Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 18. JANÚAR 1994 Frumsýning HERRA JONES INAOI IN MWOffiiran ilffliimaa iWKnm niX IMHi*BmOf[»P' Hann - hvatvís, óábyrgur, ómót- stæðilegur. Hún - vel gefin, virt, einlæg. Þau drógust saman eins og tveir seglar en hvorugt hugsaði um afleiðingarnar. Mr. Jones er spennandi en umfram allf góó mynd um óvenjulegf efni. Sýnd kl. 5,7, 9 og 11.05. j WÝJU OG STÓRGtÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI Stórmyndin Öld sakleysisins UANIÍL UaV LlKIS MlCHÍLK l'FUfFLR Wisona Rvdíh mh« h'-.wiu! KMtim tœm naaa ............ixim (( ti»USS-4KfMvS■ ».}Q f».B A MtlRV>*M .................... n M nss vríi'X'x gerð eftir Pulitzer-verðlauna- skáldsögu Edith Wharton. „ ★ * ★ ★ Besta mynd ársins." A.I. MBL. ★ ★★ H.K. DV ★ ★★ RÚV. Tilnefnd til 4 Golden Globe-verð launa. DANIEL DAY-LEWIS, MICHELLE PFEIFFER OG WINONA RYDER í STÓRMYND MARTINS SCORSESE. EINSTÖK STÓRMYND SEM SPÁÐ ER ÓSKARSVERÐLAUNUM. • Sýnd kl. 4.45 og 9. Sýnd kl.7.10 og 11.30. ■*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ eftir Pjotr I. Tsjajkovskí. Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Sýning laugardaginn 22. janúar kl. 20. Sýning laugardaginn 29. janúar kl. 20. Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475 - Greiðslukortaþjónusta. MUNID GJAFAKORTIN OKKAR! ■ VILBORG Guðnadótt- ir, hjúkrunarfræðingur, kynnir starf hjúkrunarfræð- inga með unglingum í erfið- leikum á fundi miðvikudag- inn 19. janúar kl. 12 í stofu 2 við Námsbraut í hjúkrunarfræði, Eiríks- götu 34. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNIMAR í REYKJAVÍK: 14.-17. janúar 1994 Lögreglan í Reykjavík ásamt lögreglunni annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu, á Selfossi og á Suður- nesjum, hóf sérstakt um- ferðarátak á sunnudag. At- hyglinni er að þessu sinni beint að óskoðuðum öku- tækjum á svæðinu, dekkja- búnaði og ökuljósabúnaði ökutækjanna. Þetta er ekki að ástæðulausu því eigendur 7.667 ökutækja á þessu svæði vanræktu að færa þau til aðal- og endurskoðunar á síðasta ári. Listi yfir öku- tækin liggur frammi og er ætlunin að leita þessi öku- tæki markvisst uppi eða fjarlægja skráningarnúmer þeirra hvar sem til þeirra næst. Þeim sem enn eiga eftir að færa ökutæki sín til skoðunar er bent á að gera það sem fyrst. Auk þess er þeim eigendum öku- tækja sem einhverra hluta vegna þurfa að láta þau standa, s.s. vegna langvar- andi bilunar, bent á að ieggja sjálfir skráningar- númerin inn í Bifreiðaskoð- unina og losna þannig við sektir og óþægindi, auk þess sem þeir geta þannig sparað sér greiðslu ýmissa gjalda. Tilkynnt var um 37 um- ferðaróhöpp um helgina. Fjórir ökumannanna eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Auk þeirra eru 14 aðrir ökumenn sem stöðvaðir voru í akstri grunaðir um að hafa verið ölvaðir. Brotist var inn í söluturn í Hólagarði, hjólbarðaverk- stæði í Skeifunni, verslun við Gnoðavog, hús við Njörvasund, í bifreiðir i Stóragerði, Hörgsland, Skólastræti, Flúðaseli og við Freyjugötu. Aðfaranótt laugardags sást til manns vera að bijótast inn í verslun og skrifstofu við Skúlagötu. Við leit fannst maðurinn á annarri hæð hússins. Hann var handtekinn og færður á iögreglustöðina. Þá var 20.000 kr. í fimmtíu köllum stolið frá manni á Rauða ljóninu. Sá hafði verið að spila í „sjálfvirkum skaf- miða“, sett vinninginn í bjórkrús, lagt hana frá sér augnablik, en þegar hann ætlaði að vitja hennar aftur var krúsin horfin ásamt innihaldinu. Alls var tilkynnt um 12 innbrot á starfssvæðinu og 6 þjófnaði. Þá hefur verið tilkynnt um 96 innbrot á starfssvæðinu þar sem af er árinu. Ef svo heldur fram sem horfir mun sú neikvæða þróun í innbrotamálunum sem hófst 1992 enn halda áfram. Vitað er að hlutfalls- lega fáir athafnasamir þjóf- ar eiga tiltölulega stóran hluta innbrotanna, en því miður er lítið aðhafst í mál- um þeirra. Lögreglan stend- ur þá að verki, eða upplýsir mál þéím tengdum, þeir játa og er jafnharðan sleppt aft- ur. Lögreglan er orðin lang- þreytt á þessari afgreiðslu mála. Hún hefur margsinnis bent á nauðsyn þess að þess- ir tilteknu einstaklingar fái flýtiafgreiðslu í kerfinu svo þeir megi finni afleiðingar gerða sinna með áhrifarík- ari hætti en þeir gera í dag. Þetta er og líklega leið til þess að stoppa þá af og ekki má gleyma þeirri kröfu sem fórnarlömb þeirra eiga sem og almenningur þar sem öryggi hans er annars vegar. Þessi afgreiðslumáti hefur gefist vel víða erlend- is, en hann felur í sér breytt vinnubrögð og svolítið aðra hugsun í afgreiðslu þessara mála. Allt sem þarf er vilji þeirra sem hlut eiga að máli. Um nóttina varð árekstur á Sæbraut við Skúlagötu. Þar var bifreið ekið utan í aðra og er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Síðar um nóttina var tilkynnt um að ekið hefði verið utan í tvær mannlausar bifreiðar við Marargötu. Þegar lög- reglumenn ætluðu að stöðva akstur bifreiðarinnar skömmu síðar á Hringbraut var henni ekið utan í eina lögreglubifreiðina, en litlar skemmdir hlutust af. Öku- maðurinn var handtekinn og færður til töku blóðsýnis á lögreglustöðinni, en hann var grunaður um að vera ölvaður. Talsverð ölvun var á með- al fólks aðfaranótt laugar- dags. Lögreglan þurfti að afstýra slagsmálum í þo nokkrum tilvikum. Þurfti lögreglan tvívegis að nota táragas við að yfirbuga öl- vaða menn í slagsmálum. Vista þurfti 23 einstaklinga í fangageymslunum um nóttina. Áberandi var hversu margir „utanbæjar- menn“ áttu þar hlut að máli. Flestar ef 'ekki allar meiðingarnar um helgina voru tengdar ölvun með ein- um eða öðrum hætti. Þijár meiðinganna áttu sér stað í miðborginni, 5 á „skemmti- stöðum“ og ein í heimahúsi. Við eina handtökuna í mið- borginni þegar lögreglu- menn voru að handtaka öl- vaðan mann í slagsmálum kom að þeim æstur maður og sló einn lögreglumann- anna í hnakkann. Þurfti að handtaka manninn, en meiðsli lögregluþjónsins reyndust óveruleg. Á sunnudagskvöld var til- kynnt að þekktir afbrota- menn væru að reyna að selja rússneskum sjómönnum númerslausa bifreið á Ægis- garði. Við athugun á málinu kom í ljós að um stolna bif- reið var að ræða. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið og færðir á lög- reglustöðina. Þeir hafa margsinnis komið við sögu mála hjá lögreglunni. Bif- reiðin komst aftur í hendur rétts eiganda. Fjallað hefur verið um elda helgarinnar í íjölmiðl- um. Af því tilefni er fólki sérstaklega bent á að hafa ekki ruslatunnur sínar upp við hús, þar sem því verður við komið. £4 LEIKFEL. AKUREYRAR s.96-24073 • GÓÐVERKIN KLA.LLA! eftir Ármann Guð- mundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Fös. 21. jan. kl. 20.30 - lau. 22. jan. kl. 20.30. Fáein sæti laus. • BAR PAR eftir Jím Cartwright Frums. lau. 22. jan. kl. 20.30 uppselt - sun. 23. jan. kl. 20.30 uppseit - fös. 28. jan kl. 20.30 - lau. 29. jan. kl. 20.30. Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Ósóttar pantanir að Bar pari seldar í miðasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýningardaga. Símsvari tekur við miðapöntunum utan opnunar- tíma. - Greiðslukortaþjónusta. vlv WOÐLEIKHUSIÐ sími 11200 Smíðaverkstæðið kl. 20.30: • BLOÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Frumsýning fös. 21. jan., fáein sæti laus, - mið. 26. jan. - fim. 27. jan. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gest- um í salinn eftir aö sýning er hafin. Litla sviðið kl. 20.00: • SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Fös. 21. jan. - sun. 23. jan. - sun. 30. jan. Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning er hafin. Stóra sviðið kl. 20.00: • MÁVURINN eftir Anton Tsjekhof 8. sýn. sun. 23. jan. - sun. 30. jan. - fös. 4. feb. • ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller. Fim. 20. jan. - fös. 21. jan. - fim. 27. jan. • KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon. Lau. 22. jan., örfá sæti laus, - fös. 28. jan., næstsíðasta sýning, - lau. 29. jan., sfðasta sýning. • SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Sun. 23. jan. kl. 14, örfá sæti laus, lau. 29. jan. kl. 13, (ath. breyttan tíma), nokkur sætl laus, - sun. 30. jan. kl. 14, nokkur sæti laus, - sun. 6. feb. kl. 14 - sun 6. feb. kl. 17. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Griena linun 996160. víniMónLfiMR HflSKÓLflblÓI UPPSELT 20. 0G 22. JANÚAR UPPSELT FÖSTUDAGINN 21. JANÚAR, KL. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Feter Guth Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir f ? / |§l|k Blómálfurinn sér um skreytingu á sviði I í M SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS srmi Hljómsvelt allra íslendlnga 622255 sími LEIKFELAG REYKJAVIKUR Stóra svið kl. 20: • EVA LUNA leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson unnið upp úr bók Isabel Allende. 6. sýn. fim. 20/1, græn kort gilda, uppselt, 7. sýn. fös. 21/1, hvít kort gilda, uppselt, 8. sýn. sun. 23/1, brún kort gilda, upp- selt, fim. 27/1 fáein sæti laus, fös. 28/1, uppselt, sun. 30/1, fáein sæti laus, fim. 3/2, fös. 4/2 uppselt, sun. 6/2. • RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren Sýn. sun. 23. jan. kl. 14 næst siðasta sýning. 60. sýn. sun. 30. jan. kl. 14. Síðasta sýning. • SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach Sýn. lau. 22/1, lau. 29/1. Fáar sýningar eftir. Litla svið kl. 20: • ELÍN HELENA e Árna Ibsen Sýn. fös. 21/1, lau. 22/1. Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusta. Morgunblaðið/Pétur H. ísleifsson Frá nemendasýningu öldungadeildar Vopnafjarðarskóla. Myndlistaráfangi í Vopnafjarðarskóla Ahugi fyrir mynd- list meðal öldunga Vopnafirði. VIÐ öldungadeild Vopnafjarðarskóla var á haustönn myndlistaráfangi og var hann mjög fjölmennur, á fjórða tug nemenda hóf nám. Meðal nemenda var kona frá Þórshöfn sem keypði á milli til að geta stund- 15 af nemendum héldu sýningu á verkum, 150 tals- ins, sínum í bytjun árs, mest vatnslitamyndir og blýants- teikningar. Afköslin voru misjöfn eða frá einni mynd upp í tuttugu myndir. Sýn- ingin var hin besta og er gaman að sjá hvað mikið af hæfileikum leynast á staðn- um. Sýningin hefur vakið ver- skuldaða athygli og um 300 manns hafa komið og séð hana. Hlýtur þetta að vekja hvetjandi á nemendur að halda áfram á sömu braut. - Pétur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.