Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 18

Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Selljarnarnesi Sigurgeir í fyrsta sæti Sorpbrennsluvélar minnka sorp- og kyndikostnað HAGKVÆMT og raunhæft er fyrir meðalstór fyrirtæki á sviði iðnaðar eða verslunar að koma sér upp eigin sorpbrennsluvélum sem hita einn- ig upp vatn, og minnka þannig kostnað þeirra við að farga sorpi og kyndingu, segir Ingvar Níelsson verkfræðingur. Þetta kom frain á fundi um endurvinnslu á úrgangi með brennslu sem Samtök iðnaðar- ins, Vinnuveitendasamband Islands og Iðntæknistofnun stóðu fyrir í gær. Ingvar kveðst telja að sorpbrennsluvélar geti borgað sig upp á tíu árum við erfitt fjárhags- og framkvæmdaumhverfi, þ.e. þær aðstæð- ur sem háar gjaldskrár opinberra aðila skapa ásamt ýmsum tormerkj- um á flutningi eða urðun sorps vegna t.d. veðurs eða annarra þátta, niður í eitt ár þar sem aðstæður eru góðar. „Úrgangur er vara með nei- kvætt verð og öll meðferð hans umfram það nauðsynlegasta, s.s. flutningar, flokkun og förgun eða endurvinnsla, hækkar hið nei- kvæða verð. Því ber að farga úr- gangi á þeim stað og þeirri stund sem hann verður til,“ segir Ingvar. Ólafur Kjartansson, verkfræðing- ur hjá Samtökum iðnaðarins, segir að brennsluaðferð þessi hafi vakið athygli samtakanna og VSÍ vegna hins mikla kostnaðar íslenskra fyr- irtækja við að farga sorpi. „Þessi kostnaður hefur vaxið mjög hratt á undanfömum árum og ekki fyrir- séð hvar endar, en á sama tíma hefur Ingvar skrifað um að brennsla sorps með þessari aðferð sé hagkvæmur kostur. Við teljum að þetta sé valkostur sem ekki er hægt að horfa fram hjá og afskrifa án þess að skoða hann vandlega og raunar teljum við að skoða þurfi hann í hverju tilviki fyrir sig,“ seg- ir Ólafur. Ingvar segir að meiri hag- kvæmni fylgi litlum vélum en stór- um, sökum handstýringar og lítill- ar fyrirhafnar þeim samfara. Hann nefnir tvö dæmi af næstminnstu og stærstu vél þeirrar tegundar sem hann kynnir hérlendis. „Minni vélin kostar á milli 4 og 4,5 milljón- ir kr. og hentar allstóru iðnfyrir- tæki eða litlu sveitarfélagi með um 360 íbúa. Afkastagetan er 500 kíló á dag og orkan sem hún framleið- ir, um þijár kílóvattstundir af hita- orku við eyðingu á hveiju kílóg- rammi af rusli, gæti t.d. hitað sund- laug, félagsheimili eða skóla. Fyr- irtæki eða sveitarfélög sem settu upp siíkan búnað þyrftu ekki að vera háð samstarfi við aðra aðila og losnuðu við tilkostnað því sam- fara. Stærsta vélin fargar átta tonnum á dag og síðan er hægt að setja tvær saman sem afkasta helmingi meira," segir Ingvar. SIGURGEIR Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjarnarnesi, hlaut flest atkvæði í fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um helgina. Jón Há- kon Magnússon framkvæmda- sljóri varð í 2. sæti og Erna Nielsen húsmóðir varð í 3. sæti. 738 manns tóku þátt í prófkjör- inu. Sérstök viðurkenning „Ég er mjög ánægður a.m.k. með sjálfan mig,“ sagði Sigurgeir. „Þetta er sérstök viðurkenning fyr- ir mig en þetta er í níunda sinn sem ég býð mig fram. Ég tel að Seltim- ingar hafi sýnt mér mjög mikinn trúnað. Ég fæ 78,4% af greiddum atkvæðum og það er stórgóður árangur." Sagði Sigurgeir að þátt- taka í prófkjörinu og dreifing á lista hafi verið góð. Nokkrar breytingar væru á listanum en ekki stórar og ekki ljóst hvemig endanleg niður- röðun yrði. „Mér sýnist að 1., 6. og 7. sæti séu bundin en ég á ekki von á að neinar breytingar verði gerðar á listanum eins og hann lít- ur út,“ sagði hann. Stuðningur við umhverfismál „Ég er afskaplega ‘ánægður," sagði Jón Hákon Magnússon en hann varð í 2. sæti í prófkjörinu. „Ég sóttist eftir þriðja sæti en fór í annað. Ég tel að það sýni stuðning við þau umhverfísmál sem ég hef barist fyrir á nesinu og fagna því þessu brautargengi sem ég hef fengið inn í bæjarstjómina. Ég geng út frá því að við höldum meirihlut- anum.“ Jón Hákon sagðist líta svo á að lokið væri deilu um landnýt- ingu og umhverfismál á nesinu. Sættir hafí tekist og niðurstaða náðst um hvemig nýta ætti það litla land sem eftir er á nesinu. „Best væri að nýta ekkert land nema til Morgunblaðið/Jón Svavarsson Styrkþegar ÞAU tóku við framlögum úr Kvikmyndasjóði þegar úthlutað var fyrir árið 1994 sl. laugardag. Frá vinstri: Þorfinnur Guðnason, Valdimar Leifsson, Oddný Sen, Stefán Jón Hafstein, Jón Asgeir Hreinsson, Snorri Þórisson, Friðrik Erlingsson, Baldur Hrafnkell Jónsson, Tage Ammendrup, Er- lendur Sveinsson og Magnús Magnússon. a * Uthlutun úr Kvikmyndasjóði Islands 1994 Agnes og Benjamín dúfa fengu hæstu styrkina TILKYNNT var um úthlutanir úr Kvikmyndasjóði Islands fyrir árið 1994 á laugardag. Hæstu styrkina fengu Pegasus hf., 30 miiyónir til framleiðslu myndarinnar Agnesar, og kvikmyndagerð- in Baldur, 21 milljón til framleiðslu Benjamíns dúfu. Framlagið samsvarar 18,7% af heildarkostnaði við gerð Agnesar og 25,6% af heildarkostnaði við gerð Benjamíns dúfu. Framlög til handritsgerðar og undirbúnings kvikmynda fengu Oddný Sen, 600 þúsund krónur vegna Sögu Oddnýjar E. Sen, og Guðný Halldórsdóttir, 400 þúsund krónur vegna Ungfrúarinnar góðu og hússins. Framlög til framleiðslu heimild- armyndar fengu Finnbogi Her- mannsson, 500.000 krónur vegna Snillingsins á Hólmi og er það 20,8% af heildarframleiðslukostn- aði, Magnús Magnússon, 1.800 þúsund krónur vegna Hafamarins (25,9% af heildarkostnaði), Stefán Jón Hafstein, eina milljón króna vegna Þóru í Madras (29,4% af heildarkostnaði), Tage Ammendr- up, eina milljón króna vega Hug- vitsmannsins (40,1% af heildar- kostnaði), og Valdimar Leifsson, 500 þúsund krónur vegna Listakon- unnar sem ísland hafnaði (27,4% af heildarkostnaði). Villingur og Bíóhljóð hf. fengu 400 þúsund krónur til kynningar á heimildarmyndinni Húsey (30,6% af heildarkostnaði). Erlendur Sveinsson og Lifandi myndir hf. fengu 1.800 þúsund krónur vegna handrits og undirbúnings myndar- innar Lífssögu þjóðar. í úthlutunamefnd Kvikmynda- sjóðs 1994 sátu Ami Þórarinsson ritstjóri, Ingibjörg Briem þýðandi og Ragnheiður Steindórsdóttir leik- kona. útivistar og þá ekki eingöngu fyrir Seltiminga heldur allt höfuðborgar- svæðið,“ sagði hann. „Þetta er einr, fallegasti staður á svæðinu við sjó og hann ber að varðveita um aldur og ævi.“ Getur sætt sig við niðurstöðuna „Ég hafnaði í þriðja sæti og lítið annað um það að segja," sagði Ema. „Ég er svo sem ekkert óánægð með samtals útkomuna." Sagðist hún hafa fengið flest at- kvæði í annað sæti og samtals fleiri atkvæði en sá sem hlaut annað sætið en engu að síður ekki náð því sæti eins og hún óskaði eftir. „Ég er að öðru leyti jákvæð á úrslit- in,“ sagði Ema. „Mér finnst samt synd að fólki sem búið er að vinna vel og vera duglegt í bæjarstjóm hafi verið ýtt niður í sjöunda og tíunda sæti. Það er kannski það eina sem ég er sár út af en þetta er góður hópur og að ég held góður og sterkur listi. Ég get alveg sætt mig við mína niðurstöðu. Maður verður að taka því eins og er, ef maður tapar þá var það einhver sem kom og sigraði en að öðm leyti er ég sátt.“ Niðurstöður prófkjörsins á Selljarnamesi i. Sigurgeir Sigurðsson 417 atkv. í sæti 1 atkvæði alls 571 2. Jón Hákon Magnússon 242 atkv. í sæti 1—2 atkvæði alls 420 3. Erna Nielsen 328 atkv. í sæti 1-3 atkvæði alls 492 4. Petrea I. Jónsdóttir 282 atkv. í sæti 1-4 atkvæði alls 437 5. Jón Sigurðsson 331 atkv. í sæti 1-5 atkvæði alls 391 6. Hildur Jónsdóttir 385 atkv. í sæti 1-6 atkvæði alls 385 7. Guðm. Jón Helgason Sæti 1-7 atkvæði alís 370 8. Jens Pétur Hjaltested Sæti 1-8 atkvæði alls 305 9. Sveinn H. Guðmarsson Sæti 1-9 atkvæði alls 298 10. Gunnar Lúðvíksson Sæti 1-10 atkvæði alls 278 11. Þröstur H. Eyvinds Sæti 1-11 atkvæði alls 226 12. Jón Jónsson Sæti 1-12 atkvæði alls 195 Listi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ Róbert í efsta sæti Þrír af fimm bæjarfulltrúum hætta RÓBERT B. Agnarsson bæjarstjóri í Mosfellsbæ verður í efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarsfjórnarkosningarnar í vor. Fram-' bjóðendur í efstu sæti voru valdir að undangengnu prófkjöri sem fram fór 13. nóvember 1993. Þrír af fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér á ný. Tillaga kjörstjómar að framboðs- lista var samþykkt samhljóða á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ. í 2. sæti er Helga A. Richter kennari, í 3. sæti er Valgerð- ur Sigurðardóttir auglýsinga- og markaðssráðgjafi, í 4. sæti er Guð- mundur Davíðsson vélvirkjameistari, í 5. sæti er Hafsteinn Pálsson yfir- verkfræðingur, 6. sæti er Ásta Björg Bjömsdóttir meinatæknir, í 7. sæti er Svanur M. Gestsson verslunar- maður, f 8. sæti er Svala Ámadóttir skrifstofumaður, í 9. sæti er Hilmar Þór Óskarsson bústjóri, í 10. sæti er Guðjón Haraldsson verktaki, í 11. sæti er Guðlaug Á. Amardóttir hús- móðir, í 12. sæti er Bjarni Snæbjöm Jónsson framkvæmdastjóri og í 13. sæti er Magnús Sigsteinsson for- stöðumaður. Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ hefur nú fimm bæjarfulltrúa af sjö í bæjarstjóm. Þau Magnús Sigsteins- son, Helgu A. Richter, Hilmar Sig- urðsson, Þengil Oddsson og Guð- mund Davíðsson, sem kom inn í bæjarstjóm fyrir Guðbjörgu Péturs- dóttur er hún flutti til Bandaríkj- anna. Ljóst er að í vor verður end- umýjun í-efstu sætin þar sem þrír fulltrúar, þeir Magnús, Hilmar og Þengill, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér og hætta því sem bæjar- fulltrúar. Inga Laxness leikkona látin INGIBJÖRG Einarsdóttir, Inga Laxness, lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík Iaugardag- inn 22. janúar, 85 ára að aldri. Ingibjörg var fædd 3. maí árið 1908 í Reykjavík. Foreldrar hennar vora Sigríður Þorláksdóttir Johnson og Einar Amórsson hæstaréttar- dómari og ráðherra. Hún stundaði verslunamám við Verzlunarskóla íslands og í London og starfaði að því loknu við skrifstofustörf. Lengst af starfaði hún á Skattstofu Reykja- víkur, eða til ársins 1978 með hlé- um. Ingibjörg stundaði nám í Leik- listarskóla Lárusar Pálssonar 1940 til 1941, og síðan einkanám í leik- list hjá kennuram við The Royal Academy of Dramatic Art í London 1944 og nám í leiklist og leikstjóm hjá Tamara Daykaranova School of Dramatic Art í New York 1946. Hún var starfandi leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleik- húsinu og víðar frá árinu 1941 til 1955, en auk þess annaðist hún leikstjóm bæði úti á landi og í út- varpi og þýddi leikrit og annað efni úr ýmsum tungumálum. Ingibjörg var tvígift. Fyrri eigin- maður hennar var Halldór Laxness rithöfundur og er sonur þeirra Ein- ar Laxness cand. mag. Þau skildu árið 1940. Árið 1960 gekk hún að eiga seinni eiginmann sinn, Óskar Gíslason ljósmyndara, sem lést árið 1990.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.