Morgunblaðið - 08.01.1994, Page 37

Morgunblaðið - 08.01.1994, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 Sveinbjörn Bein- teinsson — Minning Fæddur 4. júlí 1924 Dáinn 24. desember 1993 Sveinbjörn Beinteinsson fæddist 4. júlí 1924 í Grafardal í Skorradals- hreppi í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Helga Pétursdóttir og Bein- teinn Einarsson. Sveinbjöm var sérstakur maður og hann fór sínar eigin leiðir. Eg man enn eins og það hefði gerst í gær, þegar við heimsóttum hann fyrst að Draghálsi í Svínadal einn vetrarmorguninn. Við ætluðum að taka viðtal við hann í fyrsta Sport- veiðiblaðið sem við gefum út. Síðan eru liðin 13 ár. En Sveinbirni tókst að skapa sinn eigin heim að Drag- hálsi í návist hins raunverulega. Það var kalt og gluggarnir voru ekki bara frosnir að utanverðu held- ur innanverðu líka, þegar viðtalið fór fram. Svolítið sem við áttum ekki von á úr Reykjavík, félagam- ir, En Sveinbjörn lét sér fátt um finnast og kveikti upp í kolaeldavél- inni, en fannst ekki kalt, þó að okkur væri það. Skömmu seinna tók að hlýna. Við ræddum saman um skotveiði, rjúpur, íslenska náttúm, kveðskap, ásatrú, stress og popp. Við höfum oft hist síðan, enda lá jörð Sveinbjarnar, Dragháls, vel við, þegar rennt var fyrir fiska í ein- hverri veiðiánni í Borgarfirðinum. Sveinbjörn skrifaði fjölda greina fyrir okkur í Sportveiðiblaðið um Hvalvatn og Katanesdýrið, svo að einhverjar séu nefndar. En nú er Sveinbjörn allur og maður rekst ekki á hann á labbi í Svínadalnum eða við skógarhögg í nágrenni jarðar sinnar, Dragháls. Maður hringir ekki í hann og spyr um rjúpur og ijúpnaveiði. Hann fylgdist vel með ijúpunum í kring- um sig, enda labbaði hann til ijúpna á hveiju tímabili. En hann veiddi bara í matinn, enda fannst honum að ijúpunum hefði fækkað verulega hin seinni árin. Það var skrýtið að líta um öxl á sínum tíma er við höfðum tekið við- talið og sjá í hríðarkófinu smá ljós- týru og mann fyrir innan gluggann sýsla við eitthvað. Það setti að okk- ur ónot, að hugsa sér hann ein- mana, þegar regnið lamdi gluggana eða snjór féll til jarðar. En þarná byggði hann upp sinn eigin heim, óháður heimsins áhyggjum. í fyrra gerði Sveinbjörn upp málin við þjóðina þegar hann skrif- aði ásamt Berglindi Gunnarsdóttur bókina Allsheijargoðinn, en bók þeirra er stórmerkileg lesning. Enda ræðir Sveinbjörn um ýmislegt sem hann var ekkert að ræða dags daglega. Sveinbjörn Beinteinsson mun lifa í huga þjóðarinnar um ókomin ár, það gerði hans sérstaki still. Gunnar Bender. Sveinbjörn Beinteinsson er nú horfinn á vit feðranna. En þegar ég sá hann síðast aðeins fjórum dögum fyrir andlátið geislaði frá honum gleði og lífskraftur. Hann lifði eftir hinni fornu siðspeki Háva- mála: Þagalt og hugalt skyli þjóðans bam og vígdjárft vera, glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn dauða bíður bana. Stolt og höfðingjegt yfirbragð hans þegar hann sinnti trúarlegu hlutverki sínu sem allsheijargoði i gerði það að verkum að fólk gat ekki annað en borið virðingu fyrir þessum tilgerðarlausa manni sem i stóð fyrir eldfornan sið á geimöld. Það var eins og Sveinbjörn stæði í beinu sambandi við máttarvöldin, i guði, náttúru og vætti. Flestum sem * kynntust honum var ljóst að Svein- björn var maður mikilla leyndar- mála. Hann hafði djúpan skilning á sögunni og var sérlega vel að sér í öllu sem varðaði norræn trúar- ' brögð og goðafræði, varkár fræði- maður með mikið innsæi. Sveinbjörn bar virðingu fyrir trú- arskoðunum allra manna og bók- stafs eða kreddutrú var honum víðs fjarri. Hann skildi að ástæður kristnitökunnar voru stjórnmála- leg&eðlis meðal annars vegna þeirra nánu tengsla sem voru á milli trúar og laga í heiðnum sið. Þannig voru í landinu að myndast tvær þjóðir með tvenn lög og það gat ekki leitt af sér annað en styrjöld. Þegar Ásatrúarfélagið var stofnað 1972 þá höfðu þessi tengsl milli laga trú- ar verið rofin og því ættu ólíkar trúarskoðanir að geta lifað saman í sátt og samlyndi. Það var þessi friður sem Sveinbjörn vildi láta ríkja í kringum Ásatrúarfélagið og því var varkárni hans helsta boðorð. Það var því á misskilningi byggt þegar fólk sem hafði aðrar trúar- skoðanir sáu einhveija ógn og skelf- ingu í þessum góðhjartaða öldungi. Persóna Sveinbjörns var einstök og féll ekki inní neinar staðalmynd- ir. í honum kristölluðust sterkar andstæður. Hann var í senn öldung- ur og unglingur, framsækið nútíma- barn um leið og hann stóð fyrir fjar- lægustu forneskju. Hann stóð fyrir frelsi og framsæknar nútímaskoð- anir um leið og ljúfsára fortíðarþrá. Sveinbjörn hafði gaman að vera með ungu fólki og náði vel til ungl- inga. Hann var fenginn til að kveða á tónleikum með framsæknustu tónlistarmönnum samtímans. Hann kveikti hjá ungu fólki áhuga og virðingu fyrir sinni menningararf- leifð. Villtum og uppreisnargjörnum unglingum boðaði hann hófsemi og varkárni. Hveijum þeim sem lögðu eyrun við ráðum Sveinbjarnar og lífspeki urðu ríkari á eftir en eld- heitar predikanir og ítroðsla voru ekki í hans anda. Sveinbjörn fór sínar eigin leiðir og skeytti lítt um álit annarra. Lífs- hlaup hans einkenndist því af hug- rekki til þess að fylgja sinni sann- færingu. Dauði hans setur eftir sig holrými sem erfitt verður að fýlla. Hann átti eftir að gefa svo mikið. Hin vel þekkta hugmynd víking- anna um framhaldslíf með goðun- um í Valhöll, eins fjarlæg og óraun- veruleg sem hún er fyrir nútíma- manninum, veitir hugarsvölun þótt ef til vill sé hún aðeins hugsýn manna. Því sjá mér fyrir sér að þegar Sveinbjörn riði „grónna heima goða“ yrði honum tekið fagn- andi og settur í öndvegi þar sem hann sæti að veislu með goðunum. Hvernig mætti annað vera? Sveinbjörn gerði lífshlaup sitt að fögru ljóði sem mun standa sem bautarsteinn í sögunni. Ásatrúin ■ nýtur nú lagalegar friðhelgi eftir að hafa verið vanhelguð í 972 ár. Sveinbjörn barðist fyrir þessum hluta af menningararfi þjóðarinnar, sem án efa er eitt af því helsta sem við höfum fram að færa til heims- menningarinnar, yrði tilhlýðilegur sómi sýndur. Ekki sem rykfallnar fornminjar eða útdauðar hégiljur heldur lífsskoðun sem á fullt gildi við nútímamanninn sem þarf að læra að bera virðingu fyrir náttúr- unni og menningarlegum uppruna sínum. Jón Þorvaldur Ingjaldsson. Jólin eru heiðin hátíð ljóss og friðar. Þá eiga fjölskyldurnar, liorn- steinn samfélagsins, helga stund. Síðastliðinn jóladag var þægileg þögnin rofin með andlátsfregn Sveinbjörns Beinteinssonar alls- heijargoða. Sjaldan hefur mér orðið jafn brugðið, sjaldan hafa andstæðurnar orðið jafn skarpar, friðsæl helgi jólanna og ótímabært andlát hins djúpspaka mannvinar og allsheijar- goða. Forlögin höguðu því svo til að leiðir okkar Sveinbjöms skárust fyrir nær 20 árum. Sveinbjörn var þá bóndi að Draghálsi og var löngu landskunnur hagyrðingur enda meðal fremstu rímsnillinga íslend- inga. Það er ekki fráleitt að halda því fram að Sveinbjörn hafi mótast af mörkum tveggja tíma, í tiltölu- lega afskekktri sveit við gamla bú- skaparhætti, við gömul gildi, þar sem baðstofumenningin reis sem hæst og fólk kunni skil á og mat gömul menningarverðmæti og hins vegar nútímann eins og við þekkjum hann. Ég man hvað hann stakk í stúf þessi yfirlætislausi en svipmikli bóndi, sem eyddi stórum hluta frí- tíma síns í að ganga til Reykjavíkur og afla sér fróðleiks á Landsbóka- safninu. Það hefur verið sagt um Svein- björn að hann væri jafn íslenskur og fjöllin og jöklarnir. Sveinbjörn var alla tíð heiðinn til orðs og æðis í eldri skilningi þess orðs, þ.e. hrein- lyndur. Hann var maður hógvær og þekkti vel sín takmörk og fór aldrei með fleipur. Hver meðal- greindur maður þurfti þó ekki að vera lengi í návist Sveinbjörns til að verða þess áskynja að þar fór afburðagreindur maður. Sveinbjörn var glaðlyndur og hafði gaman af græskulausi gríni og kastaði fram kviðlingum í góðra vina hópi þegar það átti við en aldr- ei gat hann hugsað sér að meiða nokkurn mann. Sveinbjörn sóttist ekki sérstaklega eftir veraldlegum auð en lét sér annt um ýmis verð- mæti, sem verða ekki í aska látin. Það væri fjarri öllum sannleika að halda því fram að Sveinbjörn hafi á þessum árum verið klæddur samkvæmt nýjustu tísku. Það er því að vonum að mörgum þótti þar fara kynlegur kvistur, þegar þjóðin kepptist við að sveija af sér upp- runa sinn, vísitöluforeldrar gáfu börnum sínum kókópuffs og unga menn dreymdi um að verða forsæt- isráðherra svo þeir gætu opnað ameríska hamborgarastaði. En það var fyrst nýlega að ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sveinbirni náið. Sveinbjöm var ákaflega mikill trúmaður, hann hafði talsvert ann- an skilning á heiðnum sið en 'sumir kristnir söguskýrendur, sem ekki verður rakið hér. Vættir voru Svein- birni hugfólgnar og hann talaði með óttablandinni virðingu um land- vættirnar. Sveinbjörn gat með engu móti fallist á það viðhorf kristinna manna, að guð hafi skapað manninn og gert hann að herra jarðarinnar. Sveinbjörn talaði varla um trú- mál án þess að árétta þá grundvall- ar skoðun sína að trúarbrögð væru einkamál manna og það væru mannréttindi sem bæri að virða, að hver hefði sína trú eða trúleysi í friði. Sveinbjörn átti sín helgu vé í líf- inu, eitt þeirra var Ásatrúarfélagið, sem hann stofnaði fyrir rúmum tveimur áratugum og helgaði starfskrafta sína að miklu leyti. Aldrei í sögu félagsins þáði hann greiðslu í neinu formi fyrir starf sitt fyrir félagið. Þegar félagið stóð fyrir einhveiju, sem kostaði útgjöld lét hann af litlum efnum oftar en ekki eitthvað af hendi rakna. Þremur dögum fyrir andlátið ræddum við langt fram á kvöld um ýmsar áætlanir sem hann hafði á pijónunum. Sveinbjörn virtist fullur Iífsorku, hann talaði um bók, sem hann hafði haft i smíðum í mörg ár um siðareglur ásatrúarmanna, sem hann hugðist fljótlega gefa út. Hann tjáði mér að það væri stað- fastur ásetningur sinn að helga starfskrafta sína Ásatrúarfélaginu enn frekar en hingað til, og kvaddi mig glaðbeittur. Eg votta sonum Sveinbjörns dýpstu samúð og vona að góðar vættir fylgi þeim svo vegferð þeirra Verði mörkuð gæfusporum. Forfeður okkar sögðu að við ættum öll eftir að deyja en menn lifðu í verkum sínum. Sveinbjörn helgaði hluta ævi sinnar því að hlaða vörð um forn lífsgildi og menningararfleifð andspænis firr- ingu nútímans. Nú þegar Sveinbjörn er farinn á fund feðra sinna verður lifshalup hans okkur, hinum sem kynntumst honum náið, áminning um að glutra ekki niður fornum menningarverð- mætum. „ Sigurður Þorðarson. Sú fregn barst inn á mitt heimili á jóladag, að Sveinbjörn Beinteins- son, fornkumiungi minn og félagi löngum, væri látinn. Við Sveinbjörn höfðum lengi verið saman í Félagi Nýalssinna og átt þar saman hlut að málum, á árunum 1951-1972, og enn fyrr höfðum við rætt saman marga stund um fræðin fornu, sem eru stolt þessa lands, og enn áður, á krakka-aldri, höfðum við smálítið kynnst. Sveinbjörn var skáld gott, brag- fróður með afbrigðum og víða vel heima í íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum, og um sögu lands og þjóðar vissi hann margt vel. Félagslyndur var hann og var virk- ur í starfi nokkurra félaga, sem ég hygg öll hafa haft á sér svip þjóð- legrar ræktarsemi: ungmennafélag, skógræktarfélag, landvarnarfélag, kvæðamannafélag. Sveinbjörn var þjóðlegur og þjóðrækinn íslending- ur; fyrir það mat ég hann og virti, enda verða lærdómur og leikni lítils virði nema þau séu sálargróður, en hitt er vonarsnauð viska, sem menn hafa aðeins fyrir búning eða yfir- varp annarra hluta. Én svo kom sá tími að Svein- björn gerðist allsheijargoði eftir fornum sið, með hreyfingu, sem hófst á sumardaginn fyrsta árið 1972 og formlega var viðurkennd af stjórnvöldum 3. maí 1973 með skipunarbréfi til Sveinbjarnar, en því starfi gegndi hann til æviloka. Undireins og hinn lögformlega við- urkenning fékkst, vorið 1973, tóku erlend blöð við sér og hafa ekki þagnað síðan. I bókinni Allshetjar- goðinn (Hörpuútg. 1992) gerðum við Sveinbjörn báðir grein fyrir því, hvernig hinni lögformlegu viður- kenningu varð framgengt með því að við gengum saman á fund ráð- herra. En því mætti nú að Svein- birni látnum bæta við, að báðum var ljóst að um „áhættufyrirtæki" var að ræða — og las ég það úr spurnarsvip ráðherrans, að ábyrgð væri okkur falin. Undir þeirri ábyrgð — sem ég tel mig nú lausan frá — hef ég síðan reynt að standa, enda treysti ég jafnan Sveinbirni, hinum góða fræðimanni. Samband okkar hefur verið gott öll þessi tutt- ugu ár og einu betur. Nafnfrægð Sveinbjamar um alla jörð var orðin ótrúlega mikil. Ein- hver sagði mér að í nýlegri skoðana- könnun meðal sænskra unglinga hefði komið í ljós, að fleiri þekktu allsheijargoðann á íslandi en for- sætisráðherrann þar í landi. En það var eins og þar stendur: „Allir tala um Zaraþústra, en enginn spyr hver hann sé.“ Þetta mætti nú orða þannig, að „allir tala um Sveinbjörn, en spyr nokkur hvar hann sé?“ Vænti ég, að honum sé nú mest um hugað, að menn hafi það sem sannara reyn- ist. Að því mæltu kveð ég hér góð- an vin og fornan félaga. Þorsteinn Guðjónsson. Sveinbjöm Beinteinsson lét sér um hugað og rækti án afláts gaml- ar greinar íslenzkrar braglistar. Iðkun þeirra var honum sem í blóð borin, af framþörf eins og að eta og drekka, jafn sjálfsagður hluti allrar veru hér á jörð sem vatnið og grasið. Hann leitaðist ekki hið minnsta við að þróa þennan arf að hætti síðari tima, en allt um það bar kveðskapur hans mjög persónu- legt svipmót. Til munu þeir ljóða- menn sem ekki einungis yrkja á nýrri nótum ýmiskonar, heldur hafa jafnframt litið ritstörf Sveinbjarnar hálfgerðu hornauga og kennt þau við eitthvað „úrelt“. Varla stóðu þó fræði hans í vegi fyrir neinum. Sveinbjörn var ekki plássfrekur um dagana, lét ógert að ryðjast til rúms, hvar sem hann sté í stofu, og einn kaus hann að dvelja þau jól sem urðu hans hinzta dægur; allir komust, honum að meinalausu, í sinn sess. „Hafa svo hvorir tveggju nokkuð að iðja.“ Hinsvegar mætti hugleiða í góðu tómi og án for- dóma, hvort þroski og viðgangur ýmissa bókmenntalegra nýmæla hefði ekki stundum grætt á að hafa ögn ljósara veður af þeirri þekkingu sem Sveinbjörn Beinteinsson bjó yfir um líf í sögu og ljóði, mjöð Suttunga og Sónar lög: auðlegð máls og mynda í fornri orðlist, vett- vangi sem var allsheijargoðanum hinn æðsti helgidómur. Þorsteinn frá Hamri. Fleiri minningargreinar um Sveinbjörn Beinteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Birting afmælis og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, GUÐMUNDAR ORRA SIGURÐARSONAR. Stella Þórðardóttir, Sigurður Ólason, Helgi Tómas Sigurðarson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEINGRÍMS VILHJÁLMSSONAR frá Sæbakka, Grenivík. Hulda Bessadóttir, Hannes Steingrímsson, Elsa Svavarsdóttir, Stella Steingrímsdóttir, Pétur Guðjónsson. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU ÓLAFSDÓTTUR. Björn Ólafsson, Ólafur Höskuldsson, Bylgja Tryggvadóttir, Steinarr Höskuldsson, Eygló Eyjólfsdóttir, Gunnar Höskuldsson, Auður Gunnarsdóttir, Fríða Regína Höskuldsdóttir, Eiríkur Ragnarsson, Höskuldur Höskuldsson, Anna Karólfna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.