Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INIULENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994 EM í knattspyrnu Islendingar mæta Svínm „FLJÓTT á litið held ég að við séum í ágætum riðli,“ sagði As- geir Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir að dregið var í riðla í undankeppni Evrópumóts landsliða í gær. Island er í 3. riðli með Svíþjóð, Sviss, Ungveijalandi og Tyrklandi, eina fimm liða riðl- inum. Sex lið eru í hinum. Ásgeir sagði að íslenska liðið ætti möguleika á hagstæðum úrslitum gegn þessum þjóðum þó svo að allir leikir væru erfiðir. „Við þekkjum Ungveija vel frá síðustu undan- keppni HM og eins höfum við verið í riðli með Tyrkjum. Ég tel okkur geta náð hagstæðum úrslitum gegn Sviss og Svíþjóð.“ Riðlarnir eru svona: 1. Aserbajdsjan, Slóvenía, ísrael, Pólland, Rúmenía, Frakkland. 2. Armenía, Xýpur, Makedonía, Belgía, Spánn, Danmörk. 3. Tyrkland, Island, Ungveq'aland, Sviss, Svíþjóð. 4. Slóvenía, Eistland, Litháen, Króatía, Úkraína, Italia. 5. Lúxemborg, Malta, Hvfta-Rússland, Tékkóslóvakía, Noregur, Holland. 6. Liechtenstein, Lettland, Austurríki, N- írland, Portúgal, Irland. 7. Moldavía, Albanía, Georgía, Búlgaria, Wales, Þýskaland. 8. RIÐILL: San Marínó, Færeyjar, Finn- land, Skotland, Grikkland, Rússland. ♦ ♦ Slasaðist í bílveltu MAÐUR var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri í fyrrinótt eftir að bíll sem hann ók valt út af veginum við Rauðuvík á Árskógsströnd. Illa gekk að ná manninum úr bílnum en lögreglu og sjúkraflutn- ingsmönnum tókst það þó án þess að kalla þyrfti til tækjabíl slökkviliðs- ins. Maðurinn var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsii hans voru ekki lífshættuleg, að sögn lögreglu á Akureyri. ♦■ ♦ ♦ Rútu ekið á hross RÚTUBÍL var ekið á hross á þjóð- veginum skammt frá Gljúfurá í Húnaþingi í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu á Blönduósi drapst hrossið samstundis. Talsverð- ar skemmdir urðu á rútunni en öku- manninn, sem var einn á ferð, sak- aði ekki. Skattar hækka, skattar lækka! Dæmi: Einstætt foreldri Kvæntir * karlar Hjón Tekjuskattsstofn 1.115.000 1.959.000 2.709.000 Tekjuskattur Áður 41,34% Nú 41,79% 174,000 179,000 522.900 531.700 546,000 558,100 Hækkun tekjusk. 5.000 8.800 12.100 Áhrif á ráðstöfunartekjur vegna framfærsluvísitölu -3.700 -5.700 -8.600 Samtals hækka skattar um kr. : 1.200 3.100 3.500 Formaður Kaupmannasamtakanna um fjölgun debetkorta Samstaða styrkist meðal kaup- manna gegn debetkortunum Samið við veitingastaði og ýmsa aðra þjónustuaðila MAGNÚS E. Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna, segir það ekki koma á óvart hversu margir séu komnir með debet- kort. Bankarnir séu að leggja niður bankakortin og þvinga fólk um Ieið til að taka debetkort í staðinn. Þeir samningar sem gerðir hafa verið um notkun þeirra eru við veitingastaði og ýmsa þjónustuaðila en ekki við verslanir. Samstaða kaupmanna hefur styrkst, sagði Magnús, um að taka þau ekki upp á meðan kostnaðinum er ætlað að lenda á kaupmönnum. „Eins og er hefur enginn efni á að taka debetkort nema Krislján Jóhanns- son söngvari," sagði Magnús. Magnús viðurkennir að þeim hafi flölgað sem fengið hafa debet- kort eins og fram hefur komið í frétt í Morgunblaðinu. „Þetta kem- ur okkur ekki á óvart,“ sagði Magnús. Kaupmenn hefðu óskað eftir því við bankana að tekin yrðu upp bankakort með myndum af handhafa en á annan tug ára hafi svarið verið að það væri of dýrt. Nú væri verið að tengja bankakort- in við debetkort og þvinga þannig menn til að taka við þeim með ærnum kostnaði. Gilda sem bankakort Benti hann á að debetkortin giltu nær eingöngu sem bankakort þar sem fáar verslanir tækju við þeim. „Samstaða okkar er að styrkjast,“ sagði Magnús. „Okkur liggur ekk- ert á. Það verða ekki til neinir peningar með þessu móti. Það erf- iðasta fyrir bankana verður að snúa almenningsálitinu ef samn- ingar takast um debetkortin. Fólk er ekki tilbúið til að taka við þeim. Þó svo að um einhverja fjölgun sé Skattgreiðslur einstaklinga hækka Lækkun vsk. vegur ekki upp hærri beina skatta Hjón með 2,7millj. á ári greiða 3.500 kr. meira HJÓN með um 2,7 milljónir króna í árstekjur greiða um 3.500 krónum meira til hins opinbera í ár en á síðasta ári. Einstæðir foreldrar með rúma milljón í árstekjur greiða um 1.200 krónum meira en í fyrra. Þá hefur verið tekið tillit til hækkunar á tekju- skatti og útsvari, Iægri virðisaukaskatts á matvælum og fleiri skattabreytinga sem hafa áhrif á framfærsluvísitölu. Samkvæmt útreikningum, sem Yngvi Harðarson hagfræðingur gerði að beiðni Morgunblaðsins, vegur lækkun virðisaukaskatts á matvælum aðeins að hluta upp þá hækkun sem varð á tekjuskatti og útsvari um síðustu áramót. Forsendur þær sem Yngvi gaf sér voru að innheimtuhlutfall í staðgreiðslu hækkaði úr 41,34% í 41,79% um áramótin. Er þá miðað við bráðabirgðaskatthlutfall í janú- ar en endanlegt skatthlutfall fer eftir meðalútsvari sveitarfélaga. Á móti hækkaði mánaðarlegur per- sónuafsláttur um 4 krónur um ára- mótin og miðað er við að fram- færsluvísitalan lækki um 0,4% vegna skattabreytinga. Lægri virð- isaukaskattur á matvælum hefur 0,6% lækkun í för með sér en tryggingagjald á fyrirtækjum er talið leiða til 0,2% hækkunar á vísitölunni. Yngvi miðaði síðan við forsendur Þjóðhagsstofnunar um meðaltekj- ur ákveðinna hópa til að reikna út áhrif skattbreytinganna á tekj- ur. Samkvæmt því greiða kvæntir karlar með um tveggja milljóna króna árstekjur að jafnaði 3.100 krónum meira á þessu ári til hins opinbera en í fyrra, hjón með 2,7 milljóna króna árstekjur greiða að jafnaði 3.500 krónum meira og einstæðir foreldrar með 1,1 milljón í árstekjur greiða 1.200 krónum meira. að ræða og þó svo tugum milljóna sé eytt í auglýsingar, þá hefur það ekki skilað sér.“ Magnús sagði að Kaupmanna- samtökin hefðu skrá yfir þau fyrir- tæki sem samið hefur verið við. „Þetta eru veitingastaðir og ýmsir þjónustuaðilar og tiltölulega fáir kaupmenn,“ sagði hann. „Það verður ekkert af þessu fyrr en verslunin tekur við debetkortum. Það er dæmi um að stór aðili sem gerði samning við kortafyrirtækin í september síðastliðnum; þangað hafa komið tveir viðskiptavinir og óskað eftir að fá að greiða með bankakorti og báðir voru banka- stjórar. Þarna hafa þúsundir komið á sama tímabili. Þá má nefna að stór veitingastaður samdi um kort fyrir áramót; þangað hefur einn komið og það var bankastjóri. Það hefur enginn efni á að taka debet- kort nema Kristján Jóhannsson." Tillögur um Kvótaþing fá dræmar undirtektir hjá hagsmunaaðilum HAGSMUNAAÐILUM hafa verið kynntar tillögur „þríhöfðanefnd- ar“ um nýtt fyrirkomulag á við- skiptum með aflamark. Lagt er til að öll viðskipti með kvóta, önnur en jöfn skipti, fari um opinn tilboðsmarkað, Kvótaþing. Morgunblaðið/Júlíus Fundað um málefni fj ölsky ldunnar FYRSTI fundur nefndar á vegum Reykjavíkurborgar um málefni fjölskyldunnar var haldinn í ráðhúsinu í gær. Nefndin var skipuð af borgarráði í tilefni af ári fjölskyldunnar og að sögn Árna Sigfús- sonar formanns nefndarinnar er henni ætlað að leggja grunn að heildarstefnumótun um málefni fjölskyldunnar og móta tillögur um sérstakar aðgerðir til að styrkja fjölskyldueininguna, sem mikilvæg- ustu einingu samfélagsins. Hann sagði að gert væri ráð fyrir ýmsum aðgerðum á árinu til að minna á ár fjölskyldunnar og yrði leitað eftir samstarfí við fjölmarga aðila til að gera það sem best úr garði. Á myndinni eru frá vinstri: Krístín Á. Olafsdóttir, Nýjum vett- vangi, Árni Sigfússon formaður, Sjálfstæðisflokki, Sigríður Sigurð- ardóttir, Sjálfstæðisflokki, Helga Jóhannesdóttir, Sjálfstæðisflokki. Á myndina vantar Guðrúnu Ög- mundsdóttur, Kvennalista, og Katr- ínu Gunnarsdóttur, Sjálfstæðis- flokki. Hugmyndin er að markaðurinn verði uppbyggður líkt og Verð- bréfaþing þar sem aflamarkið verður selt hæstbjóðanda. Kaup- endur og seljendur eiga ekki að vita hverjir af öðrum og á það að koma í veg fyrir að menn sammælist um undirboð. Heimilt verður að færa afla á milli skipa í eigu sama aðila, enda felist ekki í því eiginleg viðskipti. Ríkisstjórnin hefur sent sjávarút- vegsnefnd Alþingis tillögurnar og eins hafa þær verið kynntar fyrir hagsmunaaðilum, fyrst munnlega og síðan skriflega. Morgunblaðið átti tal við fulltrúa fiskvinnslu og sjómanna eftir að þeim hafði verið kynnt innihald tillagnanna munn- lega. Þá lá fyrir kjarni þess sem í tillögunum felst og líkaði hvorugum við tillögur „þríhöfðanefndar". Ólíklegt að sjómenn samþykki Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagðist ekki eiga von á að sjómenn myndu sætta sig við þessar tillögur einar og sér. „Þetta nær ekki utan um þá gagnrýni sem við höfum haft uppi. Við teljum að það þurfí fleira að koma til til þess að tryggja okk- ar umbjóðendur." Óskar taldi að kvótabanki væri skref í áttina til að mæta gagnrýni sjómanna á „tonn á móti tonni“ veiðar og „leiguliðaútgerð". Hann taldi þess- ar tillögur ekki taka nógu ákveðið fyrir að sjómenn verði neyddir til að taka þátt í sjóðamyndun til kvótakaupa. Óskar álítur að það þurfí skýrt lagaákvæði sem tekur fyrir að sjómenn verði neyddir til kvótakaupa. Fiskvinnslustöðvar andsnúnar hugmyndunum „Samtök fískvinnslustöðva lýsa beinni andstöðu við þessar hug- myndir“, sagði Arnar Sigurmunds- son formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Hann segir mörg físk- vinnslufyrirtæki hafa hagrætt með því að selja báta en hafa haldið kvóta til að tryggja sér hráefni. Ef gerð verði krafa um að viðskipti með aflaheimildir milli útgerða fari um einn markað, sé viðbúið að vinnslustöðvarnar fari aftur að gera út með tilheyrandi skuldsetningu. Arnar segir að viðskipti með kvóta séu nú gjarnan innan sama byggðarlags, en ef aflaheimildirnar verða að fara á landsmarkað, !ík- lega fyrir sunnan, sé engin trygging fyrir því hvar kvótinn lendi og ótt- ast Arnar að breyting í þessa átt ógni atvinnuöryggi víða um land, einkum í þeim byggðum sem þegar standa höllum fæti. „Þetta er hvorki hagstætt fyrir vinnsluna í landi, útgerð eða sjómenn,“ sagði Arnar. Halla Helgadóttir Bergs sendiráðunautur látin HALLA Helgadóttir Bergs sendiráðunautur lést í Borgar- spitalanum 21. janúar 1994. Halla var fædd 3. febrúar 1922 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Bergs forstjóri og Elín Thorstensen. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942 og lauk BA-prófi í ensku, frönsku og heimspeki frá Háskóla íslands 1945. Halla var einnig við nám í Oxford 1962 og í Caen í Frakk- landi sama ár. Hún gegndi störfum í utanríkisþjónustunni frá 1944, meðal annars í sendiráðum íslands í Stokkhólmi, París, Ósló og Kaup- mannahöfn. Einnig var hún kenn- ari í Reykjavík frá 1962-64. Halla var skipuð fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1. maí 1966 og starfaði sem sendiráðunautur í London frá september árið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.