Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994
J6___________________
Minning
Gústav Sigur-
geirsson m úrari
Gústav Sigurgeirsson múrara-
meistari, Norðurbrún 1, Reykjavík,
lézt á Landspítalanum í Reykjavík
á annan í jólum á 75. aldursári.
Útför hans hefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Gústav heitinn var fæddur á
Ísafirði 5. dag nóvembermánaðar
árið 1919. Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg Þórunn Jóhanns-
dóttir, Arnasonar skósmiðs á
ísafirði, Jóhannssonar bónda í
Hvammi í Austur-Húnavatnssýslu
og Sigurgeir Sigurðsson, sjómaður
á Isafirði, Sumarliðasonar leiðsögu-
manns á Akureyri, Guðmundssonar
landpósts á sama stað.
Gústav ólst upp í stórum systk-
inahópi. Elztur var Jóhann, verzl-
unarmaður á ísafirði, fæddur 16.
ágúst 1911, dáinn 2. marz 1987,
næstelzt Þóra, fædd 12. september
1913, sem lengi rak hótel ásamt
manni sínum á Blönduósi, þá
Svava, húsmóðir á Akureyri, fædd
26. ágúst 1915, dáin 8. júlí 1990,
síðan Sumarliði, fæddur 26. janúar
1922, dáinn 12. febrúar 1936, þá
Elísabet Þórunn, fædd 23. septem-
ber 1926, forstöðumaður félags-
starfs aldraðra á Blönduósi, og loks
Þorgerður, fædd .14. desember
1928, fulltrúi á Raunvísindastofn-
un.
Gústav nam múraraiðn og vann
í þeirri starfsgrein meðan heilsa
hans leyfði.
Fyrri kona hans var Guðrún
Sveinsdóttir frá Borgarnesi. Þeim
varð tveggja dætra og tveggja sona
auðið. Elzt er Ása, verzlunarmað-
ur, gift Birgi Þórðarsyni, útibús-
stjóra ÁTVR í Borgarnesi. Annar
er Þráinn, mjólkurfræðingur í
Borgarnesi. Þriðja Ingibjörg, skrif-
stofustúlka, gift Guðmundi Benja-
mínssyni, framkvæmdastjóra í
Stykkishólmi. Fjórði Sveinn Svav-
ar, mjólkurfræðingur í Borgarnesi,
kvæntur Elínu Kristínu Helgadótt-
ur, skristofustúlku. Guðrún og
Gústav skildu.
Seinni kona Gústavs var Ragn-
hildur Jósepsdóttir, ættuð úr Eyja-
firði, matráðskona. Synir þeirra eru
tveir. Ari Brimar, bókbindari,
kvæntur Önnu Bjargeyju Gunnars-
dóttur, tannsmið, Gústav Hjörtur,
rafeindavirki, kvæntur Maríu Lov-
ísu Sigvaldadóttur, dagmóður.
Gústav og Ragnhildur skildu.
Barnabörn og barnabarnabörn
Gústavs eru 12 talsins.
Síðustu árin sem Gústav lifði
naut hann hlýhugar og tilsjónar
góðrar vinkonu, Nínu Björnsdóttur.
Gústav heitinn Sigurgeirsson var
gjörvilegur maður, hár og spengi-
legur, léttur í lund og bjó að hag-
mælsku og skemmtilegri frásagn-
argáfu. Hann hafði og yndi af
hljómlist og dansi og var liðtækur
bridge-spilari.
Gústav var hörkuduglegur og
velvirkur múrari lengst af starfs-
ferli sínum, en veikindi hægðu á
starfsgetu hans fyrir allmörgum
árum og gerðu honum loks ókleift
að ganga til daglegra starfa. Hann
varðveitti þó vel ljúfmennsku sína,
skemmtilegheit og snyrtimennsku
og bar sig af karlmennsku, þótt
ekki gengi hann heill til skógar.
Síðustu misserin vóru honum erfið
heilsufarslega, en hann gerði sér
glögga grein fyrir því að hverju
stefndi og gekk frá málum sínum
af æðruleysi.
Á þessum krossgötum kveð ég
Gústav mág minn með þakklæti
fyrir hlýhug hans allan og bíð hon-
um betri daga með blómum í haga
í landi fyrirheitanna.
Stefán Friðbjarnarson.
RADA UGL YSINGAR
Yfirvélstjórar
Yfirvélstjóra vantar á 125 tonna bát, sem fer
á net.
Upplýsingar í síma 97-81335.
Verkstjóri
Saltfiskverkun
Fiskverkunarfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu
óskar eftir að ráða sefn fyrst verkstjóra.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. janúar
merktar: „Salt - 12153.“
Fjármálaþjónusta
Endurskipulagning fjármála, gerð rekstrar-
og greiðsluáætlana, bókhald, ársuppgjör og
skattaskýrslur fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Víðtæk reynsla.
Sími 91-19096, fax 91-19046.
Módel íhárgreiðslu
Dagana 24.-29. janúar næstkomandi verður
þýskur hárgreiðslumeistari frá Wella,
Elízabeth Zumkier, með námskeið hjá Hall-
dóri Jónssyni hf.
Við óskum eftir hárgreiðslumódelum í litun,
klippingu og permanent áðurnefnda daga.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að
hafa samband við skrifstofu okkar í síma
91-686066 frá kl. 9-17 næstu daga.
Ríkistollstjóraembættið
auglýsir
Ríkistollstjóraembættið stendur fyrir kynn-
ingu á upprunareglum og öðrum tollamálum
vegna samningsins um Evrópska efnahags-
svæðið (EES).
Kynningin fer fram föstudaginn 21. janúar nk.
í Borgartúni 6 og stendur frá kl. 9.00- 12.00.
Allir inn- og útflytjendur eru velkomnir.
Aðgangur er ókeypis en þátttaka tilkynnist
í síma 600500 eða 600386.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Selfossi skorar hér með á
gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á virðis-
aukaskatti til og með 48. tímabils 1993, stað-
greiðslu og tryggingagjaldi til og með 12.
tímabils 1993, ásamt gjaldföllnum og
ógreiddum staðgreiðslu- og virðisauka-
skattshækkunum og breytingum á áður
álögðum opinberum gjöldum, að greiða nú
þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá
dagsetningu áskorunar þessarar.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að
liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar
þessarar. Athygli gjaldenda er vakin á að
gera má fjárnám fyrir öllum eldri skuldum
opinberra gjalda. Auk óþæginda getur kostn-
aður vegna gerðarinnar numið allt að kr.
10.000 fyrir hverja gerð og -þar við bætist
þinglýsingarkostnaður kr. 1.000 og stimpil-
gjald 1,5% af heildarskuld auk útlagðs kostn-
aðar eftir atvikum. Þá mega gjaldendur virð-
isaukaskatts, staðgreiðslu og trygginga-
gjalds búast við því að atvinnurekstur þeirra
verði stöðvaður án frekari fyrirvara.
17. janúar 1994,
Sýslumaðurinn á Selfossi.
Aðalfundur
Slysavarnardeildar kvenna í Reykjavík verður
haldinn í Höllubúð, Sigtúni 9, fimmtudaginn
3. febrúar kl. 20.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Þorrablót sjálfstæðis-
félaganna íReykjavík
Hið árlega þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldið
laugardaginn 22. janúar nk. í Valhöll. Húsið verður opnað kl. 19.00
en borðhald hefst kl. 20.00.
Á dagskránni er m.a.:
- Þorrahlaðborð.
- Ávarp Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra.
- Söngur og gamanmál.
- Árni Elvar við píanóið.
Heiðursgestur er Friðrk Sophusson og blótinu stýrir Geir H.
Haarde, alþingismaður.
Miðasala og miðapantanir verða í Valhöll, mánudaginn 17. jan. til
föstudagsins 21. jan., milli kl. 9 og 17.00, sími er 682900. Miðaverö
er kr. 2.000. Æskilegt er að miðar verði keyptir tímanlega.
Vörður, Hvöt, Óðinn og Heimdallur.
Sala eða leiga - laust strax
Stórglæsilegt iðnaðar- atvinnuhúsnæði í
Keflavík 338 fm á tveimur hæðum.
Húsnæðið er mjög snyrtilegt. Stórar að-
keyrsludyr. Malbikuð og lýst bílastæði.
Upplýsingar veittar í síma 92-12533 eftir
kl. 20.00.
Kringlan — til leigu
Til leigu er verslunarhúsnæði á einum besta
staðnum í Kringlunni 8-12 (Hagkaups).
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. merkt: „K - 3886“.
Sma auglýsingar
□ EDDA 5994011819 I 1 fr.
I.O.O.F. Ob. 1 = 1751188V2 =
I.E.
I.O.O.F. Rb. 4 = 1431188 -
□ HLÍN 5994011819 IVA/ 2 Frl.
ADKFUK
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.30. Efni:
„Landið er fagurt og frítt" -
myndasýning. Hugleiðingu flytur
Anna Hilmarsdóttir.
Allar konur velkomnar.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Opið hús
Þriðjudaginn 18. janúar verður
opið hús í Mörkinni 6 (risi).
Ferðaáætlun F.(. 1994 er komin
út. Komið og fáið ykkur eintak,
en í ár er ferðaáætlunin efnis-
meiri og fjölbreyttari. ( hönd fer
sannkallað ár (slandsferða.
Ferðanefnd verður á staðnum
og veitir upplýsingar. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir, félag-
ar og aðrir.
Ferðafélag Islands.
Aðalfundur
KR-konur halda aðalfund þriðju-
daginn 25. janúar kl. 20.15.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fjölmennum.
Stjórnin.
FráSálar-
^ rannsókna-
félagi íslands
„Litir Ijóss, hugar og
handa“
jNámskeið undir
jleiðsögn Helgu
I Sigurðardóttur
jverður haldið 21.
jog 22. janúar.
1 Helga er þekktur
I listamaður sem
j málar myndir í
dulrænum stíl.
Hún kennir þátttakendum að
komast í samband við innri vit-
und, skynja hvaða áhrif litir hafa
á einstaklinginn og hvernig við
getum notað liti í daglegu lífi.
Bókanir í símum 18130 og
618130.
Stjórnin.
Opin vinnustofa,
Eiðistorgi 11
I kvöld: Silkimálun.
Sími: 611570.