Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
Stefán íslandi
Kveðja að heiman
Ég hafði verið að dunda eitthvað
suður í Bæjarnesi. Þegar ég kom
heim í hlaðvarpann heyrði ég að
einhver var að syngja inni í bæ.
Það var engin nýlunda því mikið
var sungið í Eyhildarholti en þessa
rödd þekkti ég ekki. „Hver er kom-
inn?“ spurði ég Svein afa, sem ég
mætti á hlaðinu. „Það er hann
Stebbi söngur," svaraði afi. Ég var
nú litlu nær því ég kannaðist ekki
við neinn, sem hét „Stebbi söngur“.
Ég ákvað að athuga þetta betur
og hraðaði mér upp í norðurstofu,
því þaðan bárust þessir tónar. Og
Tnikið rétt, þarna sat pabbi við org-
elið og við hlið hans stóð unglingur
og söng með þeirri fegurstu rödd,
sem ég hafði heyrt. Ég læddist fram
hjá söngvaranum, settist flötum
beinum á gólfið í norðausturhorni
stofunnar og bærði ekki á mér fyrr
en þessari ógleymanlegu söngveislu
var lokið.
Og þetta var þá hann „Stebbi
söngur“, sem afí nefndi svo, og ég
heyrði síðar fleiri gera, með öðrum
orðum: Stefán Guðmundsson. Og
hvað var eðlilegra en að þessi piltur
væri nefndur „Stebbi söngur“? Feg-
urri söngrödd hafði ég aldrei heyrt.
Hann söng jafnvel betur en Sveinn
afi en það hafði ég nú, til þessa,
álitið að ekki væri hægt. Og enn
man ég sum lögin, sem hann söng
þarna í norðurstofunni þennan
sunnudag: Friðarins guð, Miranda,
Brúnaljósin blíðu, Heimi, Kirkju-
hvol, Sunnudag selstúlkunnar.
Þessi för Stefáns fram í Eyhildar-
holt var aðeins ein af mörgum slík-
um á meðan hann átti heima í
Hegranesinu.
Stefán Guðmundsson mun um
þessar mundir, frá vori 1924 til
vors 1925, hafa verið vinnumaður
í Ási í Hegranesi. Engan mun þá
hafa órað fyrir því hver framtíð
þessum fátæka vinnupilti var búin.
En hann átti ómetanlegan íjársjóð
þar sem var söngröddin og sá fjár-
sjóður entist honum, með góðra
manna hjálp, til þess að verða ást-
sælasti söngvari íslenskrar þjóðar.
Ég er ekki viss um að það sé á
margra vitorði hvenær Stefán söng
„opinberlega" í fyrst sinn. Á Læk
í Viðvíkursveit hafði verið byggt
samkomuhús, lítið og ófullkomið á
allan hátt en kom sér þó vel og var
mikið notað í þá daga, bæði til
hverskonar fundahalda og dans-
leikja. Kvenfélagið í sveitinni hafði
nú ákveðið að efna til samkomu í
Lækjarhúsinu og mæltist til þess
við vinnupiltinn í Ási að hann syngi
þarna nokkur lög. Stefán skoraðist
aldrei undan því að taka lagið, enda
var það hans eftirlætis-„iðja“, og
varð auðvitað við þessari beiðni
kvennanna í Viðvíkursveitinni, að
því tilskildu þó, að pabbi fengist til
þess að annast undirleikinn. Það
var auðvitað sjálfsagt að verða við
því. Stefán kom fram í Eyhildar-
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RÓSA ÁRNADÓTTIR,
Laufvangi 16,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þríðjudaginn 25. janúar
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hafnarfjarðarkirkju.
Karl Brynjólfsson, Kristín Kristjánsdóttir,
Sóley Brynjólfsdóttir, Bjarni Ágústsson,
Haukur L. Brynjólfsson, Ásgerður Hjörleifsdóttir
Bragi Brynjólfsson, Guðlaug Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
J
+
Ástkær móðir okkar og systir,
GUÐRÚN ALFONSDÓTTIR,
Barmahlíð 42,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðju-
daginn 25. janúar kl. 13.30.
Björn Jóhann Guðjohnsen,
Sigurður Kristinn Guðjohnsen,
Jón Alfonsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA BEKK GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. janúar kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð
Skjóls.
Vilborg Einarsdóttir,
Einar Einarsson,
Jórunn Einarsdóttir,
Hreggviður Þorgeirsson,
Einar Runólfsson,
Ólöf Stefánsdóttir,
Fríðþjófur Másson,
Herborg H. Halldórsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INDRIÐI BJÖRNSSON,
áður Blómvallagötu 13,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30.
Björn Indriðason, Elsa Gunnarsdóttir,
Einar Bragi Indríðason, Þóra Elín Helgadóttir,
Aðalheiður Björk Indriðadóttir
og barnabörn.
holt og þeir pabbi komu sér saman
um hvaða lög hann skyldi syngja.
Samkoman átti að vera á annan
jóladag, ef ég man rétt. Að undan-
förnu hafði verið asahláka og mikil
leysing og var svo enn. Stefán hafði
komið fram í Eyhildarholt seinni-
part dagsins. Um kvöldið var svo
hesti beitt. fyrir sleða og ekið út
Eylendi, _í svartamyrkri og sunnan-
stormi. ísinn virtist vera nokkuð
traustur en vatnsagi var mikill og
skóf vatnið yfir þá félaga í stormin-
um. Reyndist sleðaferðin því ærið
vatnsborin og fremur kaldsöm þeg-
ar vatnið fór að síast inn úr fötun-
um.
Á Læk var þeim félögum tekið
með kostum og kynjum. Kvenfé-
lagskonur báru þeim þegar brenn-
heitt kaffi og hefur áreiðanlega
fylgt með sá „kaffibætir" sem löng-
um hefur þótt duga vel veðurhrökt-
um mönnum. Og svo hófst söngur-
inn. Samkomusalurinn var svo þétt-
skipaður að þar stóð maður við
mann. Allt gekk áfallalaust þótt
eitt óhapp henti, sem þó kom ekki
að sök. Stefán var að syngja lagið
„Friðarins guð“. Lagið var prentað
á eina opnu í bókinni og byrjaði
auðvitað á síðunni til vinstri. En
þegar kom að síðunni hægra megin
var það blað á bak og burt. Blöðin
voru orðin laus úr kilinum og hefur
þetta blað einhvernveginn lent á
skökkum stað. Stefán hélt auðvitað
sínu striki og ekki dugði að hætta
undirleiknum í miðju lagi svo pabbi
spilaði seinni hlutann bara „eftir
e_yranu“ og mun það hafa blessast.
Áheyrendur munu einskis hafa orð-
ið varir enda beindist athygli þeirra
fremur að söngnum en undirleikn-
Stefán Guðmundsson 21 árs gam-
all. Myndina tók Loftur Guð-
mundsson í september 1929.
um. Söng Stefáns var tekið með
miklum fögnuði. Varð hann ekki
aðeins að endurtaka flest lögin held-
ur einnig að bæta við aukalögum.
Sagði Stefáns síðar, að aldrei hefði
sér þátt vænna um neinar undir-
tektir við söng sinn en þær, sem
hann fékk þetta skammdegiskvöld
í litla húsinu á Læk.
Nú fór að styttast í veru Stefáns
í Skagafirðinum. Hann hvarf að
söngnámi, fyrst hér heima og síðan
erlendis. Er sá ferill alkunnur og
verður ekki rakinn hér. Skagfirð-
ingar, sem og þjóðin öll, glöddust
yfir frama hans og fögnuðu hverj-
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
frá Kaldárbakka,
lést í Kumbaravogi 16. þ.m.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. janúar nk.
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Bergsveinsdóttir Corbin.
+
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs
föður míns, afa og langafa,
MAGNÚSAR V. FINNBOGASONAR
mag. art.,
Drápuhlíð 32.
Hjördís Magnúsdóttir,
Kristín Anna Einarsdóttir, Guðmundur Örn Einarsson,
Helga Einarsdóttir, Áslaug Helga Hálfdánardóttir
og barnabarnabörn.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar-
för móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTRÍÐAR J. VIGFÚSDÓTTUR,
Kleppsvegi 40,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir færum við Heimastoð og læknum og hjúkrunar-
fólki á deild 12-G, Landspítalanum.
Guð blessi ykkur öll.
Þóra M. Hreiðarsdóttir, Haraldur E. Magnússon,
Ástríður Haraldsdóttir, Guðbjörg Haraldsdóttir,
Hreiðar Páll Haraldsson, Erla Ólafsdóttir
og barnabarnabörn.
+
Við þökkum auðsýnda samúð vegna
fráfalls bróður okkar,
REYNIS HELGA ÓLAFSSONAR,
Hólabergi 56.
Útförin hefurfarið fram. Þeim sem vildu
minnast hans er bent á Styrktarfélag
vangefinna.
Svala, Smári, Ómar og Sigriður.
um nýjum sigri. En þótt hann dveldi
langdvölum erlendis þá gleymdi
hann ekki löndum sínum hér heima.
Hann kom heim svo oft, sem föng
voru á, hélt þá jafnan tónleika víðs-
vegar um land og ávallt við ein-
dæma fögnuð og hrifningu áheyr-
enda.
Ég hygg það hafi verið síðsum-
ars 1937 að Stefán fór sem oftar
í söngför um landið og annaðist
Páll ísólfsson undirleikinn. Þá söng
Stefán í Varmahlíð í Skagafirði og
var það í fyrsta skipti sem ég heyrði
hann syngja hér heima eftir að
hann hafði lokið námi. Samkomu-
salurinn í Varmahlíð troðfylltist svo
að út úr flóði, í bókstaflegri merk-
ingu. í ganginum framan við sal-
inn, stóð maður við mann. Samt
komust ekki allir undir þak og urðu
sumir að standa utan húss en
gluggar höfðu verið opnaðir svo að
einnig þeir gætu notið söngsins.
Óli minn í Álftagerði, sem kynntist
Stefáni þegar hann var að alast upp
í Syðra-Vallholti og tók þá miklu
ástfóstri við þennan unga söngfugl,
stóð fast upp við senuna, starði
beint framan í Stefán og tárfelldi
af hrifningu.
Páll ísólfsson hafði lagt töskuna
sína ofan á orgelstólinn til þess að
hækka sig í sessi. Nú tóku þeir, sem
næstir stóðu senunni, eftir því, að
einhver vökvi var farinn að renna
niður stólinn. Sjálfsagt hefur þeim
sem sáu þótt þetta kyndugt fyrir-
bæri en Páll lét ekki á neinu bera,
þeir félagar luku við lagið og lófa-
klappið dundi. Þá stóð Páll á fæt-
ur, opnaði töskuna og tók upp úr
henni koníaksflösku, en í henni
hafði tappinn eitthvað gefið sig og
af því stafaði lekinn. Páll þrýsti
tappanum betur niður í flöskustút-
inn og sagði: „Þetta er nú bara eins
og maður sé að fara í göngur.“ Og
þá var mikið klappað. Síðan héldu
tónleikarnir áfram. Já, þetta var
eftirminnilegt ágústkvöld fyrir
margra hluta sakir.
Hér er ekki ætlunin að rekja af-
reka- og æviferil Stefáns íslandi,
það hafa aðrir gert vel og maklega,
aðeins að rifja upp bernsku- og
æskuminningar mínar um þennan
ástsæla listamann. Að lokum löng-
um frægðarferli erlendis flutti hann
hingað heim. Hann kom ekki til
heimalandsins hlaðinn gulli og öðr-
um verðmætum líkt og títt var um
víkinga forðum daga. En hann kom
með annað verðmætara: orðstír sem
varpað hefur ljóma á litla eyþjóð
norður við heimskautsbaug.
Stefán Islandi andaðist hinn 1.
janúar síðastiðinn, 86 ára að aldri.
Útför hans fór fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 7._ janúar. Séra
Guðmundur Óskar Ólafsson flutti
minningarorð en Karlkór Reykja-
víkur annaðist sönginn að öðru leyti
en því að Söngsveitin Drangey söng
fyrsta erindið af Skagaíjarðarkvæði
séra Matthíasar og hinn gamli fé-
lagi og vinur Stefáns, Guðmundur
Jónsson óperusöngvari, söng Lof-
söng Beethovens.
Likamsleifar Stefáns íslandi voru
fluttar til Skagafjarðar og jarðsett-
ar þ_ar, að eins eigin ósk.
„Á vöggunar landi skal varðinn
standa.“ Væringinn verður endan-
lega kominn heim.
Magnús H. Gíslason.
tíl kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.