Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 19 Karl Júlíusson leik- myndahönnuður Eins og að kvikmynda Njálssögu NORSKA leikkonan og leik- sljórinn Liv Ullman er um þessar mundir að undirbúa tökur á annarri kvikmynd sinni sem gerð verður eftir sögu skáldkonunnar Sigrid Undset um Kristínu Lafrans- dóttur. Karl Júliusson hefur yfirumsjón með hönnun leik- myndar fyrir kvikmyndina. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að verkefnið væri vissulega krefjandi. „Þetta verður erfitt verk og annaðhvort verð ég hylltur eða hrópaður niður að því loknu. Hver einasti Norð- maður hefur skoðun á þess- ari bók. Þetta er eins og að ætla að kvikmynda Njálu,“ segir Karl. Karl segir að ætlunin sé að kvikmynda fyrstu bók skáld- verksins, eða þann hluta þegar Kristín hittir Erland og hefur Karl það verk með höndum að leiða áhorfandann inn í ka- þólskt sögusvið Noregs á mið- öldum. Undirbúningurinn hefur staðið í hálft ár með fulltingi 50 starfsmanna. Þijár kirkjur verða notaðar í kvikmyndinni og þarf að byggja eina þeirra frá grunni en hægt verður að nota dómkirkjuna í Niðarósi við myndatökuna. Einnig gerist hluti myndarinnar í klaustri og segir Karl að það sem vanti af munum verði hreinlega að búa til, að mörgu sé að hyggja til að gefa sem sannasta mynd af Noregi á miðöldum. Karl segir að kostnaðaráætlun fyrir hans verkefni sé um 90 milljónir ís- lenskra króna. Hann segir enn- fremur að Norðmenn hafi varð- veitt mikið af húsum sem komi sér til góða við að draga upp sem réttasta mynd af tímabil- inu. Ekki er búið að ganga end- anlega frá vali leikara í mynd- ina. Liv Ullman nýtur fulltingis Svens Nykvist við tökur á myndinni og verður einn hluti myndarinnar tekinn upp að vetrarlagi og annar yfir sumar- tímann en ráðgert er að tökur hefjist í maí á þessu ári. „Það verður spennandi að sjá útkom- una enda er bókin um Kristínu Lafransdóttur einstök heimild um líf konu á þessum tíma,“ segir Karl loks. Höfóar til .fölksíöllum starfsgreinum! Samningar um Fyrirgefningu syndanna í 5 löndum Háum fjárhæðum varið til kynningar í Englandi NÝLEGA gerði bókaútgáfan Vaka-Helgafell samninga um útgáfu bókar Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefning syndanna, í Frakk- landi og Noregi, og hefur þá alls verið samið um útgáfu bókarinn- ar í fimm löndum utan Islands. Munu Editions de Seuil og Gylden- dals gefa út í löndunum tveimur. Ólafur Jóhann er staddur hérlend- is og hafði viðkomu í Englandi þar sem hann fundaði með forráða- mönnum Orion útgáfunnar, sem hyggjast gefa bókina út í Eng- landi í maímánuði og hafa nú þegar lagt lokadrög að kynningará- taki sem Ólafur segir að verði umfangsmikið þótt hann vildi ekki nefna ákveðnar tölur í því sambandi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hyggst fyrirtækið veija á milli 50-100 milljónum kr. í kynningarherferð á bókinni og liöfundi hennar í Englandi. Hefur þegar verið ákveðið að Fyrirgefning syndanna, sem nefn- ist „Absolution“ á ensku, verði „the literary lead book“ á vormán- uðum, sem gefur til kynna áherslu útgáfunnar. í næstu viku verða send út 500 kynningareintök af Fyrirgefningu syndanna í Eng- landi til gagnrýnenda, blaðamanna og aðila í bóksölu. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í lok sein- asta árs greiddi Orion-fyrirtækið Ólafi háa fyrirframgreiðslu, sem hann segir mikilvæga að því leyti að um leið verði fyrirtækið að leggja sig fram um kynningu og sölu til að endurheimta útlagðan kostnað. Bandaríska útgáfan Ran- dom House, sem var fyrsta erlenda útgáfan til að semja um sölu á bókinni, sendi út tvöfalt fleiri bækur til kynningar en opinber útgáfudagur er í marsmánuði. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk í gær hjá forleggjara mínum, Errol McDonald, í Bandaríkjunum er ekki búið að ákveða stærð upp- lagsins og mun ekki skýrast fyrr en þeir eiga fúnd með helstu versl- unarkeðjum í febrúar," segir Ólaf- ur Jóhann, „en þó er ljóst að bjart- sýni ríkir og miðað við erlendar skáldsögur verður upplagið stórt.“ Random House hefur nú þegar sent út bréf til allra bókabúða í Bandaríkjunum til að kynna bók Ólafs Jóhanns, og má gera ráð fyrir að fyrsta upplag á „Absoluti- on“ verði á bilinu 50-100.000 eiri- tök, en fyrsta upplag söluvæn- legra, innbundinna bóka er sjaldn- ast stærra í Bandaríkjunum. Opnuviðtal við NY Magazine Skriður er kominn á kynningar- mál vegna bókarinnar í Bandaríkj- unum og segir Ólafur að búið sé að staðfesta að New York Magaz- ine muni eiga við hann opnuviðtal í febrúar, ásamt viðtölum í Esqu- ire og Varity, sem kalla má biblíu bandarísks skemmtanaiðnaðar, auk k'ynningarefnis í janúarhefti Forbes og Fortune. Auk þess birt- ist í seinasta hefti Kirkus-reviews, sem er eitt helsta tímarit á sviði bókmenntakynningar þar í landi, umsögn um bókina sem var á afar jákvæðum nótum. Er m.a. rætt um að með henni bætist ný, vel- þegin rödd í bókmenntaflóruna og að hún sé frábærlega vel sett sam- an.^ Ólafur- er orðinn vel kynntur í bandarísku viðskiptalífi vegna starfa sinna fyrir Sony Electronic Publishing Company sem hann veitir forstöðu, en hann kveðst ekki hafa neina trú á að meðhöndl- un bókarinnar hjá gagnrýnendum taki mið af því að þeir kannist við hann úr fyrrnefnda hlutverkinu. „Hins vegar virðist mörgum þykja foi-vitnilegt að maður sem stússast í viðskiptum skuli skrifa bók af þessum toga, sem er ólík því sem menn búast við. En þetta á ekki við þá sem skrifa um bækur, frek- ar hina sem annast kynningarmál- in, sérstaklega þessi blöð og tíma- rit sem myndu ekki skrifa um bækur ella. Þar þykir þessi brjálun að vera á báðum sviðum eitthvað athyglisverð,“ segir Ólafur Jó- hann. Hann kveðst hafa snurfusað Fyrgefningu syndanna að nokkru leyti fyrir útgáfuna í Bandaríkjun- um, en þó ekki meira en tíðkast með endurútgáfur hér heima eða ytra. „Þetta eru frekar þættir sem ég myndi taka eftir heldur en aðr- ir, aðeins skorið niður, málsgrein felld út úr kafla og önnur sett í staðinn, og fleira í þeim dúr. Síðan breytti ég nafni einnar persónunn- ar því mér fannst það alls ekki þjált í munni enskumælandi les- enda, en stafsetning á nafni aðal- persónunnar er íslensk meðan hann dvelst hér.“ Tvö verk í smíðum Ólafur Jóhann kveðst ánægður með þýðandann sem sneri verkinu, auk þess sem bæði hann og starfs- menn Random House hafi legið yfir verkinu til að gera það sem best úr garði. „Þegar þýðingin var komin settumst við Errol McDon- ald niður og eyddum þremur tím- um á dag í tvær vikur við að lesa hana saman frá orði til orðs, og krotuðum í eftir því sem okkur þótti henta. Síðan var textinn sleg- inn inn, Errol fór yfir hann aftur og sendi mér sínar leiðréttingar, sem ég las og í síðasta sinn lásum við þetta í þriðja sinn hvor í sínu lagi. Þá gekkst bókin undir sér- staka skoðun hjá útgáfunni og loks fékk ég hana aftur. Ætli ég hafi ekki lesið hana alls sex til sjö sinnum þegar yfír lauk,“ segir Ólafur. Hann kveðst hafa dregið að sér efni seinasta ár til undirbún- ings á nýrri bók, og sé kortiagn- ingu lokið að mestu en skriftir nýhafnar. „í millitíðinni hef ég verið að leggja lokahönd á annað verk, sem er annars eðlis og ekki skáldsaga. Gangi allt vel ætti það að vera tilbúið eftir einn til tvo mánuði," segir Ólafur. Hann segir miklar annir fram- undan vegna útgáfu- og kynn- Stund milli stríða ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, for- seti Sony Electronic Publishing Company og rithöfundur, er staddur hérlendis um skamma hríð. Samningar hafa nú tekist um útgáfu seinustu skáldsögu hans í fimm löndum í heiminum, og er auk þess unnið að samn- ingaviðræðum við nokkur lönd önnur. * ingarmála en „þar nýt ég halds og trausts nafna míns Ragnars- sonar og er í raun mikið að vinna með öllum löndunum í Evrópu, bæði að fara yfir þýðingar og einn- ig varðandi .útlit á bókum, sam- ræmingu, kynningarmál og annað það sem fylgir því að koma þessu heim og saman. Áður fyrr var það kannski hægt en nú er afar erfitt að gefa út bækur í kyrrþey, vegna þess að fólk hefur ýmislegt við tímann að gera og margt sem slæst um athygli manna. í mínum huga eru bækur yfirleitt ekki að keppa við aðrar bækur, heldur aðra afþreyingu svo sem sjónvarp, bíómyndir, tónlist, brennivíns- di-ykkju og át og annað sem fólk gerir sér til dægradvalar," segir Ölafur Jóhann. Hann segir ekki hægt að koma í veg fyrir að störf hans fyrir Sony og ritstörf rekist á. „Þetta er óhjákvæmilegt því stundirnar í sólarhringnum eru ekki fleiri en raun ber vitni, en upp á síðkastið hef ég reynt að hliðra aðeins til svo að ég geti eytt meiri tíma í skriftir en oft áður, Síðan tekur útgáfustússið sinn skerf af tímanum." Kjósum málsvara umhverfis- og heilsuverndar Ólaf F. Magnússon lcekni og varaborgarfulltrúa í 4. - 6. sœti í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins Ólafur hefur einkum beitt sér í heilbrigðis- og umhverfismálum, en aukib umferðar- öryggi og bættar gönguleiðir um borgina eru einnig sérstök áhugamál hans. Hann hefur verið virkur í störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitti sér af einurð gegn tilkomu svonefndra heilsukorta og tilvísunarkerfis í heilbrigðisþjónustunni. HELSTU STEFNUMAL: • Réttlátari fjölskyldustefna • Rábdeildarsemi meb almannafé • Markviss atvinnuuppbygging • Verndun og varbveisla útivistarsvæba • Bættar göngu- og hjólreiðaleiðir • Fjölgun undirganga við umferðaræbar Öflugar mengunarvarnir Aukib umferbaröryggi Frestun stórframkvæmda vib Korpúlfsstabi og bílastæbahús í mibbænum Hagkvæmni og fjölbreytni í öldrunarþjónustu Valfrelsi í heilbrigbisþjónustu Heilsuverndarstööin áfram í þjónustu Reykvíkinga Munum baráttu Ólafs fyrir opnu útivistarsvæði og hagsmunum almennings í Fossvogsdal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.