Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 1

Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 1
56 SIÐUR B 19. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reynt að sökkva norskum hvalbát Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SEA Shepherd-samtökin hafa í annað sinn unnið skemmdar- verk á norskum hvalbát. Að þessu sinni reyndu liðsmenn þeirra að sökkva bátnum Senet við bryggju fyrir utan Fredrik- stad en á síðustu stundu tókst þó að koma í veg fyrir það. Arvid Enghaugen, eigandi Se- nets, var að líta eftir bátnum snemma í gærmorgun þegar hann sá, að kominn var í hann mikill sjór og stutt í, að hann sykki. Á sömu stundu barst svo lögreglunni í Fredrikstad skeyti frá Sea Shep- herd þar sem samtökin hreyktu sér af því að hafa sökkt bátnum með því að skera í sundur tvær slöngur frá lensidælunni. Var sama aðferð viðhöfð þegar reynt var að sökkva bátnum Nybræna í Lófót. Enghaugen kallaði á slökkviliðið í bænum til hjálpar og tókst því að dæla úr Senet en verulegar skemmdir urðu samt á ýmsum tækjum. Litið alvarlegum augum Norska utanríkisráðuneytið ætl- ar að taka þetta mál upp við bandarísk stjórnvöld og fá úr því skorið hvort þau leggi blessun sína yfir, að hryðjuverkastarfsemi af þessu tagi sé stunduð frá Banda- ríkjunum en höfuðstöðvar Sea Shepherd eru í Kaliforníu. Sagði talsmaður ráðuneytisins, að norska stjórnin liti þennan atburð mjög alvarlegum augum. Nyr yfirmaður kynntur FRAKKINN Jean Cot hershöfðingi (t.v), yfirmaður gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Júgóslavíu fyrrver- andi, kynnti í gær breska hershöfðingjann Miehael Rose við athöfn á flugvellinum i Sarajevo en Rose hefur tekið við sem yfirmaður liðsins í Bosníu-Herzegóvínu. Cot lætur af starfi í mars vegna ágreinings við Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóra SÞ, um gæslustörfin. * Agreiningur vex um friðargæslustarf SÞ í Bosníu Frakkar hóta að kalla lið sitt heim Sarajevo. Reuter. ÁGREININGUR er með Frökkum og Bandaríkjamönnum um hlut- verk gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu-Herzegóvínu og Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, hótar að kalla franska herlið- ið heim verði ekki fundin leið til að stöðva stríðið. Yfirmaður gæsluliðs SÞ sagði í gær, að verið væri að endurskipuleggja starf- semi þess til að það gæti sinnt hlutverki sinu betur. Ovenju hörð sprengjuhríð var í Sarajevo í gær en þar hefur verið tiltölulega kyrrt i hálfan mánuð. Eftirmaður Les Aspins í embætti varnarmálaráðherra Clinton forseti tilnefnir Perry Washingfton, New York. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær William Perry í embætti ráðherra varnarmála en hann hefur að undanförnu ver- ið aðstoðarráðherra Les Aspins, núverandi varnarmálaráðherra. Perry kom hingað til lands fyrr í mánuðinum til að undirrita samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um varnarstöð- ina á Keflavíkurflugvelli. Talið er að þingið greiði atkvæði um tilnefninguna eftir mánuð. Dagblaðið The New York Times sagði í gær að Perry hefði á laugar- dag sagt starfsmannastjóra Hvíta hússins, Thomas McLarty, að hann vildi ekki embættið. A1 Gore, vara- forseti og vinur Perrys, hefði skömmu síðar hringt í Perry og beðið hann að bregðast stjórnvöld- um ekki. Þá hitti Perry Clinton forseta á föstudag þar sem forset- inn fór yfir lista með nöfnum þeirra sem til greina komu í starfið. Clint- on viðurkenndi í gær að hann hefði boðið öldungadeildarþingmannin- um Sam Nunn starfið en hann hefði hafnað boðinu. Undanfarið ár hefur Perry, sem er 66 ára gamall, borið ábyrgð á daglegum rekstri varnarmálaráðu- neytisins. Hann hefur beitt sér fyr- ir notkun hátæknivopna og er sagð- ur talsmaður þess að vopnaiðnaðin- um verði haldið gangandi. Haft var eftir embættismanni i varnarmála- ráðuneytinu að Perry hefði það eitt á móti sér að ékki væri víst að William Perry á blaðamanna- fundi í Reylgavík er kynnt var samkomulag Bandaríkjanna og Islands um varnarmál. hann yrði harður talsmaður ráðu- neytisins, hann væri ekki þekktur fyrir slíka hagsmunagæslu. Juppé lagði til í viðræðum við Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í París í gær, að stríðandi fylkingum í Bosníu yrði gert að fallast á ákveðið friðarsam- komulag en Christopher hafnaði því. Var haft eftir bandarískum embættismanni, að Bandaríkja- menn vildu ekki gera múslimum, sem hefðu ekki hafið stríðið, slika afarkosti. Þá lægi það líka í hlutar- ins eðli, að samkomulaginu yrði að fylgja eftir með hervaldi og til þess væru Bandaríkjamenn ekki tilbúnir að öðru leyti en því, að þeir styddu samþykkt Atlantshafsbandalagsins, NATO, um loftárásir á Bosníu færu Sameinuðu þjóðirnar fram á það. Gagnrýna skriffinnsku hjá SÞ Franski hershöfðingi Jean Cot, yfirmaður UNPROFOR, gæsluliðs SÞ í Bosníu, sagði í gær, að verið væri að vinna að ýmsum endurbót- um á starfsemi þess til að það gæti betur sinnt hlutverki sínu. Cot lætur af starfmu i mars vegna ágreinings við Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra SÞ, en Cot krafðist heimildar til að kalla á herþotur NATO til verndar gæsluliðinu án þess að bera það hveiju sinni undir „skriffinnana" í aðalstöðvunum í New York. Cot og aðrir yfirmenn gæsluliðsins hafa gagnrýnt yfir- stjórn SÞ harðlega fyrir gífurlega skriffinnsku og segja þeir, að það sé nánast óvinnandi vegur að koma einföldustu málum í gegnum yfir- boðarafrumskóginn þar á bæ. Sjá frétt á bls. 22. Stjórn Rússlands Verðstöðv- uii íhiiguð Moskvu, Bonn. Reuter. VÍKTOR Tsjernomýrdín, forsæt- isráðherra Rússlands, átti fund með Borís Jeltsín forseta í gær og sagði eftir hann að enginn ágreiningur væri milli sín og for- setans. „Nýja stjórnin er rétt að hefja störf ... og menn eru strax búnir að grafa hana,“ sagði ráð- herrann og vísaði þar fil harðrar gagnrýni umbótasinna. Hann sagðist vilja ræða möguleika á verðstöðvun við ráðamenn stór- fyrirtækja og verkalýðssamtök. Brotthvarf róttækra umbóta- sinna úr stjórninni veldur víða óvissu. Talsmenn erlendra fyrir- tækja sem fjárfest hafa í Rússlandi lýsa margir vonleysi sínu, einkum segja þeir að skattakerfið sé þeim andstætt. „Stjómin er í örvænting- arfullri leit að erlendri flárfestingu en virðist ekki vilja eiga nein sam- skipti við fjárfestaná,“ sagði einn þeiyra. í könnun sem gerð var meðal stjórnenda 1.400 þýskra fyrirtækja er hafa viðskipti við Rússa er sagt að skortur hinna síðarnefndu á al- þjóðlegum gjaldeyri sé erfiðasta hindrunin. Einnig eru nefnd spilling embættismanna, glæpir, óvissa í réttarkerfinu, vandkvæði í tengsl- um við eignarrétt, verðbólga og ófullkomin fjarskipta- og sam- göngukerfi. Aðeins 20% aðspurðra voru ánægð með viðskipti sín við Rússa. Yfirlýsing páfa Sjónvarpið ógnar fjöl- skyldunni Páfagarði. Reuter. JÓHANNES Páll II páfi fór hörðum orðum um sjónvarpið í gær og sagði það vera beina ógnun við heilbrigt fjölskyldu- líf. Þar væri kynlíf og ofbeldi I hávegum haft og áróður rek- inn fyrir röugum lífsgildum. Skoraði hann á foreldra að „slökkva einfaldlega á tæk- inu“. Páfi var mjög harðorður í ræðu sinni og fordæmdi foreldra sem notuðu sjónvarpið sem eins konar barnfóstru. Hvatti hann foreldra til að rísa upp gegn framleiðend- um og auglýsendum og krefjast þess, að settar yrðu strangar siðareglur til að vernda börnin. Sagði hann að þótt sumt sjón- varpsefni væri uppbyggilegt, mætti flokka megnið af því und- ir niðurrifsstarfsemi. „Foreldrar geta haft áhrif á sjónvarpsgláp barna sinna ein- faldlega með því að slökkva á tækinu. Það er margt þarflegra við tímann að gera,“ sagði páfi og nefndi sem dæmi að óvirk seta fyrir framan tækið kæmi í veg fyrir eðlileg samskipti og samræður milli fólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.