Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 HANDKNATTLEIKUR Umgjörð landsleikja í handknattleik hérlendis hefur gjörbreyst. Æfing fyrir HM 1995 Moltóið að eng aðhafaveriðá HM á íslandi - segir Friðrik Guðmundsson, for- maður rrfóttökunefndar HSÍ ÞAÐ vakti mikla athygli þeirra sem til þekkja hversu glæsileg öll umgjörð vegna síðustu þriggja landsleikja íslands í handkn- atleik var. Boðsgestir hittust fyrir leikina og þáðu veitingar auk þess sem þeir fengu tækifæri til að hlíða á aðstoðarþjálfara landsliðsins ræða um leikinn. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Friðrik Guðmundsson, formaður móttökunefnd'ar HSÍ, á ekki minnstan þátt í þessari glæsilegu umgjörð. Friðrik er ekki ókunnugur handknattleiknum hér heima því hann hóf afskipti sín af honum árið'1973 en þá stofnaði hann Leikni í Breiðholtinu og varð fyrsti formaður handknattleiks- deildar félagsins. Sama ár starfaði hann fyrir Handknattleiksráð Reykjavíkur og fylgdi síðan Júlíusi Hafstein yfir til HSÍ þegar Júlíus varð formaður þar. Friðrik varð síð- an formaður HSI 1982 til 1983 og „ég hef verið í flestum stöðum inn- an sambandsins nema kvenna- landsliðsnefnd," segir Friðrik sem nú er á ellefta starfsári sínu hjá sambandinu. „Það er í rauninni einfalt að taka á móti liðum og sjá um það sem viðkemur landsleikjum. Það geta allir, en menn verða að leggja sig fram og hafa metnað til að gera það vel. Það má skipta heimsókn landsliðs í þrennt. í fyrsta lagi er það undirbúningur vegna liðsins sem er að koma og að sjá um að allt sé í lagi sem að því snýr. Á list- anum hjá mér eru um tuttugu at- riði sem þarf að huga að. Það þarf að taka á móti liðinu, útvega rútur til að flytja það á milli staða, sjá um að kaupa gjafir handa því, fán- ar viðkomandi ríkja verða að vera til staðar svo og þjóðsöngvar. Við verðum að sjá um að liðið fái æfing- ar og að allt sé í lagi í húsunum. Það er alltaf maður frá okkur með á æfingum þannig að ef eitthvað kemur uppá þá kippir hann því strax í liðinn. í sambandi við svona heimsóknir þá reynum við að taka vel á móti okkar gestum og gera það öðruvísi en aðrar þjóðir. Eg tek til dæmis oft og iðulega fararstjóra liðanna heim til mín og þannig skapast oft betri tengsl manna á milli. Þegar Rússarnir komu hingað á dögunum bauð ég fararstjórum þeirra heim og þeim fannst það alveg frábært enda höfðu þeir aldrei komið í heimahús á ferðum sínum, og hafa Rússarnir þó farið víða. Annað sem snýr að móttöku eru dómarar og eftirlitsmaður en það hefur skapast sú verkaskipting hér að dómaranefnd HSÍ sér um þennan þátt mála nema við höfum samráð þegar farið er í skoðunarferðir og annað slíkt. Þriðja atriðið er síðan leikurinn sjálfur og öll umgjörð hans. Það sem gerði þessa breyttu umgjörð á síðustu leikjum mögu- lega held ég að sé fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi er nýr fram- kvæmdastjóri hjá HSÍ sem er fullur af krafti og orku og til í að reyna eitthvað nýtt. Hin ástæðan er að við fengum Einar Viðar Guðlaugs- son í samstarf við okkur. Ég þakka samstarf okkar þriggja hvernig til tókst í kringum síðustu leiki,“ segir Friðrik. Var ekkert erfítt að fá fyrirtæki til að aðstoða, nú á tímum kreppu? „Nei, það var greinilegt að alls Morgunblaðið/Bjarni Friðrik Guðmundsson, fyrrum formaður Handknattleikssambands íslands og nú formaður móttökunefndar þess, í Laugardalshöllinni um síðustu helgi er íslendingar tóku á móti Finnum í Evrópukeppni karlalandsliða. staðar þar sem við leituðum eftir framlagi var okkur vel tekið og ég held að ef menn eru að biðja um styrk í formi einhverrar vöru, en ekki peninga, séu menn tilbúnir að aðstoða. Pizzahúsið, Eldhaka, Blómamiðstöðin, Nói-Síríus og margir fleiri tóku okkur mjög vel.“ Varðst þú var við ánægju hjá stuðningsaðilum ykkar og öðrum handboltaáhugamönnum? „Já mjög mikla. Það voru mjög margir sem höfðu orð á að þetta væri eins og það ætti að vera. Við vorum líka með blaðamannafund eftir leik þar sem stuðningsaðilar og boðsgestir gátu mætt og það vakti forvitni fólks að fylgjast með slíku. Það var líka tekið eftir því að fyrrverandi landsliðsmönnum var boðið á leikinn gegn Finnum og mæltist það vel fyrir.“ Má líta á þetta sem fyrsta undir- búning fyrir móttökurnar á HM ’95 hér á landi? „Já, það má í rauninni líta á þetta sem fyrstu æfingu. Hugmynd- in var að stofna stóra tólf manna móttökunefnd með fulltrúum frá stöðunum þar sem keppnin fer fram, Kópavogi, Hafnarfirði, Akur- eyri og Reykjavík. Það gekk mjög vel að fá nöfn á fólki í þessa nefnd en þegar á reyndi, núna fyrir þessa törn, stóðu uppi fjórir stæðilegir menn, Björn og Aðalsteinn Jónssyn- ir úr Breiðabliki, Friðrik Þorbjörns- son úr KR og Magnús Guðmunds- son úr Víkingi. Hjá öðrum stóð þannig á að þeir gátu ekki verið með að þessu sinni. Prufukeyrslan hjá okkur verður í haust þegar Reykjavík-Cup verður haldið. Það má segja að undirbúningur sé hafinn þó svo hann sé ef til vill ekki nógu markviss enn sem komið er vegna ýmissa óvissuþátta. Það er þó nokkuð ljóst að það verða ekki undir hundrað manns sem þurfa að starfa við móttöku liðanna á HM og þá erum við bara að tala um fjóra menn á hvert lið og ég tel ekki með þá sem koma til með að sjá um dómarana og þá sem hingað koma á vegum IHF’. Eg hef orðið var við mjög mikinn vilja fólks til að leggja okkur lið og starfa í sambandi við mótið og það er mjög ánægjulegt. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að þetta verði vandamál. Vegalengdir hér á landi eru mun styttri en víð- ast annars staðar og það hjálpar mikið og ég er viss um að okkur tekst að gera glæsilega umgjörð. Það kemur mikill fjöldi blaðamanna til landsins en ég held að það verði alveg sérstök nefnd sem sjái um þá og það er ekki síður mikilvægt að menn fari ánægðir héðan og það sem síðar verður rætt og ritað um landið og mótið verði jákvætt. Það er talsvert um „dauðan“ tíma hjá liðunum og þann tíma ætlum við að reyna að nota í skipulagðar skoð- unarferðir." Engin vandamál segir þú, en verður þetta ekki erfitt? „Það verða engin vandamál, heldur vinna, feikilega mikil vinna og það eru margir sem þurfa að koma að þessu. Mottóið hjá okkur verður að héðan fari enginn og gleymi því að hann var á HM á Islandi, nema auðvitað úrslitum ein- hverra handboltaleikja." Nú er það heljarinnar mikið starf að taka á móti íþróttahópum svo vel sé. Er þetta ekki tímafrekt? „Eigum við ekki að orða það svo að á meðan Hvít-Rússar, Portúgalir og Finnar voru hér hafi ég ekkert komið heim til mín, heldur haldið til á skrifstofu HSI. Jú, auðvitað fer mikill tími í þetta en maður verður að finna tíma til að gera þetta vel. Því fleiri hendur, því auð- veldara,“ sagði Friðrik „móttöku- stjóri“ Guðmundsson. Rússneska mafían sögð ógna löndum sínum í deildinni ISHOKKI / NHL-DEILDIN LEIKMÖNNUM frá fyrrum Sovétrfkjum hefur verið ógnað af löndum sínum að undanförnu. Þeir hafa fengið hótunar- bréf, orðið fyrir árásum og eru undir smásjá óþokka, sem vilja fá hlut í afkomu þeirra. Þetta hefur farið leynt og ieik- mennirnir hafa verið ófúsir að staðfesta sögusagnir, en þær hafa fengið byr undir báða vængi vegna staðfestingar eins leikmanns. Um það bil 50 leikmenn frá fyrrum Sovétríkjum leika í NHL-deildinni og hafa sumir þeirra vakið mikla athygli og styrkt deildina. Forsvarsmenn hennar eru ánægðir með það, en vilja ekki ræða ógnanir, sem margir þeirra eru sagðir búa við. Hins vegar segja þeir að verið sé að kanna hvort rússneskir glæpa- menn, sem séu að reyna að hafa fé af leikmönnum, hafí ógnað þeim eða fjölskyldum þeirra í föð- urlandinu. Pavel Bure, sem kjörinn var efnilegasti leikmaður NHL-deild- arinnar 1992 og var valinn fyrir stjörnuleik helgarinnar, er einn fárra leikmanna, sem segir tal um ógnanir ekki sannar. „Málið er í rannsókn," sagði Arthur Pincus hjá NHL. „Ef eitthvað kemur í ljós tökum við á því.“ Samkvæmt blaðafregnum hafa að minnsta kosti þrír fyrrum leik- menn Sovétríkjanna orðið fyrir fjárkúgun og ráðist var á þann fjórða, þegar hann var í heimsókn í Kiev, þaðan sem hann er. „Þeir hefðu getað drepið mig en vildu bara hræða mig,“ sagði Alex- andre Alexeev, 19 ára piltur, sem er á samningi hjá Winnipeg, en leikur með félagi í neðri deild. Alexei Zhitnik hjá LA Kings segir að sér hafi verið ógnað. „Eg hef átt í erfiðleikum með rússn- esku mafíuna," var haft eftir hon- um. Barry Melrose, þjálfari Kings, sagði að félagið hefði miklar áhyggjur af þessu og hefði hvatt leikmanninn til að fara ekki í frí heim til Kiev í sumar. Lögreglan í Los Angeles neitaði fregnum um að hún væri að rannsaka hótanir í garð viðkomandi leikmanns. Alexei Kasatonov hjá Anaheim Mighty Ducks sagðist ekki hafa orðið fyrir ónæði, en hins vegar væri ekki sömu sögu að segja af nokkrum vinum sínum. Hann sagði að Alexander -«Semak og Valeri Zelepukin hjá New Jersey Devils, Darius Kasparaitis og Vladimir Malakhov hjá New York Islanders og Sergei Nemchinov hjá New York Rangers hefðu allir orðið fyrir barðinu. Viacheslav Fetisov, fyrirliði ólympíumeistara Sovétríkjanna 1988 og fýrrum samherji Kasatonovs hjá New Jersey, hefur neitað að hafa keypt sér frið. „Ástandinu má líkja við að A1 Capone væri í Bandaríkjun- um. Þetta er alvarlegt mál og gæti verið hættulegt,“ sagði Kasatonov. Samkvæmt heimildum innan New York Rangers fékk einn rússneskur leikmaður félagsins hótunarbréf og virðist sem vina- hópur hafí fengið slíkt bréf. Fram- kvæmdastjóri Phiiadelphia Flyers sagði að öðrum Rússa liðsins hefði verið hótað í síma. Sérfræðingur í skipulögðum glæpum í New York sagði að rússneska mafían væri öflug í Bandaríkjunum, eink- um á svæðum þar sem nýbúar frá fyrrum Sovétríkjum byggju. Um hótanir gegn íshokkíspilurunum sagði hann að fregnir þar um kæmu ekki á óvart, því þeir sem ættu peninga og væru í sviðsljós- inu lentu oft í glæpamönnum. Kasparaitis, sem er frá Litháen, sagðist hafa heyrt að mafían færi fram á 10.000 dollara (um 730.000 kr.) fyrir að láta ijöl- skyldu leikmanns í friði. „Fólk segir mér að varast mafíuna, því hún vilji fá hlut í iaununum, en ég þekki nokkra glæpamenn og þeir segja að ekkert sé að óttast.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.