Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 17

Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 17 Um tekjumisræmi og pólitíska spillingu eftir EggertHaukdal Það er athyglisvert, að skatta- lagabreytingar, sem leitt hafa til tekjumisræmis og ójöfnuðar, hafa verið gerðar af flokki jafnaðar- manna. Meðan Jón Baldvin Hanni- balsson var fjármálaráðherra, var á lagður svonefndur matarskattur, sem rýrði kjör lágtekjufólks veru- lega. Styr hefir staðið um þennan skatt síðustu mánuði þegar reynt var áð lækka hann að kröfu laun- þegasamtakanna. Helzti andstæð- ingur þess var sami Jón Baldvin Hannibalsson. Lækkunin náði þó fram að ganga. Við eigum langt í land, því að virðisaukaskattur á matvörur er 14% hérlendis, en 5% í EB-löndum, sem við skiptum aðal- lega við. í Kanada og Bandaríkjunum er sá háttur á hafður, að söluskattur, sem er sambærilegur virðisauka- skatti, er látinn haldast á matvör- um, en endurgreiddur lágtekjufólki. Það byggist á því, að fjölskylduút- gjöld til matvörukaupa aukast að upphæð með hækkandi tekjum, en minnka sem hlutfall tekna. Slíkt kerfi sparar ríkissjóði miklar fjár- hæðir og vissulega var unnt að taka það upp hérlendis gagnvart virðis- aukaskattinum. Annað afrek Jóns Baldvins Hannibalssonar, meðan hann var fjármálaráðherra, var að afnema stighækkun tekjuskattsins. Þannig greiðir lágtekjumaður sömu pró- • sentu á skattskyldar tekjur og há- tekjumaðurinn, sem hefir allt að tíföld laun eða meira. Þetta er slíkt ranglæti að ekki er búandi við það. Síðan þessi háttur var upp tekinn, er illmögulegt að ná inn skatttekj- um fyrir ríkissjóð, sem gera mögu- legt að afgreiða fjárlög hallalaus. Skattfrelsi fjármagnstekna eyk- ur á þann vanda. Þar eru kratar harðastir í afstöðunni að breyta ekki um stefnu. Þeir segja, að menn hætti að spara eða komi fé sinu úr landi, ef fjármagnstekjur eru skattlagðar eins og aðrar tekjur. Engin ástæða er þó til að ætla að spariíjáreigendur sætti sig ekki við að greiða sinn hluta tekna til samfé- lagsins eins og t.d. launþegar. Sannleikurinn er sá, að flokkur jafnaðarmanna er orðinn fulltrúi svartasta afturhalds á íslandi. Síð- asta iðja hans hefur verið að rífa niður velferðarkerfið sem fyrri leið- togar flokksins byggðu upp. Per- sónulegt kaþpsmál Jóns Baldvins er að kollsteypa íslenzkum landbún- aði með innflutningi niðurgreiddra búvara frá EB-löndum á sama tíma og Bretar stofna fiskimiðunum, og þar með sjávarútvegi, í hættu með kjarnorkuúrgangi. Fylgið hrynur af krötum. Það er óveijandi að afgreiða fjár- lög ár eftir ár með milljarða króna halla, þegar skuldasúpa ríkisins er orðin slík sem raun ber vitni. Er- lendar skuldir á einstakling, liðlega ein milljón kr. á hvert mannsbarn í landinu, eru hinar hæztu í heimi, enda þótt hlutfallið sé ekki eins slæmt, ef miðað er við þjóðartekjur eða útflutning. Til þess að unnt sé að snúa dæm- „Við verðum að stöðva sóun á opinberu fé og pólitíska spillingu.“ inu við, byija að greiða niður skuld- ir í stað þess að auka við þær, þarf að gera þrennt, sem nefnt hefur verið: 1) Taka upp tekjutengdan afslátt virðisaukaskatts, 2) koma á stighækkun tekjuskattsins með tveim nýjum þrepum og 3) skatt- leggja fjármagnstekjur. Meira þarf til. Við verðum að gera gangskör að því að uppræta skattsvik í land- inu, sem nema um ellefu milljörðum króna skv. nýlegri könnun opin- berra aðila. Það er nokkru hærri fjárhæð en allur fjárlagahallinn í ár. Það var meira en lítið hæpið að afnema aðstöðugjaldið meðan skattsvik eru slík. Enginn heiður er það fyrir fjármálaráðherra, hver Eggert Haukdal sem hann er, að lýsa því yfir að skattar hafi ekki verið hækkaðir, ef tekjutapið er jafnað með auknum lánum. Raunar þarf enn stærra átak til að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Við verðum að stöðva sóun á opinberu fé og pólitíska spillingu. Það er .t.d. hin mesta óráðsía að hafa þijá bankastjóra yfir hveijum þriggja ríkisbankanna og á árslaunum sem nema 10-11 milljónum króna, með- an launþegar almennt hafa minna en eina milljón króna. Þó væri það sök sér að hafa þijá, ef laun og fríðindi væru færð til eðlilegs horfs. Þrefaldur launamismunur er af vitr- um mönnum talinn algert hámark í siðuðu þjóðfélagi, að því gefnu að lægstu iaun hækki upp í að verða mannsæmandi. Þessir bankastjórar og raunar fleiri embættismenn, hafa margháttuð fríðindi, jafnvel skattfijáls, og þeir stunda auka- störf, sem gera þeim erfitt að rækja aðalstarfið sem skyldi. Það var von margra íslendinga að bruðl af þessu tagi endaði með brottför Jóhannes- ar Nordals úr stöðu seðlabanka- stjóra. Arðurinn af rekstri bankans væri betur kominn í tómum fjár- hirzlum ríkissjóðs. Stjórnvöld eru líka ámælisverð. Ferða-, bifreiða- og dagpeninga- kostnaður er óhæfilegur, ef allt er reiknað sem skyldi. Einnig hann nálgast fjárlagahallann. Eftirlauna- greiðslur til sumra embættismanna eru ekki í neinu samræmi við slíkar greiðslur til annarra þjóðfélags- þegna. Slíkt er erfitt að réttlæta á tímum atvinnuleysis og skorts. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. AF FARAÐLINGUM eftir Halldór Guðmundsson Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sendir mér tóninn í nýju vikublaði, Eintaki, síðastliðinn fimmtudag, í tilefni greinar sem ég skrifaði nýlega í Morgunblaðið. Greinin var skrifuð vegna þess að mér blöskraði barátta íslenskra stjórnvalda gegn því að Bandaríkja- her dragi eitthvað úr umsvifum sín- um hér á landi, og taldi hana snú- ast um peninga en ekki öryggishags- muni. Þetta sjónarmið er sjálfsagt að ræða, en utanríkisráðherra víkur hvergi að því í grein sinni. Hins vegar dregur hann upp úr hatti sínum Hitler, Stalín, Hamsun, Halldór Laxness, útrýmingarbúðirn- ar, og einhvetja allsheijar hreyfingu Rauðra penna og Máls og menning- ar, en félagsmenn hennar „hæddu og smánuðu ærlega stjórnmála- menn, sem höfðu þá einu hugsjón að bæta hversdagsleg lífsskilyrði fólks“. Manni skilst að þessir menn hafi svo bitið höfuðið af skömminni með því að „hafa aldrei sýnt þá lág- marks mannasiði að biðjast afsökun- ar“. Þeir lofsungu lygina og rétt- lættu ranglætið, og Jón segir í lok greinar sinnar: „Og enn er Halldór (þ.e. undirritaður) að í nafni Máls og menningar." Þetta er raunalegur samsetning- ur: Mér er ljóst að ég er í vonda lið- inu með Hamsun, Stalín, Hitler og Halldóri Laxness, en þessir ærlegu stjórnmálamenn sem báru hag fólks fyrir bijósti, fyrirgefðu ég spyiji, Jón, ert þú þá einn af þeim? Og hvaða afsökunartal er þetta? Mér er hvorki heimilt né skylt að biðjast afsökunar á gerðum Kristins E. Andréssonar, ef átt er við það, og hvern ætti ég þá að biðja afsökunar - Jón Baldvin? Ólíkt utanríkisráð- herra hef ég ekki einu sinni aldur til að hafa nokkurn tímann verið samflokksmaður stofnanda Rauðra penna. Ég hef aldrei hyllst hvorki að nasisma né stalínisma (ekki held- ur á vinstri róttækum námsárum mínum). Tengsl Máls og menningar „Ólíkt utanríkisráð- herra hef ég ekki einu sinni aldur til að hafa nokkurn tímann verið samflokksmaður stofn- anda Rauðra penna.“ við stjórnmálaflokka voru rofnuð fyrir mína daga: MM er bókaútgáfa og ekki stjórnmálafélag, og þótt Morgunblaðið hafi þann sið að láta starfsheiti fylgja greinum manna, hefur enginn heimild til að skrifa pólitískar greinar „í nafni Máls og menningar", einsog Jón Baldvin hef- ur kannski frétt hjá aðstoðarmanni sínum, stjórnarformanni MM. En auðvitað kemur þetta málinu ekkert við; utanríkisráðherra veit betur en svo. Sannleikurinn er sá að mér, líkt og mörgum öðrum ís- lendingum, finnast niðurskurðar- hugmyndir Bandaríkjahers hér á landi ósköp eðlilegar, og mér leiðist Hollur er heimafenginn baggi eftir Axel Eiríksson Það hefur löngum verið lenska hér á landi að telja útlenda vöru fýsilegri en innlenda. Ég hef oft velt skýringunni fyrir mér og helst komist að þeirri niðurstöðu að ástæðan sé að hluta til sögulegs eðlis vegna langvarandi vörusveltis í gegnum aldirnar. Vegna einokun- ar, hafta og tollamúra var illmögu- legt að verða sér úti um iðnvarn- ing. í byijun aldarinnar, þegar ís- lenskur iðnaður var að stíga sín fyrstu spor, voru miklir erfíðleikar með aðföng, bæði vélar og efni til framleiðslunnar. Á sama tíma er eins og fest hafi í huga almennings sú mynd af íslenskum iðnvarningi að hann væri einungis til að koma í staðinn fyrir erlendan sem ekki væri hægt að verða sér úti um þá stundina. íslenskur iðnaður á sér stutta sögu samanborið við iðnað ná- grannalandanna, s.s. Danmerkur og Þýskalands. Þar er löng hefð fyrir iðnaði og handverki en ekki síður sterk hefð fyrir því að kaupa innlenda vöru umfram erlenda. Dæmin sanna að öflugur heima- markaður er forsenda þess að fyrir- tæki/iðnaður nái að vaxa og dafna og nauðsynleg forsenda þeim inn- „Gera má ráð fyrir að hver fimm ný störf í iðnaði skapi um það bil tvö störf í þjónustu“ lendu iðnfyrirtækjum sem hyggja á útflutning. Með bættum samskipt- um, vélakosti og ekki síst fjölbreytt- ari menntun starfsmanna hafa iðn- fyrirtæki náð að bæta svo stöðu sína að þau eru fullkomlega sam- keppnisfær þegar gæði eru annars vegar og hins vegar í flestum tilfell- um þegar um verð er að ræða, það er að segja ef keppt er á jafnréttis- grundvelli. Minnkandi sjófang og aukinn tekjumissir kalla á nýjar tekjuöflunarleiðir og atvinnuskap- andi aðgerðir. Nú þegar við íslendingar sjáum fram á viðvarandi atvinnuleysi með allri þeirri mannlegu niðurlægingu og þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem af því leiðir er mikilvægt að lyfta íslenskri iðnframleiðslu á þann stall sem henni ber, okkur öllum til hagsbóta. Gera má ráð fyrir að hver fimm ný störf í iðnaði skapi um það bil tvö störf í þjónustu. Framleiðsla, nýsmíði, viðhald og þjónusta er sá jarðvegur sem þarf til að skapa ný störf. Samtök iðnaðarins hafa bent aðaltískuflík unglinga útlend dún- úlpa, en í dag hefur útigalli hannað- ur og saumaður á íslandi „trónað á toppnum" sem útiflik númer eitt. Gaman er að unga fólkið er leið- andi í að nota íslenska iðnaðarvöru. Það lít ég á sem teikn um breytt og jákvætt viðhorf. Ég er viss um að þeir 60 til 70 starfsmenn sem hafa vinnu við að sauma þessa galla hjá Max og 66°N eru mér sammála og taka undir að hollur er heimafenginn baggi. Höfundur er úrsmiður og tekur þátt í prófkjöri SjAlfstæðisflokks vegna borgarstjómarkosninga. Halldór Guðmundsson rislítil barátta íslenskra stjórnvalda fyrir' þvi að láta bandaríska skatt- greiðendur halda hér uppi millilanda- flugvelli, björgunarsveitum og at- vinnulífí á Suðurnesjum. Jón Baldvin verður að vera maður til að taka þeirri gagnrýni án þess að grýta málshefjendur með Hitler, Stalín og útrýmingarbúðunum. Utanríkisráðherra okkar lætur sér sæma í sömu grein að kalla Halldór Laxness „dómgreindarlausan fáráð- ling í pólitískri hugsun". (Það er munur að hafa dómgreind; geta t.d. líkt illræmdum einræðisherra við Jónas frá Hriflu. Hér nýtur Jón þess að Halldór hefur lagt frá sér stíl- vopnið.) Og lætur þess að auki getið að myndin af Halldóri Laxness muni ,enn hanga uppi í skrifstofu minni á meðan „Norðmenn" hafi „tekið ofan myndina af Hamsun". Ég vona svo sannarlega að það verði seint svo komið fyrir íslenskri bókaútgáfu, að þar verði teknar niður myndir af „dómgreindarlausum fáráðlingum“ á borð við Halldór Laxness, og sett- ar upp myndir af „ærlegum stjórn- málamönnum“ af þessari gerð. Höfundur er i itgáfustjóri. Axel Eiríksson á að fram til ársins 2000 fjölgi at- vinnufærum mönnum um 20.000 og er helst að iðnaður og þjónusta geti tekið við þeirri íjölgun. Hægt er að bæta rekstrarumhverfi fyrir- tækja með réttum aðgerðum stjórn- valda, en ef til vill er jákvætt hugar- far almennings það sem skiptir ís- lenskan iðnað mestu máli. Fyrir um það bil 7 árum var PROFKJOR SJALFSTÆÐISMANNA Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 S 88 30 44 *88 30 45 Opið 13 - 22. Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.