Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 KVIKMYNDIR/Regnboginn hefur haflð sýningar á mexíkósku kvikmyndinni „Como Agua Para Chocolate“ eða „Kryddlegin hjörtu“, eins og hún kallast á íslensku. Myndin er gerð eftir skáldsögu Lauru Esquivel, og hefur hún unnið til Qölda verðlauna á kvikmyndahátíðum og í Bandaríkjunum hefur hún hlotið mesta aðsókn erlendra mynda frá upphafl ÓLGANDI ÁSTRÍÐUR í MEXÍKÓ nota menn vatn en ekki mjólk þegar heitur súkkulaðidrykkur er lagaður, og er þá vatnið látið sjóða áður en kókói er bætt út í það. Þegar fólk kemst í mikið uppnám er sagt að það sé „como agua-para chocolate“, eða „eins og vatn fyrir súkku- laði“, og er orðatiltæki þetta einnig notað til að lýsa þeim sem eru kynferðislega örvaðir. Þetta nafn valdi mexíkóska skáldkonan Laura Esquivel á fyrstu skáld- sögu sína, sem komið hefur út á íslensku undir heit- inu „Kryddlegin hjörtu“. Laura Esquivel hafði áður getið sér gott orð sem höfundur kvikmyndahandrita, og sló þessi fyrsta skáldsaga hennar í gegn svo um munaði um allan heim. Bókin hefur að minnsta kosti verið þýdd á ellefu tungumál og verið gefin út í rúmlega tuttugu löndum, og í Bandaríkjunum komst hún fljótlega á metsölulista. Það undraðist því eng- inn þegar mexíkóski leikstjórinn og kvikmyndafram- leiðandinn Alfonso Arau ákvað að koma sögunni á hvíta tjaldið, og hefur velgengni myndarinnar ekki verið síðri en skáldsögunnar, en handrit myndarinn- ar skrifaði Esquivel. Myndin hefur a.m.k. unnið til 18 alþjóðlegra verðlauna, og er jafnframt ein mest sótta mexíkóska kvikmynd sem gerð hefur verið. ^^agan er sögð í tólf þátt- um sem fylgja matar- uppskriftir, ástarævintýri og holl húsráð. Myndin er af- dráttarlaust kvennaverk, en í henni er þó ijallað um heimsmynd sem venjulega hefur verið túlkuð frá sjónar- hóli karlmanna. Byltingin í Mexíkó árið 1910 er notuð sem bakgrunnur og sögusvið- ið eru stórbýli á bökkum Rio Grande, en þungamiðja myndarinnar er hins vegar mæðraveldi í tiltekinni fjöl- skyldu. Fjölskyldan saman- stendur af ekkjunni Mama Elena (Regina Tome) og þrem dætrum hennar, og er fyrst og fremst íjailað um vandamál yngstu dótturinn- ar, Titu (Lumi Cavazos), en fomar venjur og aðstæður koma í veg fyrir að hún geti gengið að eiga manninn sem hún elskar. Elena leggur blátt bann við því að Tita fái að giftast Pedro Musquiz (Marco Leonardi), myndar- legum bóndasyni úr nágrenn- inu, og ti! að gera illt verra býður hún honum í staðinn að giftast elstu dóttur sinni Rosauru (Yareli Arizmendi). í von um að geta verið nærri hinni heittelskuðu Titu sinni samþykkir Pedro þennan ráðahag, en hlutskipti Titu verður að standa í eldhúsinu þar sem hún eldar ofan í fjöl- skylduna og lifir lífínu eins og gömul þjónustustúlka. Uppreisn í eldhúsinu En það er einmitt í eldhús- inu sem Tita gerir uppreisn og nær fram hefndum. Til- sögn sína í matargerðarlist fær hún frá aldraðri elda- busku af indíánaættum, og öðlast hún þann yfimáttúru- lega hæfíleika að koma til- finningum sínum til skila til þeirra sem smakka á kræs- ingunum sem hún matbýr. Tilfínningar hennar í garð Pedros einkennast af tak- markalausri ást, og kyndir maturinn undir ástríður hans í hennar garð. Hvað viðvíkur Elenu og Rosauru verður hins vegar ekki komist hjá því að hatur Titu og vonbrigði komi upp á yfirborðið, og alveg sama hversu ljúffengir rétt- imir era, valda þeir þeim mæðgum einungis meltingar- truflunum og vanlíðan. í sögunni notfærir Esqui- vel sér aðstæður Titu til að túlka stærra vandamál sem konur þessa tíma stóðu frammi fyrir í mexíkósku menningarsamfélagi, en þær voru fjötraðar af erfðavenj- um og goðsögnum karl- mennskudýrkunar. Hlut- skipti þeirra var að skila því sem til var ætlast af þeim í eldhúsinu og svefnherberg- inu, og örlög þeirra réðust alfarið af vilja eiginmannsins eða fjölskyldunnar sem þeim var skylt að þjóna. Á þeim byltingartímum sem um ræð- ir ólgaði hins vegar reiði og vonbrigði í fólki um gjörvalla Mexíkó, eins og vatn fyrir súkkulaði, og Tita tekur upp málstaðinn þótt það sé á mjög persónulegum forsendum. Breytt gildismat Þetta sögulega tímabil valdi Esquivel sem bakgrunn í skáldsogu sinni og kvik- mynd, en það segist hún hafa gert á þeirri forsendu að tímabilið endurspegli mikið umbreytingaskeið og breyt- ingar á gildismati. Hún und- irstrikar að það sé ákveðin samsvöran milli Titu og bylt- ingarmannanna, en hins veg- ar sé uppreisn Titu enn kröft- ugri en sú sem á sér stað utan búgarðsins þar sem hún býr. Og á sama hátt og upp- reisnin breytti valdakerfí samfélagsins, takist Titu að breyta stöðu kvenna í þjóðfé- laginu sem hún lifir í. „Hún kastar af sér klafa gamalla erfðavenja og bölvunar fyrir- fram ákveðinna hjónabanda og ástlausra sambanda. Hún lætur venjumar deyja út með sjálfri sér en flytur þær ekki með sér til komandi kynslóða, en í stað þess skapar hún nýja og breytta kvenímynd sem nær bólfestu í persónu- leika Esperönzu systurdóttur hennar,“ segir Esquivel. Esperanza erfir hina yfirnátt- úrulegu matreiðslubók Titu, Eldabuska Hlutskipti Titu í lífinu verður að elda ofan í fjöl- skyldu sína. Kræsing-ar Kræsingarnar sem Tita matreiðir búa yfir margvíslegum yfirnáttúrulegum eigin- leikum, og í matnum kemur hún tilfinningum sínum á framfæri. Aðskilin Tita og Pedro fá ekki að ganga í hjónaband en hann giftist systur Titu til að geta verið nærri henni. Ást í meinum Tita og Pedro verða að fara leynt með tilfinningar sínar. en sem frjáls kona gengur hún hins vegartil eldhúsverk- anna vegna dálætis á erfða- venjunum frekar en af ein- hverri skyldurækni. Með því að draga upp mynd af umhverfí forfeðra sinna frá sjónarhóli femínísks endurmats, tekst Esquivel að gera eldhúsið að miðju þessa umhverfis en ekki vígvöllinn. „Eldhúsið er aflvaki lífsins og þar er að fínna þá þekk- ingu og gleði sem misst hefur gildi sitt nú á okkar tímum. Eg vildi að fólk af báðum kynjum enduruppgötvaði þýðingu þess og jafnframt matargerðarlistina sem helg- iathöfn; serímóníu sem lyftir anda mannsins á æðri svið,“ segir hún. Leikstjóri myndar- innar, Alfonso Arau, tekur í sama streng og segir að á meðan mexíkóska byltingin sé tákn fyrir heim karl- mannsins, eða heim rök- hyggjunnar, sé eldhúsið og Tita alveg hið gagnstæða, eða hluti af heimi hins and- lega, innsæis og ástríðna. „Það sem gerir Kryddlegin hjörtu femíníska sögu er þetta eðlislæga viðhorf; sú tilfínning að ástríður séu skynseminni yfirsterkari. Ástríður eiga ekki upp á pall- borðið í karlmennskulegum hugsunarhætti þar sem þær era álitnar vera eitthvað rangt. En við Laura, eins og margir aðrir íbúar Suður- Ameríku, eram ástríðufullt fólk og við ætlum að sann- færa allan heiminn um, að það sé ekkert rangt við það.“ Yfirnáttúrulegir eiginleikar Þessu til staðfestingar eru í myndinni ýmis ólíkindaleg atriði sem varpa ljósi á til- fínningalíf persónanna og eiga í sjálfu sér engar rök- rænar skýringar. Þessi ytri túlkun á sálarlífi persónanna ásamt óraunverulegum fyrir- bæram á borð við drauga sem era hluti af atburðarásinni skipar Kryddlegnum hjörtum á bekk með ýmsum táknræn- um suður-amerískum bók- menntaverkum samtímans sem öðlast hafa miklar vin- sældir óg nægir þar að nefna höfunda á borð við Gabriel García Marques og Jorge Luis Borges. í þessum verk- um koma fram sterk áhrif frá indíánum og jafnvel ættbálk- um frá Afríku sem í gegnum tíðina hafa samlagast suður- amerískri menningu. Sagnir sem varðveist hafa í munn- legri geymd, þjóðsögur, goð- sagnir um sköpunarverkið og framstæð trúarbrögð, era yfirfærðar á atburði sem eiga sér stað á tuttugustu öldinni, þar sem blandað er saman raunveraleika og hugarburði, sannleika og skáldskap á meistaralegan hátt. Á þessu sviði skipar Laura Esquivel sér í flokk með skáldkonum eins og Isabellu Allende og dregur fram þjóð- hætti sem varðveist hafa með kvenþjóðinni og eiga rætur að rekja til gamalla kerlinga- bóka, fornra uppskrifta og húsráða. Þótt galdrar Titu séu að mestu bundnir við eld- húsið, verða athafnir hennar líkastar hvítagaldri þegar hún „eldar með hjartanu", eins og gamla eldabuskan hafði kennt henni. Þegar hún tárfellir af sorg ofan í brúð- kaupstertuna sem hún bakar fyrir Pedro og Rosaura verð- ur því beiskja táranna til að eyðileggja kökuna og binda skyndilegan enda á hátíða- höldin. A sama hátt, þegar Pedro færir henni rósir sem tákn um ást hans á henni, rífa þymamir hold hennar og blæðir henni þegar hún matreiðir handa honum gimi- legan málsverð úr akurhæn- um í rósablaðasósu. Blóð- dropamir sem ólga af bæld- um ástríðuhita Titu gera það að verkum að maturinn verk- ar eins og ástarlyf, og því líður ekki á löngu þar til Pedro, Tita, Rosaura og jafn- vel hin harðgera Mama Elena finna til brennandi hvata, og slík verða áhrifin á þriðju systurina Gertrudis (Claud- etta Maille), að losti hennar kveikir í bókstaflegri merk- ingu í baðhúsinu. Þrátt fyrir þessa yfimáttúrulegu eigin- leika frásagnarinnar leggur Esquivel áherslu á sannleiks- gildi hennar, og bendir á að allar ýkjumar styðjist við raunveralega atburði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.