Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
18. tbl. 82. árg. SUNNUDAGUR 23. JANÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Arafat og Peres heiðra minningu Johans Jargens Holsts
Varað við að friðarsamn-
ingamir dragist úr hömlu
Ósló, Jerúsalem. Reuter.
WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti að máli Shimon
Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka
Palestínu, PLO, í Osló í gær en ráðamennirnir voru allir viðstaddir útför Jo-
hans Jorgens Holsts, utanríkisráðherra Noregs. Heimildarmenn sögðu Christoph-
er hafa hvatt til þess að ágreiningur um framkvæmd friðarsamninga Israela
og PLO yrði leystur sem fyrst, ella gæti farið svo að andstæðingar þeirra, þ. á m.
Hamas-samtökin á hernumdu svæðunum, fengju aukinn byr í seglin. Er Christ-
opher var spurður á blaðamannafundi hvort deiluaðilar myndu nota tækifærið
í Osló og leysa þann hnút sem viðræðurnar væru komnar í svaraði hann að
dagurinn væri helgaður minningu Holsts, andi hans myndi að líkindum ríkja á
staðnum. „Útför er ekki rétti vettvangurinn til að vinna. Ég hygg að fólk muni
minnast þess hve mjög hann lagði sig fram við þessar viðræður ... framlag
hans gæti hafa átt þátt í að hann féll frá fyrir aldur fram“, bætti ráðherrann við.
Hægrimenn í
Noregi fá arf
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morg-
unblaðsins.
HÆGRIFLOKKURINN í Noregi hefur
verið í slæmri kreppu eftir ósigurinn í
þingkosningunum síðastliðið haust en
fyrir nokkrum dögum hljóp heldur betur
á snærið fyrir honum. Þá tærndist honum
arfur, um 200 milljónir íslenskra króna.
Svein Grönnern, framkvæmdastjóri
Hægriflokksins, hélt fyrst, að einhver
væri að glettast við sig þegar hann fékk
tilkynningu um, að flokkurinn hefði
fengið mikinn arf en svo reyndist ekki
vera. Iðpjöfurinn Reidar von Koss, sem
lést á milli jóla og nýárs 87 ára að aldri,
hafði arfleitt Hægriflokkinn og norska
Björgunarfélagið að mestöllum sínum
jarðnesku eigum. Sjálfur átti hann enga
lögerfingja. „Við erum að sjálfsögðu í
sjöunda himni enda fyllir arfurinn
flokkskassann og veitir okkur meira
athafnafrelsi en við höfum áður haft,“
sagði Grönnern.
Gáfumennið
undir stýri
SAGT hefur verið að gáfumenni séu
sjaldnast góðir bílstjórar og hefur það
sannast á 39 ára gömlum lektor í Cam-
bridge, Nicholas O’Shaughnessy. Hann
hefur fundið smugu í lögum sem heimil-
ar honum að aka um á bifreið sinni þrátt
fyrir að vera próflaus en hann hefur
fallið 12 sinnum á bílprófi. Samkvæmt
lagaákvæðum getur handhafi ökunema-
skírteinis ekið bifreið fram eftir öllum
aldri. Er það þó háð því að bifreiðin sé
að hluta til sérsmíðuð og einungis búin
einu sæti. O’Shaugnessy keypti notaðan
keppnisbíl fyrir 4.000 pund og þó aka
megi honum á allt að 200 km hraða seg-
ir hann sig hafa skort kjark til að fara
upp fyrir 50.
Kakkalakka-
kapphlaupin
HIN göfuga íþrótt kakkalakkakapp-
hlaup, sem Katrín mikla keisaraynja
hafði í hávegum og burtflúnir brodd-
borgarar dunduðu sér við í Konstant-
ínópel, nú Istanbúl, eftir byltinguna
1917, hefur vaknað af löngum dvala í
Rússlandi. Vinsælust er vikuleg uppá-
koma í fjölleikahúsinu í Pétursborg þar
sem hundruð áhorfenda æpa sig hása
við að fylgjast með fimm sentimetra
löngum margfætlum spreyta sig á um-
breyttu fimm metra löngu snókerborði.
Ekki eru allir jafn hrifnir því löngum
hafa kakkalakkar verið tengdir óþrifn-
aði. Það hefur vart þótt á bætandi í
Pétursborg þar sem lúsafaraldur mikill
hefur herjað og vandfundinn sá maður
sem ekki hefur hýst ófögnuðinn að und-
anförnu.
Miklar öryggisráðstafanir voru í Ósló
vegna útfararinnar en auk áðurnefndra
ráðamanna voru fulltrúar um 60 þjóða við-
staddir. Arafat sagði að Holst hefði verið
„hetja friðarsamninganna“ og Israelar hafa
einnig farið Iofsamlegum orðum um ráð-
herrann látna. Gert var ráð fyrir því að
Peres og Arafat, sem áttu óformlega fundi
á hóteli í Ósló á föstudag, myndu ræðast
við á ný í gærkvöldi en þá lauk hvíldar-
degi gyðinga. Sagði Peres að þá myndu
menn gera gangskör að því að finna lausn
á deilunum. Bjorn Tore Godal, starfandi
utanríkisráðherra Noregs, tjáði Arafat og
Peres á föstudag að Norðmenn væru sem
fyrr fúsir að gegna hlutverki málamiðlara
í viðræðum deiluaðila.
Viðræður um Gólanhæðir
Samningur ísraela og PLO um takmark-
aða sjálfsstjórn Palestínumanna á her-
numdu svæðunum var undirritaður í Wash-
ington í september sl. en ísraelar stóðu
ekki við fyrirheit um að hefja brottflutning
herafla síns frá svæðunum 13. desember.
Deilt er um landamæravörslu og stærð
þeirra svæða sem Palestínumenn eiga að
taka við. Talsmenn ísraelsstjórnar s'kýrðu
frá því í gær að viðræður við Sýrlendinga
um yfirráð Gólanhæða myndu heijast í
Washington eftir helgina eins og fyrirhug-
að hefði verið þrátt fyrir sviplegt fráfall
sonar Hafez al-Assads Sýrlandsforseta.
Hann fórst í bílslysi á föstudag.
ÍÍVFRIMK
ÍSLANDS
Nýir Skafláreldar
STÖÐVA þotuflug í marga mánuði