Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 Leitað að þremur mönnum frá Stokkseyri á Kjalvegi Fundust við Innriskúta Selfossi. LEIT hófst í gærmorgun að þremur mönnum sem fóru frá Stokks- eyri á sunnudagsmorgun áleiðis til Hveravalla á Willys-blæjujeppa árgerð 1965. Lítil CBS-talstöð, var í bilnum en mennimir gátu ekki látið vita af sér. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann mennina klukkan 15.15 í gær þar sem þeir vom á gangi við Innriskúta á Kjalvegi. Mennimir fóru frá Stokkseyri um hálfátta á sunnudagsmorgun. Jepp- inn drap á sér þegar þeir settu á hann bensín úr birgðabrúsum sem þeir höfðu meðferðis. Þeir yfirgáfu jeppann milli tólf og hálfeítt á sunnudagskvöldið skammt austan við Rjúpnafell og gengu í stjömu- björtu veðri í Svartárbotna þar sem þeir gistu í skála. Þaðan fóru þeir síðan um í góðu veðri um hádegi í gær. Gengu í góðu veðri „Það var ekki annað að gera en ganga af stað. Við vorum með góð vasaljós og gátum fyigt slóðinni. Það var fjandi kalt í skálanum í Svartárbotnum en við gátum hitað upp með gaseldavél sem er þar. Við fórum svo úr skálanum um hádegi og gengum af stað í sól og blíðu. Við vorum vel búnir og okkur varð aldrei kalt,“ sagði Guðlaugur Rúnar Asgeirsson, einn þremenn- inganna. Hann bað fyrir þakkir frá þeim félögum til leitarmanna og áhafnarinnar á þyrlunni. Bróðir hans Jón Bjöm sagði að tunglskin- ið hefði verið svo bjart um nóttina að þeir hefðu ekki þurft ljós í ská- lanum. Fegnir að sjá þyrluna „Það var mjög ánægjulegt að sjá þyrluna og maður varð mjög feg- inn,“ sagði Jón Ásgeir Guðjónsson, 19 ára. „Við veifuðum handklæði þegar við sáum hana og þeir tóku strax eftir okkur. Síðan lenti hún skammt frá okkur eftir að þeir köstuðu út blysi til að kanna vind- attma. Björgunarsveitarmenn í Biskups- tungum voru lagðir af stað inn á Kjöl til leitar og aðrar björgunar- Morgunblaðio/Sigurður Jónsson Jón Ásgeir Guðjónsson, Guðlaugur Rúnar Ásgeirsson og Jón Björn Ásgeirsson. sveitir í Ámessýslu voru í þann mund að senda menn til leitar inn á hálendið. Þá var verið að und- irbúa flugvél til leitar frá Selfossi. Jeppann ætluðu þeir félagar að sækja sem fyrst áður en veður versnaði. Ekki einir á öræfin Gunnar Einarsson í stjómstöð björgunarsveitanna í Ámessýslu sagði, þegar hann var spurður um þetta ferðalag: „Okkar hlutverk er að aðstoða fólk í nauðum. Aðstand- endur leita til okkar og við gerum allt sem við getum til að fínna fólk- ið og koma því til hjálpar. Það er ekki okkar að setjast í dómarasæti um það sem gerst hefúr en hin al- menna regla er sú að menn fari ekki einir inn á öræfín um hávetur og séu með góðan fjarskiptabúnað ásamt því að láta vita um ferðir sínar.“ Sig. Jóns. 9 \ i í i VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 25. JANUAR YFIRLIT: Austur við Noreg er minnkandi 985 mb lægð, en 1.020 mb hæð er yfir N-Grænlandi. Um 700 km suðvestur af Reykjanesi er vax- andi 975 mb lægð sem þokast norðaustur og síðar austur. STORMVIÐVÖRUN: Gert er ráð fyrir stormi ó Suðvesturmiðum, Vestur- djúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPA: Allhvöss eða hvöss norðaustanátt, úrkomulftið eða úrkomulaust sunnanlands en él í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austan- og norðaustanátt, viðast fremur hæg um sunnan- og vestanvert landið, en heldur hvassara norðanlands. Snjókoma norðan- og austanlands en úrkomulftið annars staðar. Frost 8 til 9 stig. HORFUR A FIMMTUDAG: Norðaustanátt, víðast fremur hvöss. Urkomu- laust sunnanlands en él í öðrum laridshlutum. Frost 9 til 10 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðanátt, víðast aðeins gola eða kaldi. Smáél á annesjum norðaustan- og austanlands, en úrkomulaust annars stað- ar. Frost 11 til 12 stig. Nýir veðurfregnatfmar 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarstmi Veðrstofu íslands — Veðurfregnir 990600. 0 a & rM m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyric, Heiðskirt Léttskýjaö Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjóður er 2 vindstig f r r * f * * * * • A * 10° Hitastig f f f f f f f * f ♦ * * * * V V V V Súld, J Rigning Slydda Snjökoma Skúrir Slydduél B = Þoka ' | 1 FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 i gaer) Vegir á Suðvestur- og Vesturlandi eru flestir færir. Fært er um Snæfells- nes og einnig um Heydal og Dalasýslu til Reykhóla. A Vestfjörðum er fært frá Brjánslæk til Patreksfjarðar og Bíldudals. Einnig er fært um Botns- og Breiðadalsheiðar. Frá ísafirði er fært fyrir jeppa og stóra bfla til Hólmavíkur en þaðan er fært suður. Brattabrekka er ófær en fært um Holtavörðuheiði og Norðurtand til Akureyrar og Siglufjarðar og frá Akureyri er fært til Ólafsfjarðar. Austan Akureyrar er fært um Þingeyjar- sýslur og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. Mývatns- og Möðrudals- öræfi eru ófær. Á Austfjörðum er þungfært um Vatnsskarð eystra, en fært er um Fjarðarheiði og Oddsskarð. Þá er faert um Suðurfirði og með Suðurströndinni til Reykjavíkur. Víðast á landinu er snjór og hálka á vegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísi. tima hití voöur Akureyri +10 úrkomaígrennd Reykjavilt +7 sfcwað Björgvin 2 úrkomafgn Hehánfci +1 snjókoma Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq +10 íéttskýjað Nuuk +13 léttskýjað Óstó 3 helðskírt Stokkhólmur +2 heiðskírt Þórshöfn +2 snjóél Algarve 14 heiðskfrt Amsterdam 6 skýjað Barcetona vantar Beriín 4 skúr Chicago 1 alskýjað Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 6 stcýjað Glasgow 4 rigning Hamborg 4 skúr London 5 súld LosAngeles 13 hálfskýjað Lúxemborg 4 rigiring Madrtd 8 heiðskirt Maiaga 16 hetðskirt Mallorca 15 léttskýjað Montreal +16 snjókoma NetaYoric 2 mistur Oriando 11 alskýjað Paris 11 súld Madeira 15 alskýjað Róm 12 þokumóða Vín 10 skýjað Washirvgton 1 hálfskýjað Winrripeg +23 heWsk/rt / DAG kl. 12.00 BeimtkJ: Veöurslofa Ísíands {Byggí ó veðurspa kl. 16.30 i gaer) * Oánægja starfsmanna Þorgeirs & Ellerts Stjórnvöld beiti undir- boðs- og jöfnunartolliim STARFSMENN Þorgeirs & Ellerts mótmæla því harðlega að ákveðið hafi verið að gera breytingar á Svaninum RE 45 í Póllandi í tilkynn- ingu frá trúnaðarmönnum starfsmanna fyrirtækisins. Þeir taka fram að þvi hafí verið lýst yfír að 13% niðurgreiðsla fengist úr ríkissjóði væri verkið framkvæmt hjá fyrirtækinu. Starfsmennimir segja að verkið hafi verið flutt til Póllands á grund- velii skeQalausra undirboða. Við þær aðstæður kreíjast þeir þess að ís- lensk stjómvöld beiti þegar í stað undirboðs- og jöfnunartollum eins og réttur sé til samkvæmt alþjóða- samningum. „Verði það ekki gert lýsa starfsmenn Þorgeirs & Ellerts hf. fullri ábyrgð á hendur stjómvalda að umrætt stórverkefíii er flutt til útlendinga í krafti óeðlilegrar sam- keppni,“ segir í tilkynningunni. Sljóm Sveinafélags málmiðnaðar- manna mótmælti harðlega, á fúndi sínum 20. janúar, þeim vinnubrögð- um sem viðhöfð vora við útboð vegna breytinga á ms Svan RE. Stjómin kpefst þess að stjómvöld grípi tafar- laust til aðgerða sem hindri að er- lendir aðilar geti athugasemdalaust undirboðið íslenskar skipasmíða- stöðvar til að skapa vinnu i sínu heimalandi og geri ráðstafanir til að tryggja vinnu íslenskra jámiðnaðar- manna til frambúðar. Ungnr læknir hlýtur 7 milljóna kr. styrk Raimsakar beingisn- un aldraðra kvenna Flórída. Frá Atla Stelnarssyni, frcttaritara Morgunblaðsins. UNGUR íslenskur læknir, Aðalsteinn Guðmundsson, sem búsettur er i Madison í Wisconsin, var annar tveggja iækna sem nú um áramótin hlutu 100 þúsund dollara styrk til rannsókna í klínískri lyfjafræði aldraðra. Styrkina veitir vísindasjóður Merck-lyfjafyrir- tækisins en úthlutun annaðist stjóm American Federation for Aging Research. Styrkurinn er ætlaður til tveggja ára rannsóknar- starfa við háskóla og jafngildir um 7,2 miUjónum íslenskra króna. Margir sækja um þennan sfyrk og er það mikill heiður fyr- ir Aðalstein að vera annar tveggja Iækna sem styrkinn fengu að þessu sinni. Rann- sóknarverkefni Aðal- steins snýr að rann- sóknum á beingisnun í konum og ber titil- inn: „Ultradian and Circadian Varation in interleukin-6 be- fore and after estrog- en replacement in woman with osteoporosis." í stuttu símaviðtali tjáði Aðal- steinn fréttaritara Morgunblaðs- ins að hann hefði verið við fram- haldsnám við háskólann í Wisc- onsin undanfarin fimm ár, fyrst í lyflækningum sem hann lauk fyrir hálfú öðru ári og síðan i öldrunar- sjúkdómum og mun hann ljúka því námi í sumar. Stenst það á endum því útborgun styrksins hefst 1. júlí nk. og verður styrkur- inn síðan greiddur á 6 mánaða fresti, en hann er ætlaður til tveggja ára rannsóknarstarfa. Aðalsteinn mun stunda rannsóknir sínar við útibú há- skólans í Madison í _ samvinnu við tvo bandaríska lækna; Molly Cames og Will- iam B. Ershler. Aðalsteinn var að vonum í sjöunda himni yfír styricveit- ingunni og kvað hann með bestu styrkjum sem völ væri á eftir að nokkurs samdrátt- ar gætti í styrkjum til rannsóknarstarfa. Hann kvaðst þakklátur stjóm rannsóknarsjóðs öldrunarsjúkdóma og Merk-vís- indasjóðnum sem væri öriátur á fé til vísindalegra rannsókna og hefði m.a. veitt 14 milljóir dollara til slíkra verkefna í fyrra. Aðalsteinn útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands 1986. Hann er kvæntur Ástu Aðalsteins- dóttur og eiga þau þijú böm. For- eldrar hans era Guðmundur Aðal- steinsson og Steinunn Aðalsteins- dóttir sem búsett eru í Reykjavík. Aðalsteinn Guðmundsson í i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.