Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
Lj óðatónleikar
________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Michael Jón Clarke og Jónas
Ingimundarson stóðu fyrir fyrstu
ljóðatónleikunum í Gerðubergi á
þessu ári og fluttu söngverk eftir
ensk, íslensk og þýsk tónskáld.
Enski hluti tónleikanna hófst á
Music for a while, eftir Purcell
og síðan komu þrír söngvar eftir
Roger Quilter, við kvæði eftir
Shakespeare. Eftir Vaughan-
Williams var flutt ágætt söngv-
erk, Silent Noon og enska hlutan-
um lauk með tveimur sakleysileg-
um lögum eftir Óliver Kentish við
kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum
og Tómas Guðmundsson.
Flutningur Jóns á þessum lög-
um var fágaður, raddbeytingin
sérlega áreynslulítil og framburð-
ur texta til fyrirmyndar. Lög
Quilters (1877-1953) eru hvað
stíl snertir hárómantísk en hann
þykir í sönglögum sínum hafa náð
að samhæfa texta og lagferli sér-
lega vel, þó lagferlið sé að öðru
leyti sagt vera nokkuð nærri
dægurtónlist á hans tíð. Lögin
eftir Kentish eru frekar laus í
gerð, eins og hann hafi ekki með
öllu verið sáttur við áherslur ís-
lenska textans eða tilfinningalegt
innihald hans. Þrátt fyrir þetta
var niðurlagið á Fagra veröld
töluvert rismikið.
íslensku lögin voru fjögur, tvö
eftir Atla Heimi Sveinsson og tvö
eftir Björgvin Guðmundsson. Lag
Atla við gamansamt kvæði,
Haust, eftir Thor Vilhjálmsson,
var skemmtilega flutt og í laginu
Komdu, við kvæði eftir Þorstein
frá Hamri, náðu flytjendurnir vel
þeirri stemmningu sem er í þessu
ágæta lagi eftir Atla. Best
sungnu lögin voru Sofðu unga
ástin mín, og Tunglið, tunglið
taktu mig eftir Björgvin Guð-
mundsson.
Það er vandasamt að flytja
ljóðasöngva Schuberts og þó
Michael Jón Clarke bæði syngi
og túlki vel, vantaði hrifninguna
í samspili texta og lags, svo að
flutningurinn var oft næstum því
hlutlaus, t.d. í því áhrifamiída
lagi Der Wanderer, þar sem hin
þungstíga ganga förumannsins á
að vera mögnuð vonleysi. Skyndi-
leg hugljómun hans í Wo Bist du,
mein geliebtes Land, var allt of
Michael Jón Clarke.
hratt sungin og án allrar eftir-
væntingar, svo að svartnætti von-
leysisins vantaði í síðustu vísuna.
Líklega er um að ræða sam-
spil í skilningi á erlendri tungu
eða um má kenna þungu tónmáli
hjá Brahms, að „Alvarlegu söngv-
arnir“ urðu helst til hlutlausir í
nokkuð vönduðum flutningi
beggja flytjendanna. í þessum
lögum birtist einmanaleiki
Brahms og hugleiðingar um hin
duldu markmið almættisins, en
sérstaklega þó það, sem hann fór
á mis við en var þrátt fyrir það
„glaður í sínu erfiði“, eins og
heyra má í fyrsta söngnum. Ann-
ar söngurinn fjallar um óréttlæti
og illgjörðir sem enginn gat veitt
huggun gegn en fær menn til að
prísa hina dauðu. í þriðja laginu
er sjálfur dauðinn, beiskur þeim
sem enn hefur lyst til lífsins en
góður þeim sem „ekki hefur neitt
betra að vona né eftir að bíða“.
Niðurstaðan, fjórða lagið, er „trú-
in, vonin og kærleikurinn og
þeirra er kærleikurinn mestur“.
Eins og fyrr segir var fiutningur-
inn, bæði hjá Michael Jóni Clarke
og Jónasi Ingimundarsyni, í alla
staði vandaður, bestur í ensku
og íslensku lögunum en einum
of hlutlaus og ósnortinn í Schu-
bert og Brahms. Má vera að hlut-
laus söngur Jóns að þessu sinni
sé til kominn vegna þess að
söngvarinn fann sig þurfandi með
að kíkja af og til á textann. Betra
er að halda beinlínis á bókinni,
því sá sem þarf að kíkja og reyn-
ir jafnvel að fela það, hættir á
að missa fótanna þegar minnst
varir og verður því að fara var-
lega.
ujvvíj t i
j'AiBÁiLVtUiA
RiWLiU
Fyrir 5 eða fleiri:
Þorratrog í heimahús
kr. 1.190,-
18 tegundir (
i
|
Fyrirtæki:
Þorramatur í fyrirtæki
kr. 1.190,-
18 tegundir.
Félagasamtök
og hópar:
Þorramatur í veislur,
gerum verðtilboð.
Giæsilegt
þorrahlaðborð á
Pottinum og pönnunni
bóndadaginn
21. janúar.
Á konudaginn 20. febrúar drögum við út
einn þorraþræl úr hópi viðskiptavina
þorrans, og sendum hann til írlands á
slóðir víkinga ásamt gesti sínum.
Sendum á staðmn
ykkurað
kostnaðarlausu
Sinfóníuhljómsveit æsk-
unnar og Christopher Adey
_________Tónlist_____________
Ragnar Björnsson
Eftirvænting lá í loftinu í Há-
skólabíói fyrir tónleika hljómsveit-
arinnar sl. laugardag. Hér var söðl-
að um. Ekki skyldi einstefna varð-
andi val hljómsveitarstjóra lengur
ráðandi, hér eftir fengju nemend-
umir að kynnast ýmsum hljóm-
sveitarstjórum. Þetta sýnist ekki
óeðlileg breyting. Það hlýtur að
vera skemmtilegra og forvitnilegra
nemendum að kynnast margskon-
ar túlkunarleiðum og mismunandi
slagtækni, það er, a.m.k. þau at-
riði sem fyrir tónlistarmönnum
liggur í framtíðinni, að glíma við
stíltegundir, túlkunarleiðir, slag-
tækni og fl. Christopher Adey er
mjög góður hljómsveitarstjóri,
tekknískur og lifandi. Hljómsveitin
að þessu sinni samanstóð af nem-
endum á mjög misjöfnum stigum,
frá því að vera tæplega í miðju
námi upp í að nálgast einhverskon-
ar lokapróf. Að venju komu svo
nokkrir úr atvinnumennskunni til
að styrkja veikustu punktana, en
þeir voru ekki fleiri en venja er.
Efnisval tónleikanna var ekki af
auðveldari geiranum. Rómeó og
Júlía eftir Prokofief og 10. sinfón-
ía Shostakovitsj. Strax í fyrsta
hluta Prokofief-svítunnar kom
hljómur og spil sveitarinnar þægi-
lega á óvart, mjúkur fallegur
hljómur, merkilega mikil ná-
kvæmni í tæknilega erfiðum köfl-
um eins og t.d. öðrum þættinum
og spilagleðinni hélt stjómandinn
Chr. Adey til loka svítunnar og
voldugan hljóm tókst krökkunum
að sýna í upphafi síðasta þáttar.
Að halda lífinu í tæplega klukku-
tíma langri 10. sinfóníu Shostako-
vitsj er tæplega ætlandi nemendum
í miðju námi, en þrátt fyrir að telja
mætti upp einhver mistök í hljóm-
sveitinni, tókst Adey að kveikja í
hljómsveitinni með sterkri innlifun
sinni sem aldrei gaf grið. Nefna
mætti margar vel leiknar ein-
leiksstrófur frá hljómsveitarmeð-
limum, en dagurinn var fyrst og
fremst stjórnandans Christophers
Adeys sem leiddi hljómsveitina til
mjög ánægjulegrar útkomu. Eftir
standa svo spurningar sem enn er
ósvarað. Hvers vegna eru af 52
strokhljóðfæraleikurum sveitar-
innar á'ðeins 10 karlmenn og þar
af fjórir á kontrabassa? Upphaf-
lega var áætlað eitt hljómsveit-
arnámskeið á ári og þá að sumrinu
eftir að skólunum lyki, er kannske
um of, af ýmsum ástæðum, að
hafa þau allt upp í þijú og það öll
á þeim mánuðum sem tónlistar-
skólarnir eru starfandi? Þarna
koma mörg sjónarmið til greina.
En tónleikarnir á laugardaginn
voru mjög ánægjulegir.
Málverkasýn-
ing í á „ A
næstu grösumu
í VEITINGAHÚSINU „Á næstu
grösum“, Laugavegi 20, stendur
yfir málverkasýning Kristínar
Blöndal. Á sýningunni eru sex
verk öll unnin í olíu á striga og
nefnast þau „dans“.
Sýningin stendur fram í febrúar
og Á næstu grösum er opið alla
virka daga kl. 11.30 til 14 og kl.
18 til 20.
Kristín Blöndal
Kristín Blönd-
al sýnir í gall-
eríinu Hjá þeim
Í GALLERÍINU „Hjá þeim“,
Skólavörðustíg 6b, stendur yfir
málverkasýning Kristínar Blön-
dal. Á sýningunni eru sjö verk
unnin i ýmis efni.
Kristín stundaði nám í Myndlista-
og handíðaskóla íslands 1988-92.
Hun tók þátt í óháðri listahátíð
„Ólétt“ 1993. Sýningin stendur til
5. febrúar og er opin alla virka
daga frá kl. 12-18 og iaugardaga
frá kl. 10-14.
-----» ♦------
Gerðuberg
Sýning á mynd-
um Erlu Sig-
urðardóttur
ÞESSA dagana stendur yfir sýn-
ing á myndum Erlu Sigurðar-
dóttur myndlistarmanns úr nýút-
kominni bók, Fjallgöngunni, sem
hefur að geyma ljóð Tómasar
Guðmundssonar. Myndirnar eru
til sýnis í barnadeild safnsins.
Safnið er opið mánudaga til
fimmtudaga kl. 9-21 , föstudaga
kl. 9-19 og kl. 13-16 laugardaga
og sunnudaga, en safnið mun hafa
opið á sunnudögum til vors.
Á Borgarbókasafninu í Gerðu-
bergi er m.a. hægt að fá tónlist á
geisladiskum og myndböndum og
nótur til útláns, enskar hljóðbækur,
s.s. spennusögur og klassískar bók-
menntir, tímarit, auk annars hefð-
bundins safnefnis.
-----» ♦ ♦----
■ JAFNRÉTTISNEFND Kópa-
vogs gengst fyrir málþingi í sam-
komuhúsinu á Digranesvegi 12,
laugardaginn 22. janúar nk. kl. 11.
Til þingsins er boðið fulltrúum úr
öllum jafnréttis- og/eða félags-
málanefndum á svæðinu frá Kjalar-
nesi suður á Reykjanes, starfs-
mönnum á skrifstofu jafnréttismála
og bæjarfulltrúum Kópavogs. Til-
gangur málþingsins er sá að nefnd-
ir á svæðinu hittist og beri saman
bækur sínar um stöðu jafnréttis-
mála og framtíðarhorfur. Hildur
Jónsdóttir, ritstjóri, og Gunnlaug-
ur Ástgeirsson, menntaskólakenn-
ari, halda erindi og ræða m.a. af-
stöðu kvenna til þess að taka að
sér ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu,
segir í fréttatilkynningu. Á eftir
erindunum verða fyrirspurnir og
almennar umræður.