Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 17 Bandalagi kommúnista spáð sigri í kosningunum á Ítalíu 27.-28. mars Eini mögnleiki borgara- flokkanna er samfylking KAFLASKIPTI urðu í ítalskri sögu um síðustu helgi þegar Oscar Luigi Scalfaro forseti rauf þing og boðaði tii nýrra kosninga á pálmasunnudag síðast í mars. Þá lauk því, sem sumir kalla Fyrsta ítalska lýðveldið, tímabili ótrúlegrar spillingar, sem teygði anga sína út um allt þjóðfélagið. Síðustu tvö ár hafa einkennst að upp- Ijóstrunum, handtökum og spillingarákærum og spilltastir allra voru þeir, sem haft hafa töglin og hagldirnar í ítölskum stjórnmál- um allt frá stríðslokum, kristilegir demókratar og sósíalistar. I kosningunum á síðasta ári biðu þessir flokkar mikið afhroð og í kosningunum framundan virðist fátt geta komið í veg fyrir stórsig- ur kommúnista, Lýðræðisbandalags vinstrimanna, PDS, og flokks harðlínukommúnista. Kosningabandalagi þessara flokka og græn- ingja er spáð allt að 40% atkvæða. Eina von mið- og hægriflokka er að efna til samfylkingar sín í milli en hvort það tekst á þeim stutta tíma, sem er fram til kosninga, er óvíst á þessari stundu. • ^ arlo Azegiio Ciampi, fyrrver- andi seðlabankastjóri, sem tók að sér á síðasta ári að stýra ítölsku ríkisstjóminni til bráða- birgða, er að flestra dómi b.esti forsætisráðherra allra þeirra 52 ríkisstjóma, sem veriðjiafa á ítal- íu eftir stríð. Hann hafði verk að vinna, að koma í gegn verulegum breytingum á kosningakerfinu og taka til í fjármálum ríkisins, og hvort tveggja leysti hann vel af hendi. Fjárlagafrumvarpið, sem margir þingmenn samþykktu nauðugir viljugir, einkennist í fyrsta sinn um langt skeið af að- haldi og niðurskurði, og vonast er til, að nýja kosningakerfið greiði leiðina fyrir heiðarlegum stjómarháttum.- ítalir hafa notast við hlutfalls- kosningakerfi allt frá stríðslokum en nú verða 75% þingmanna í neðri deild þingsins kosnir í ein- menningskjördæmum. Á það að koma í veg fyrir framboð fjölda smáflokka og tryggja stöðugra stjómarfar en um leið verður það líka enn brýnna fyrir mið- og hægriflokkana að sameinast gegn kosningabandalagi vinstrimanna. Stór hluti þingmanna grunaður um spillingu Þingmenn kristilegra demó- krata og sósíalista börðust í lengstu lög gegn því, að boðað væri til nýrra kosninga enda hafa þeir mest að missa. Fæstir þeirra eiga afturkvæmt í þingið og með þingrofinu vom þeir einnig sviptir þinghelgi. Margir þeirra mega því búast við, að lögreglan banki upp á hjá þeim einhvem daginn en áður hefur fullur þriðjungur 945 þingmanna í neðri deildinni og öldungadeildinni og fjórir fyrrver- andi forsætisráðherrar verið ákærðir eða bendlaðir við spillingu með einum eða öðrum hætti. Þegar Ciampi forsætisráðherra hafði lýst því yfir, að starfi sínu og þingsins væri lokið, lagði hann fram lausnarbeiðni sína og Scalf- aro forseti ggMHHH ákvað að ijúfa þing og boða til kosninga. Verða þær á pálmasunnu- dag 27. mars og einnig mánudag- inn 28. af tillitssemi við ítalska gyðinga. Kommúnistar á Italíu eins og víðar hafa löngum kunnað þá list að mynda bandalög við ýmsa hópa til að styrkja stöðu sína en það sama verður ekki sagt um mið- og hægriflokkana. Ástandið á þeim vængnum einkennist af al- gerri upplausn. Kristilegi demó- krataflokkurinn, sem var lagður formlega niður í síðustu viku, hef- ur klofnað í tvo flokka, Þjóðar- Spillingunni mótmælt Á SÍÐASTA ári var víða efnt til mótmæla í Italíu gegn spilling- unni, sem er raunar alls ekki bundin við sfjórnmálamennina eina, heldur gegnsýrir allt þjóðfélagið. Hér er verið að krefjast þess, að hreinsað verði til á þinginu. Það verður gert í kosningunum í mars. BAKSVIÐ eftir Svein Sigurðsson flokkinn og Miðflokkinn, og Sós- íalistaflokkur Bettinos Craxis, fyrrverandi forsætisráðherra, fyr- irfinnst varla lengur nema að nafninu til. Raunar er hann á göt- unni, búinn að missa ofan af sér húsnæðið, og hann og raunar flestir stjórn- málaflokkanna eru í raun gjaldþrota. Norðursambandið stærst Stærsti flokkurinn á hægri- vængnum nú er Norðursambandið undir forystu Umbertos Bossis en það hefur haft um 16% fylgi í skoðanakönnunum að undan- förnu. Helsta stefnumál þess hefur verið að gera Ítalíu að sambands- ríki til að auðugur norðurhlutinn þurfí ekki að borga jafn mikið með fátækum suðurhlutanum og verið hefur og auk þess hefur flokkurinn hamrað á spillingu gömlu flokkanna. Á hina hreinu ímynd hans hefur þó fallið veru- lega eftir að upp komst, að hann hafði þegið mútur frá efnafyrir- tækinu Ferruzzi-Montedison. Bossi þótti svo bíta höfuðið af skömminni með því að lýsa yfir eftir yfirheyrslur hjá lögreglunni, að framlög til flokksins væru rétt- lætanleg, hvaðan sem þau kæmu. Á eftir Norðursambandinu hef- ur nýfasistaflokkurinn, MSI, mest fylgi á hægrivængnum samkvæmt skoðanakönnunum eða um 10%. Hefur hann nokkuð reynt að þvo af sér fasistastimpilinn en í flest- um málum er stefna hans afar óijós. Á ítalska þinginu eru fleiri flokkar en hér hafa verið nefndir en þeir eru smáir og í kosningun- um á síðasta ári fékk enginn þeirra meira en 5% atkvæða. Tvö önnur stjómmálaöfl hyggj- ast bjóða fram í kosningunum í mars, annars vegar Forza Italia, flokkur fjölmiðlakóngsins Silvios Berlusconis, og hins vegar ítalski sáttmálinn, flokkur umbóta- sinnans Marios Segnis, sem barð- ist hvað mest fyrir breytingum á kosningakerfinu. Berlusconi virð- ist reyndar ekki eiga annað erindi í pólitíkina en beijast gegn því, að kommúnistar ráðist gegn fjöl- miðlaveldinu hans eins og þeir hafa hótað að gera en hann hefur þó þann fyrirvara á framboði, að geti borgaraflokkamir komið sér saman gegn kommúnistum, sé hann tilbúinn til að draga sig í hlé. Sundurlyndi borgaraflokkanna Segni stefnir aftur hærra ög segir óhikað, að hann ætli sér að verða forsætisráðherra á Ítalíu. Þess vegna hefur hann nú forystu um að sameina mið- og hægri- flokkana í eitt kosningabandalag. Það verður þó erfitt verk eins og sést á því, að Mino Martinazzoii, formaður Þjóðarflokksins, lýsti því yfir í síðustu viku, að hann gæti vel hugsað sér samstarf við flokk Segnis en ekki við klofningsflokk- inn úr kristilegum demókrötum, Miðflokkinn, og ekki við Norður- sambandið. Andstaðan við síðar- nefnda flokkinn byggist aðallega á því, að Martinazzoli óttast, að bandalag við hann myndi færa honum Norður-Ítalíu á silfurfati. Norðursambandið og Forza Italia, flokkur Berlusconis, geta hins vegar vel hugsað sér að starfa saman, einkum eftir að Umberto Bossi dró í land með að skipta Ítalíu í sambandsríki, en hvort eða hvar nýfasistaflokkurinn kemur inn í myndina er ekki vitað enn. „Stór hluti ítölsku þjóðar- innar bíður eftir tækifæri til að fá að kjósa einn lýðræðissinnaðan umbótaflokk. Það er skylda okkar að láta hann líta dagsins ljós,“ sagði Segni í síðustu viku en ljóst er, að án samstarfs Þjóðarflokks- ins og Norðursambandsins mun sá draumur ekki rætast. Ef ítölsku borgaraflokkamir geta ekki brotið odd af oflæti sínu og sameinast í eina fylkingu fyrir kosningarnar í mars mun fyrsta vinstristjórnin taka við stjórnar- taumunum á Ítalíu að þeim lokn- um. Achille Occhetto, leiðtogi Lýð- ræðisbandalags vinstrimanna og líklegur forsætisráðherra, hefur þá náð takmarki sínu, ekki vegna eigin verðleika eða flokksins, held- ur vegna þess, að andstæðingar hans urðu spillingunni að bráð. Jassí Djúpinu JAZZTRÍÓ skipað Sigurði Flosasyni saxófónleikara, Eð- varði Lárussyni gítarleikara og Þórði Högnasyni bassaleikara kemur fram í Djúpinu næstkom- andi sunnudagskvöld. Tríóið leggur áherslu á flutning jassstandarda, þekktra sem óþekktra, og verður boðið upp á fjölbreytt úrval verka á tónleikun- um. Aðgangseyrir er kr. 500. --------♦ » »-- Kvöldmessa í Breiðholtskirkju SÉRSTÖK kvöldguðsþjónusta með altarisgöngu og nýrri tón- list verður í kvöld kl. 20.30 í Breiðholtskirkju í Mjódd. Messa verður í samvinnu Breið- holtssafnaðar og samtakanna Ungt fólk með hlutverk, en sam- tökin hafa um alinokkurn tíma séð um sairtkomur í kirkjunni öll sunnudagskvöld kl. 20.30. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggansj_____________x Kjósum málsvara umhverfis- og heilsuverndar Ólaf F. Magnússon lækni og varaborgarfulltrúa í 4. - 6. sœti í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins Ólafur hefur einkum beitt sér í heilbrig&is- og umhverfismálum, en aukib umferðar- öryggi og bættar gönguleiöir um borgina eru einnig sérstök áhugamál hans. Hann hefur verib virkur í störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitti sér af einurð gegn tilkomu svonefndra heilsukorta og tilvísunarkerfis í heilbrigðisþjónustunni. HELSTU STEFNUMÁL: • Réttlátari fjölskyldustefna • Ráðdeildarsemi með almannafé • Markviss atvinnuuppbygging • Verndun og varbveisla útivistarsvæða • Bættar göngu- og hjólreiðaleiðir • Fjölgun undirganga við umferðaræðar • Öflugar mengunarvarnir • Aukið umferðaröryggi • Frestun stórframkvæmda við Korpúlfsstaði og bílastæðahús í miðbænum • Hagkvæmni og fjölbreytni í öldrunarþjónustu • Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu • Heilsuverndarstöðin áfram í þjónustu Reykvíkinga , Munum baráttu Olafs fyrir opnu útivistarsvæði og hagsmunum almennings í Fossvogsdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.