Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994
15
Bætt þjónusta við
aldraða í Reykjavík
eftir Guðrúnu Zoega
Þjónusta við aldraða í Reykjavík
á vegum Reykjavíkurborgar hefur
vaxið mikið á undanförnum árum.
Félagsmálaráð fer með yfirstjórn
þessa málaflokks, en ég hef gegnt
formennsku í ráðinu undanfarin
íjögur ár. Öldrunarþjónustudeild
Félagsmálastofnunar sér um dag-
legan rekstur. Meðal helstu verk-
efna er heimaþjónusta, þ.á m.
heimilishjálp, heimsending matar
o.fl., rekstur félags- og þjónustum-
iðstöðva fyrir aldraða, húsnæðis-
og vistunarmál og rekstur leigu-
íbúða og hjúkrunar- og vistheimila
fyrir aldraða.
Heimaþj ónusta
Mikil áhersla hefur verið lögð á
eflingu heimaþjónustu. Borginni
er skipt í sjö heimaþjónustuhverfi
og er heimaþjónustan skipulögð
út frá félags- og þjónustumið-
stöðvum í hveiju hverfi. Tæplega
nítján hundruð heimili, um 2.300
einstaklingar, njóta nú þessarar
þjónustu og er svo komið að tekist
hefur að fullnægja eftirspurninni
og eru biðlistar engir. Þörfin á
hinum einstöku heimilum er mjög
mismunandi eða allt frá því að
þurfa hjálp við þrif hálfsmánaðar-
lega og upp í daglega aðstoð, jafn-
vel allan daginn. Þá er um að
ræða hjálp við ýmsar daglegar
„Mikil áhersla hefur
verið lögð á eflingu
heimaþjónustu. Borg-
inni er skipt í sjö heima-
þjónustuhverfi og er
heimaþjónustan skipu-
lögð út frá félags- og
þjónustumiðstöðvum í
hverju hverfi.“
athafnir, sem hinn aldraði á í erfið-
leikum með, svo sem að klæðast
og matast, matseld og innkaup
auk almennra heimilisstarfa. A
þessu kjörtímabili hefur verið tek-
in upp kvöld- og helgarþjónusta
og er hún veitt þar sem þörfin er
brýnust.
Daglega eru sendar um 500
máltíðir í heimahús, en auk þess
er hægt að fá keyptan mat vægu
verði í hinum mörgu félags- og
þjónustumiðstöðvum fyrir aldraða.
Reynt er að skipuleggja heima-
þjónustuna í samstarfi við heima-
hjúkrun, en heimahjúkrunin heyrir
undir ríkisvaldið og það gerir erfið-
ara um vik að samræma þjón-
ustuna eins og æskilegt væri, þar
sem yfirstjórnin er ekki á einni
hendi. Stefna Sjálfstæðisflokksins
er að heilsugæslan færist yfir til
sveitarfélaganna.
Guðrún Zoega
Með góðri heimaþjónustu
minnkar þörf á stofnanavist, þar
sem aldraðir geta búið lengur á
eigin heimilum. Umfang þessarar
þjónustu hefur vaxið mikið á kjör-
tímabilinu, en nú virðist eftirspurn
eftir henni hafa náð jafnvægi.
Útgjöld til þess málaflokks hafa
aukist í samræmi við aukna þjón-
ustu. Ég hygg að flestir telji þeim
peningum vel varið, m.a. vegna
þess að góð heimaþjónusta sparar
mikið fé annars staðar.
Höfundur er borgarfulltrúi,
formaður félagsmálaráðs og
þátttakandi í prófkjöri
sjálfstæðisfóiks í Reykjavík.
Stuðningsmenn
árna Sigfússonar
f 2. sætið
í prófkjöri sjólfstæðismanna
hafa opnað kosningaskrif-
stofu ó Suðurlandsbraut 4,
símar 6841 óó og 6841 54
Opið fró hódegi dag hvern
og fram eftir kvöldi.
GJAFVERÐI Bjóðum pínuiítið (vart sýnilega) framleiðslugallaða (ffMM KF-264 kæliskápa á frábæru verði.
1 CgJTZÆivs KF-264 m/lúxusinnréttingu 1
254 lítra kæliskápur með 199 Itr. kæli og 55 Itr. frysti. HxBxD = 146,5 x 55 x 60 cm.
(Verðlistaverð kr. 67.680,-) Nú aðeins kr. 52.690,- stgr. Afborgunarverð kr. 56.660,-
Takmarkaður fjöldi skápa á þessu verði |
VISA og EURO raðgreiðslur tii allt að' |BB 18 mánaða, án útborgunar. I 1 ■ MUNALÁN með 25% útborgun og JeB VHwl eftirstöðvum kr. 3.000 á mánuði. HÁTÚNI6A REVKJAVÍK SÍMl (91)24420
MAZDA á in
Nú er tækifæri til að eignast Mazda 323
fólksbíl á einstöku verði:
Mazda 323 3 dyra á 998.000.- kr.*
Mazda 323 4 dyra á 1.098.000.- kr*
*staðgr. með ryðvöm og skráningu.
Árum saman hefur MAZDA staðið sig
frábærlega í evrópskum könnunum á
bilanatíðni og rekstrarkostnaði fólks-
bifreiða en kostir MAZDA koma einnig
fram í aksturseiginleikum og þægindum.
Hagstætt kaupverð M.AZDA kemur se'r vel
nú. Lág bilanatíðni og lítill rekstrar-
kostnaður nýtist þér til frambúðar.
Hafðu samband við sölu- og umboðs-
menn okkar sem veita þér allar nánari
upplýsingar.
óbilcmdi traust
RÆSIR HF
S0LUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóöbraut 1, sími 93-12622. Isafjöröur: Bílatangi hf., Suðurgötu 9,
sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaöir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c
sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bilasala Keflavíkur,
Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaöir bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöföa 5, sími 91-674949.