Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 RADA UGL YSINGAR Málverk Óskum eftir verkum gömlu meistaranna. Fyrir viðskiptavin okkar leitum við að góðri mynd eftir J.S. Kjarval. Höfum hafið móttöku á málverkum fyrir næsta listmunauppboð. Opið í dag frá kl. 14.00-18.00. BORG Sími 24211. SStyrkirtil háskólanáms í Bandaríkjunum Styrkir verða veittir úr Thors Thors sjóðnum til háskólanáms í Bandaríkjunum skólaárið 1994-95. Styrkþegar þurfa að hafa lokið háskólaprófi eða munu Ijúka prófi í lok náms- ársins 1993-94. Umsóknareyðublöð fást hjá Íslensk-Amer- íska félaginu, Hafnarstræti 7, 4. hæð, póst- hólf 57, 121 Reykjavík. Umsóknum þarf að skila til félagsins fyrir 5. apríl nk. Islensk-Ameríska félagið, sími 625060. Svínapest í Þýskalandi - Samantekt á ákvörðunum Framkvæmda- stjórnar EB, dagsettar 20. janúar 1994 Með vísan til Viðauka l (I. kafli, 14. liður) EES-samningsins, er eftirfarandi upplýsing- um frá EB hér með komið á framfæri: Með vísan til ofangreindra ákvarðana, eru samþykktar nýjar varnarráðstafanir gegn Þýskalandi á sviði heilbrigði dýra. Vegna nýs faraldar þessa sjúkdóms á svæði með mikinn fjölda svína í þýska sambandsríkinu Neðra- Saxlandi (Niedersachsen), er einungis heim- ilt að flytja lifandi svín, svínakjöt og kjötvörur út af skilgreindu svæði innan sambandsríkis- ins ef dýrin eða vörurnar uppfylla sérstök skilyrði. Þessi sérstöku skilyrði er kveðið á um í ofangreindum ákvörðunum. Til viðbótar hindrunum á flutningi lifandi svína, svínakjöts og kjötvara, skal Þýskaland framkvæma blóðrannsóknir á 100.000 svín- um á ári. Niðurstöður þessarar skimunar auk faraldsfræðilegrar greiningar ber að skila vikulega til framkvæmdastjórnar EB. Auk þessa ber Þýskalandi að stofnsetja sérstaka nefnd sem skal vinna að vörnum gegn svína- pest og, ef mögulegt, útrýmingu sjúkdóms- ins. Þessi varnarákvörðun nemur úr gildi fyrri ákvarðanir varðandi svínapest í Þýskalandi, og verður endurskoðuð fyrir 15. mars 1994 með tilliti til framvindu sjúkdómsins þar. Jafn- framt eru, með tilliti til árangurs, fyrri ákvarð- anir varðandi svínapest í Slésvík Holtseta- landi og Baden Wurtemberg, numdar úr gildi. íslenskir áskrifendur að „EES-viðbætinum við stjórnartíðindi Evrópubandalagsins“ eiga rétt á að fá sendan heildartexta ákvarðana Framkvæmdastjórnar EB, sé um beðið. Text- inn, á ensku, verður sendur af útgáfudeild EFTA, þar sem einnig er hægt að gerast áskrifandi að EES-viðbætinum á íslensku. EFTA Publication Unit, Rue de Tréves 74, 1040 Brussel, Belgía Sími: 90 32 2 286 1711 Bréfsími: 90 32 2 286 1750 Utankjörfundaratkvæða- greiðsla Hinn 19. febrúar 1994 fer fram atkvæða- greiðsla um eftirgreindartillögur um samein- ingu sveitarfélaga: 1. Um sameiningu Breiðdalshrepps og Stöðvarhrepps. 2. Um sameiningu Hafnar, Mýrahrepps og Nesjahrepps. 3. Um sameiningu Norðurárdalshrepps, Stafholtstungnahrepps, Borgarhrepps, Borgarness, Álftaneshrepps og Hraun- hrepps. Hinn 19. mars 1994 fer fram atkvæða- greiðsla um sameiningu Glæsibæjarhrepps, Oxnadalshrepps og Skriðuhrepps. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þess- ara tillagna er hafin og-fer hún fram hjá sýslu- mönnum og hreppstjórum um land allt. Félagsmálaráðuneytið, 21. janúar 1994. Auglýsing um tillögu að deiliskipu- lagi ílandi Hraunholts Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjóra ríkisins og með vís- an til gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 er hér með lýst eftir athugasemd- um við tillögu að deiliskipulagi íbúðarhverfis á Hraunsholti austan Hafnarfjarðarvegar. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, frá 24. janúar til 21. febrúar 1994, á skrif- stofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 7. mars 1994 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Vakin er athygli á, að um er að ræða auglýs- ingu á breyttu skipulagi, frá því sem áður var auglýst fyrri hluta árs 1993. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Verkamannafélagið Dagsbrún Leiðbeiningar við framtalsgerð Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags- mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtals helgina 5.-6. febrúar 1994 með sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrúnar, sími 25633, og láta skrá sig til viðtals eigi síðar en 4. febrúar nk. Ekki er unnt að taka við beiðnum eftir þann tíma. Verkamannafélagið Dagsbrún. Námskeið í keramik 6 vikna keramiknámskeið hefjast að Huldu- hólum, Mosfellsbæ um miðjan febrúar. Byrjendaflokkar, framhaldsflokkar. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. firidsskóim Kennsla hefst eftir helgi Framhald: 10 mánudagskvöld, hefst á morgun. Byrjendur: 10 þriðjudagskvöld, hefst nk. þriðjudag. Upplýsingar og innritun í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 18, og mánudag og þriðjudag frá kl. 10-15, í síma 812607. Skákskóli íslands Ný námskeið hefjast í Skákskóla íslands, Faxafeni 12, Reykjavík, 1. febrúar næstkom- andi. Kennt verður í almennum flokkum, framhaldsflokkum, fullorðinsflokkum og kvennaflokkum. Kennt verður einu sinni í viku, 2 tíma í senn. Námskeiðin standa í 10 vikur. Einnig verður boðið uppá styttri riám- skeið fyrir byrjendur, þ.e. 6 vikna nám- skeið,11/2 klst. í senn. Innritun fer fram í síma 689141 virka daga kl. 10-13 og sunnudaginn 30. jan. kl. 14-15. Skólastjóri. 'f MATREIÐSLUSKÖUNN DKKAR Námskeið í janúar og febrúar Bökugerð 24.-25. janúar kl. 19.30-22.30. Austurlensk matargerð 26.-27. janúar kl. 19.30-22.30. Makróbíótískt fæði 31. janúar kl. 18.00-21.00. Heilsufæði 7. febrúar kl. 18.00-21.00. Kökuskreytingar I 14. febrúarkl. 19.30- 22.30. Hlaðborð f/ferminguna 21 -22. febrúar kl. 19.30-22.30. intefimational student exchange programs Hefurðu kjarktil þess aðtakastá við hið nýja og ókunna? Með því að gerast skipti- nemi, ganga í erlendan framhaldsskóla, semja þig að framandi siðum og menningu og læra nýtt tungumál, tekstu á við sjálf- an þig á nýjan hátt og býrð þig betur undir lífið. Misstu ekki af einstæðu tækifæri Ef þú ert fædd/ur 1976, 1977 eða 1978 geturðu sótt um. Búnaðarbankinn lánar til slíkrar námsdvalar í allt að 18 mánuði. Hafðu samband við skrifstofuna. ASSE, Lækjargötu 3, (Skólastrætismegin), Reykjavík, sími 91-621455. Geymsluhúsnæði til leigu Upphitað u.þ.b. 110 fm geymsluhúsnæði í Sundagörðum leigist ódýrt. Einhver lyftaraþjónusta gæti fylgt. Upplýsingar gefur Marteinn í síma 813879.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.