Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
Rannsóknir íslenskra jarðfræðinga á Skaftaáreldum 1783 sýna að gosmökkurinn mundi ná í 15 km hæð
og gæti stöðvað allt þotuflug yfir IMorður-Atlantshaf og Evrópu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur á Hawaii
gerði grein fyrir rannsóknunum á alþjóðlegri vísindaráðstefnu og vöktu þær mikla athygli.
Skaftáreldahraunið frá 1783 er eitt stærsta hraun sem runnið hefur á Islandi í nútíma. Þannig lítur vestari meginstraumurinn út
nú. Myndin er úr bók Hjálmars R. Bárðarsonar, ís og eldur.
Nyir Skaftareldar
STÖDVA ÞOTUFLUG í MARGA MÁNUÐI
Þorvaldur Þórðar-
son eldfjallafræð-
ingur við Hawaii-
háskóla íHonolulu.
Hann starfar þar
og er að vinna að
doktorsverkefni
um Skaftárelda og
stór hraungos og
um áhrif þeirra á
veðurfar og and-
rúmsloft. Eftir jarð-
fræðinám við Há-
skóla íslands
stundaði hann
framhaldsnám við
Texas-háskóla til
1990 og hefur síðan unnið að rannsóknum
hjá Hawaii Center for Volcanology. í júlí í sum-
ar flytur hann sig til Nýja Sjálands, þar sem
hann hefur verið ráðinn til starfa við Eldfjalla-
stöðina eða Institut of Nucleare and Geologic-
al Sciences í Paupo.
eftir Elínu Pólmodóttur.
UM ÍSLENSKA flugumsjónarsvæðið fer þriðjungur af allri flugumferð
um Atlantshaf, nú um 60 þúsund þotur á ári. Varla er hægt að gera
sér grein fyrir áhrifunum af því ef allt þotuflug yfir Norður-Atlantshaf
og Evrópu stöðvaðist, ekki aðeins á líf okkar hér á þessari eyju norður
í Atlantshafi heldur á allan okkar heimshluta. En þetta getur gerst.
Þetta kom m.a. fram í erindi Þorvaldar Þórðarsonar eldíjallafræðings
við Háskólann á Hawaii á vísindalegri ráðstefnu í Bandaríkjunum í sl.
mánuði um samspil eldgosa og veðurfars sl. 500 ár. Rannsóknir hans
og félaga hans sýna að ef annað gos af stærðargráðu Skaftárelda yrði
á íslandi, sem miklar líkur eru á að verði innan 300 ára, þá mundi það
ekki aðeins valda mikilli truflun á okkar daglega lífi eins og reynslan
af móðuharðindunum sýnir, heídur mundi slíkt gos á okkar dögum stöðva
ferðir þotuflugvéla yfir Evrópu og Norður-Atlantshaf í nokkra mánuði
og jafnvel ár. Þetta vakti að sjálfsögðu mikla athygli í blöðum vestra.
En eins og Þorvaldur orðaði það: Þó svo að við megum okkar lítils
gagnvart náttúruöflunum og getum ekki haft áhrif á útkomuna getum
við að minnsta kosti haft skilning á hugsanlegum afleiðingum náttúru-
hamfara sem þessara og gert áætlanir um hvernig væri best að bregð-
ast við þeim.
Aráðstefnunni voru íslenskir jarðvísinda-
menn að venju áberandi og vöktu fleiri
erindi þeirra verðskuldaða athygli, svo
sem getið er í sérstökum ramma. Stjórn
þessara funda Sambands amerískra jarðeðlisfræð-
inga, sem sérstaklega fjölluðu um samspil eldgosa
og veðurfars, var í höndum íslenska jarðfræðingsins
dr. Haraldar Sigurðssonar frá Rhode Island-háskóla
og Alans Robocks frá Maryland-háskóla í Bandaríkj-
unum.
Rannsóknir Þoivaldar Þórðarsonar á Skaftáreldum
teygja sig aftur til ársins 1983 og ná yfir framvindu
gossins, útbreiðslu og umfang gosefna og önnur ein-
kenni þeirra, magn útleystra gasefna, dreifingu og
áhrif þeirra á andrúmsloftið og á veðurfar um og
eftir gos. Skaftáreldar hafa af mörgum verið taldir
eitt mesta flæðigos á sögulegum tíma. í gosinu tók
af 20 bæi og í hallæri því sem fylgdi gosinu lést allt
að fimmtungur þjóðarinnar og meira en helmingur
búpenings. Rannsóknirnar hafa verið unnar í sam-
vinnu við prófessor Sigurð Steinþórsson og Guðrúnu
Larsen við Háskóla Islands, Stephen Self og P.L.
Walker við háskólann á Hawaii, Joseph Fiacco við
Durham-háskóla í New Hampshire í Bandaríkjunum,
prófessor Michael Rampino við New York-háskóla
og prófessor Hans Graf við Max Planck-stofnunina
í Hamborg. Nýlega birtust sumar af niðurstöðum
þeirra í vísindaritinu BuIIetin of Volcanology og á
íslensku sem hluti af ritasyrpu Háskóla Islands, en
það sem eftir er mun birtast í ýmsum ritum á næstu
mánuðum. Það eru niðurstöðurnar af þessum rann-
sóknum sem Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingur gerði
grein fyrir á ráðstefnunni í Bandaríkjunum.
Móðuharðindi hin síðari?
Þorvaldur sagði næsta öruggt að annað gos af
stærðargráðu Skaftárelda mundi verða á Islandi og
góðar líkur á að það yrði innan okkar æviskeiðs. Slíkt
gos mundi valda mikilli truflun á okkar daglega lífí
og hugsanlega „móðuharðindum hinum síðari". Eins
og flestir gætu getið sér til út frá reynslu okkar af
Skaftáreldum, þá mundu auk stórfelldra skemmda á
gróðri og uppskeru á íslandi og í Evrópu hinir meng-
unarhijáðu skógar í Evrópu vera í hættu. Það sem
varðar almenning og vakið hefur mesta athygli nú í
rannsókn vísindamannanna eru áhrifín sem slíkt gos
gðéti haft á ferðir flugvéla í marga mánuði og jafn-
vel ár, en það ræðst af krafti og lengd gossins.
„Það er vel þekkt staðreynd að þegar þota flýgur
í gegn um gosmökkinn, sem inniheldur smáar ösku-
agnir og sýrudropa (0.1-50.0 míkrómetra í þvermál)
þá setjast agnirnar innan á hreyfla hennar og stöðva
þá, sbr. Boing 747 þotuna sem flaug í gegn um
gosmökkinn frá eldgosinu í Reboubt-ijalli í Alaska
í desember 1989 og tapaði afli á öllum hreyflum.
Þotan var frá KLM-flugfélaginu. Hún tapaði afli í
8 mínútur og á þeim tíma féll hún úr 28 þúsund
fetum niður í 14 þúsund fet, sem er um það bil 5.000
metra fa.Il, en þá tókst flugmönnunum að koma
hreyflunum í gang á ný og lenda heilu og höldnu í
Anchorage. Agnirnar sem ollu stöðvun hreyflanna
voru minna en 20 mikrómetrar í þvermál. Skemmd-
ir á þotunni voru metnar á 80 milljónir dollara.
Redoubt-eldgosið stóð frá desember 1989 til apríl
1991 og varð þess valdandi að flugfélög breyttu
áætlunum sínum og sneyddu hjá Alaska. Af þessum
sökum tapaði „Anchorage International Airport"
tekjum sem svarar 2,6 milljónum dollara."
Þannig er ljóst að flugvélar drifnar þotuhreyflum
fljúga ekki í gegn um slíka mekki. Þess má líka geta
að slíkur mökkur er ekki alltaf sýnilegur berum aug-
um og svipar oft til venjulegra skýja. „Við höfum
sýnt fram á að gosmökkur frá gosi samsvarandi
Skaftáreldum myndi ná upp í allt að 15 km hæð og
gosið gæti viðhaldið slíkum mekki svo mánuðum skipt-
ir. Með öðrum orðum; gæti fóstrað gasský úr ofan-
greindum öskuögnum og sýrudropum sem næði yfír
stóran hluta norðurhvels — þéttast yfír Norður-Atl-
antshafí og Evrópu — og frá sjávarmáli upp í 15 km
hæð. Flughæð flestra þota er 10-12 km og afgangur-
inn skýrir sig sjálfur. Að auki er líklegt að slíkt gos
lækki ársmeðalhita norðurhvels um 1,0-1,5 gráður á
Celsíus í 2-3 ár. Þetta mundi þýða slæmt árferði á
íslandi og hugsanlega hafís“, segir Þorvaldur.
Gasský upp í 15 km
I
í
I
Li
i
i
i
i
Árið 1783 er stundum nefnt „Annus mirabilis"
eða ár feiknanna vegna fjölda stórviðburða sem þá
urðu; gríðarlegir skjálftar dundu yfir Kalabríu og
Sikiley, gos varð undan Reykjanesi sem myndaði
Nýey, þar sem nú nefnist Eldeyjarboði, Montgolfíer-
bræður flugu loftbelg í fyrsta sinn og ofan á allt
þetta komu svo Skaftáreldar sem mynduðu stærsta
hraun, 15,1 rúmkílómetra, sem mannskepnan hefur
orðið vitni að, brennisteinsmóðu og þurraþoku sem
teygði sig allt austur til Mongólíu.
„Til þess að meta magn gosgufu sem leystist ur
læðingi í Skaftáreldum þróuðum og útfærðum við
aðferðir sem voru fyrst settar fram af jarðfræðingun-
um Haraldi Sigurðssyni við Rhode Island-háskólann
og Nielsi Óskarssyni í Norrænu eldfjallastöðinni.
Aðferðin byggist á því að mæla styrk brennisteins,
klórs og flúors í glerinnlyksum í kristöllum, glerjuðu
gjalli og hrauni, sem er síðan notaður ásamt rúm-
máli gosefna til þess að reikna magn gosgufu. Sam-
I
I