Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 Eini g'leðidagnrinn _________Leiklist____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsð - Smíðaverkstæði BLÓÐBRULLAUP Þýðing: Hannes Sigfússon Þýðing Vögguþulu: Magnús As- geirsson Hljóðmynd: Hilmar Orn Hilm- arsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Dansar: Gabriela Gutarra og Juan Povillio Leikmynd og búningar: Elín Edda Arnadóttir Leikstjóri: Þórunn Sigurðardótt- ir Hún er hrædd við hnífa. Líka riffla og skammbyssur. Býr inni- lokuð í húsi sínu, ekkja, og hefur auk þess misst annan son sinn - Móðirin sem á einn son eftir og óskar þess- að hann væri dóttir sem handléki lín og kniplinga í stað vopna. Það læðist að henni ótti þegar sonurinn tilkynnir henni að hann ætli að kvænast. Brúðurin býr á afskekktum bæ. Hún hefur áður átt unnusta, Leon- ardo, sem er nú kvæntur frænku Brúðarinnar. Það heitir enginn neitt í þessu leikriti nema Leon- ardo. Hann (og hans ætt) er upp- haf og endir alls; upphafið að út- rýmingu karlpenings í fjölskyldu Móðurinnar og hann bindur enda á þann kostum prýdda legg. Brúð- urin hefur gefið jáyrði sitt af fúsum og fijálsum vilja - en Leonardo þenur hest sinn að húsi hennar hvað eftir annað. Þótt hann eigi konu og bam og annað í væiidum, vill hann ekki sætta sig við að fyrr- verandi unnusta hans gangi í hjónaband. Leonardo gleymir skyldum sínum og á brúðkaupsdag- inn gerir Brúðurin það líka. Hún flýr með Leonardo. Brúðguminn veitir þeim eftirför - og á hæla þeim fara Máninn og Dauðinn. Þetta er heimur fullur af konum, eins og gjarnan hjá Lorca. Þær kæla sig með blævængjum innan veggja heimilisins, hannyrða og skrafa saman. Hafa alltaf nóg fyr- ir stafni. Heimur karlanna er utan- dyra. Þeir bera vopn, blóðheitir og blóðþyrstir og það er mikið af ekkj- um. Enda hefur Móðirin á orði við tengdadóttur sína í brúðkaupsveisl- unni að brúðkaupsdagurinn sé eini hamingjudagurinn í iífi konunnar. En Brúðurin er ekki glöð - og eitt lítið hamingjuleysi verður að stórum harmleik, þegar hún flýr með fyrrum unnusta sínum. Það er mikill kraftur í sýning- unni á Smíðaverkstæðinu. Slátt- urinn er þungur og undirtónninn þrunginn dauðahljómi - svo mjög að á köflum fannst mér sýningin yfirþyrmandi. Það er leikið á stórar tilfinningar af miklum ofsa, blóð- hitinn nánast snertanlegur, svip- brigði eru mögnuð og það gustar af mönnum þegar þeir hreyfa sig. Ég held að Smíðaverkstæðið sé bara of lítið fyrir svona „mega- drama“. Bríet Héðinsdóttir leikur Móð- urina og er mögnuð í hlutverkinu. Það má eiginlega segja að hún jarð- bindi sýninguna, því þótt hún leiki á tilfinningar ótta, reiði og sorgar og haturs, fer hún aldrei yfir strik- ið. Móðirin er mennsk í meðförum Bríetar og það er auðvelt að skynja harm hennar. Baltasar Kormákur fer með hlut- verk sonar hennar, Brúðgumans. Tæknilega fannst mér hann vinna hlutverkð ágætlega, en eitthvað skorta á að hann lifði það. Svip- brigði voru við hæfí hveiju sinni, svona rétt eins og skipt væri um grímu, en fremur grunnt á því. Persónu hans vantaði hold og ólg- andi blóð. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikur Brúðina. Þótt hlutverkið sé það besta sem ég hef séð Stein- unni Ólínu gera, hefur hún varla styrk til að skila tijfinningasveiflum þessarar konu. I atriðinu þegar Leonardo kemur til hennar að morgni brúðkaupsdagsins, 'verður hún eins og hrædd, lítil mús - bara rétt eins og hún haldi að hún verði skömmuð ef hún sést á tali við hann. Það er útilokað að sjá að á milli þeirra sé kynferðislegt að- dráttarafl, sem er svo magnað að það feli í sér eyðingarmátt. Þegar stúlkukindin hefur svo verið gefín sínum manni, vantar örvilnan hennar og skelfingu. Hún verður bara mjög þreytt og döpur. Svo flýr hún. Ingvar Sigurðsson leikur Leon- ardo. Mér fannst hann alveg glat- aður. Leonardo er bara fýlulegur og svo þumbaralegur við litlu Brúð- ina - fyrrverandi unnustu sína sem hann elskar þó enn - þarna í morg- unsárið að þessi örlagaríki fundur féll gersamlega flatur. Textameð- ferð Ingvars í því atriði var líka óviðeigandi. Hann flutti texta sinn afar, afar skýrt eins og hann læsi hann. Það var enginn tilfínninga- hiti, ekkert „sex“, engin heit þrá, engin heit vissa um vald Leonardos yfír þessari stúlku; hann kom fram við hana á sama hátt og eiginkonu sína, sem hann hafði engan áhuga á. Edda Arnljótsdóttir fer með hlut- verk eiginkonunnar og skilaði þess- ari góðgjömu, þó víkjandi, konu með ágætum. Það sama má segja um Rúrik Haraldsson sem leikur föður Brúðarinnar. Ragnheiður Steindórsdóttir leik- ur þjónustustúlku á heimili Brúðar- innar og er hreint afbragð í því hlutverki. Hún hefur geysilega gott vald á viðbrögðum stúlkunnar við atburðunum sem eiga sér stað; skapar glaðlynda persónu, einkar næma fyrir umhverfi sínu og öðru fólki og fer aldrei yfir strikið hvað varðar tjáningu. Vigdís Gunnarsdóttir fer með hlutverk ungrar stúlku. Svipbrigði hennar og hreyfingar eru ágætlega tempruð en röddin ekki í alveg nógu góðu jafnvægi. Vigdís beitir henni á köflum svo hátt að maður hrekkur í kút, eins og æpt hafí verið í gjallarhorn. Bryndís Pétursdóttir leikur grannkonu Móðurinnar og Guðrún Þ. Stephensen tengdamóður Leon- ardos. Þetta eru lítil og einlit hlut- verk og var þeim skilað eins og efni stóðu til. Hjalti Rögnvaldsson og Guðrún S. Gísladóttir fara með hlutverk Mánans og Dauðans og var texta- flutningur þeirra mjög góður. Pétur Jónasson gítarleikari flyt- ur tónlistina á sviðinu og gerir það mjög vel. Tónlist og hljóð eru mjög áhrifamikil í sýningunni og skemmtilega unnin inn í hana. Dansatriði eru einnig lífleg og mjög vel unnin og dansatriðið í brúðkaupsveislunni var sérstaklega vel útfært og nokkuð vel dansað af leikurunum. Það er nokkuð jafn hraði í sýn- ingunni - eiginlega of jafn. Það hefði mátt staldra betur við á dramatískum og örlagaríkum augnablikum og leggja þar áherslu á tilfínningamar sem liggja að baki þeim örlagaríku atburðum sem eiga sér stað. Þar á ég helst við framangreint samtal Leonardos og Brúðarinnar að morgni brúð- kaupsdagsins, einnig hefði örvænt- ing brúðarinnar þurft að vera skýr- ari áður en hún flýr og það hefði mátt gera meira úr aðdráttarafli þeirra tveggja á flóttanum. Það er enginn sérstakur áhugi merkjan- legur hjá þeim. Reiði, ótti, hatur, eru tilfinningar sem komast mjög vel til skila, en sýninguna vantar ólgandi blóðið og hitann; spennuna og ástríðurnar sem tosa mann og konu hvort að öðru af svo miklu afli að þau svíf- ast einskis til að ná saman - jafn- vel þótt það steypi þeim og öllum í kringum þau í glötun. Leikmyndin er mjög hugvitssam- lega unnin; skapar mikið og gott rými og búningarnir eru stílhreinir og fallegir. | > Erlendur Magnússon starfsmaður Nomura Bank í London Göng undir Hvalfjörð eru algjörlega íslensk áhætta Á RÁÐSTEFNU Verkfræðingafélags íslands og Tæknifræðingafélags íslands um Hvalfjarðargöng flutti Erlendur Magnússon, starfsmaður Nomura Bank í London, erindi um fjármögnun framkvæmdanna en bankinn hefur unnið að því fyrir Spöl hf. að skipuleggja fjármögnun og mynda hóp banka til að lána fé til gerðar jarðganga undir Hval- fjörð. Erlendur hefur starfað hjá Nomura Bank í þijú ár, en hann hefur verið búsettur í London ásamt hollenskri eiginkonu sinni og dóttur frá því 1989. Að loknu stúdentsprófi hér heima tók Erlendur sér frí frá námí í þijú ár, en fór þá til Bandaríkjanna og tók þar BA próf í alþjóðasamskiptum með áherslu á stjórnmálafræði og einnig nokkuð í alþjóðalögfræði. Hann lauk siðan masterprófi í al- þjóðasamskiptum með meiri áherslu á hagfræði frá London School of Economics. Að því loknu starfaði hann hjá Eimskip í fimm ár, fyrst hér á landi í tvö ár í stórflutningum, en síðan í þrjú ár á skrifstofu Eim- skips í Hollandi og hafði hann þá umsjón með markaðsmálum varð- andi flutninga beint milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Ég starfaði hjá Eimskip í Hol- landi þar til í byijun árs 1989 að ég flutti mig til London og skipti jafn- framt um starfsgrein. Þá fór ég í Scandinavian Bank sem var, og starfaði þar þangað til bankinn var keyptur af Skandinaviska Enskilda og var eiginlega lagður niður í kjöl- far þess. Fljótlega eftir það byijaði ég svo að starfa hjá Nomura Bank og er búinn að vera þar í þijú ár. Nomura Securities er stærsta fjár- málafyrirtæki í heimi, en það er fyrst og fremst verðbréfafyrirtæki. Stærð sína sækir það auðvitað fyrst og fremst til þess hve mikil viðskipti hafa verið á undanförnum árum á japönskum verðbréfamörkuðum. Japanirnir eru búnir að vera með þessa starfsemi í London síðan snemma á sjöunda áratugnum, og stærsti hluti viðskipta þeirra er á verðbréfasviðinu, en einnig eru þeir starfandi í New York og með minni starfsemi annars staðar. Hvað varðar bankann þá var hann stofnsettur í London, því það vill nú þannig til að þegar McArthur var svona nokk- urskonar einræðisherra Japans eftir stríð þá gerði hann ýmsar breytingar á lögum þar, og meðal annars kom hann bandarísku lögunum um að- skilnað banka og verðbréfafyrirtækja á í Japan og þeir búa enn að því í dag þó þeir séu svolítið að draga úr þeim skilum eins og Bandaríkjamenn eru reyndar að gera sjálfír. Þar af leiðandi hafa japönsk fyrirtæki á sviði verðbréfamála sem hafa einnig viljað hafa bankastarfsemi, þurft að setja þá starfsemi upp utan Japans og London verið staðurinn. Þetta er svipað og sumir bandarískir bankar gerðu til þess að komast inn á verð- bréfamarkaðina, þeir settu þá upp verðbréfafyrirtæki i London. Nomura Bank var stofnaður 1986 og hefur verið að ganga í gegnum ákveðinn vöxt og fengið mikinn stuðning frá sínu móðurfyrirtæki. Þetta er því ungur banki og ekki stór í sjálfu sér á mælikvarða Lond- on, en þeir ætla sér greinilega að gera hann stóran því þeir vilja eiga Morgunblaðið/Kristinn Erlendur Magnússon viðskipti við stórfyrirtæki og þjóna þeim,“ sagði Erlendur. Sér um viðskipta- tengsl á Norðurlöndum Erlendur gegnir „manager" stöðu í Nomura Bank, en hann segir að erfitt sér að þýða þann titil á ís- lensku. „í fjárrnálaheiminum í Lond- on er vinnustrúktúrinn nokkuð flat- ur, og menn vinna mikið saman jafn- vel þó þeir séu með einhvern hærri titil eða lægri titil o.s.frv. Við erum þarna heill hópur með þennan starfs- titil sem raunverulega stýrum engu nema sjálfum okkur og ritaranum okkar. Við vinnum svo saman eða með hærra settum og lægra settum að ýmsum verkefnum," sagði hann. Hjá bankanum hóf Erlendur störf á lánasviði við það m.a. að meta láns- hæfni viðskiptavina og meta hvort verkefnin sem bankinn fjármagnaði væru góð eða slæm. Frá því á síð- asta ári hefur- hann svo í auknum mæli verið í beinum samskiptum við fyrirtæki, en áður var hann í sam- skiptum við þau fyrirtæki sem gengu illa og endurskipulagði þau, en kom hins vegar ekki á nýjum viðskiptum eða þróaði viðskipti. Þetta breyttist svo á síðasta hausti þegar hann færði sig örlítið um set innan bankans, og er nú nýlega tekinn við því að sjá um öll viðskiptatengsl við Norður- lönd, sem hann segir að sé raunveru- lega nýr markaður fyrir bankann. Verkefnið athyglisvert Erlendur sagði að þó nokkur tími væri liðinn síðan Nomura Bank hefði haft samband við Spöl hf. og fengið upplýsingar vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar undir Hvalfjörð, en það hefði bankinn gert að fyrra bragði. „Okkur fannst það sem við sáum athyglisver og síðan komum við hing- að og héldum með þeim fundi. Þeir hafa tekið þetta skref fyrir skref og ekki viljað ana að neinu og við höfum verið að vinna með þeim, fyrst að ákveðnu forverkefni árið 1992 og síðan frá því snemma árs 1993 ásamt hópi annarra ráðgjafa. Við erum eig- inlega í tvenns konar hlutverki. Ann- ars vegar höfum við unnið með þeim að því að skipuleggja fjármögnun og þar höfum við haft samstarfsaðila sem er að hluta til systurfyrirtæki okkar í bankanum. Sú vinna er langt komin þó auðvitað sé ýmsilegt eftir, og síðan erum við sem banki að vinna ásamt svissneska bankanum Union Bank of Switzerland að því að mynda hóp banka sem leggur fram það fjár- magn sem þarf í bankalánin. Sú vinna er miklu nýlegar til komin, því hún fór auðvitað ekkert af stað fyrr en ákveðnum áföngum hafði verið náð. Það er ennþá mikil vinna eftir og undirritun samninga verður ekki fyrr en allir aðilar, bankar, lífeyris- sjóðir, verktakar og allir aðilar aðrir verða búnir að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Það er því langt frá því að um eitthvert lánsloforð sé að ræða, en menn vinna auðvitað að því,“ sagði hann. Ekki hægt að selja holu Enn eiga eftir að fara fram ákveðnar rannsóknir vegna fyrirhug- aðrar jarðgangagerðar og sagði Er- lendur að alls ekki mætti útiloka þann möguleika að einhver af þeim rannsóknum leiddi af sér neikvæða niðurstöðu. Að því gefnu hins vegar að niðurstaðan verði góð þá sýndist honum að af verkefninu geti orðið. „Menn voru ekki tilbúnir að lána fjármagn til 18 ára til íslands en þeir eru tilbúnir að lána til 13 ára. Mér fínnst það alls ekki slæmt, því þó ísland sé auðugt þá vita menn að atvinnuvegurinn er einhæfur og aðstæður geta komið upp sem íslend- ingar ráða ekkert við, og jafnvel þó við hefðum bestu stjómmálamenn í heimi gætu komið upp náttúrulegar aðstæður sem gerðu það að verkum að landið ætti í erfiðleikum. Það er áhættan sem menn eru að taka þeg- ar þeir lána til íslands. Það er annað þegar t.d. Flugleiðum er lánað fyrir flugvélum. Þá byija menn á því að skoða hvort Flugleiðir geti staðið í skilum, en þeir hafa það svo alltaf í bakhöndinni, t.d. ef íslenski markað- urinn hyrfí vegna náttúruhamfara, að sækja þessar flugvélar og fljúga með þær vestur um haf, til Evrópu eða til Asíu og selja þær. Þú selur hins vegar ekki holu sem liggur þvert undir Hvalfjörð, þannig að þetta er algjörlega íslensk áhætta. Það er þess vegna sem ég held að menn setji þau mörk að þetta sé nægilegt og vilja ekki taka stærri áhættu, Þessi áhætta er svo auðvitað ekki til staðar hjá lífeyrissjóðunum að því leyti að þeir eru ekki að taka gengisá- hættu,“ sagði Erlendur Magnússon. I \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.