Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabanka, um launakjör bankastjóra
Stærsta
Laun ríkisbankastjóranna
ætti að lækka um þriðjung
RÉTT væri og skynsamlegt að færa niður laun bankastjóra Lands-
banka íslands og Búnaðarbanka íslands til samræmis við laun
bankastjóra Seðlabanka, segir Ágiist Einarsson, formaður banka-
ráðs Seðlabanka. „Ég sé ekki hvernig hægt er að gera þetta öðru
vísi, hvort sem eitthvert meðaltal er fundið eða aðrar aðferðir
notaðar til lækkunar, því ljóst er að ekki er hægt að hreyfa laun
til hækkunar á þeim tímum sem nú eru, það er útilokað,“ segir
Ágúst. í athugun Ríkisendurskoðunar á launakjörum bankastjóra
ríkisbankanna sem kynnt var sl. föstudag kom í ljós að bankastjór-
ar Landsbanka og Búnaðarbanka hafa að meðaltali þriðjungi
hærri árslaun en bankastjórar Seðlabanka. Formenn bankaráð-
anna funda með viðskiptaráðherra að hans ósk kl. 3.30 í dag, þar
sem launakerfi bankastjóra og bankaráða verða rædd.
sem þetta launafyrirkomulag tíðk-
ast víða annars staðar í þjóðfélag-
inu. Til þessa hefur ekki tekist að
stokka upp núverandi launkerfí
og óvíst hvort það verði gert vegna
athugunarinnar nú. Ef það yrði
gert þyrfti að stokka upp allt kerf-
ið og slík aðgerð myndi ná víðar
heldur en aðeins til bankastjóra
eða þá að laun í öðrum bönkum
verði færð niður til samræmis við
Seðlabanka. Að einhvetju leyti má
skýra launakjör bankastjóra ríki-
sviðskiptabankanna á þann hátt
að þeir eru að taka laun frá fyrir-
tækjum í eigu bankanna og hvort
að það fyrirkomulag verði aflagt
er spurning sem ég er ekki í að-
stöðu til að svara, þó ég myndi
telja það æskilegt,“ segir hann.
Ágúst segir að athugun Ríkis-
endurskoðunar verði rædd innan
bankaráðs Seðlabanka á næstunni
og hinn mikli launamunur sem hún
leiðir í ljós.
„Mér kemur á óvart hversu
launakjörin eru há í ríkisviðskipta-
bönkunum og það er áberandi í
þessari athugun hvað launakjör
Seðlabankans eru miklu lægri en
hinna bankanna,“ segir Ágúst.
„Launakjör í Seðlabankanum hafa
legið fyrir og verið í opinberri
umræðu og ég vissi ekki annað
en að þau væru svipuð í hinum
bönkunum og því vekja þessar
niðurstöður furðu mína. Til dæmis
eru aðstoðarbankastjórar í Lands-
banka íslands með hærri laun en
bankastjórar Seðlabanka sem mér
þykir afskaplega rangt og óeði-
legt.“ Athugun Ríkisendurskoðun-
ar sýnir að það ár, sem tekið var
fyrir, voru laun bankastjóra Land-
banka og Búnaðarbanka að meðal-
tali rúmar níu milljónir króna, en
laun bankastjóra Seðlabanka rúm-
ar sex milljónir króna. „Gróft
reiknað munar þriðjungi. Mér
finnst laun í Seðlabankanum
ósköp hæfileg og tel því laun hinna
bankastjóranna of há, þótt ég sé
ekki viss um að þessi launakjör
séu mjög frábrugðin því sem geng-
ur og gerist á sambærilegum stöð-
um á hinum fijálsa vinnumark-
aði,“ segir Ágúst. „Við sem sitjum
í bankaráðunum berum hins vegar
ábyrgð á launakjörum í þeim og
bankaráð viðkomandi banka hljóta
að ræða vandlega þessar niður-
stöður, því launamunurinn getur
ekki talist eðlilegur."
Taki ekki laun
á mörgum stöðum
Ágúst kveðst lengi hafa verið
þeirrar skoðunar að launakjör í
þjóðfélaginu, einkum laun opin-
berra starfsmanna, eigi að taka
mið af því að vera heildarlaun og
að ekki sé um aukagreiðslur að
ræða. „Ég tel t.d. eðlilegt varð-
andi bankastjóra að þeir fengju
ein laun sem duga ættu fyrir öllu,
þar með talin ýmis fríðindi sem
menn hafa oft fengið greidd sér-
staklega, þannig að menn væru
ekki að taka laun á mörgum stöð-
um. Þetta eru ekki ný sannindi
en þarna væri um mikla breytingu
á launakerfínu að ræða, auk þess
Morgunblaðið/Sverrir
Kveikt var á lýsingu við hús Eimskips í gær
í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Viðstaddir
voru stjórnarmenn Eimskips og forráðamenn
borgarinnar ásamt fleiri. F.v.: Hörður Sigur-
gestsson forstjóri, Jón H. Bergs stjórnarmað-
ur, Markús Örn Antonsson borgarstjóri, Stein-
unn Ármannsdóttir borgarstjórafrú og Indriði
Pálsson stjórnarformaður Eimskips.
Lýsing Eimskipafélagshússins
ÁTTATÍU ár voru liðin í gær
frá stofnun Hf. Eimskipafélags
íslands. Af því tilefni var at-
höfn við Eimskipafélagshúsið í
Pósthússtræti 2. Þá var form-
lega kveikt á nýjum lýsingar:
búnaði sem lýsir upp húsið. I
tilefni af þessum tímamótum í
sögu félagsins flutti Indnði
Pálsson ávarp en Steinunn Ár-
mannsdóttir borgarstgórafrú
tendraði ljósin.
í gangi er sérstakt átak til að
hvetja húseigendur í gamla mið-
bænum að lýsa upp hús sín og er
lýsingin á húsi Eimskips liður í því
átaki og blasir húsið vel við þeim
sem eiga leið um nýju Geirsgötuna.
Kristján Jóhannsson kynningarfull-
trúi hjá Eimskipafélaginu sagði í
samtali við Morgunblaðið að einnig
hefði verið rætt um í samráði við
Þróunarfélag Reykjavíkur að lýsa
upp Menntaskólann í Reykjavík,
Dómhúsið í Austurstræti, Stjórnar-
ráðshúsið og Seðlabankahúsið auk
Ingólfs Amarsonar, sem búið er
að setja á stall að nýju, en engar
ákvarðanir hafi verið teknar sem
standi.
Bygging hússins hófst árið 1919
en í júli 1921 flutti Hf. Eimskipafé-
lag Islands skrifstofur sínar í hús-
ið. Margvísleg starfsemi hefur far-
ið fram í húsinu á þeim tæpu 73
árum sem liðin eru frá því það var
tekið í notkun. Má þar m.a. nefna
skrifstofur tryggingafélaganna
Sjóvátryggingafélags íslands og
Trolle og Rothe; auk skrifstofu
Verslunarráðs Islands. Bæjar-
stjóm, síðar borgarstjóm Reykja-
víkur, hélt fundi sína í Kaupþings-
salnum á 5. hæð hússins um aldar-
fjórðungsskeið. Þá er að nefna skó-
verslun Hvannbergsbræðra og
verslun Gunnþórunnar Halldórs-
dóttur á jarðhæð hússins auk raka-
rastofu Sigurðar Ólafssonar svo
nokkuð sé nefnt. í Eimskipafélags-
húsinu eru nú einvörðungu skrif-
stofur Eimskips.
LSD-málið
í fjögrir ár \
TVEIR piltar um tvítugt sitja í j
gæsluvarðhaldi grunaðir um að ’
hafa flutt inn til landsins talsvert
magn af ofskynjunarlyfinu LSD ,
en fíkniefnalögreglan lagði hald á *
347 skammta af LSD og 85 grömm
af ofskynjunarsveppum við húsleit
á heimilum fimm ungmenna í
Garðabæ, Reykjavík og Hafnar-
firði á föstudagskvöld og aðfara-
nótt laugardagsins. Þetta er mesta
magn af LSD sem lögregla hér á
landi hefur komist yfir í 4 ár.
Talið er að piltamir, sem sitja í
haldi, hafi flutt inn efnið auk magns
sem þeim hafði tekist að dreifa áður
en þeir vom handteknir milli jóla og
nýárs, en þá fóru þeir úr landi.
Á föstudagskvöldið var stöðvaði
fíkniefnalögreglan á Kringlumýrar-
braut bifreið sem 19 ára piltur, ánn-
ar þeirra sem gninaðir eru um inn- |
flutninginn, ók. í bílnum fundust 100
skammtar af LSD. Hinn sem situr í
haldi var síðar um kvöldið handtek- |
inn á heimili sínu en þar fundust 55
skammtar af efninu og 160 þúsund
krónur. Pjórar húsleitir til viðbótar k
vom gerðar á föstudag og aðfara- 9
nótt laugardags, í Reykjavík,
Garðabæ og Hafnarfírði. Við þær
leitir fundust um 200 skammtar af
LSD, auk 85 gr. af ofskynjunar-
sveppum, auk 3 gr. af amfetamíni
og áhalda til neyslu fíkniefna.
-----» » ♦----
Prófkjör sjálf-
stæðismanna
Júlíus Haf-
steinstefn- i
ir á 2. sæti j
JÚLÍUS Hafstein borgarfulltrúi
stefnir á annað sætið í prófkjöri ,
Sjálfstæðisfiokksins í iok mánaðar >
vegna komandi borgarstjórnar-
kosninga. Að sögn Júlíusar gengur
kosningabaráttan vel.
„Það hefur legið fyrir nokkuð lengi
að ég gefí kost á mér í annað sætið,
það er tímabært að breyta til. Magn-
ús L. Sveinsson hefur verið í 2. sæti
síðastliðin átta ár. Þeir hljóta því að
sækjast eftir efri sætunum sem eru
borgarfulltrúar fyrir,“ segir Júlíus.
Hann segist hafa lýst yfír stuðningi
við Markús Örn Antonsson borgar-
stjóra og því liggi annað sætið bein-
ast við.
„Kosningabaráttan gengur vel og
ég mun áfram standa fyrir þau mál-
efni sem ég hef staðið fyrir hingað til l
í borgarstjórn, það er umhverfis- og I
ferðamál og stuðning við atvinnulífið.
Ég var til dæmis fyrstur borgarfull- .
tnía til að lýsa því yfir að styðja f
ætti hugmyndir um að fella niður
aðstöðugjaldið óg studdi dyggilega
þegar það var gert. Auk þess að |
styðja aðrar ákvarðanir meirihlut-
ans,“ segir Júlíus Hafstein að lokum.
í dag
Rehn í aðra umferð______________
Elisabeth Rehn ogMartti Ahtisaari
hlutu flest atkvæði í fyrrí umferð
finnsku forsetakosninganna 24
Ein stærsta stundin_____________
Ólafur Ámi Bjarnason tenórsöngv-
ari fann fyrir jákvæðum straumum
í Carnegie Hall 28
Lítið ntúl að svindla___________
Jón Þorvarðarson segir lítið mál
að svindla á bifreiðatryggingum
ætli fólk sér það 37
Leiðari
Evrópuför Clintons 28
íþróttir
► íslenska kvennalandsliðið í
handknattieik komst áfram í
Evrópukeppninni, en karlaliðið
er úr Ieik. Keflavík og Njarðvík
leika til úrslita i bikarkeppni
KKÍ.
Bæjarútgerð haí'in á ný
í Krossvík á Akranesi
BÆJARSTJÓRN Akraness samþykkti á sunnudaginn að endurreisa
útgerðarfyrirtækið Krossvík, sem á sinum tíma var í eigu bæjarins,
en gekk síðan inn í Haförninn hf., sem fengið hefur greiðslustöðvun
til 15. mars næstkomandi. Að sögn Ingvars Ingvarssonar forseta
bæjarstjórnar fylgir togarinn Höfðavík útgerðarfyrirtækinu, en skip-
ið hélt á veiðar á laugardaginn. Ingvar sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Akranesbær leggði ekki fram fé vegna þessara rekstrar-
breytinga, en hins vegar yfirtæki Krossvík 342 milljóna króna skuld-
ir sem hvíla á Höfðavíkinni.
Auk Höfðavíkur var togarinn
Sæfari í eigu Hafarnarins og sagði
Ingvar að Kirkjusandur sem er í
eigu Landsbanka íslands myndi
taka það skip. Hann sagði að sam-
komulag væri um að Höfðavíkin fái
kvóta beggja skipanna þetta kvóta-
ár, en fyrir mitt árið yrði hins veg-
ar að liggja fyrir hvernig farið verð-
ur með Sæfara og kvóta hans.
Kvóti Höfðavíkur á þessu kvótaári
er að sögn Ingvars 2.400 þorsk-
ígildi en kvóti Sæfara er tæplega
1.300 þorskígildi. Hann sagði að
það lægi Ijóst fyrir að til þess að
gera Krossvík að rekstrarhæfri ein- |
ingu þyrfti að koma aukið fé inn
í reksturinn.
„Bærinn tekur til sín þetta fyrir-
tæki sem fór inn í Haförninn á sín-
um tíma, og er því kominn í bæjar- k
útgerð á ný. Með þessu er verið að
reyna að bjarga því að kvótinn fari
ekki úr bænum, en nú er verið að
vinna í því að bjarga fiskvinnslunni
líka,“ sagði Ingvar.