Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 2
2 FRÉITIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
EFNI
Synjað um leyfi til
að veiða loðnu í troll
og frysta um borð
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað umsóknum fjögurra
aðila um leyfi til loðnuveiða í flotvörpu og troll með frystingu um borð
í huga. Fleiri en þeir fjórir sem sóttu formlega um leyfi munu hafa
haft hug á veiðum og vinnslu loðnu með þessum hætti. Skipstjórar 31
nótaveiðiskips höfðu mótmælt því harðlega að leyfi yrðu veitt til þess-
ara veiða.
Morgunblaðið/Sverrir
Eina skeið fyrir mömmu...
í haust voru leyfðar tilraunaveiðar
á síld í flotvörpu og troll og var afl-
inn meðal annars frystur um borð í
veiðiskipum. í framhaldi af jákvæðri
reynslu útgerðaraðila af þessum
Hagfræðileg athugun á afbrotum og gagnsemi aðgerða gegn þeim
Útgjöld vegna afbrota 20
þús. á hveija fjölskyldu
ÁÆTLAÐ er að breytilegur kostnaður vegna glæpa í þröngum skiln-
ingi þess orðs hafi verið tæplega 800 miiyónir króna hér á landi á
árinu 1992, og er þá ekki meðtalinn kostnaður vegna m.a. löggæslu-
og réttarkerfis og öryggisgæslu. Þetta kemur fram í skýrslu um hag-
fræðilega athugun á afbrotum og gagnsemi aðgerða gegn þeim eftir
Þór Sigfússon hagfræðing sem hann hefur unnið fyrir dómsmálaráðu-
neytið. Ef áætlað er að 75% glæpa séu framdir á höfuðborgarsvæðinu
þýðir þessi breytilegi kostnaður við afbrot um 20 þúsund króna útgjöld
á ári fyrir meðalfjölskyldu eða fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, en úti
á landi kosta afbrot meðalfjölskyldu eða fyrirtæki að meðaltali 4-5
þúsund krónur á ári.
Samkvæmt útreikningum sem
fram koma í skýrslunni voru 17%
líkur á því að fjölskylda eða fyrir-
tæki í Reykjavík hafi orðið fyrir ein-
hveijum skaða vegna afbrots árið
1992. Árið 1989 voru rúmlega 15,5%
líkur á því og áætlun um bytjun
níunda áratugarins hljóðar upp á
tæplega 15%. Hlutfallið er mun
lægra á landsbyggðinni eða líklega
um 5%. Þó svo að í flestum tilfellum
sé um smávægileg afbrot að ræða
er ljóst að þessi þróun er í takt við
það sem hefur gerst í nágrannalönd-
unum.
Tæplega sex af hveijum 10 inn-
brotum eða þjófnuðum eru framin
gegn fyrirtækjum eða stofnunum.
Arið 1992 voru t.d. tæplega 30% lík-
ur á því að fyrirtæki eða stofnun á
höfuðborgarsvæðinu yrði fyrir ein-
hverskonar innbroti eða þjófnaði, og
í þeim flokki hafa verslanir og skólar
einna hæstu tíðni. Hins vegar voru
um 4% líkur á því heimili eða sumar-
bústaður á höfuðborgarsvæðinu yrðu
fyrir innbroti eða þjófnaði árið 1992.
Forvarnir geta skilað árangri
í skýrslunni segir að samkvæmt
lauslegum útreikningi megi áætla að
samanlagður kostnaður samfélags-
ins vegna afbrotamanns sem á að
baki 25 ára glæpaferil sé í kringum
35-40 milljónir króna. Bent er á að
erlendar tilraunir með auknar áhersl-
ur á fyrirbyggjandi aðgerðir eins og
t.d. að liðsinna ungum afbrotamönn-
um og fylgja þeim eftir í vinnu o.þ.h.,
eða bæta eftirlit með áhættuhópum,
virðast vera að skila tilætluðum
árangri, og með tilliti til samfélags-
legs kostnaðar við æviskeið afbrota-
manns sé ljóst að forvamir sem þess-
ar geti skilað árangri. Þá séu umbæt-
ur á stofnunum er sinna afbrotavörn-
um, löggæslu o.þ.h. ekki síður brýn-
ar, en í skýrslunni eru kynntar ítar-
legar tillögur um einskonar nútíma-
væðingu lögreglunnar. Lagðar eru
til breytingar á rekstri og stjómun
lögreglunnar sem miða að því að
gera markmiðssetningu og áætlana-
gerð skýrari, tengja afkastamæli-
kvarða betur við starf hennar og
auka sjálfstæði og ábyrgð yfirmanna
stofnunarinnar. Þá er lagt til að skýr-
ari samskiptareglur liggi fyrir í sam-
bandi við samskipti stjómvalda, sem
kaupanda þjónustu lögreglunnar, og
seljanda þjónustunnar, þ.e. lögregl-
unanr. Em þessar tillögur í takt við
hugmyndir frá Bretlandi og Banda-
ríkjunum sem kynntar eru í skýrsl-
unni.
veiðum var sótt um leyfí til veiða á
loðnu. Ætlunin var að flokka loðnuna
um borð og frysta hrygnuna til sölu
í Japan. Góður markaður er nú fyrir
frysta loðnuhrygnu í Japan og fást
um 100 þúsund krónur fyrir tonnið
(fob) af frystri hrygnu til manneldis
miðað við um 8 þúsund krónur fyrir
afurðir úr tonni af loðnu sem brædd
er í lýsi og mjöl.
Skipstjórarnótaveiðiskipa á loðnu
mótmæltu loðnuveiðum í troll og
báru við vanþekkingu á áhrifum
slíkra veiða á loðnuna. Þá var bent
á að við loðnufrystingu um borð í
veiðiskipum sé einungis hrygnan hirt
og öðm, sem getur verið að sögn
skipstjóranna 70 til 100% aflans,
hent fyrir borð. Að minnsta kosti
einn útgerðarmaður frystiskips sem
sótti um leyfí til loðnufrystingar um
borð gat þess að þann hluta aflans
sem ekki yrði frystur hygðist hann
„hakka í fískafóður og dæla fyrir
borð“.
♦ ♦
Seðlabankinn
Auglýst eftir
baiikastjónun
SEÐLABANKINN auglýsir í
Morgunblaðinu í dag eftir um-
sóknum um tvær stöður seðla-
bankastjóra og er umsóknarfrest-
ur til 4. mars.
í auglýsingu Seðlabankans kemur
fram, að ráðherra skipi í stöður
bankastjóra að fengnum tillögum
bankaráðs og auglýsi ráðið eftir
umsóknum í stöðumar til undirbún-
ings tillögugerðar.
Senda á umsóknimar Ágústi Ein-
arssyni formanni bankaráðs Seðla-
bankans fyrir 4. mars.
Mat heilbrigðisráðuneytis á aðgerðum vegna lyfjakostnaðar 1991-1993
Talið að náðst hafi tæplega
2,5 milljarða kr. spamaður
HEILBRIGÐIS- og tryggingaráðuneytið áætlar að á siðastliðnum
þremur árum hafi náðst 2.456 milljóna króna spamaður á útgjöldum
Tryggingastofnunar ríksins vegna lyfja. Bent er á í skýrslu ráðuneyt-
isins um notkun lyfja 1989-1993, sem út kom í desember, að á ámn-
um 1984-1990 hafi útgjöíd ríkisins vegna lyfjakaupa aukist á milli
ára að raungildi um 13% og að miðað við þær upplýsingar sem liggi
fyrir um þróun lyfjasölu í helstu nágrannalöndum undanfarin ár sé
UtU ástæða til að ætla annað en að sú þróun hefði haldið áfram á
síðustu áram ef ekki hefði verið gripið til aðgerða til að draga úr
útgjöldunum. „Það má þess vegna með nokkrum sanni áætla að án
nokkurra sérstakra aðgerða í lyfjamálum síðustu 3-4 árin, hefðu
útgjöld T.r. (Tryggingastofnunar ríkisins, innsk. Mbl.) á árinu 1993
orðið um 3.700 m.kr.,“ segir í skýrslunni.
í fjárlögum ársins 1993 var gert
ráð fyrir að lyflaútgjöld Trygginga-
stofnunar yrðu 2.540 milljónir króna
sem er 1.160 m.kr. lægri upphæð
en heildarlyfjaútgjöldin hefðu orðið
ef ekkert hefði verið að gert. í skýrsl-
unni kemur fram að ef lagður er
saman sá spamaður sem náðist á
árunum 1991 og 1992 nemur hann
1.296 millj. kr.
Sparnaðaraðgerðir
Guðmundur Bjamason fyrrv. heil-
brigðisráðherra skipaði vinnuhóp í
nóvember 1989 sem gerði ýmsar til-
lögur um Iækkun lyfjakostnaðar.
Fólu þær m.a. í sér að álagning í
heildsölu og smásölu var lækkuð og
gefinn var úr svokallaður bestu-
kaupalisti yfir ódýrustu sambærileg
lyf. Fram kemur í yfirliti skýrslunnar
yfir aðgerðir í lyfjamálum að álitið
er að með aðgerðum sem vinnuhóp-
urinn lagði til hafí náðst um 100
millj. kr. spamaður.
Sumarið 1991 skipaði Sighvatur
Björgvinsson, þáverandi heilbrigð-
isráðherra, starfshóp og fól honum
að vinna tillögur um lækkun lyíja-
kostnaðar á árinu 1991 í samræmi
við samþykkt ríkisstjómarinnar að
stemma stigu við síhækkandi lyfja-
kostnaði. Áhersla var lögð á að auka
og efla kostnaðarvitund lækna og
almennings með því m.a. að taka upp
hlutfallsgreiðslu sjúklinga 1 lyfja-
kostnaði í stað fasts gjalds. Var
fyrstu breytingum hrint í fram-
kvæmd í júlí sama ár, sem fólust
m.a. í breytingum á flokkum lyfja,
á greiðslufyrirkomulagi og hækkun
á fastagjaldi sjúklinga.
„í kjölfar þessara breytinga varð
verulegur samdráttur í lyfjanotkun
og þar með lyfjakostnaði á seinni
helmingi ársins 1991. Útgjöld T.r.
vegna lyfja utan sjúkrahúsa voru
2.600 m.kr. árið 1990. í ljósi reynsl-
unnar hafði verið gert ráð fyrir að
þessi útgjöld yrðu 2.935 m.kr. árið
1991, en vegna fyrri aðgerða stefndu
útgjöldin hins vegar í heldur lægri
tölu, eða 2.850 m.kr., þegar ríkis-
stjórnin gerði samþykkt sína í maí-
byijun 1991. Útgjöld T.r. vegna lyfja
á árinu 1991 urðu 2.386 m.kr., eða
um 550 m.kr. lægri en við mátti
búast við óbreyttar aðstæður. Þar
af má rekja um 450 m.kr. til reglu-
gerðarinnar frá 1. júlí það ár og um
100 m.kr. til áhrifa af aðgerðum á
árinu 1990,“ segir í skýrslunni.
Hlutfallsgreiðslur í stað
fastagjalds
Gerð var breyting á almanna-
tryggingalögum 1992 og stigið það
skref að taka upp hlutfallsgreiðslur
í stað fastagjalds við afgreiðslu lyfja.
Greiðsluhlutfall og hámarksgjöld
sjúklinga voru valin með það í huga
að kostnaður sjúklinga ykist ekki að
meðaltali miðað við óbreytta neyslu.
Jafnframt fylgdi sú kvöð á lækna
að taka afstöðu til afhendingar ódýr-
asta samheitalyfs með nýjum lyf-
seðlaeyðublöðum. Vegna þess hve
seint var hægt að grípa til aðgerða
á árinu 1992 náðist ekki eins mikill
sparnaður vegna lyfjakostnaðar á því
ári og stefnt hafði verið að eða 127
millj. kr. en ekki um 500 eins og
fjáríög ársins gerðu ráð fyrir.
Við gerð fjárlaga fyrir árið 1993
var áætlað að ná 650 millj. kr. spam-
aði á því ári. Gripið var til aðgerða
með reglugerðarbreytingu í janúar
sem fól m.a. í sér að hækka hlut
sjúklinga í lyfjakostnaði. „Með þess-
um breytingum hækkaði hlutdeild
sjúklinga í heildarlyfjakostnaði úr
24-25% í 31-32%, að meðaltali en
hlutdeild T.r. lækkaði að sama skapi.
Hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði á
íslandi er í dag orðinn svipaður og
hann er að meðaltali í öðrum Evrópu-
löndum,“ segir í skýrslunni. Á sein-
asta ári kom einnig til framkvæmda
lækkun heildsöluálagningar og lækk-
un á svokölluðum cif- og fob-kostn-
aðarstuðlum sem notaðir hafa verið
við útreikning á innkaupsverði lyfja.
Fram kemur í skýrslunni að í lok
nóvember 1993 hafi útgjöld Trygg-
ingastofnunar vegna lyfja á árinu
verið komin í 2.200 millj. kr. og því
allt útlit fyrir að heildarútgjöld árins
hafí verið undir þeirri upphæð sem
fjárlög gerðu ráð fyrir, en þau hljóð-
uðu upp á 2.540 millj. kr. vegna lyfja-
kostnaðar og að a.m.k. 650 millj. kr.
sparnaður hafí náðst fram á árinu.
►Hafsteinn Hafsteinsson er ný-
tekinn við starfí forstjóra Land-
helgisgæslunnar. í þessu viðtali
reifar hann ýmsar breytingar sem
hann telur þörf á að gera á tækja-
kosti og öðru innan stofnunarinnar
/10
Óðakapp ísdrottning-
anna
►Árásin á skautadrottninguna
Nancy Kerrigan hefur beint at-
hyglinni að helsta keppinaut henn-
ar, Tonyu Harding, sem lýst hefur
verið sem „afsprengi götunnar"./
12
Nýir Skaftáreldar
►Rannsóknir íslenskra jarðfræð-
inga á Skaftáreldum 1783 sýna
að gosmökkurinn mundi ná í 15
km hæð og gæti stöðvað allt þotu-
flug yfír Norður-Atlantshaf og
Evrópu./14
Hvað kostar að lifa?
►Fimm manna fjölskylda þarf að
hafa um 150 þúsund krónur í ráð-
stöfunartekjur á mánuði til að
mæta helstu kostnaðarliðum./20
SUNNUDAGUR
3R»röunbIrbib .. H
SUNNUDAGUR
B
► 1-28
Óskabörn og örlaga-
þræðir
►Þróun í erfðafræði gefur kost á
að menn velji sér afkvæmi með
tilliti til æskilegra eiginleika. í
þessari grein er meðal annars rætt
við lækna og erfðafræðinga um
siðferðileg álitamál./l
Getum við f yrirbyggt
katta- og rykmauraof-
næmi?
►Lungnadeildir Heilsuvemdar-
stöðvar Reykjavíkur og Vífilsstaða
sameinast í einstæðri rannsókn á
fyrirbyggjandi aðgerðum gegn
katta- og rykmauraofnæmi, sem
sjálfboðaliðar óskast Í./14
C BÍLAR________________
► 1-4
Vél sem hreinsar dekk
►íslenskur hugvitsmaður smíðar
umhverfísvæna vél sem hreinsar
tjöru af dekkjum. /1
Árleg vélsleðasýning
á Akureyri
►Fjallað um það nýjasta í vélsleð-
um og tafla um verð og búnað /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 9b
Kvikmyndahús 22 Fðlk í fréttum 16b
Leiðari 24 Myndasögur 18b
Helgispjall 24 Brids 18b
Reykjavíkurbréf 24 Stjömuspá 18b
Minningar 26 Skák 18b
íþróttir 42 Bió/dans 19b
Útvarp/sjónvarp 44 Bréf til blaðsins 24b
Gárur 47 Velvakandj 24b
Mannlífsstr. 6b Samsafnið 26b
Kvikmyndir 8b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4