Morgunblaðið - 08.01.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1994
47.
I
I
I
ð
I
I
I
l
i
*
*
-+
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Sagan er öll - þó enn
séu tveir kaflar eftir
Sóknin í lagi en
vörnin ekki
GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska
liðsins, skorar eitt af mörkum sínum —
í gærkvöldi af miklu harðfylgi. Geir
lék mjög vel í sókninni, en náði sér
ekki á strik í vöminni frekar en
félagar hans. Mikhaíl Jakimovich,
einn besti maður Hvít-Rússa í gær-
kvöldi, horfir á eftir Geir á mynd-
inni.
Morgunblaðið/Bjami
LÉLEGUR varnarleikur varð ís-
lenska landsliðinu fyrst og
fremst að falli gegn Hvít-Rúss-
um í Evrópukeppninni íhand-
knattleik í Laugardalshöll í
gærkvöldi, og draumurinn um
að komast i úrslitakeppni
mótsins í Portúgal í vor er nán-
ast úr sögunni. Urslitin urðu
26:29, eftir að Hvít-Rússar
höfðu haftyfir 14:12 íhálfleik
og mest náð sex marka forystu
í seinni hálfleik. Möguleikar á
Portúgalsferð eru fræðilegir,
en það er næsta fáránlegt að
hugleiða hann. (Til að svo fari
verður ísland að vinna á sunnu-
dag, Hvít-Rússar að bursta
Króata í Króatíu og íslendingar
að sigra Finna með miklum
mun. Þá yrðu Hvít-Rússar sig-
urvegarar í riðlinum og íslend-
ingar kæmust hugsanlega upp
fyrir Króata í annað sæti á betri
markatölu)
Allt var eins og best varð á
kosið í Laugardalshöll þegar
leikurinn hófst; húsið nánast troð-
fullt, stemmningin rafmögnuð og
■■■■■1 leikurinn fór svo
Skapti sem ekki illa af
Hallgrímsson stað. Hvít-Rússar,
sem voru heima-
menn að þessu sinni. gerðu að vísu
fyrsta markið en ísland komst
fljótlega í 2:1 eftir langskot Héðins
og Júlíusar. Én þetta var því miður
í eina skiptið sem ísland komst
yfir í leiknum.
Fyrstu mínútumar virtust menn
á gífurlegri hraðferð; það var eins
og ætti að klára leikinn í hvelli;
sóknimar vom varla byrjaðar þeg-
ar búið var að hleypa af, og
óskiljanlegt fát og fum á íslending-
um. Annað var að sjá til „heima-
manna“ sem voru þvert á móti
ailt að því þunglamalegir og hægir
í sóknaraðgerðum sínum, en það
gaf betri raun. Á þessum kafla kom
strax í ljós að íslenska vörnin var
ekki nógu góð. Strákamir vom
ekki nægilega hreyfanlegir og
samvinna af skornum skammti.
Þetta einkenndi vamarleikinn allan
tímann; hinn frábæri Jakimovitch
(13), Khalepo (4)— sem virkaði
svifaseinn, en skoraði þó sjö mörk
— fengu allt of mikinn tíma til að
athafna sig; gengu nánast framhjá
varnarmönnum Islands langtímum
saman, án þess að almennilega
væri reynt að taka á þeim. Blóðugt
er að sjá slíkt, þegar vitað mál er
að íslensku strákamir geta miklu
betur.
En hvers vegna em vörnin ekki
betri en raun ber vitni? Var ekki
lögð nógu mikil áhersla á hana í
undirbúningnum? Em menn of
þreyttir, eftir of stífar æfíngar
undanfarið? Þessum spurningum
verður að svara. En það verður
að segja strákunum til málsbóta,
að sóknin var á köflum góð, þrátt
fyrir að menn væra of bráðir á
stundum. Það var til dæmis afar
slæmt að sjá hvemig liðið tapaði
knettinum í tvígang og fékk á sig
mark, meðan einn Hvít-Rússinn
var rekinn af velli í fyrri hálfleikn-
um. Slíkt ber vott um að aga skorti;
yfírvegunin sé ekki næg.
En mörg markanna vom glæsi-
leg; Sigurður Sveinsson fór á kost-
um; gerði fjögur mörk og átti fimm
frábærar línusendingar sem gáfu
mark, Héðinn gerði einnig glæsileg
mörk, Geir lék stórt hlutverk í
sókninni og Valdimar naut þess
að leika við hlið Sigurðar. Horna-
mennimir hinum megin — Konráð
lengst af — vora nánast ekki með
í leiknum.
í liði Hvíta-Rússlands voru
nokkrir góðir leikmenn, ef til vill
fyrst og fremst klókir, en liðsheild-
in var ekki það sterk að með eðli-
legri frammistöðu hefðu íslending-
ar átt að geta sigrað.
Sem fyrr sagði varð munurinn
mestur sex mörk; 16:22, er seinni
hálfleikur var tæplega hálfnaður.
Eftir það vöknuðu Islendingar
virkilega til lífsins; það var eins
og þeir gerðu sér allt í einu grein
fyrir því hve staðan var orðin slæm
og með geysilegri baráttu — vel
studdir af áhorfendum — náðu
þeir að minnka muninn í eitt mark,
24:25, er rúmar sjö mín. vom eft-
ir. En lengra komust þeir ekki og
sagan af þátttöku íslands í fyrstu
Evrópukeppninni er því miður nán-
ast öll — þó enn séu tveir kaflar
eftir.
Soknarnýting leikmanna
Geir Sveinsson náði mjög góðri sóknarnýtingu gegn Hvít-Rússum —
hann skoraði 8 mörk úr tíu sóknarlotum, sem er 80% nýting. Tvö
skot vora varin frá honum.
Héðinn Gilsson var með 70% nýtingu — skoraði sjö mörk úr níu skottil-
raunum.
Valdimar Grímsson var með 56% nýtingu — skoraði 5 mörk úr níu
skotum, en hann lét fjóram sinnum veija frá sér — þar af tvisvar vítakast.
Sigurður Sveinsson var með 50% nýtingu — skoraði fjögur mörk úr
átta skottilraunum. Sigurður átti fimm iínusendingar sem gáfu mark.
Júlíus Jónasson var með 33% sóknarnýtingu — skoraði tvö mörk úr fimm
skottilraunum, en missti knöttinn einu sinni.
Konráð Olavson átti eitt skot að marki, sem var varið.
Dagur Sigurðsson átti eitt skot að marki, sem var varið, en hann missti
knöttinn tvisvar.
Guðmundur Hrafnkelsson átti eina feilsendingu.
Markvarslan var ekki góð, því að Guðmundur Hrafnkelsson og Sigmar
Þröstur Óskarsson vörðu ekki nema sjö skot í leiknum — þar af fór knött-
urinn þrisvar til mótheija, þannig að þeir vörðu ekki nema fjögur skot
þannig að knötturinn vannst. Sigmar Þröstur einu sinni, en Guðmundur
þrisvar.
Hvíta-Rússland - ísland 29:26
Laugardalshöll, fyrri leikur í Evrópukeppni landsliða, heimaleikur
Hvíta-Rússlands, föstudaginn 7. janúar.
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2:4, 3:5, 4:6, 6:7, 7:7, 7:9, 8:9, 8:11,
9:12, 10:13, 11:14, 12:14, 12:16, 13:17, 14:18, 15:20, 16:22, 19:22,
21:23, 22:24, 24:25, 24:26, 25:26, 25:27, 26:27, 26:29.
ísland: Geir Sveinsson 8, Héðinn Gilsson 7, Valdimar Grímsson
5/3, Sigurður Sveinsson 4, Júlíus Jónasson 2, Dagur Sigurðsson,
Patrekur Jóhannesson, Jón Kristjánsson, Konráð Olavson, Gunnar
Beinteinsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkejsson 5/1 (Þar af 2/1 til mót-
herja), Sigmar Þröstur Óskarsson 2/1 (Þar af eitt til mótheija).
Utan vallar: Enginn.
Hvíta-Rússland: Khalepo 7, Parashenko 6, Jakimovich 5/1, Sharo-
varov 4, Karpuk 3/3, Barbashinski 2, Minevski 2.
Varin skot: Minevski 15 (þar af 3 til mótheija), Garbar 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Gremmel-tviburarnir frá Þýskalandi.
Áhorfendur: Um 2.500.
Þungu fargi af mér létt
- sagði Spartak Mironovich, þjálfari Hvíta-Rússlands
„ÞAÐ er óhætt að segja að það sé þungu fargi af mér létt með
þessum sigri," sagði Spartak Mironovich, þjálfari Hvít-Rússa. „Ég
er mjög ánægður því ég var verulega hræddur við þennan leik.
Ég var ekki öruggur með sigurinn fyrr en f lautað var til leiksloka."
Jakimovitch
Mironovich sagði að stemmn-
ingin hafi verið frábær í
Höllinni og vildi óska að lið hans
fengi svona góðan stuðning á heima-
velli. „Þetta var mjög erfiður leikur
fyrir okkur eins og ég bjóst við og
áhorfendur voru vel með á nótunum.
Það er erfitt að spila fyrir framan
svona áhorfendahóp og leikmenn
mínir urðu að einbeita sér sérstak-
lega til að láta ekki slá sig út af
laginu. íslenska liðið er mjög gott
og Sigurður Sveinsson var bestur.
Ég bjóst ekki við honum svona frísk-
um. Við urðum að hafa sérstakar
gætur á honum í síðari hálfleik. Nú
erum við komnir með annan fótinn
til Portúgal og það er mikill léttir,"
sagði þjálfarinn. Hann sagði að leik-
urinn annað kvöld yrði jafn erfiður.
„Þetta var mjög erfiður leikur.
íslenska liðið er skipað góðum ein-
staklingum og mér fannst Sigurður
Sveinsson bestur,“ sagði einn besii^
leikmaður Hvít-Rússa, Mikhail
Jakimovitch. „Núna er annað sætið
tryggt og við stefnum á að komast
í efsta sætið og tryggja okkur þann-
ig öraggt sæti í Portúgal. En til
þess þurfum við að vinna síðari leik-
inn á sunnudag og Króata i Zagreb.
Það er þó ekkert öraggt í þessu fyrr
en eftir síðasta leikinn í riðlinunv"
sagði Jakimovitch.