Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994
Fundur Bills Clintons með Sýrlandsforseta í Genf
Beðið svara Isra-
ela við boði Assads
Damaskus. Reuter.
SÝRLENSK stjórnvöld lýstu ánægju sinni í gær með niðurstöður
fundar Hafez al-Assads, forseta Sýrlands, og Bills Clintons, for-
seta Bandaríkjanna, í Genf á sunnudag og skoruðu á stjórnvöld
í ísrael að bregðast vel við boði Sýrlendinga um eðlileg sam-
skipti. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær, að
hann ætlaði að bíða með yfirlýsingar þar til hann hefði rætt við
bandaríska embættismenn um fundinn í Genf. PLO, Frelsissamtök
Palestínumanna, fögnuðu niðurstöðu fundarins en höfðu þó nokk-
urn fyrirvara á.
inga og ísraela hafa snúist um
Golanhæðirnar, sem ísraelar lögðu
undir sig 1967, en þeir fyrrnefndu
hafa yfirleitt sett það sem skil-
yrði, að ísraelar flytji strax allt
herlið sitt frá hæðunum.
Assad ánægður
A fundi þeirra Clintons og
Assads var einnig rætt um brott-
flutning ísraelsks herliðs frá Suð-
ur-Líbanon og Assad féllst á, að
Líbanon yrði „óháð og sjálfstætt"
ríki. Haft er eftir heimildum, að
Assad sé mjög ánægður með fund-
inn með Clinton, meðal annars
vegna þess, að þar hafi Banda-
ríkjaforseti í raun staðfest, að án
Sýrlendinga væri lítil von um frið
í Miðausturlöndum.
í yfirlýsingu PLO sagði, að
„Fundur þeirra Assads og Clint-
ons hefur vakið vonir um frið og
nú er komið að ísraelum að standa
við stóru orðin og skila hernumd-
um svæðum. Assad hefur lýst yf-
ir, að 1994 geti orðið ár friðarins
hafi Israelar hugrekki til,“ sagði
sýrlenskur embættismaður í gær
en Assad lýsti því yfir eftir fund- _
inn með Clinton, að hann byði ísra-
elum „eðlileg, friðsamleg sam-
skipti" þegar undirritaðir hefðu
verið friðarsamningar milli ríkj-
anna.
Rabin, forsætisráðherra ísraels,
sagði í gær, að hann myndi bíða
með að svara Sýrlendingum þar
til hann hefði rætt við tvo banda-
ríska embættismenn, sem munu
skýra honum frá niðurstöðum
fundarins í Genf. Deilur Sýrlend-
Árásarmaðurinn
Reuter.
SHANE Stant, sem hefur viðurkennt að hafa ráðist á skautakonuna
Nancy Kerrigan, er hér leiddur í burtu af starfsmönnum bandarísku
alríkislögreglunnar, FBI.
Harding ákveðin í að keppa
Portland. Rcutcr.
BANDARISKA skautakonan Tonya Harding kvaðst í gær ákveðin í
að keppa fyrr hönd lands síns á Olympíuleikunum í Lillehammer
enda hefði hún hvergi komið nærri árásinni á landa sinn og keppi-
naut a skautasvelhnu, Nancy
aðrir menn hafa verið ákærðir í
Þótt ekkert komi fram um, að
Harding hafi verið viðriðin árásina,
þá er um að ræða mjög erfitt mál
fyrir bandarísku ólympíunefndina.
Ottast margir, að grunsemdirnar
einar getþvarpað skugga á þátttöku
hennar í Ólympíuleikunum og hugs-
anlega dregið einhvern dilk á eftir
sér. Búist er við, að nefndin taki
ákvörðun um þátttöku hennar á
næstu dögum.
Lífvörður Hardings, Shawn Eck-
. Lifvörður Hardings og tveir
málinu.
ardt, og maður að nafni Derrick
Smith eru nú lausir gegn tryggingu
og bíða ákvörðunar dómstóla um
málshöfðun á hendur þeim en þriðji
maður, Shane Stane, frændi
Smiths, er í fangelsi i Arizona, sak-
aður um að hafa reynt að flýja
undan réttvísinni í þessu máli. Ron
Parmele, stjúpfaðir Stanes, hefur
lýst yfir, að hugmyndir hafi verið
um að drepa Kerrigan en Stane
hafi komið í veg fyrir það.
leiddu niðurstöður Genfarfundar-
ins til réttláts friðar, væri ástæða
til að fagna þeim. Þykir orðalagið
benda til, að PLO hafi nokkrar
áhyggjur af_ sérstökum friðar-
samningum ísraela og Sýrlend-
inga og óttist, að þeir geti styrkt
ísraela í samningum við samtökin.
♦ ♦ ♦--
Bílasala
dregst sam-
an í Evrópu
London. Reuter.
SALA nýrra bifreiða dróst sam-
an um 15,2% í Evrópu í fyrra og
hefur samdráttur milli ára aldrei
verið svo mikill eftir stríð, að
sögn Financial Times.
Að sögn blaðsins voru seldir
11,45 milljónir nýrra bíla árið 1993
í Vestur-Evrópu eða a.m.k. tveimur
milljónum færri en árið áður.
Segir blaðið að samdrátturinn
komi illa við bifreiðaverksmiðjurnar
Volkswagen, Fiat, Peugeot Citroen
og Ford, sem allar hafi tapað mikið
á árinu.
Að sögn Financial Times dróst
bílasala saman í 15 Evrópumörkuð-
um af 17 í fyrra. Einungis jókst
bílasala í Bretlandi og lítillega í
Noregi. Ekki er búist við nema í
mesta lagi 1-2% söluaukningu á
þessu ári.
♦ ♦ ♦--
Mitteraiid
fylgjandi
„Evrópsku
íákja-
bandalasi“
París. °
FRANCOIS Mitterand, Frakk-
landsforseti, lýsti því yfir á laug-
ardag að hann væri fylgjandi
stofnun „Evrópsks ríkjabanda-
lags“ fremur en að Mið- og Aust-
ur-Evrópuþjóðir reyndu að upp-
fylla strangar aðildarkröfur Evr-
ópubandalagsins (EB). Þetta kom
fram í viðtali við búlgarska sjón-
varpsstöð.
I viðtalinu sagði Mitterand að
aðild téðra ríkja að EB væri ótíma-
bær og myndi skapa miklar hömlur.
„Allt og sumt sem þyrfti að gera,
væri að breyta einni af þeim stofnun-
um sem fyrir eru, svo að úr
y rði.. .E vrópskt ríkj abandalag", “
sagði Mitterand og tók sem dæmi
Evrópuráðið, þar sem í eiga sæti 32
Evrópuþjóðir. Sagði hann að ráðið,
sem hefur aðsetur sitt í Strasbourg
gæti einnig orðið grunnurinn að ör-
yggiskerfi Evrópu.
1
ÁBYRG OG TRAUST FORYSTA
Anna K. Jónsdóttir
12 dr í borgarmálum
Kjósum Önnu í 2. til 5. sœti 1
Kosningaskrifstofa: Kirkjuhvoli, Kirkjiitorgi 4, 2. hæð.
Í' gegnt Dómkirkjunni. Símar: 15830 og 15863.
Opið alla daga frá kl. 1300 til 2200.
25
Próf kjör sjólfstæöismanna
30.-31. janúar nk.
Kjósum Jónu Gróu
í 3. sætið.
Skrifstofa okkar á Suðurlandsbraut 22
er opin frá kl. 14-22 daglega. Símar
880812, 880813, 880814, 880815.
StuAningsmenn.
TOPPTILfíOÐ
Töflur
Kosningaskrifstofa
Júlíus Hafstein borgar-
fulltrúi hefuropnað
kosningaskrifstofu
vegna prófkjörs
sjálfstæðismanna
30. og 31. janúar nk. á
Suðurlandsbraut 50
(bláu húsi við Faxafen).
Skrifstofan er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 14-22 '
en laugardaga og
sunnudaga kl. 13-18.
Sími 681056.
Styðjum Júlíus í 2. sætið
Stuðningsmenn.
Ath.: Mikið úrval í stærðum 40,41 og 42
Ioppskórinn
VELTUSUHDI • SÍMI: 21212
VIÐ INGÓLFSTORG
hefst