Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
35
ATVINNUA UGL YSINGAR
Atvinnurekendur
23 ára stúlka óskar eftir starfi við bókhalds-
eða skrifstofustörf, hefur reynslu af hvoru
tveggja. Talar og skrifar þýsku, dönsku og
ensku. Mjög góð íslenskukunnátta.
Upplýsingar í síma 626107.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Vestmannaeyja óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga nú þegartil afleysinga og
í fast starf.
Vinsamlega hringið og fáið upplýsingar um
starfið og starfsaðstöðu.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Selma
Guðjónsdóttir, í síma 98-11955, og í heima-
síma 98-12116.
Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Tölvukennari
Tölvuskóla í Reykjavík vantar stundakennara
í tölvugreinar. Bæði dag- og kvöldkennsla.
Kennslugreinar m.a. Windows, Word fyrir
Windows, WordPerfect fyrir Windows, Excel
fyrir Windows, Paradox fyrir Windows og
Access fyrir Windows.
Umsóknum með upplýsingum um aldur,
menntun, starf og kennslureynslu skal skilað
til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 28. janúar
1994 merktum: „Tölvukennsla 94“.
Fasteignasala
Framsækin fasteignasala í Reykjavík óskar
að ráða til sín eftirtalið starfsfólk:
Sölumann fasteigna, sölumann skipa og báta
og viðskiptafræðing eða endurskoðanda í
sölu fyrirtækja, bújarða o.fl. Eignaraðild að
fasteignasölunni kemur einnig til greina.
Umsækjendur vinsamlega skilið inn umsókn-
um með helstu upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 28. janúar merktum: „F - 3890“.
Sölumaður
- veitingahús
Vanur sölumaður óskast til að selja matvörur
í veitingahús, mötuneyti og
framleiðslufyrirtæki.
Aðeins dugmiklir sölumenn koma til greina.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. merktar:
„Hótel - 630“ fyrir 28. janúar.
A
Laus staða
Verkstjóri í öldrunardeild
í starfinu felst m.a. almennt eftirlit með fram-
kvæmd félagslegrar heimaþjónustu. Leitað
er að einstaklingi með skipulagshæfileika og
hæfni í mannlegum samskiptum. Áskilin er
góð almenn menntun og starfsreynsla.
Nánari upplýsingar veitir yfirmaður öldrunar-
deildar í síma 45700 mánudaga - föstudaga
kl. 12.30-14.00.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf skal skilað í afgreiðslu Félags-
málastofnunar Kópavogs í síðasta lagi 1.
febrúar nk.
Starfsmannastjóri.
il
ST. JÓSEFSSPlTALI
LANDAKOTI
Hjúkrunarfræðingar
Við viljum ráða í okkar hóp áhugasama hjúkr-
unarfræðinga til starfa á nokkrar deildir
Landakotsspítala.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
hjúkrunarforstjóra í símum 604300 og
604311.
Atvinna óskast
Nokkrir félagar í starfsmannafélagi Hagvirk-
is óska eftir atvinnu. Um er að ræða vana
menn við alls konar framkvænhdir s.s. tré-
smiði, verkamenn, verkstjóra, lagermenn,
sendla og bókara. Öll vinna kemur til greina.
Allt þetta fólk er nýhætt störfum hjá Hag-
virki Kletti hf. eða er u.þ.b. að hætta vegna
samdráttar í verktakaiðnaðinum.
Nánari upplýsingar eru veittar f síma
650635 mánudag-föstudags kl. 10-14 og
í síma 53999 frá kl. 9-16.
Sölumaður
Traust framsækið innflutnings- og fram-
leiðslufyrirtæki í matvöru óskar að ráða sölu-
mann til að selja til verslana.
Við leitum að dugmiklum sjálfstæðum sölu-
manni. Reynsla af sölumennsku til matvöru-
verslana nauðsynleg. Viðkomandi þarf að
hafa bíl til umráða.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Sölumaður 025“ fyrir 27. janúar nk.
Hagvai ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
BORGARSPÍTALINN
Lyfjafræðingur
Apótek Borgarspítalans óskar eftir lyfjafræð-
ingi til starfa vegna nýrra verkefna við
deildarþjónustu.
Upplýsingar um starfið veitir Kristján Linnet,
yfirlyfjafræðingur.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám, fyrri
störf og fagleg verkefni, sendist apóteki
Borgarspítalans eigi síðar en mánudaginn
21. febrúar nk. Æskilegast er að hlutaðeig-
' andi geti hafið störf sem fyrst.
Hjúkrunarfræðingur
Á geðdeild (sjúkradeild A-2) eru nú lausar
stöður hjúkrunarfræðinga sem hafa hug á
að taka þátt í þróunarvinnu og spennandi
verkefnum er lúta að hjúkrunarmeðferð ein-
staklinga með geðræn vandamál. Þetta er
kjörið tækifæri bæði fyrir hjúkrunarfræðinga
með reynslu í geðhjúkrun og þá sem vilja
hasla sér völl á nýjum vettvangi.
Möguleiki er á leikskólaplássi.
Upplýsingar veita Hildur Helgadóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri geðdeilda,
sími 696355 og Erna Einarsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri starfsmanna-
þjónustu, sími 696356.
Lögfræðingar
Viðskiptaráðuneytið óskar að ráða lögfræðing
til starfa tímaþundið. Þekking á Evrópurétti,
banka- og fjármagnsmarkaðarlöggjöf æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ráðuneytinu í síðasta
lagi 31. janúar nk.
Viðskiptaráðuneytinu, 1 l.janúar 1994.
Starfskraftur óskast
tii að selja bandarískar sjúkrahúsvörur
Bandarískt fyrirtæki m. lækningavörur óskar
eftir starfskrafti á aldrinum 18-35, sem get-
ur kynnt sér markaðssetningu og sölu á vör-
um þess. Ferðir til og frá Bandaríkjunum
greiddar. Þriggja mánaða námstími á laun-
um. Venjuleg laun eftir 3 mánuði. Aðstoð
bæði lagaleg og v. tungumáls til reiðu. Gisti-
aðstaða hjá skandinavískri fjölskyldu í boði.
Umsækjandi þarf „gesta-Visa".
Hringið og skrifið eða sendið símbréf, með
upplýsingum um starfsferil og Ijósmynd til:
Sharp-Trap Inc. 15777 West Ten Mile Rd.
Suite 100, Southfield, Michigan 48075 USA.
LANDSPITALINN
Reyklaus vinnustaður
KVENNADEILD
Aðstoðarlæknar
Tvær stöður aðstoðarlækna eru lausar til
umsóknar á kvennadeild Landspítalans.
Um er að ræða störf sem gefa kost á fjöl-
breyttri reynslu í fæðinga- og kvensjúkdóma-
fræði og geta hentað sem hluti úr kandidats-
ári eða til framhaldsnáms. Starfssvið er
ákveðið með hliðsjón af vinnuskipulagi deild-
arinnar. Stöðurnar veitast til þriggja eða sex
mánaða frá 1. mars og 1. apríl 1994.
Umsóknarfrestur er til 11. febrúar nk.
Upplýsingar gefa Jón Þ. Hallgrímsson, yfir-
læknir, eða Reynir T. Geirsson, prófessor.
Umsóknir sendist til Jóns Þ. Hallgrímssonar.
Ritari
Staða fulltrúa/ritara (50%) starf við fæðinga-
skráningu á kvennadeild Landspítalans er
laus til umsóknar. Starfið felst í eftirliti með
fæðingatilkynningum og tölvuskráningu fæð-
inga á íslandi. Staðan veitist frá 15. mars nk.
Upplýsingar gefa Reynir T. Geirsson,
prófessor og Gestur Pálsson, barnalæknir.
Umsóknir sendist til Reynis T. Geirssonar.
Skurðhjúkrunarfræðingur
Laus er staða skurðhjúkrunarfræðings á
skurðstofu kvennadeildar. Þar fara fram að-
gerðir á sviði fæðinga- og kvensjúkdóma.
Umsóknarfrestur er til 12. febrúar og staðan
veitist frá 1. mars 1994.
Nánari upplýsingar veita Helga Einarsdóttir,
hjúkrunardeildarstjóri, sími 601148 og Ólöf
Ásta Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 601000.
RÍKISSPÍTALAR
Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með,
og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum.
Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi.