Morgunblaðið - 18.01.1994, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
HILMAR GUÐLAUGSSON í 4. SÆTIÐ
eftir Helga Steinar
Karlsson
Dagana 30. og 31. janúar nk.
ganga sjálfstæðismenn í Reykja-
vík til prófkjörs og velja frambjóð-
endur á lista flokksins fyrir borg-
arstjórnarkosningamar í vor.
í þeim hópi sem valið stendur
um er aðeins einn iðnaðarmaður,
Hilmar Guðlaugsson múrari, sem
er borgarbúum að góðu kunnur
fyrir störf hans í borgarstjóm og
byggingarnefnd svo og í hús-
næðisnefnd borgarinnar. Hilmar
gefur kost á sér í fjórða sæti list-
ans en hann hefur ekki verið aðal-
maður í borgarstjóm á því kjör-
tímabili sem nú er að líða.
Magnús L. Sveinsson sem á
kjörtímabilinu hefur verið eini
borgarfulltrúi flokksins sem teng-
ist verkalýðshreyfingunni gefur
ekki kost á sér og er því enn frek-
ari ástæða til þess að skora á alla
launþega í flokknum hér í borg
að fylkja sér um Hilmar og tryggja
góða kosningu hans í það sæti sem
hann sækist eftir og er þeirri
áskoran beint til fleiri. Það hlýtur
að vera framboðslistanum styrkur
að hann sýni að flokkurinn sé sá
flokkur allra stétta sem hinn al-
menni flokksmaður vill að hann sé.
Hilmar hefur átt langan og far-
sælan feril innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, var lengi formaður
Múrarafélags Reykjavíkur og
Múrarasambands Islands, gjald- Helgi Steinar Karlsson
„Það hlýtur að vera
framboðslistanum
styrkur, að hann sýni
að flokkurinn sé sá
flokkur allra stétta sem
hinn almenni flokks-
maður vill að hann sé.“
keri fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík, í stjórn Alþýðu-
sambands Islands frá 1968 til
1972. Hilmar var kjörinn heiðurs-
félagi Múrarafélags Reykjavíkur
1981.
Hilmar hóf snemma þátttöku í Hllmar Guðlaugsson
1
Sumarfrí í Skandinavíu!
Skandinavía bíður, full af spennandl fer&amöguleikum.
Fjölmargir gistimöguleikar í boði, allar upplýsingar eru í SAS
hótelbæklingnum. Flogið er til Kaupmannahafnar alla daga, allt
að þrisvar sinnum á dag og þaðan er tengiflug til annarra borga á
Norðurlöndum. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða
ferðaskrifstofuna þína. Sölutímabiiið er til 28. febrúar nk.
Sumarleyfisfargjöld SAS. Feröast skal á tímabílinu frá 15.4. -30.9.
Keflavík - Kaupmannahöfn 23.900,- Keflavík - Váxjö 28.900,-
Keflavík - Gautaborg 28.900,- Keflavík - Vesterás 28.900,-
Keflavík - Malmö 28.900,- Keflavík - Örebro 28.900,-
Keflavík - Osló 23.900,- Keflavík - Stokkhólmur 25.900,-
Keflavík - Stavanger 28.900,- Keflavík - Norrköping 28.900,-
Keflavík - Bergen 28.900,- Keflavík - Jönköping 28.900,-
Keflavík - Kristiansand 28.900,- Keflavík - Kalmar 28.900,-
Lágmarksdvöl erlendls 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur.
Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari 21 dagur.
Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., danskur flugvallarskattur 720 kr.
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Laugavegl 172 Síml 62 22 11
borgarmálum, hann var kjörinn
varaborgarfulltrúi 1974 og borg-
arfulltrúi 1982 og aftur 1986.
Hilmar hefur starfað í ýmsum
nefndum borgarinnar og hefur
dugnaður hans og samviskusemi
reynst vel. Árið 1982 var Hilmar
kjörinn formaður Bygginganefnd-
ar Reykjavíkur og hefur verið það
síðan. I stjórn Verkamannabú-
staða í Reykjavík frá 1971 og síð-
an í Húsnæðisnefnd Reykjavíkur
og hefur verið formaður nefndar-
innar frá 1990.
Ég vil með þessum örfáu orðum
hvetja sjálfstæðismenn í þeim
harða slag sem framundan er um
næstu mánaðamót að kjósa Hilmar
Guðlaugsson í 4. sæti prófkjörs-
listans og tryggja þar með Reyk-
víkingum traustan málsvara í
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis-
flokksins.
>
i
i
Höfundur er formaður
Múrarafélags Reykjavlkur.
Skjótvirkur stíflueyóir
stíflum
Eyðir
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Utsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
Tilbúinn
stíílu
eyöir
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878-fax 677022