Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994 5 Akureyri Yfirlýsing frá Þór vegna framboðsmála MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá íþróttafélaginu Þór vegna framboðsmála: Frá því snemma í haust hefur borið á óánægju margra félags- manna í íþróttafélaginu Þór með afgreiðslur bæjaryfirvalda á mál- efnum sem félagið hefur óskað eftir stuðningi við. í framhaldinu hófst sú umræða fyrir alvöru hvort það gæti reynst Þór til framdrátt- ar að félagið byði fram sérstakan lista til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri í vor. Fjölmargir fé- lagsmenn sýndu málinu áhuga og vildu fara þá leið. Þessi hugmynd vakti mikla athygli víðar en í her- búðum félagsins og síðustu vikur og mánuði hafa framboðsmál ver- ið mikið til umræðu innan aðal- stjórnar Þórs. Það er mat aðalstjórnar að málefni félagsins hafi verið tekin til mun alvarlegri skoðunar í bæ- jarkerfinu og innan fjórflokkanna í framhaldi af umræðum um fram- boðsmál Þórs og því telur stjórn félagsins ekki tímabært að þessu sinni að bjóða fram sérstakan lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Hins vegar vill stjórn Þórs nota tækifærið og hvetja alla Þórsara til þess að styðja þá frambjóðend- ur til bæjarstjórnarkosninganna í vor sem þeir telja að muni gæta hagsmuna félagins í framtíðinni hvar í flokki sem þeir standa. Aðalsljórn íþróttafélagsins Þórs Dr. Sigrún Svavarsdóttir. Doktorspróf í heimspeki SIGRÚN Svavarsdóttir varði 9. september sl. doktorsritgerð í heimspeki við Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist „Thinking in Moral Terms“. Ritgerðin fjallar um ýmsar merkingarlegar og frumspekilegar spurningar sem snerta það hug- takakerfi sem beitt er í siðferði- legri hugsun og umræðu og var hún unnin undir handleiðslu Allans Gibbards og Peter Railtons. Sigrún er fædd í Reykjavík 1958, dóttir hjónanna Ásu Krist- insdóttur og Svavars Björnssonar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og stundaði síðan heimspekinám við Washington-háskóla í Seattle á árunum 1979-82 og lauk þaðan BA-prófi. Haustið 1984 hóf hún framhaldsnám við Michigan- háskóla sem hún lauk með dokt- orsprófi á liðnu hausti. Áð loknu námi var Sigrún ráðin að New York-háskóla (NYU) og hefur kennt þar heimspeki síðan í september. TOYOTA kynnir festingu fyrir hlut sem VOLVO kynnti árið 1972 - Barnabílstól í framsæti. Volvo kynnti árið 1972 hlut sem margoft hefur orðið fyrirmynd annarra - barnastól sem snéri baki í mælaborðið. TIL AÐ AUKA ÖRYGGI BARNA ÞINNA í BÍLNUM DUGAR EKKERT MINNA EN ÁRATUGA REYNSLA OG RANNSÓKNIR. VOLVO ra BRIMBORG FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870 BIFREIÐ SEM ÞU GETUR TREYST! Volvo kostar frá 1.498.000 kr. staðgreitt kominn á götuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.