápunktur
sumarfrísins og hlökkuðum við
meira til þessara ferða en nokkurs
annars. Aldrei hallaði hann orði á
okkur krakkana, þrátt fyrir öll
okkar læti. Jaðar var okkar leik-
svæði. Þegar mamma var að
skamma okkur bað hann hana
gjarnan að vera ekki að amast í
okkur krökkunum. Þær vikur sem
við vorum hjá Marra liðu ávallt
alltof hratt, og þegar að kveðju-
stund kom þá leysti hann okkur
krakkana alltaf út með gjöfum:
Síríus-súkkulaði, ópal og pening-
um.
Marri frændi var ákaflega gest-
risinn maður og það gat stundum
verið erfitt að finna út hversu mik-
ið maður þurfti að borða til að
gera honum til hæfís. Hann tók
aldrei nei sem svar þegar að veit-
ingum kom. Borðaði maður of lítið
að hans mati, þá var hann sann-
færður um að maturinn væri ekki
nægilega góður, og tók hann af
borðum og setti nýjan á borð. Borð-
aði maður of mikið þá var hann
viss um að maturinn væri ekki
nægur og bar meira á borð.
Marri frændi var lítið gefinn
fyrir ferðalög. Hversu hart sem
að honum var lagt að koma suður
um jól þá aftók hann það með öllu,
og vildi sig hvergi hræra frá sínum
ástkæra Bíldudal. Einu skiptin sem
hann kom suður voru í tengslum
við veikindi, og hann fór vestur
um leið og hann hafði lokið sínum
erindum. Það var ómögulegt að fá
hann til að dveljast degi lengur en
nauðsynlegt var.
Þegar við systkinin uxum úr
grasi fækkaði Bíldudalsferðum
okkar, og þær urðu enn stopulli
þegar við fórum utan til náms og
starfa eitt af öðru. Marri frændi
var eftir sem áður fastur punktur
í tilveru okkar systkinanna, og það
er erfitt að hugsa sér tilveruna án
hans á sínum fasta stað.
Jón Viðar, Steinunn Erla og
Magnús Viðar Sigurðarböm.
Hilmar Þór Hálf-
dánarson — Minning
Dimmur skuggi hvíldi yfir
jólahátíðinni í ár eftir að okkur
bárust þær hörmulegu fréttir að
góður vinur okkar Hilmar Þór
Hálfdánarson væri látinn eftir
stutt veikindi. Við vissum að Hilm-
ar lá mjög veikur á sjúkrahúsi í
Borás, en við höfðum beðið og
vonað að hann mundi ná sér.
Hilmar Þór var fæddur 29. des-
ember 1947, sonur hjónanna Hálf-
dánar Einarssonar og Ingibjargar
Erlendsdóttur. Hann var þriðji í
röð fimm systkina og ólst upp í
Nökkvavogi í Reykjavík.
Ég kynntist Hilmari fyrst fyrir
nærri 30 árum, er hann fór að
vera með æskuvinkonu minni El-
ínu Sverrisdóttur. Hann stundaði
þá nám við Menntaskólann í
Reykjavík, en síðan lá leiðin í
Háskólann þar sem hann lagði
stund á læknisfræði. Hilmar og
Elín gengu í hjónaband 11. nóvem-
ber 1967 og eignuðust fimm syni.
Þeir eru Sverrir Þór, fæddur 1965,
tvíburarnir Hálfdán Þór og Hilmar
Þór, fæddir 1972, Halldór Þór,
fæddur 1979, og Erlendur Þór,
fæddur 1980. Eitt barnabarn eiga
þau, Elínu Jennifer, dóttur Hálf-
dánar og konu hans Ann Gustav-
son.
Árið 1977 hélt fjölskyldan til
Borás í Svíþjóð þar sem Hilmar
lagði stund á sérfræðinám í
bæklunarlækningum. Þarna sett-
ust þau að og undu hag sínum svo
vel að þau hafa búið þar síðan.
Þau eignuðust þarna yndislegt
heimili og góða vini sem reynst
hafa Ellu vel á þessum sorgartím-
um. Hilmar starfaði nokkur ár á
sjúkrahúsinu í Borás en síðustu
ár hafði hann verið yfirlæknir á
sjúkrahúsinu í Uddevalla í Svíþjóð,
auk þess að reka eigin læknastofu
í Borás.
Samverustundum fækkaði eftir
að fjölskyldan fluttist til Svíþjóð-
ar, en þau komu oft til íslands.
Þau voru hér síðast fyrir rúmu ári
og höfðu ráðgert ferð hingað með
alla fjölskylduna í júní nk. og ætl-
uðu þá að láta ferma tvo yngstu
strákana hér. Það var alltaf mikið
tilhlökkunarefni að fá þau í heim-
sókn og oft var glatt á hjalla þeg-
ar gamli kunningjahópurinn hitt-
ist. Einnig átti ég því láni að fagna
að njóta gestrisni þeirra úti í
Borás.
Hilmar var mjög vel liðinn og
góður læknir, en umfram allt var
hann góður eiginmaður og faðir
og var fjölskyldan mjög samrýnd.
Elsku Ella, Sverrir, Hálfdán,
Hilmar, Halldór og Erlendur, megi
góður Guð gefa ykkur öllum styrk
á þessum sorgartímum. Einnig
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur til aldraðra foreldra Hilm-
ars og systkina og Öddu tengda-
móður hans sem enn einu sinni
hefur misst svo mikið.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Við Daddi kveðjum kæran vin
með söknuði.
María Ásmundsdóttir.
Hilmar Þór Hálfdánarson varð
45 ára gamall. Vel látinn og
menntaður læknir, starfsbróðir og
vinnufélagi hefur skilið við okkur.
Starfsferill hans varð því miður
alltof stuttur. Að loknu læknaprófi
á Islandi og tveggja ára starfi við
Borgarspítalann kom hann til Sví-
þjóðar eins og svo margir aðrir
íslenskir læknar til framhalds-
náms.
Hann settist að ásamt fjölskyldu
sinni í Borás og hóf sérnám í bækl-
unarskurðlækningum og almenn-
um skurðlækningum við Sjúkra-
húsið í Borás.
Við vorum svo lánsöm að fá
Hilmar hingað á bæklunarskurð-
deildina við Sjúkrahúsið í Udde-
valla 1983 þar sem hann varð yfir-
læknir innan fárra ára. Það hefur
verið mikils virði fýrir deildina að
hafa Hilmar hjá okkur undanfarin
10 ár. Hann var mjög fær og ná-
kvæmur í starfi sínu og nýtti sér
ævinlega nýjustu vísindalegu
þekkingu og reynslu. Nákvæmni
hans í starfi, samfara mikilli hand-
lagni og afköstum, ávann honum
mikla virðingu samstarfsmanna
hans. Þá var hann mjög víðlesinn
en einnig umhyggjusamur. Þær
þúsundir sjúklinga sem komuSt f
kynni við hann í Bohusléni þekktu
hann sem duglegan og traustan
lækni. Hæfileikar hans fólust ekki
síst í að hlusta á og hughreysta
fólk sem þjáðist og var mikið bækl-
að. Innsæi hans og dómgreind var
óvenju mikil og hann velktist aldr-
ei í vafa um ákvarðanir sínar.
Hilmar skilur eftir sig tómarúm
á Sjúkrahúsinu í Uddevalla, einnig
meðal sjúklinga sinna. Minning-
arnar um Hilmar dvelja í hugum
okkar.
í mikilli sorg og söknuði þökkum
við þér, Hilmar, fyrir vináttu þína
og vinnu. I hugum okkar lifir þú
áfram sem fyrirmynd um skipu-
lagningu, þaulhugsaðar ákvarðan-
ir og dómgreind.
Þú varst íslenskur klettur sem
við öll virtum og dáðum.
Starfsfólk bæklunardeildarinnar
við Sjúkrahúsið í Uddevalla biður
fyrir samúðarkveðjur til Ellu, sona
hennar, tengdadóttur og barna-
barns.
Bergfinn Tveit, yfirlæknir.
Það var lífsglaður hópur, sem
kvaddi Menntaskólann í Reykjavík
að loknu stúdentsprófi vorið 1967.
Við bekkjarbræðurnir í D-bekknum
höfðum þá verið saman í bekk í
þijá vetur. Mikil eindrægni og vin-
átta var einkennandi fyrir þennan
hóp, þrátt fyrir það, að skoðanir
væru skiptar og áhugamál og ein-
staklingar mjög mismundandi svo
ekki sé meira sagt. Við vorum alls
20, en nú rúmum 25 árum síðar
eru tveir fallnir frá.
Hinn 22. desember sl. lést bekkj-
arbróðir okkar Hilmar Þór Hálfdán-
arson læknir á sjúkrahúsi í Borás
í Svíbióð. Fréttin kom eins oe- reið-
arslag. Enn sem komið er finnst
okkur langt frá því, að okkar tími
sé kominn. En kallið kemur iðulega
óvænt óháð því á hvaða aldri menn
eru. Við, bekkjarbræður Hilmars,
vorum fjarri því að vera viðbúnir
því, að enn einn yrði kallaður úr
þessum litla hópi.
D-bekkurinn okkar í menntaskól-
anum var þekktur fyrir flest annað
en að þar væru fyrirtaks náms-
menn. Nokkrar undantekningar
voru þó á því. Heiðarlegasta undan-
tekningin hvað það varðar var
Hilmar Þór Hálfdánarson sem jafn-
an tók hin ágætustu próf þrátt fyr-
ir það, að hann léti sinn hlut ekki
eftir liggja í skemmtunum og uppá-
komum, sem voru okkur bekkjar-
bræðrunum hugleiknari á þessum
tíma en lærdómurinn. Hilmar var
afbragðs námsmaður og okkur kom
það alltaf jafnmikið á óvart þann
tíma, sem við vorum samskipa
Hilmari hvað honum veittist létt að
læra. Okkur fannst það skrítið að
maður sem var hrókur alls fagnað-
ar og eyddi jafnmiklum tíma og
jafnvel meiri en margir okkar í
annað en námið skyldi taka mun
betri próf en við hinir.
í maí 1992 héldum við upp á 25
ára stúdentsafmæli. Hilmar gat
ekki verið þar, vegna þess að hann
átti ekki heimangengt frá Svíþjóð.
Við söknuðum Hilmars, en þá höfð-
um við ekki hist sem hópur í tíu
ár. Við höfðum hins vegar á þeim
tíma ekki áhyggjur af því, að við
myndum ekki sjá hann næst þegar
bekkurinn hittist, en sú von verður
ekki að veruleika. Við höfum með
Hilmari misst góðan og glaðlyndan
félaga. Við minnumst hans sem
slíks. Um leið og við kveðjum Hilm-
ar vin okkar og bekkjarbróður vott-
um við eiginkonu Hilmars, sonum
og öðrum ástvinum innilega samúð
okkar vegna hins ótímabæra frá-
falls hans.
Bekkjarbræður
í menntaskóla.