Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
eftir Brynju Tomer
eikvísk böm hafa f
vetur getað verið
í skólanum fyrir
og eftir kennslu í
umsjá kennara
eða annarra
starfsmanna.
Borgaryfírvöld
hafa kallað fyrirbærið heils-
dagsskóla en kennarar, skóla-
stjórar og ýmis foreldrafélög
segja að lengd viðvera sé rétt-
nefni, þar sem ekki er um að
ræða skipulegt skólastarf.
Menn greinir á um ágæti
þess að lengd viðvera skuli
hafa verið boðin í öllum reyk-
vískum grunnskólum í haust.
Sumir telja að þessi kostur
muni tefja fyrir að allir grunn-
skólar landsins verði einsetnir
og skóladagurinn samfelldur,
þ.e. að öll böm heiji skóladag
árla að morgni og ljúki honum
t.d. um kl. 15. Aðrir em þeirr-
ar skoðunar að framtakið sé
gott og benda á þann viða-
mikla félagslega vanda
margra bama sem hafí nú
verið leystur. Þeir telja jafn-
framt að með lengdri viðvem
hafí verið stigið fyrsta skrefið
í átt að einsetnum gmnnskóla
með samfelldum skóladegi.
Pokabörn
Margir bláeygir íslendingar
hmkku upp við vondan draum
þegar fjölmiðlar vöktu athygli
á því fyrir nokkmm misserum
að ný kynslóð, sem nefnd var
„pokaböm", hafði leyst lykla-
börnin svokþlluðu af hólmi.
Til útskýringar eiga pokaböm
útivinnandi foreldra sem vilja
ekki að bömin séu ein heima
fyrir eða eftir skóladag og enn
síður að húsið fyllist af ann-
arra manna börnum sem
tæma ísskápinn og ata heimil-
ið út. Viðumefnið „pokaböm"
fengu þau sem vom svo hepp-
in að koma að plastpoka á
hurðarhúni útidyranna heima
hjá sér, sem í gat til dæmis
verið snarl, húfa eða skilaboð.
Misjafn aðbúnaður í
skólum
Kári Amþórsson hefur
samið greinargerð um lengda
viðveru í reykvískum gmnn-
skólum og var greinargerðin
gefin út fyrir skömmu af
Skólamálaráði Reykjavíkur og
Skólaskrifstofu. Þar kemur
m.a. fram að tæplega 2.000
böm vom skráð í lengda við-
vem 1. desember sl. og flest
á aldrinum 6-9 ára. í niður-
lagi segir Kári meðal annars:
„Það er óumræðilegur léttir
fyrir foreldra að losna við sí-
felldan þveiting á bömum sín-
um í kringum skólatíma en
munar þó mestu fyrir bömin
sjálf.“
Hann skiptir lengdri við-
vem í tvennt, aðstoð við heim-
anám og vistun. Í vistun segir
hann að viðfangsefni séu svip-
uð og hjá skólum þó áherslur
séu misjafnar. Föndurvinna
sé stór þáttur í starfinu og
útivist sé alls staðar þar sem
því verði við komið. Meirihluti
þeirra sem starfa við lengda
viðvera em kennarar.
Hvað borða þau?
Nauðsynlegt er að gefa
gaum að því að næringarþörf
bamanna sé sinnt, en í flestum
tilfellum hafa böm með sér
nésti að heiman, segir m.a. í
greinargerðinni. Leggur Kári
til að næringarfræðingur verði
fenginn til að kynna sér nesti
bamanna og leggja mat á
það. Hann gerir úttekt á að-
stöðu og starfsemi allra skóla
sem hlut eiga að máli og er
birtist hér útdráttur úr þeirri
umljöllun.
Austurbæjarskóli: Lengda
viðverán var í tónmenntastofu
til áramóta. Það var ekki að-
laðandi húsnæði . . . fyrir-
hugaðar em breytingar á hús-
v
an er í Frostaskjóli að mestu
leyti . . . aðstaðan er mjög
góð . . . ijarlægð frá skóla
er nokkur og þarf að fylgja
nemendum á milli. Æskilegt
væri að nemendur ættu kost
á máltíð áður en þeir fara í
skólann.
Hamraskóli: Aðstaðan er í
lausri stofu við skólalóð _og
sýnist vera nægileg . . . Úti-
vistaraðstaða er mjög góð á
gæsluvelli sem verið er að
byggja upp. Viðfangsefni era
svipuð og annars staðar og
gott skapandi starf, m.a. mik-
ill sauma-og prjónaskapur.
í gódum farvegl
Hlíðaskóli: Lengri viðvera er
nú í nýbyggðri lausri stofu.
Starfið virðist í góðum farvegi
. . . viðfangsefni em svipuð
og annars staðar en mynd-
mennt og listsköpun þó mjög
áberandi.
Hólabrekkuskóli: Aðstaðan
er góð nema gangarýmið
mætti vera meira þegar mest
álag er. Vegna húsaskipunar
er hægt að vera með nemend-
ur í mörgum smáhópum sem
er heppilegt . . . starfíð er
fjölbreytt enda vanar konur
sem sjá um það.
Húsaskóli: Aðstað-
an er í íþrótta-
miðstöðinni sem
er skammt frá
skólanum. Rým-
ið þar er nóg, en
þyrfti að búa það
betur
út . . . um-
hverfið utan
dyra er óhijá-
legt, en
bygginga-
framkvæmdir
eru bæði við
skólann og
íþróttahúsið.
Hvassaleitisskóli:
Aðstaðan er í safn-
aðarheimili Grensárs-
kirkju. Rýmið er bæri-
legt þó skerma þyrfti
það niður. Þama fer fram
mikið skapandi starf
. . . staðsetning er hins veg-
ar afleit. Fara þarf yfír Háa-
leitisbraut þar sem umferðin
er mikil . . . útivistarsvæði
er ekkert, bara bílastæði.
Langholtsskóli: Lengd við-
vera er í sal í húsi KFUM
. . . Aðstaða er nægileg hvað
rýmið snertir en ekki hentug
. . . starfið virkaði á mig sem
fremur fábreytt. Það stendur
þó trúlega til bóta því fóstra
er nýlega tekin við umsjón
. . .matreiðsla er mjög vin-
sæll þáttur í starfínu og einn-
ig er íþróttasalur og bókasafn
notað.
Laugarnesskóli: Aðstaða er
þar sem áður var skóladag-
heimili og einnig afnot af einni
stofu þegar álagið er mest.
Þrír kennarar sinna þessu
starfí og em þeir með heita
máltíð fyrir þau börn sem
þess óska . . . þarna er unnið
gott faglegt starf og mikill
metnaður.
Melaskóli: Lengd viðvera er
á tveimur stöðum. 6-7 ára
nemendur em að mestu í
lausri stofu á skólalóð, en í
húsi við Hagamel þar sem
athvarf hefur verið em 8-9
ára . . . lausar stofur em of
mikið ofan í kennsluhúsnæði
sem verið er að kenna í og
sem nemendur fara í á eftir.
Staðurinn virkar því dálítið
sem geymslustaður. Athvarfs-
húsið er hins vegar mjög gott
og starfsemin þar prýðileg.
Rimaskóli: Aðstaða er í
kennslustofu sem er laus eft-
ir hádegi og að morgni í stofu
6 ára barna. Fyrir böm sem
eru í skóla eftir hádegi er
ekki boðið upp á neina vistun
í skólanum . . . alger bráða-
birgða aðstaða er fyrir heils-
dagsskólann og ekki mikið
næði skólans. Skólastjóri
Austurbæjarskóla sagði í síð-
ustu viku að nú væri betri
aðstaða fyrir lengda viðvem
og ættu bömin kost á léttri
máltíð í hádegi.
Alftamýrarskóli: Aðstaðan er
í Framheimilinu. Hún er nokk-
uð góð og ekki langt að fara
. . starfsfólkið virðist ánægt
og taldi starfíð ganga vel.
Árbæjarskóli: Nemendur
sem em í heilsdagsvistun em
í félagsmiðstöðinni Árseli og
í tómstundatilboðum þar.
Artúnsskóli: Aðstaða er í
lausri skólastofu við skólann.
Húsnæðið er út af fyrir sig
gott en þrengsli em þar á
mesta álagstíma þegar bömin
era að matast. Viðfangsefni
em svipuð og hjá öðmm skól-
um og sýndist vera skapandi
starf.
Breiðagerðisskóli: Aðstaðan
er í gangi niðri í kjallara og
einni skólastofu. Það er
þokkalega gott rými en þar
er aðeins hægt að vera með
nemendur fyrir hádegi
. . mikið er um íþróttir og
leiki og vettvangsferðir em
fastur þáttur.
Ef eldur kemur upp
■ ■ ■
Breiðholtsskóli: Lengda við-
veran er í kjallara skólans og
hefur að auki tvær skólastofur
eftir hádegi. Aðkoman er
varla nógu góð . . . bæta
þarf úr hreinlætisaðstöðu
. . . erfítt er að tæma þetta
húsnæði ef eldur kemur upp
Fellaskóli: Aðstaðan er í
lausri kennslustofu á lóð skól-
ans. Miðað við fjölda nemenda
er húsrýmið nægilegt
. . . starfið sýndist líflegt og
skapandi. Góður starfsandi er
ríkjandi.
Foldaskóli: Heimanámsað-
stoð fer fram í kennslustofu.
Aðstaða fyrir lengda viðvem
fyrir hádegi er í einni stofu
og að hluta á rúmum gangi.
Aðstaðan er góð. Bókasafn
er við hliðina og einnig er
aðgangur að félagsmiðstöð-
inni Fjörgyn, sem skapar fjöl-
breytt úrræði auk þess sem
nemendur geta þar keypt mat
og gætu allir matast þar.
Fossvogsskóli: Aðstaðan er
sæmileg . . . matast er í
heimilisfræðistofu við góða
aðstöðu. Nemendur sem em í
viðvera eftir kl. 15.00 fá heit-
an drykk með brauði eða
ávöxtum eða þá heita súpu.
Grandaskóli: Lengda viðver-
Enginn
heima
VIÐURNEFNIÐ
pokabörn fengu
þau sem voru svo
heppin að finna
poka á hurðar-
húni útidyranna,
sem í gat verið
snarl, húfa eða
skilaboð.
Morgunblaðið/Emilía
ISKOLA
meira en nafnið ennþá.
Selásskóli: Aðstaðan er í
lausri stofu á skólalóð. Stofan
er vel búin en rýmið er í
minnsta lagi miðað við þátt-
töku . . . mönnun er líka í
tæpasta lagi. Starfíð var hins
vegar líflegt og skapandi og
viðfangsefni með svipuðum
hætti og annars staðar.
Seljaskóli: Aðstaðan er í stofu
í skólanum sem áður var notuð
til kennslu. Rýmið er þokka-
legt en staðsetning þyrfti að
vera betri . . . viðfangsefni
em svipuð og í öðmm skólum
og heilsdagsskólinn nokkuð
vel búinn föndurefni og leik-
föngum.
Æfingaskólinn: Aðstaðan er
í kennslustofu i skólanum og
bókasafni . . . inntakið er
svipað og í öðmm skólum en
vegna þess hve bömin em fá
verður persónulegt samband
mikið.
Ölduselsskóli: Lengda við-
veran er í Hólmaseli, félags-
miðstöð. Þar fer mjög vel um
nemendur og starfsfólk
. . . viðfangsefni em:
Heimanám, þroskaleikir,
skapandi starf, útivist, bóka-
safn, vettvangsferðir, íþróttir,
sögulestur, leikræn tjáning,
skák og margs konar föndur.
Kári bendir á að undirbún-
ingur hafi ekki alls staðar
verið nægur þegar gmnn-
skólar hófu þessa starfsemi.
Hins vegar fínnst honum vel
hafa til tekist. „Það er óum-
ræðanlegur léttir fyrir for-
eldra að losna við sífelldan
þveiting á börnum sínum í
kringum skólatímann en
munar þó mestu fyrir börnin
sjálf.“ Hann leggur til að í
vor verði viðhorf foreldra
könnuð og m.a. verði athugað
hvort dregið hafí úr slysatíðni
bama.
Hvað tefur?
Margar nefndir og margir
starfshópar hafa fjallað um
málefni gmnnskóla. Þó að
skólamál flokkist líklega undir
pólítísk málefni virðist ekki
skipta máli hvar í pólítísku
röðinni nefndarmenn standa.
Niðurstöðurnar em jafnan í
sama dúr: Stefnt sluli að ein-
setnum skóla fyrir öll böm
þessa lands, þar sem skóla-
dagur sé samfelldur.
Sem dæmi má nefna ritið
Til nýrrar aldar sem mennta-
málaráðuneytið gaf út árið
1991. Þar er framkvæmdaá-
ætlun ráðuneytisins í skóla-
málum til ársins 2000. Það
markmið er meðal annars sett
að skóladagur yngstu barna í
gmnnskóla verði lengdur jafnt
og þétt á næstu ámm svo lög-
bundinn skóladagur allra
nemenda gmnnskóla verði um
6 kiukkustundir. Nú em flest
6 og 7 ára böm 3-4 klst. í
skóla á dag.
Nefnd sem Ólafur G. Ein-
arsson menntamálaráðherra
skipaði 1992 var falið að end-
urskoða lög um gmnnskóla
og framhaldsskóla undir for-
mennsku Sigríðar Önnu Þórð-
ardóttur. I áfangaskýrslu
nefndarinnar, sem kom út á
síðasta ári, er meðal annars
gerð tillaga um einsetinn
skóla með samfelldum skóla-
degi, auk þess sem gert er ráð
fyrir að sveitarfélög taki við
rekstri grunnskóla.
Þeirri spurningu verður
ekki svarað hér eða nú hvort
lengd viðvera í skólum komi
til með að flýta eða tefja fyrir
að markmið um einsetinn
skóla verði að raunveraleika.
Tíminn mun leiða það í Ijós.
Pokabörn hafa fengið húsa-
skjól og því er komin félagsleg
lausn fyrir mörg böm. Á því
er hins vegar grundvallar-
munur að leysa félagslegan
vanda og veita fólkinu sem á
að erfa landið betri menntun.