Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 Jónína Kristín Jóns- dóttír — Minning Fædd 4. apríl 1917 Dáin 16. janúar 1994 Sorgin er grima gleðinnar og lindin, sem er uppspretta gleðinnar var oft full af tár- um. Og hvemig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Ur Spámanninum.) Á morgun verður til moldar bor- in móðursystir okkar, Jónína Krist- ín Jónsdóttir. Hún ína frænka, eins og við köll- uðum hana alltaf, virtist hafa ótrú- legt skynbragð á væntingar og þrár lítilla stúlkna því það brást ekki að alltaf voru jóla- og afmælisgjafirnar frá ínú frænku vinsælustu gjafirnar og spenningurinn við að fara seint á aðfangadagskvöld til hennar og geta þakkað fyrir kærkomnar gjaf- ir var hluti af jólahátíðinni, þetta varð einn af þessum jólasiðum sem varð að halda í, Til ínu frænku var alveg yndislegt að koma, eldhús- störfin voru hennar líf og yndi, hún hafði ákaflega gaman af því að fá gesti og reiða fram ljúffengar veit- ingar og þær ekki af verri endan- um. Myndin sem kemur upp í hug- ann þegar maður hugsar um ínu frænku er brosandi, blíðleg kona í eldhússlopp, en hún átti marga skrautlega sloppa, sem hún var daglega í. Meðan við litlar stúlkur uxum úr grasi fylgdist ína frænka vel með öllum okkar högum og allar fjölskyldusamkomur með Inu frænku á meðal okkar var hluti af lífínu, en hennar sæti á meðal okk- ar getur enginn annar fyllt; þau verða tómleg kaffiboðin án hennar. ína frænka hafði yndi af litlum börnum, enda ól hún sjálf upp mörg börn. Börnunum okkar tók hún sem sínum eigin og alltaf fylgdist hún vel með öllum framförum þeirra og þótt hún væri orðin mikið veik und- ir það síðasta þá spurði hún samt frétta af yngstu fjölskyldumeðli- munum sem eru aðeins þriggja og sjö mánaða. Hún ína fænka var mikil félags- vera og vann að jafnaði utan heimil- is. Eitt sinn vann hún í sælgætisbúð í Aðalstræti og fannst okkur stelp- unum aldeilis fengur í því að kom- ast til hennar þangað, því öruggt var að hún laumaði að okkur ein- hveiju nammi. Seinustu árin vann hún í mötu- neyti Landsbanka íslands við Lang- holtsveg og bar hún mikinn hlýhug til fólksins sem þar vinnur. Meðan hún mögulega gat stundað vinnu mætti hún samviskusamlega og fékk þakkir íyrir. Við systurnar viljum þakka Inu fyrir samfylgdina og þá hlýju strauma sem hún veitti inn í líf pkkar. Ástríður og Ágústa. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Við andlát Jónínu Kristínar Jóns- dóttur langar okkur að láta í ljós þakklæti okkar til hennar og eftir- lifandi eiginmanns hennar, Krist- jáns Brynjólfssonar. Sorgin og söknuðurinn mildast við hugsunina um að nú þarf Jónína ekki að þjást lengur af erfiðum og langvinnum sjúkdómi. Hún var okkur raungóð og ógleymanlegt er hvernig hún reynd- ist okkur gegnum árin. Við Kristján vorum alltaf velkomnir í Gnoðar- voginn til þeirra hjóna, þar sem okkur var tekið opnum örmum. Við áttum margar góðar stundir yfir kaffi og pönnukökum í eldhúsinu hjá Jónínu og oftar en ekki var Kristján leystur út með gjöfum. Við þökkum ljúfmennsku Jónínu, gestrisni og hlýjar móttökur. Ein- læg ósk okkar er að ný heimkynni hennar séu eins og hún heitast vænti. Okkur langar til að kveðja hana og þakka fyrir okkur. Hún vissi að okkur þótti vænt um hana og við munum ekki gleyma henni. Megi góður .Guð blessa minninguna um Jónínu og styrkja Kristján, dætur þeirra og barnabörn í sorg- inni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðni og Kristján Már. Með fáum orðum langar mig til þess að minnast ínu frænku, sem nú er látin eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þó að ég teldi mig undirbúna undir brott- för hennar er söknuðurinn sár og eftirsjáin mikil. Það ríkti alla tíð mikill kærleikur milli okkar og vin- áttan óx því meira sem árin liðu. Því er það, að nú á ég svo marg- ar hugljúfar minningar um sam- verustundir okkar til þess að ylja mér við. ína frænka var mjög gestrisin og gjafmild kona og mikill persónu- leiki, umhyggjusöm um alla sína og þá er í nálægð hennar voru. Alltaf átti hún einhvern mola til að stinga upp í lítinn munn. Þannig er minning hennar í mínum huga og minnar fjölskyldu. Frænka mín var trúuð kona og vissi að héðan úr þessum táradal myndi hún ganga á vit vina sinna er á undan henni voru farnir og að þar biði hennar nýtt lífsljós, ást, friður og kærleikur. Að svo mæltu óskum við, ég og fjölskylda mín, frænku minni góðr- ar heimkomu á sitt nýja heimili. Kristjáni, dætrum, barnabörnum og öðrum aðstandendum sendum við hugheilar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að létta sorg þeirra. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (H. P.) Jónína Ástráðsdóttir. Okkur langar til að minnast frænku okkar í fáum orðum. Hún hét Jónína Kristín Jónsdóttir og var eldri systir móður okkar. Ina, eins og við kölluðum hana, var eldri systkinunum í Miðtúni 36 sem önn- ur móðir, því við ólumst upp í sama húsi og hún frá fæðingu og fram á unglingsár, svo tengslin á milli okkar voru mikil og góð. Við minn- umst gjafmildi hennar í garð okkar krakkanna. Er við vorum lítil að fara í sveitina á sumrin, þá gaf ína okkur alltaf sumargjöf og stundum laumaði hún peningi í lófann. Hún var myndarleg kona og af góðvild sinni veitti hún óspart þeim sem henni voru kærir. ína giftist Kristjáni Brynjólfssyni og þau stofnuðu heimili í Gnoðar- vogi 48 í Reykjavík. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra. Sama var hvort það var fjölskyldan eða gestir, jafnvel var tekið á móti öllum með ýmsu góðgæti og sér- staklega voru pönnukökurnar vin- sælar hjá Inu frænku, enginn gerði þær eins góðar og hún. Það er svo margs að minnast nú þegar við kveðjum elskulegu frænku okkar. Við viljum að lokum þakka henni allt það sem hún var okkur systkinunum og okkar börn- um í gegnum árin. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðist njóta. (Davíðs-sálmur.) Vilhjálmur og Elín. Minning Henriette Thomasína Niclasen Isaksson Fædd 28. október 1910 Dáin 15. janúar 1994 Hinn 15. janúar sl. lést tengda- móðir okkar Henriette Thomasína Niclasen Isaksson á Borgarspítalan- um í Reykjavík á áttugasta og fjórða aldursári. Henriette fæddist í Vogi á Suður- ey í Færeyjum. Foreldrar hennar voru Jóhanna Magdalena Olsen frá Vogi á Suðurey og Niclas Niclasen frá Sléttanesi í Færeyjum. Henriette var önnur í röð fimm systkina sem voru auk hennar Ansgar, Judith, Lydia og Poula sem öll er látin nema Judith. Henriette var aðeins 12 ára gömul þegar móðir hennar lamaðist af lö- munarveikinni og lenti það því aðal- lega á henni að hugsa um heimilið með föður sínum, þar sem hinar syst- umar voru svo miklu yngri. Hinn 13. apríl 1930 kemur Henri- ette til Islands í vist hjá Guðmundi Jóhannssyni skipstjóra frá Ytri Njarðvík og Margréti Sigurðardóttur sem þá bjuggu á Laugavegi 28 í Reykjavík. Þau hjón áttu fimm böm og höfðu hugsað sér að ráða til heim- ilisins tvær starfsstúlkur en hættu við það þegar þau sáu hve vel elda- mennska og saumaskapur heimilisins tókst í höndum Henriette. Á þessum tíma var síldarævintýri á íslandi sem tók stóra hópa kvenna í síldarsöltun enda komu það ár um 100 ungar stúlkur frá Færeyjum til íslands í vinnu. Sumarkaup kvenna var þá 50 kr. á mánuði, en vetrarkaupið 25 krón- ur, enda engin síldarsöltun þá að vetri til. Þau Guðmundur og Margrét höfðu til afnota sumarbústað í Fífu- hvammslandi í Kópavogi. Þar kynnt- ist Henriette fjölskyldunni í Fífu- hvammi og fór með henni í ógleym- anlega ferð á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930. Hófust þá kynni þeirra Ingjalds ísakssonar frá Fífu- hvammi og Henriette sem urðu til þess að þau gengu í heilagt hjóna- band hinn 24. mars árið 1934. Ingj- aldur Isaksson bifreiðastjóri var einn af stofnendum bifreiðastjórafélags- ins Hreyfils, stjórnarformaður í ald- arfjórðung og heiðursfélagi. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í Reykja- vík, en árið 1941 fluttust þau að Lækjarbakka í Fífuhvammi. Árið 1975 höfðu þau reist sér íbúð- arhús í Álfabrekku 11 og þar stóð heimili þeirra þar til ársins 1990 er þau fluttu að Boðahlein 11 í Garðabæ sem tilheyrir Hrafnistu í Hafnar- firði. Síðustu tvö árin dvaldi Henri- ette á hjúkrundardeild Hrafnistu. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, en eitt þeirra sem var drengur, dó í fæðingu. Upp komust Þórunn, gift Ragnari M. Magnússyni, og eru bú- sett í Garðbæ, Brynhildur, búsett í Reykjavík og Magnús, kvæntur Birg- ittu M. Guðlaugsdóttur og búa þau í Hafnarfirði. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin sex. Henriette var glæsileg kona og mikil húsmóðir. Lagði hún metnað sinn í að allir hlutir væru sem best úr garði gerðir, sem meðal annars fólst í því að sauma og pijóna allan fatnað á börnin þegar þau voru lítil enda lék allt í höndunum á henni. Snyrtimennska var henni í blóð bor- in. Hún var hógvær að eðlisfari, orð- vör og einstaklega ljúf og þakklát manneskja fyrir allt hið minnsta sem fyrir hana var gert. Alltaf var stutt í blíða brosið og hina sérstæðu kímni sem einkenndi Henriette. Hún var mikill dýravinur og sýndi þeim ein- staka nærgætni og blíðu. Margar ánægjustundir átti Henriette við sil- ungsveiðar sem hún stundaði ásamt Ingjaldi eiginmanni sínum sem lést árið 1991. Til marks um áræði og dugnað Henriette þá tók hún sér langa og erfiða ferð á hendur árið 1965 til að heimsækja og hjálpa Þórunni dótt- ur sinni í Kalifomíu sem hafði eign- ast tvíburadrengi. Henriette dvaldi þar um sumarið og fór um haustið með fjölskyldu Þórunnar og Ragnars til Pennsylvaníu. Þótt Henriette kynni ekki mikið í ensku þá kvartaði hún aldrei yfir því að ferðast ein alla leiðina frá íslandi til Kaliforníu. Barnabörnin og barnabarnabömin kveðja elskulega ömmu og langömmu með söknuði. Oft var blíð- lega strokið um vangann og alltaf átti hún eitthvað gott í pokahorninu. Það er óhætt að segja að Henriette hafi verið sólargeislinn í lífi okkar allra sem áttum því láni að fagna að kynnast henni og njóta nærvem hennar. Það var sannarlega hamingja okk- ar allra að fá að vera samferða og eiga samleið með Henriette sem kappkostaði að ganga veg lífsins í einurð, elju, kærleika og þolinmæði á meðan stætt var. Þegar við nú kveðjum okkar ástkæru tengdamóð- ur þá er það huggun í sorg okkar að vita að hún hefur horfið okkur sjónum á æðra tilverustig mannssál- arinnar í ríki Guðs með farsælan lífs- feril að baki. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Birgitta M. Guðlaugsdóttir, Ragnar M. Magnússon. Reynir Helgi Öl- afsson - Minning Fæddur 10. júní 1955 ^ Dáinn 7. janúar 1994 Nú legg ég aupn aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Okkur langar að minnast Reyn- is Helga með nokkrum orðum. Hann fæddist á Akranesi, sonur Ólafs Veturliða Oddssonar og Sól- eyjar Halldórsdóttur sem bæði eru látin. Reynir Helgi ólst upp í Reykjavík við gott atlæti foreldra sinna sem unnu honum mjög, ekki síst fyrir að hann gekk ekki heill til skógar. Hann var mjög barn- góður og þótti mjög vænt um lítil börn og ekki mátti heyrast mikið í þeim þá sagði hann oft: „Passaðu þig á bílunum", eða „passaðu þig að detta ekki.“ Hann var mjög mannglöggur og var mjög ánægð- ur er gesti bar að garði, þá skein ánægja úr andliti hans. Honum þótti líka mjög gaman að fara út að aka og var þá oft haldið niður að bryggju til að skoða skipin og sér í lagi Akraborgina sem var honum afar kær og ferðirnar fyrir Hvalfjörð upp á Akranes voru allt- af skemmtilegar þannig að hann þekkti orðið marga staði með nöfnum. Árið 1983 komst hann í dagvist- un í Lækjarási en þangað fór hann alltaf glaður og ánægður því hann sagðist vera að fara í vinnuna og oft er honum var ekið heim í rút- unni fékk hann að fara lengri leið heim, það þótti honum mjög gam- an. Árið 1987 missti Reynir Helgi móður sína sem hafði verið honum allt og vakað yfir velferð hans. Með dyggri hjálp Svölu, Hrafns og Smára tókst honum að sefa sorgina og með þeirra hjálp og aðstoð gat hann áfram verið heima og sótt sína dagvistun. En fljótt skipast veður í lofti og nú er Reynir Helgi kominn til foreldra sinna sem tekið hafa hon- um opnum örmum og bjóða honum þrautalaust og betra líf á æðri stöðum. Elsku Svala, Hrafn, Smári, Lilý, Ómar og aðrir aðstandendur, megi algóður Guð styrkja ykkur á sorg- arstundu og lina sorgina í fullvissu um endurfundi. Nú lifir þú sæll í sönnum friðarheimi, ég samgleðst þér, með vinum þínum þar, enn minningu þína í mínu hjarta geymi, mér er hún hvöt til sannrar menningar. Minning Reynis Helga er ljós í lífi okkar. Sóley, Sigurður Halldór, Steinar Berg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.