Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
• •
Maddý Ogmunds
dóttir - Minning
Fædd 23. september 1907
Dáin 13. janúar 1994
Komið er að leiðarlokum. Lang-
vinnum veikindum ömmu minnar,
Maddýjar Ögmundsdóttur, er nú
lokið. Hún hefur fengið langþráða
hvíld, æviárin mörg að baki og
dagsverkið á enda. Þó að söknuð-
urinn við fráfall hennar sé sár vitum
við að henni var dauðinn líkn.
Amma fæddist á Hellu í Beruvík á
Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru
_ Pgmundur Andrésson frá Einars-
lóni, f. 1855, og Sólveig Guðmunds-
dóttir, f. 1873, úr Purkey á Breiða-
firði.
Þau hjónin byijuðu búskap sinn
á Háarifi, Rifí, Snæfellsnesi og
eignuðust þar sitt fyrsta barn árið
1896, en árið eftir eru þau flutt að
Hellu í Beruvík þar sem þau bjuggu
einna lengst. Þar fæðast níu af tólf
bömum þeirra á fimmtán árum.
Árið 1911 eru þau í Nýjubúð í Beru-
vík og árið eftir eru þau á Árbarði
á Sandi og eru þar í eitt ár en flytja
síðan að Görðum í Beruvík sem var
næsti bær við Hellu. Lífsbaráttan
í uppvexti ömmu var hörð enda var
almenn fátækt á utanverðu Snæ-
Wlsnesi á árunum kringum síðustu
aldamót. En það kom meira til, því
veturinn 1910 verða foreldrar
ömmu fýrir því áfalli að Hellubær-
inn brennur. Þeim tókst engu að
bjarga af innbúi sínu. Állir persónu-
legir munir og þar með taldar vísur
Ögmundar uppskrifaðar, en hann
var vel hagmæltur, urðu eldinum
að bráð. í einu vetfangi misstu þau
þar allar sínar veraldlegu eigur og
náðu sér aldrei efnalega eftir brun-
ann.
- Tildrög þessa örlagaríka bruna
voru þau að um haustið hafði rekið
andanefju og þótti það mikill feng-
ur. Maturinn var notaður til fæðu
og lýsið var brætt og geymt í gler-
brúsum í eldhúsinu. Síðan þegar
eldurinn losnaði sem falist hafði
aftan við hlóðarhellu í sóti sprungu
lýsisbrúsarnir þegar hitinn og eldur-
inn var orðinn það mikill. Þess
vegna var eldhafið svo ógurlegt.
Til allrar hamingju varð ekki mann-
tjón í brunanum og komust Ög-
mundur og Sólveig út ásamt því
dýrmætasta sem þau áttu, en það
voru börnin.
Börn þeirar eru, talin í aldursröð:
Guðlaug Svanfríður, fædd 1896, d.
“«-1922, saumakona í Stavanger í
Noregi; Sigríður, f. 1897, d. 1992,
gift Karli Dúasyni í Ytri-Njarðvík;
Einar, f. 1899, d. 1974, vélstjóri í
Ytri-Njarðvík, kvæntur Sigríði
Hafliðadóttur; Kristbjörg, f. 1900,
d. 1984, bjó í Bergen, gift norskum
manni, Artur Strömme smið; Karv-
el Línberg, f. 1902, d. sama ár;
Karvel, f. 1903, skipstjóri og út-
gerðarmaður í Ytri-Njarðvík,
kvæntur Önnu M. Olgeirsdóttur;
Líneik, f. 1905, d. 1909; þá Maddý
amma min sem hér er minnst; Guð-
mundur Þórarinn, f. 1910, d. 1983,
vélstjóri og útgerðarmaður í Ytri-
Njarðvík, kvæntur Amöndu Ingi-
^björgu Baldvinsdóttur; Karl, f.
d. 1993, trésmiður, Ytri-
Njarðvík, kvæntur Guðbjörgu
Waage; Daníel, f. 1915, d. 1960,
skipstjóri í Ytri-Njarðvík, kvæntur
Jennýju Magnúsdóttur; og yngstur
er Jóhannes, f. 1917, vélstjóri í
Ytri-Njarðvík.
Áföll fjölskyldunnar voru fleiri.
Faðir ömmu lést af slysförum þegar
hún er 15 ára. Þá búa þau í Gríms-
húsi á Sandi. Ögmundur hafði lagt
af stað til Ólafsvíkur að leita lækn-
is. Fór hann gangandi og þurfti að
fara yfir á þá er Hólmkelsá heitir
-jg er fyrir innan Rif. Ur þessari
' + ÚTFARARSÁLMAR , '
T ÞAKKARKORT T
Gott verð, stuttur afgreiðslutími
PERSÓNULEG PRENTÞJÓNUSTA
LETURprent
v Síðumúla 22 - Sími 30 6 30 j
ferð kom Ögmundur aldrei því hann
drukknaði í ánni og fannst ekki
strax þrátt fyrir mikla leit. Þetta
var í desember 1922. Seinna rak
lík hans á land í Ólafsvík. Eftir
þetta sviplega slys bjó Sólveig
áfram í nokkur ár með yngstu börn-
unum í Grímshúsi, en fluttist svo
til Reykjavíkur og síðan til Ytri-
Njarðvíkur. Þar andaðist hún 1942.
í samræðum mínum við ömmu
fannst mér stundum gæta þess að
hún vildi lítið tala um uppvaxatar-
árin, þó að það kæmi fyrir. Sérstak-
lega eru mér minnisstæðar frásagn-
ir hennar af samskiptum við hest-
ana, en af þeim hafði hún sérstakt
yndi. Þetta er þó skiljanlegt því lífs-
baráttan var bæði hörð og erfíð.
Það var ekki í eðli ömmu að hugsa
svo mikið um þá erfíðleikatíma.
Hennar skapgerð kallaði á léttari
strengi. Hláturinn var smitandi og
oft hlógum við innilega saman ef
eitthvað spaugilegt bar á góma.
Þrátt fyrir létta lund var undir niðri
sterkt skap sem stundum kom í ljós,
en henni rann ávallt fljótt reiðin.
Hún var líka góður vinur og hægt
var að tala við ömmu um allt milli
himins og jarðar. Hún stappaði oft
í mig stálinu er á móti blés og mér
leið þá betur á eftir.
Árið 1936 gekk amma að eiga
afa minn, Gunnar Baldvinsson.
Hann var fæddur 6. ágúst 1906 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Baldvin Einarsson, söðla- og ak-
tygjasmiður í Reykjavík og kona
hans, Kristine Karoline Einarsson,
fædd Heggem, frá Molde í Noregi.
Afi var járnsmiður og starfaði lengi
sem verkstjóri hjá Reykjavíkurborg.
Amma og afi eignuðust tvö börn,
Sólveigu, f. 1943, gifta Eyjólfí Ax-
elssyni húsgagnasmið og búa þau
í Reykjavík, og Jóhann Kristin, f.
1947, vélstjóra, kvæntan Svölu
Jónsdóttur og búa þau í Garðabæ.
Barnabömin eru níu og barna-
barnabömin orðin sex. Afi og amma
bjuggu lengst af á Hæðargarði 16
og þangað var alltaf gott að koma.
Margar góðar minningar á ég um
þau frá æsku- og unglingsárum
mínum. Ég sé fyrir mér þegar við
afí vorum að spjalla í litla herberg-
inu þar sem allar bækurnar hans
voru. Þar sat ég oft og naut þess
að fræðast af honum um liðna tíð.
Eða þá þegar ég var að hjálpa til
í garðinum og að því loknu var far-
ið inn til ömmu þar sem kaffið og
Mig langar til að minnast hennar
ömmu í nokkrum orðum. Amma var
nú ekki gömul þegar hún dó, hún
var nýorðin 64 ára. Amma var upp-
alin í Austurhlíð í Gnúpveijahreppi,
en seinna bjó hún í Víðigerði í Bisk-
upstungum með manni sínum, Ás-
bimi Olasyni. Þar voru þau með
garðyrkjubýli.
Amma var í alla staði yndisleg
kona. Þegar ég var lítil dvaldist ég
mikið hjá ömmu og afa og alltaf
hlakkaði ég til að koma þangað aft-
ur og aftur. Amma sagði mér marg-
ar sögur af lífínu í gamla daga. Svo
fannst mér líka mjög gaman að
heyra frá öllum draugaganginum í
sveitinni sem hún ólst upp í. Hún
sagði alltaf svo skemmtilega frá
öllum hlutum.
Alltaf þegar fólk kom til ömmu
tók hún því opnuin örmum og alltaf
var pláss fyrir alla þó að oft væru
margir í heimili og alltaf hafði amma
tíma til að spjalla ef eitthvað var
að hjá manni. Fólki leið alltaf vel í
kringum ömmu. Það var svo rólegt
og þægilegt andrúmsloft hjá ömmu,
svo hlýtt og notalegt. Mér fannst
alltaf eins og amma ætti ráð við
öllu ég gat alltaf leitað til hennar
og hún fann ráð við vandanum.
fínu kökumar biðu á eldhúsborðinu.
Þau höfðu alltaf tíma fyrir mig
og reyndi ég að heimsækja þau eins
oft og ég hafði tækifæri til. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera í miklu og góðu sambandi við
ömmu og afa. Eftir að amma var
orðin ekkja bjó ég hjá henni um
tíma og áttum við saman margar
ánægjulegar samverustundir.
Amma var mjög skemmtileg kona
sem gaman var að umgangast. Hún
hafði næmt fegurðarskyn og bar
heimili hennar þess glöggt vitni.
Sjálf var hún ávallt vel til höfð, fín
um hárið og smekkleg í klæðaburði
svo til var tekið.
Afi lést 5. nóvember 1984 og á
næstu árum fór smátt og smátt að
bera á sjúkdómseinkennum ömmu
sem áttu eftir að angra hana nokk-
uð. Hennar líkamlegu veikindi
versnuðu einnig og brátt kom að
því að hún gat ekki séð um sig sjálf
og þurfti á aðstoð annarra að halda.
Eftir að hafa dottið heima og slas-
ast fór hún til Sólveigar dóttur
sinnar um tíma og þaðan á hjúkrun-
arheimilið Skjól, þar sem hún hefur
dvalið síðastliðin tvö ár. Sólveig
hefur verið stoð og stytta ömmu í
gegnum árin. Samband þeirra var
mjög náið og hefur hún reynst
ömmu sérstaklega vel í öllum henn-
ar veikindum. Nú síðustu misseri
var maður ekki alltaf viss um að
amma þekkti mann er komið var í
heimsókn. Þegar ég kom heim frá
hálfs árs dvöl í Bandaríkjunum fór
ég og heimsótti ömmu. í það skipt-
ið lék þó enginn vafi á að hún þekkti
mig. Ég kom inn á hárgreiðslustof-
una niðri þar sem verið var að þvo
henni um hárið. Ég beið á meðan
starfstúlkurnar þurrkuðu henni og
þegar handklæðið hvarf frá augun-
um sá ég strax að hún þekkti mig.
Henni varð hverft við, faðmaði
mig og sagði: „Það var enginn bú-
inn að segja mér að þú værir kom-
inn!“ Hún var glöð og kát á svipirtn
og þannig er gott að mUna ömmu.
Nú á kveðjustundu streyma fram í
hugann allar stundirnar sem við
áttum saman, því fyrir mig eru
þetta dýrmætar stundir, sem seint
munu gleymast. Þegar ég kveð nú
elsku ömmu mína þakka ég henni
allt sem hún gerði fyrir mig. Bless-
uð sé minning hennar.
Ingimar F. Jóhannsson.
Ég vil með fáum orðum minnast
tengdamóður minnar, Ögmundu
Ögmundsdóttur, eða Maddýjar eins
og hún var alltaf kölluð, sem lést
á hjúkrunarheimilinu Skjóli 13.
janúar sl.
Þegar einhver manni nákominn
og kær hverfur á braut þá leitar
Amma hafði mjög gaman af
blómum og að rækta upp landið.
Það sást vel á garðinum heima í
Víðigerði og hversu mörg stofublóm
hún átti. Mér fannst alltaf skrýtið
hvernig hún gat látið öll þessi blóm
blómstra og hversu mörg þau voru.
Það var líka alltaf mjög gaman að
koma upp í garð, hann var svo fall-
egur og vel hirtur.
Þegar ég fer að rilja upp allar
þær stundir sem ég átti með ömmu
þá kemur sú hugsun upp hversu
skrýtið það sé að eiga ekki eftir að
heimsækja hana í Bergholt aftur.
Þar bjuggu þau afi síðan haustið
1991. Mér fínnst það líka svo skrýt-
ið að 17. september kom ég með
tveim vinkonum mínum síðast til
hennar í Bergholt. Þá var hún svo
hress og kát. Svo nokkrum dögum
seinna var hún orðin svo veik að
hún var flutt á Landspítalann og
kom ekki heim eftir það. Ég kom
til hennar næstum því á hverjum
degi. Mér fannst alltaf jafn gott að
koma til hennar, en það var auðvit-
að dagamunur á henni. Stundum
svaf hún eiginlega allan þann tíma
sem ég var hjá henni, en hún var
líka oft glaðvakandi og þá gengum
við stundum um gangana og spjöll-
hugurinn til liðins tíma. Hjá mér
er það mjög minnisstætt hversu
hlý hún Maddý var í minn garð
alveg frá byijun. Það var snemma
árs 1958 sem ég kom fyrst á heim-
ili þeirra hjóna, Maddýar og Gunn-
ars, feiminn og kvíðinn að hitta
tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta
sinn. Þessi kvíði var ástæðulaus
því mér var tekið opnum örmum
og var það að þakka ljúfmannlegri
framkomu hjónanna að mér reynd-
ist fremur auðvelt að samlagast
þessari „nýju“ ijölskyldu. Heimili
þeirra á Hæðargarðinum var bæði
hlýlegt og fallegt, lýsandi fyrir það
hvernig Maddý var. Heimsóknirnar
urðu síðan margar og það brást
aldrei að vel væri tekið á móti
manni og alltaf voru veitingar á
boðstólunum.
Þau Maddý og Gunnar voru sam-
rýnd hjón og ríkti mikill kærleikur
á milli þeirra. Þau voru mjög bam-
góð og fengu mín börn að njóta
þess í ríkum mæli. Þegar við Sól-
veig fórum síðan að koma okkur
upp húsnæði þá leituðum við til
þeirra með barnapössun, aðstoð við
húsbyggingar og fleira. Aldrei
brugðust Maddý og Gunnar okkur,
þau voru þarna bæði tvö tilbúin til
þess að aðstoða og gefa af kær-
leika sínum. Þannig var það síðan
alla tíð.
Elsku Maddý, ég vil með þessum
orðum þakka þér fyrir öll árin sem
við vorum tengd, þau voru góð og
full af umhyggju og hlýju í garð
okkar Sólveigar, barnanna og
barnabarnanna.
uðum um heima og geima. Á spítal-
anum var allt reynt til að drepa
niður sjúkdóminn, en það tókst því
miður ekki.
Ekki grunaði mig að amma ætti
bara nokkrar vikur eftir með okkur
þegar ég var að skrifa niður atriði
úr lífi hennar fyrir félagsfræðirit-
gerð, en í henni átti ég að lýsa
hvernig lífið var í „gamla daga“.
Og auðvitað fór ég beint á spítalann
til ömmu og bað hana að hjálpa
mér sem hún gerði mjög skemmti-
lega. Ætli það hafí ekki verið í síð-
asta skiptið sem hún riijaði líf sitt
svo rækilega upp fyrir einhvern
annan en sjálfa sig. Þessi stund var
mjög skemmtileg og það var gaman
að hlusta á hana rifja upp gamla
daga.
Amma hlakkaði til þess að mega
fara heim, en hún átti að fá að fara
heim 17. desember og þann sama
dag var búist við að Ánna dóttir
hennar kæmi heim frá Noregi. Hún
hlakkaði líka mjög til að sjá Önnu.
En í byijun desember hrakaði henni
mjög hratt og líkamsástandið versn-
aði smám saman. Anna kom heim
14. desember, en þá var amma sof-
andi mest allan daginn. Hún vakn-
aði kannski smá stund en hún gat
ekki talað við okkur. Hún gat hvísl-
að smá, en annars brosti hún bara
til okkar og kreisti höndin á þeim
sem hélt í höndina á henni.
Hinn 17. desember fór ég svo upp
í skóla og sótti einkunnirnar mínar.
Þaðan hljóp ég beint niður á spítal-
Blessuð sé minning tengdamóð-
ur minnar.
Eyjólfur Axelsson.
Kristín Sigurðar-
dóttir — Minning
Maddý fæddist 23. september
1907. Hún var áttunda af tólf böm-
um hjónanna Sólveigar Guðmunds-
dóttur og Ögmundar Andréssonar
sem bjuggu í Beruvík á Snæfells-
nesi.
Maddý giftist Gunnari Baldvins-
syni frá Reykjavík 28. nóvember
1936. Gunnar andaðist 5. nóvem-
ber 1984.
Börn þeirra hjóna eru Sólveig,
fædd 10. mars 1943, og Jóhann
Kristinn, fæddur 27. ágúst 1947.
Þegar ég kom í fyrsta skipti til
Reykjavíkur, 14 ára unglingur, og
kom í heimsókn til frænku minnar
á Hæðargarði 16 var það mér alla
tíð sérstaklega minnisstætt. Þar
höfðu þessi elskulegu hjón, Gunnar
og Maddý, býið sér glæsilegt heiml-
ili.
Þau urðu síðan 'ófá skiptin sem
ég kom á heimili þeirra gegnum
árin og alltaf var það jafn skemmti-
legt.
Gunnar og Maddý vom ákaflega
elskuleg og samrýnd hjón sem
gaman var að heimsækja og á ég
ógleymanlegar minningar þar um.
Þau voru alltaf í góðu skapi og
alltaf jákvæð og þó ég væri í góðu
skapi þegar ég kom í heimsókn til
þeirra var ég alltaf í betra skapi
þegar ég fór þaðan.
Maddý var ákaflega góð kona
og vildi greiða götu hvers sem með
þurfti. Móðir mín minntist oft á
hversu Maddý var hjálpleg við
hana, þegar hún þurfti á að halda.
Það voru líka miklir kærleikar milli
þeirra systra alla tíð.
Maddý frænka mín var ákaflega
glæsileg kona sem var alltaf bjart-
sýn á lífið og tilveruna. Það geisl-
aði frá henni gleði og lífskrafti. hún
var mjög frændrækin enda var allt-
af gestkvæmt á heimili hennar.
Fljótlega eftir að frænka mín
missti eiginmann sinn mun heilsan
hafa farið að gefa sig. Hún bjó þó
áfram á Hæðargarði 16 með að-
hlynningu barna sinna meðan hún
mögulega gat. Síðustu tvö árin
dvaldi Maddý á hjúkrunarheimilinu
Skjóli og naut allrar þeirrar að-
hlynningar sem hægt var hjá því
góða fólki sem þar starfar. Það er
nokkur huggun fyrir þá sem syrgja
og sakna, að þegar heilsan er búin
og sjúkleiki herjar og engin von
er um bata þá er líkn að fá hvíld-
ina og nú er þessi elskulega frænka
mín fallin frá.
Ég vil votta börnum, tengda-
bömum, barnabörnum og barna-
barnabörnum mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning frænku minnar
Maddýar Ögmundsdóttur.
Grímur Karlsson.
ann. Það var eins og hún biði efti
mér með einkunnirnar því hún var
vakandi þegar ég kom. Ég las þær
upp fyrir hana og ég held að hún
hafí bara verið ánægð því hún brosti
svo fallega og kreisti hönd mína vel
og lengi. Síðan sofnaði hún með
bros á vör. Þetta var í síðasta skipt-
ið sem ég sá hana svo vel vakandi.
Ég ætlaði svo varla að trúa því
þegar ég sá hana dána að hún væri
í raun dáin. En það var greinilegt
að henni leið vel því hún var með
svo fallegt bros á vörum.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan skal lík hefja,
ei hér má lengur teija
í dauðans dimmum val.
Ur inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V.Briem)
Guð geymi þig, amma.
Guðfinna Lilja Sigurðardóttir.