Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 Nanna Sigfríð Þor- steinsdóttír—Minning Fædd 10. maí 1908 Dáin 5. janúar 1994 Ragnhildur Páls- dóttír - Minning Fædd 7. ágúst 1916 Dáin 24. desember 1993 Það er sumar. Borgarfjörður eystri skartar sínu fegursta. Heima á Sólbakka búa amma og afi, bæði fremur smávaxin, en stór innan í sér. Þar er nóg pláss og matur og kaffí og matur - án enda. Ömmu þykir vænt um liti. Hún málar híbýlin sjálf og stendur í forskyggninu upp á völtum kolli með pensil og dós í hendi. Það er ekki málað út í bláinn á þessum bæ. Hver litur hefur sinn stað, sín endimörk. Hitinn er mikill. Það er hlýtt í stofunni á Sólbakka sumar sem vetur. Hitastigið það sama inni hvort sem blessað sumarið er úti eða stormurinn. Og árið um kring þarf að hengja á snúruna með klemmum sem afí bjó til fyrir margt löngu og halda öllu vel á sínum stað. Blessaðar skepnurnar þurfa umhirðu. Endumar vagga um túnið dag- langt en eru látnar inn þegar skyggir. Ömmu fellur aldrei verk úr hendi, en hún heldur samt þeim góða sið að leggja sig stundarkom eftir hádegi. Afi líka. Og þá er þögnin svo góð og ömgg og ekk- ert heyrist nema tif í klukku. Börn em alvömfólk hjá ömmu og metin að verðleikum. Umheimurinn er bæði nálægur og fjarlægur í þessu húsi. Vel fylgst með öllu, heims- málin rædd við gesti og gangandi, en heima er best og ástæðulaust að ferðast. Vertu marg blessuð elskan mín og þakka þér nú fýrir allt. R.Ól. Mig langar að kveðja ömmu mína á Sólbakka með nokkram orðum. Elsku ömmu sem var svo einstök, svo góð og traust, dugleg, skemmtileg og mikill vinur bæði manna og dýra. Elsku ömmu sem Láttu mig Guð minn lofa þig með lofi þínu hvíla mig. Ljósið í þínu Ijosi sjá, lofa þig strax er vakna má. (H.P.) Er ég nefni nafnið hennar Jónu er efst í huga mér þakklæti, þakk- læti fyrir einlæga vináttu hennar og traust frá þeim degi er hún bauð mig velkomna í Hvítabandið. Jóna var fyrir margra hluta sak- ir einstök kona og eftirminnileg. Skörp greind, lifandi áhugi og fá- gætt minni gerðu hana eftirsótta til trúnaðarstarfa og samfunda. í yfír 20 ár veitti hún Hvítabandinu forstöðu. Ég sé hana fyrir mér skör- uglega og einarða flytja mál er henni lágu á hjarta. Hún sparaði sig eða krafta sína aldrei í þágu þess málefnis er hún sem ung kona hafði ákveðið að helga sig, næst heimili sínu. Hún vitnaði oft í stofn- anda Hvítabandsins, Ólafíu Jó- hannsdóttur, og einkunnarorð fé- lagsins: Fyrir Guð, heimilið, þjóð- ina. Hún var heil og sönn í öllum störfum sínum, ekkert mannlegt var henni í raun óviðkomandi. Það er ekki unnt að minnast Jónu án þess að nefna þær systurnar Arndísi og Þuríði Þorvaldsdætur, mágkonur hennar. Framlag þeirra þriggja og samstarf var með þeim hætti að einstætt má teljast. Allt var af kærleika gert og með gleði, aldrei heyrði ég þar talað um fóm eða þreytu; þó var oft lögð nótt við dag er þær unnu fyrir félagið eða sinntu líknarstörfum, svo sem heim- er mér kær fyrirmynd. Ef ég á minni æfi aðeins næði að komast með tæmar þar sem þú hafðir hælana, væri vel. Ömmu minni kynntist ég best þegar ég ásamt foreldmm mínum og systram heimsóttum hana og afa á heimili þeirra á Sólbakka. Ég beið með óþreyju ferðanna til ömmu og afa á Sólbakka. Alltaf fannst mér leiðin jafn ótrúlega löng og alltaf var ég bílveik, en það var hinsvegar fljótt að gleymast þegar „hvíti vegurinn" byijaði því þá vissi ég að aðeins örstutt væri eftir af leiðinni til Sólbakka. Að opna hlið- ið heim að bænum, hlaupa í einum spretti upp heimkeyrsluna og alla leið inní bæ til að hitta þig sem alltaf tókst á móti mér með sömu spumingunni: „Hvað? er þetta Nanna Herborg?“, þú þóttist aldrei þekkja mig og varst alltaf jafn steinhissa á því hvað ég hafði stækkað og breyst mikið frá síð- ustu fundum okkar og ég var allt- af jafn stolt og ánægð með móttök- umar. Þú hafðir alltaf lag á að láta mér finnast ég alveg hreint sérstök manneskja. í sveitinni var allt hægt og margt brallað. Það vom engin boð og bönn. Ég lék mér uppi á lofti, las bækur sem þar vom en einnig var mjög spennandi að komast í ævintýrabækurnar sem geymdar vom í græna skápnum í herberginu ykkar afa. Smíðaðir vom bátar úr tréafgöngum á smíðaverkstæðinu hans afa, þessum bátum var siglt á bæjarlæknum, einnig var gert út á homsíli og þá var fenginn nælonsokkur hjá þér til að'Setja í lítinn háf. Oft var búið stórbúi með leggjum sem þú lagðir til. Það sem heillaði mig mest í heimsóknunum í sveitina voru samvistirnar við þig sem alltaf varst eitthvað að sýsla, ég man ekki að þér félli verk úr hendi og oftast þegar farið var að sofa varst þú enn að verki eða að sóknum til sjúkra og hjálparþurfí. Og þar koma einnig í huga mér fleiri mikilhæfar Hvítabandskonur, sem nú em horfnar af þessum heimi. Það má með sanni segja að þessar konur hafí lyft Grettistaki þótt fáar væm. Fyrir þetta allt skal þakkað, um leið og sú ósk og bæn er í huga mér að Hvítabandinu megi auðnast að eignast sem flesta félaga er feta vilja í fótspor þeirra hugsjóna- og baráttukvenna er unnu félaginu allt er þeir máttu. Það hefur verið mér dýrmætt og lærdómsríkt að fá að vera í fylgd með Jónu Erlendsdóttur og öðmm mætum systram. Guð blessi minn- ingu hennar og ástvini hennar alla. Sigríður Sumarliðadóttir. Fædd 25. nóvember 1921 Dáin 28. desember 1993 Nú er elsku amma mín farin. Ég get varla trúað því. Eftir stutt en erfið veikindi lést hún hinn 28. des- ember síðastliðinn. Mikið mun mér finnast skrýtið að fara til Vest- mannaeyja og amma Bína sé þar hvergi. Éngin amma til að spjalla við eða fara í bíltúr með út á Eiði. I sólhvítu Ijósi hina síðhærðu daga býr svipur þinn skrá í dagbókina þína. Ferðirnar í brúna skápinn í stofunni vora ófá- ar. Þar fann ég alltaf mikið magn af „maskínupappír“ og hvítum umbúðapappír sem ég fékk að teikna á að vild. Mest var þó gam- an þegar þú slóst í hópinn og teikn- aðir og klipptir út allskyns kynja- verur og spannst í kringum þær hin skemmtilegustu ævintýri. Að fá að snúast með þér við verkin bæði úti og inni, að sitja á „heita rörinu" í eldhúsinu og hlusta á þig segja allskyns furðusögur og fá að forvitnast í búrið sem mér fannst heill undraheimur. Ég held að þú hafír fljótt fundið að ég var ekki mikil sveitakona í mér en allt- af fékk ég þó að rangla með þó sjaldnast hafí verið mikli hjálp í mér. Mér fannst alltaf mjög gaman að fá að fara með þér til mjalta, þó ekki fínndist mér lyktin góð í fjósinu. Mér fannst alveg einstak- lega gaman að fylgjast með þér fylla fötuna æfðum höndum. Helst vildi ég fylgjast með úr garðanum þar sem mér fannst nálægð við flórinn lítið heillandi. Til að mér finndist ég nú ekki alger gunga hafðir þú það að sið að ráðleggja mér bara að vera í garðanum þar sem kusa gæti bæði sparkað eða slegið með halanum. Þar með var æra minni í fjósaferðunum bjarg- að. Þegar þú hafðir iokið við að mjólka bauðstu mér alltaf spen- volgan sopa, þrátt fyrir að þú viss- ir allt um mjólkurfernumar sem vom keyptar sérstaklega handa mér í búðinni. Þegar ég sagði „nei takk“ við sopanum útskýrðir þú góðlátlega fyrir mér að mjólkin úr spenanum væri mun hollari en gerilsneydda mjólkin. Þetta góða ráð tókst mér aldrei að meðtaka þrátt fyrir að ég sé mjólkurbelgur mikill, en aðra lífsspeki frá þér hef ég reynt að tileinka mér svo sem að vera hreinskilin og traust í sam- skiptum við náungann, að vera góð bæði við menn og dýr, að hjálpa þeim sem minna mega sín, ef mögulegt er og að guð er með okkur og leiðir okkur áfram í lífínu. Seinna urðu ferðirnar til þín færri þar sem ég fór til Reykjavík- ur til náms, en alltaf vom bréfin frá þér kærkomin. Sem bam og unglingur dreymdi mig um að fá þig sem oftasti í heimsókn til okk- ar á Eskifjörð, en þú vildir vera við þitt bú og hugsa um heimilið og ekki síst stórvini þína dýrin. Þú varst alltaf lítið fyrir ferðalög og þó að mér gengi erfiðlega að skilja það, kunni ég alltaf að meta og virða tryggð þína við heimilið. En nú ertu farin í langa ferð sem ég veit að guð fylgir þér á eins og ætíð, ferð þar sem afí tekur á móti þér á leiðarenda og þig getið verið saman á ný. Seinna hitti ég ykkur þar og við eigum saman fleiri dýrmætar samverustundir, kannski verð ég þá með „stutt“ hár. Elsku amma að leiðarlokum þakka ég þér lærdómsríka, nota- lega og skemmtilega samfylgd. Þú ert mitt leiðarljós í lífinu, minning þín er mér ljóslifandi og kær. Ég kveð þig með söknuði og orðunum sem þú hvíslaðir ávallt í eyra mér á kveðjustund: „Ég bið þér allrar guðsblessunar.“ Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta smn. (Stejnn Steinarr_) Minnist ég þess þegar ég var yngri og var hjá ömmu hvað við gátum hlegið saman og talað um allt, hún skildi mann svo vel. Mikið mun ég sakna þín, amma mín, og mun minning þín ávallt lifa í hjarta niínu. Þín Eva. Ædda frænka mín er dáin. Hún var ein af þessum traustu konum sem alltaf var gott að koma til. Ég heimsótti hana reglulega er ég kom til Reykjavíkur. Þegar ég kom til hennar í síðasta sinn var hún orðin afar gleymin, hafði lagt heil ósköp af og var í rauninni hálf óþekkjan- leg í sjón og reynd. Hún var auðsjá- anlega komin með þennan öldmnar- sjúkdóm sem leggst því miður á svo alltof marga og verður þá fólkið svo óömggt með sig. Ég vissi ekkert um lát hennar fyrr en ég las minn- ingargrein um hana í Morgunblað- inu. Ég veit svo sem ekki hvort nokkram hafí borið skylda til að láta mig vita en óneitanlega hefði ég kunnað betur við það. Mér fannst afar vænt um Æddu og það held ég geti sagt um flesta ættingja hennar. Hún giftist ekki en bjó lengi með öldmðum foreldr- um sínum og síðar með föður sínum er móðir hennar féll frá. Heimili hennar var mjög sérstakt. Hún hafði að mínu mati afar góðan smekk bæði á húsgögn og málverk og leið mér alltaf vel í litlu íbúðinni hennar og sá hvað hún hafði komið öllum hlutum vel fyrir. Hún var í orðsins fyllstu merkingu fæddur innanhússarkitekt. Fyrir allmörgum ámm kom hún í heimsókn til okkar hjóna á Hvammstanga, ásamt móður minni Þórdísi Ingimarsdóttur, þær vom systkinabörn. Ædda var mjög hrifín af boðinu sem stóð_ yfir páska og snjór hér yfir öllu. Ég fór í göngu- ferðir með þeim um staðinn og fannst þeim eins og mér og fleirum staðurinn snyrtilegur og fallegur. " Er móðir mín og hún fóm 'eftir páska til Reykjavíkur lentu þær í bandvitlausu veðri á Holtavörðu- heiði og vom þær 11 tíma á leið- inni suður. Ædda sagði afar skemmtilega frá þessu ferðalegi og fannst það ævintýri líkast og sagð- ist ekki fyrir nokkum mun hafa viljað missa af því. Móðir mín var ekki eins hrifín enda oft búin að lenda í slíku veðri á sínum ferðalög- um. Ædda hafði góða frásagnargáfu og varð allt eitthvað svo mikið og _ merkilegt í hennar sögum. Hún talaði aldrei um að hún væri ein- mana eða að sér leiddist, heldur var hún að segja frá hinum ýmsu boðum sem hún hafði verið í og stundum var þá tekið í spil. Hún var sjálfri sér trú og vildi mér og mínum allt það besta, en hennar skoðanir féllu ekki alltaf í góðan jarðveg hjá öll- um, ég tók henni eins og hún var. Ædda frænka fæddist 7. ágúst 1916 og var amerískur ríkisborgari til 13 ára aldurs en þá fluttu foreldr- ar hennar til íslands. Hún hafði alltaf mjög gott vald á enskunni og skrifaði oft ensk verslunarbréf fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Eftir að hún komst á eftirlaunaaldur tók húh verkefni heim og var það henni sönn gleði á efri áram. Ædda lést 24. desember 1993 eftir mikil veikindi. Ég veit að það verður tekið vel á móti henni í nýj- um heimkynnum og er sannfærð um að við hittumst á ný á öðra til- vemstigi. Góð kona er gengin sem ég mun ávallt minnast með mikilli hlýju. Hildur Kristín Jakobsdóttir. t Móðir okkar, HALLDÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, frá Stóra—Saurbæ, áður húsfreyja á Hjarðarbóli, í Olfusi, lést föstudaginn 21. janúar í Borgarspítalanum. Börn hinnar látnu. r t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát HULDU HARALDSDÓTTUR. Sigríður Jónasdóttir, Jón Erlendsson, Haraldur Jónasson, Svanhildur Ólafsdóttir, Marta María Jónasdóttir, Böðvar Jónasson, Erna Aradóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Skarphéðinsson, Gréta Jónsdóttir, Gunnar Konráðsson, Sigurður L. Jónsson, Klara Sigurgeirsdóttir, börn og barnabörn. Kveðja Jóna Erlendsdóttir, fv. form. Hvítabandsins Kveðja Þín Nanna Herborg. Minning Jósebína Grímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.