Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18: JANÚAR 1994
55
Slitnað upp úr sjómannaviðræðum á Vestfjörðum
Verkalýðsfélögin vildu fá að-
gang að bókhaldi útgerðanna
VIÐRÆÐUM Alþýðusambands Vestfjarðar og Útvegsmannafélags
Vestfjarða um nýjan kjarasamning fyrir sjómenn var hætt á laugar-
dag án þess að samningar hefðu náðst. Slitnaði upp úr viðræðunum
vegna kröfu Alþýðusambandsins um að fá aðgang að bókhaldi ein-
stakra útgerða sem grunur léki á að létu sjómenn taka þátt í kvóta-
kaupum.
Alþýðusamband Vestfjarða semur
fyrir undirmenn og vélstjóra og tók
sambandið ekki þátt í verkfalls-
aðgerðum sjómanna í öðrum lands-
hlutum. Aðilar hafa rætt saman á
fimm samningafundum síðan í des-
ember. Að sögn Péturs Sigurðssonar
formanns Alþýðusambandsins hefur
verið rætt um ýmis atriði í kjara-
samningunum sem skekkst hafí á
undanförnum árum vegna þess að
ekki hefði fengist efnisleg umfjöllun
um þau frá því 1988. Hann sagði
að Alþýðusambandið hefði lagt
áherslu á endurskoðun á hafnafríum,
línulengd, tryggingatímabilum,
mönnun á rækjuflotanum, samning-
um um skelfisk og fleiri atriði. Á
móti hefðu útvegsmenn gert kröfu
um lækkun skiptaprósentunnar.
Pétur sagði að slitnað hefði upp
úr viðræðunum á laugardag vegna
óvissu í kjölfar setningar bráða-
birgðalaga á verkfall sjómannasam-
takanna. Ríkisstjórnin ætlaði sér að
koma í veg fyrir kvótabraskið þó
hann sæi ekki hvernig hún ætlaði
að fara að því. Pétur sagði að þó
kvótabraskið þekktist lítið á Vest-
fjörðum teldu menn að það kæmi
þangað fyrr eða síðar. Því hefði Al-
þýðusambandið viljað fá inn í kjara-
samning þá tryggingu að ef upp
kæmi kvittur um kvótabrask gæti
fulltrúi verkalýðsfélagsins fengið
aðgang að gögnum útgerðarinnar
til að kanna það.
Óskað verkfallsheimildar?
Ingimar Halldórsson, formaður
Útvegsmannafélags Vestfjarða,
sagði að upp úr viðræðunum hefði
slitnað vegna þeirrar úrslitakröfu
Alþýðusambandsins að starfsfólk
verkalýðsfélaganna fengi aðgang að
bókhaldi útgerðarfyrirtækjanna. Út-
vegsmenn teldu það óþarfa því í
núverandi kjarasamningi væru
ákvæði sem heimiluðu trúnaðar-
mönnum sjómanna að skoða öll þau
gögn sem sneru að launauppgjörum
skipverja. Auk þess væri ætlunin að
taka á þessu máli á Alþingi.
Ingimar sagði að skiptaprósenta
útgerðar og skipveija á línubátum
væri hærri á Vestfjörðum en í öðrum
landshlutum. Útvegsmenn vildu leið-
réttingu á skiptakjörunum svo og
ákvæðum um línulengd.
Ingimar sagði að málin væru í
biðstöðu fram yfir mánaðarmót en
þá ættu að liggja fyrir tillögur
þriggja ráðuneytisstjóra um aðgerðir
í kjölfar bráðabirgðalaganna. Pétur
Sigurðsson sagði að ef ekkert kæmi
þá út úr viðræðum við útvegsmenn
yrði að leggja það fyrir félagsmenn
hvort þeir vildu fara í verkfall til að
fylgja eftir kröfum sínum.
Aflaheimildir Hagræðingarsjóðs
Flest tonn fara til
Norðurlands eystra
ÚTLHLUTUN aflaheimilda úr Hagræðingarsjóði skiptist þannig
eftir kjördæmum að mest rennur til Norðurlands eystra, eða rúm
2.025 þorskígildistonn til 148 skipa en minnst til Reykjavíkur,
eða rúm 832 þorskígildistonn til 44 skipa. Næstmest rennur til
Vestfjarða eða rúm 2.018 tonn
í þriðja sæti kemur Austurland
með rúm 1.824 tonn til 143 skipa,
þá Reykjanes með rúm 1.583 tonn
til 134 skipa, Vesturland með rúm
1.393 tonn til 107 skipa, Norður-
land vestra með um 1.312 tonn
til 44 skipa, Suðurland með um
846 tonn til 57 skipa og loks
Reykjavík eins og áður sagði.
Tekið skal fram að þegar skip
eru flokkuð eftir kjördæmum er
miðað við heimhöfn þeirra, en
heimahöfn er ekki alltaf útgerðar-
til 104 skipa.
staður.
Fiskistofa annast úthlutun á
aflaheimildum Hagræðingarsjóðs
til þeirra skipa sem urðu fyrir
meira en 9,8% skerðingu á afla-
marki, í þorskígildum talið, á milli
fiskveiðiára. Aflaheimildum er
skipt á milli einstakra tegunda í
samræmi við hlutfallslega skipt-
ingu á aflaheimildum Hagræðing-
arsjóðs, og leiðir það til að sum
skip fá aflaheimildir af öðrum teg-
undum en þeim sem þau veiða.
Skoðanakönnun DV um
borgarstj órnarkosningar
Sameiginlegt fram-
boð næði meirihluta
SAMEIGINLEGUR listi minni-
hlutaflokkanna í Reykjavík fengi
meirihluta atkvæða ef kosið yrði
til borgarsljórnar nú, eða 63,2%
atkvæða og 10 borgarfulltrúa ef
aðeins eru teknir þeir sem af-
stöðu tóku í skoðanakönnun sem
DV gerði á sunnudag. Sjálfstæð-
isflokkur fengi 36,8% atkvæða
og 5 fulltrúa.
Skv. heildarniðurstöðum könnun-
arinnar fengi sameiginlegur listi
50,3% og Sjálfstæðisflokkur 29,3%
en óákveðnir voru 15,8% og 4,5%
neituðu að svara. í könnuninni var
einnig spurt hvað menn myndu
kjósa ef valið stæði á milli Sjálf-
stæðisflokks, sameiginlegs lista og
lista Alberts Guðmnndssonar. Ef
aðeins eru teknir þeir sem afstöðu
tóku varð niðurstaðan sú, að Sjálf-
stæðisflokkur fengi á 33,7% og 5
fulltrúa, sameiginlegur listi 57,4%
og 9 fulltrúa og listi Alberts fengi
8,9% og 1 fulltrúa.
Úrtakið í könnuninni náði til 600
kjósenda i Reykjavík og var jafnt
skipt milli kynja.
ÍfíUtM HF.
SKÓGARHLÍÐ 10 - SÍMI 20720
adidas
5 milljónum úhlut-
að úr sjóði Storr
NÝLEGA var úthlutað styrkjum úr Menningar- og framfara-
sjóði Ludvigs Storr. Alls var úthlutað 5 milljónum króna og
var ákveðið að styrkja eftirtalda aðila:
Limtré hf. 1.500.000,00 kr. til
verkefnisins Límdar samsetning-
ar á timburvirkjum og prófanir
á þeim, Útgerðartækni hf.
1.300.000,00 kr. til verkefnisins
Ventlasnúningsmælir, RT hf.
1.200.000,00 kr. til verkefnisins
Stöðuleikamælir, Línuhönnun hf.
1.000.000,00 kr. til verkefnisins
Tæknilegar eiginleikar fslenskra
bergtegunda.
Tilgangur sjóðsins er: „Að
stuðla að framförum á sviði jarð-
efnafræði, byggingariðnaðar og
skipasmíða með því að styrkja
vísindamenn á sviði jarðefna-
fræði, verkfræðinga, arkitekta,
tæknifræðinga og iðnaðarmenn
til framhaldsnám, svo og að veita
styrki til rannsókna á hagnýtum
úrlausnarefnum í þessum grein-
um.“
Menningar- og framfarasjóður
Ludvigs Storr er sjálfseignar-
stofnun í vöruslu Háskóla ís-
lands.
æfingagallar - íþróttaskór
Skíða- og vetrarfatnaöur
ó börn og fullorðna.
Þekkt og vönduð merki.
SPORTHÚS
REYKJAVÍKU R
LAUGAVEGI 44. SÍMI 62 24 77
V.
2. leikvika , 16. jan. 1994
Nr. Leikur: Röðin:
1. Atalanta - Torino - X -
2. Genoa - Milan - X -
3. Inter - Foggia 1 - - “
4. Juventus - Roma - X -
5. Lazio - Reggiana 1 - -
6. Napoii - Cremonese 1 - -
7. Piacenza - Sampdoria 1 - -
8. Udinese - Cagliari - X -
9. Acircále - Ancona - X -
10. Cesena - Fiorcntina 1 - -
11. Lucchese - Venezia - X -
12. Padova-Bari - - 2
13. Pescara - Cosenza - X -
UeUdarvinnlngsupphæðin:
14,8 milljón krónur
13 réttir: 3.957.770 _| kr-
12 réttir: 30.760 | kr.
11 réttir: 2.130 j kr.
10 réttir: 520 1 kr
VAKORTALISTI
Dags. 18.1.1994.NR. 148
5414 8300 0310 5102
5414 8300 0957 6157
5414 8300 2814 8103
5414 8300 3122 1111
5414 8300 3163 0113
5414 8301 0494 0100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
óg sendir sundurklippt til
Eurocards.
A'r. Leikur: Röð'ut:
1. Aston Villa - West Ham 1 - -
2. Everton - Swindon 1 - -
3. Leeds - Ipswich - X -
4. Man. öty - Arsenal - X -
5. Norwich - Chelsea - X -
6. Oldham - Livcrpool - - 2
7. ShefT. Utd - Blackbum - - 2
8. Southampt - Coventry 1 - -
9. Tottcnham - Man. Utd. - - 2
10. Wiinblcdon - ShcfT. Wcd 1 - -
11. Dcrby - Portsmouth 1 - -
12. Oxford - Southend 1 - 13. Wolves - C. Palace 1 -
Hcildarvinningsupphæðin:
120 milljón krónur
13 réttlr: | 300.990 kr.
12 réttir: | 7.630 kr.
11 réttir: 1 660 kr.
10 réttir: | 200 kr.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
J