Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 33 ATVINNUA UGL YSINGA R Lausar stöður Sinf’óníuhljómsveit íslands auglýsir lausar 1.5 almennar (tutti) stöður í fiðludeild og 1 stöðu í bassadeild hljómsveitarinnar frá og með 1. september 1994. Hæfnispróf verða haldin 6. og 7. maí nk. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar. Nánari upplýsignar á skrifstofu Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Háskólabíói og í síma 622255. Sinfóníuhljómsveit íslands. Framkvæmdastjóri vinnumiðlunar Hér með er auglýst laus til umsóknar staða framkvæmdastjóra Vinnumiðlunar Reykjavík- urborgar, sem m.a. er ætlað að taka við hlut- verki Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar. Framkvæmdastjóri mun taka þátt í mótun starfshátta hinnar nýju stofnunar og koma fram fyrir hönd hennar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. mars nk. Umsóknum ber að skila til borgarstjórans í Reykjavík, Ráðhúsi Reykjavíkur, eigi síðar en þriðjudaginn 8. febrúar nk. ásamt greinar- góðri lýsingu á náms- og starfsferli umsækj- enda og öðrum viðeigandi gögnum. Nánari upplýsingar veitir borgarhagfræðing- ur í síma 632000. Borgarstjórinn í Reykjavík. Tæknimenn í þjónustudeild HP á íslandi hf. Við óskum eftir því að ráða sem fyrst tvo tæknimenn í þjónustudeild okkar. Tæknimaður á viðhaldssvið: Viðkomandi þarf að hafa eftirtalda hæfileika: ★ Góða einkatölvu- og netkunnáttu. ★ Reynslu í vélbúnaðarviðgerðum. ★ Þekkingu á UNIX og PC hugbúnaði. ★ Góða samstarfshæfileika og geta unnið sjálfstætt. ★ Góða íslensku- og enskukunnáttu. ★ Aðlaðandi framkomu þar sem þjónustu- lund er í fyrirrúmi. í þetta starf leitum við að starfsmanni sem hefur góða tæknimenntun og mikinn áhuga á tölvum og tækni. Tæknimaður á ráðgjafasvið: Viðkomandi þarf að hafa eftirtalda hæfileika: ★ Breiða þekkingu á tölvum og netmálum almennt. ★ Góða kunnáttu og reynslu í notkun á UNIX stýrikerfi. ★ Geta veitt ráðgjöf og eiga auðvelt með að tjá sig jafnt í rituðu máli sem munnlega. ★ Geta stjórnað verkefnum, unnið sjálf- stætt og hafa góða samstarfshæfileika. ★ Góða íslensku- og enskukunnáttu. ★ Aðlaðandi framkomu þar sem þjónustu- lund er í fyrirrúmi. í þetta starf leitum við að starfsmanni sem hefur góða tæknimenntun og hefur nú þegar öðlast reynslu í þjónustu við kröfuharða við- skiptavini. Skriflegum umsóknum ber að skila til HP á íslandi hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, fyr- ir 1. febrúar nk. HP á íslandi hf. er umboðsaðili Hewlett-Packard og er leiðandi fyrirtæki á íslenska tölvumarkaðnum. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 14 talsins. Velta ársins 1993 var um 440 m. kr. og hefur fyrirtækið verið rekið með góðum hagnaði undanfarin ár. m HEWLETT PACKARD UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F Stýrimaður á frystitogara Annan stýrimann vantar á frystitogarann Sigurbjörgu ÓF 1 frá Ólafsfirði, þarf að geta leyst af sem fyrsti stýrimaður. Umsóknir sendist til: Magnúsar Gamalíelssonar hf., Hornbrekkuvegi 3, 625 Ólafsfirði, fax 96-62537. Upplýsingar gefa Svavar og/eða Sigurgeir í síma 96-62337. FJÓWÐUNQSSJÚKRAHÚSIO Á AKUREYRI o Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða hjúkrunarfræðing á gjörgæsludeild - vöknun í 50% starf. Starfið er laust 1. febr- úar nk. og veitist til eins árs. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er deilda- skipt sérgreinasjúkrahús með gott starfsum- hverfi og áhugaverð verkefni innan hjúkrunar. Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðna- dóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, sími 96-30273 og deildarstjóri gjörgæsludéildar, Helga Erlingsdóttir, sími 96-30112. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Af hverju ekki ísafjörður? Spennandi starf í málefnum fatlaðra Við starfsmenn sem vinnum að málefnum fatlaðra á Vestfjörðum, óskum eftir sam- starfsaðila. Um er að ræða forstöðumann í Bræðratungu. Bræðratunga er staðsett á Isafirði. Starfsemi hennar er mjög fjöl- breytt. Þar er m.a. rekið vistheimili, dagvistun, skammtímavistun og sumarvistun. Við leitum að forstöðumanni, sem hefur menntun og reynslu af stjórnun og starfs- mannahaldi. Einnig þarf hann að hafa reynslu og menntun í starfi með fötluðu fólki. Hann þarf að vera jákvæður, hafa góða samskipta- hæfileika og vera tilbúinn til að vinna eftir þeim markmiðum sem Svæðisskrifstofan setur sér. Á móti bjóðum við upp á góðan starfsanda, skemmtilegt starfsumhverfi, góðan stuðning og upplýsingastreymi. ísafjörður er 3.500 manna bæjarfélag. Þar eru mikiir möguleikar fyrir íþröttafólk, s.s. nýtt íþróttahús, frábær skíðaaðstaöa, líkams- ræktarstöð o.fl. Menningarlíf er í miklum blóma og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér eru starfræktir grunnskóli, framhaldsskóli, tónlistarskóli, farskóli, leikskólar og skóladagheimili. Við viljum benda þér á að leita allra upplýs- inga hjá Laufeyju Jónsdóttur, framkvæmda- stjóra, í síma 94-5224, eða hjá Ernu Guð- mundsdóttur, forstöðumanni, í síma 94-3290. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1994. Einnig vantar okkur meðferðarfulltrúa í Bræðratungu. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf með áhugaverðum starfsmannahóp, sem vinnur að markvissu starfi í málefnum fatlaðs fólks. Við leitum að fólki, sem sýnir frumkvæði í starfi, hefur góða samskiptamöguleika og er sjálfstætt í vinnubrögðum. Allar nánari upplýsingar gefa Erna Guð- mundsdóttir, forstöðukona, og Dísa Guð- munsdóttir, deildarstjóri, í síma 94-3290. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. IÐSTOÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Breiðholtskirkju, Mjódd, sími 870 880 Opið hús í Breiðholtskirkju, Mjódd, mónudaga kl. 12-15 og safnaðarheimili Dómkirkjunnar fimmtudaga kl. 12-15. ÁDAGSKRÁ föstdaginn 28. janúar kl. 13.00: Annað námskeið í gerbakstri í umsjá Margrétar Sigfúsdóttur, hússtjórnarkennara. Skráning fer fram í síma 870 880. Staður: Breiðholtskirkja, Mjódd, jarðhæð. Munið einnig opnu húsin mánudag og fimmtudag. Kaffiveitingar. SKATTRANNSOKNIR Akveóið hefur verið að fjölga starfsmönnum hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Eru þvílausartil umsóknar stöður rannsóknarmanna. Um er að ræða störf sem felast í rannsókn á skatt- skilum og eftir atvikum bókhaldi fyrirtæka til að upplýsa skattsvik og önnur brot á skattalögum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í lög- fræði, viðskiptafræði eða hagfræði, vera löggilt- ir endurskoðendur eða hafa yfirgripsmikla þekk- ingu á skattskilum, reikningshaldi og skattfram- kvæmd. Þá þurfa umsækjendur að hafa óflekkað mannorð, vera agaðir í vinnubrögðum og hæfni til að tjá sig skipulega á rituðu máli. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og önnur atriði sem máli þykja skipta sendist skattrannsóknarstjóra ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík, fyrir 8. febrúar nk. SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS A Laus staða Forstöðumanns Listasafns Kópavogs Safns Gerðar Helgadóttur Umsækjendur skulu vera listfræðingar eða hafa sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 1994. Upplýsingar um starfið gefur framkvæmda- stjóri fræðslu- og menningarsviðs í síma 45700 mánudaga kl. 10-11 og miðvikudaga kl. 9-10. Starfsmannastjóri. Rafeindavirki Fyrirtækið er traust og virt iðnfyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í viðhaldi á tölvubúnaði og raf- stýringum véla auk annarra tengdra starfa innan fyrirtækisins. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir rafeindavirkjar með góða starfs- reynslu. Æskilegt er að viðkomandi hafi einn- ig unnið eitthvað við rafvirkjun og hafi þekk- ingu á tölvum, bæði vél- og hugbúnaði. Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig 1a - 101 Reykjavlk - Simi 621355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.