Morgunblaðið - 25.01.1994, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
Sigurður J., Björn Jósef og
Þórarmn B. í efstu sætunum
SIGURÐUR J. Sigurðsson mun
skipa fyrsta sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar í vor, en
hann hlaut flest atkvæði í efsta
sæti listans í prófkjöri flokksins
sem haldið var um helgina. Alls
tóku 845 manns þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins. Ellefu voru
í framboði.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
á Akureyri
1. Sigurður J. Sigurðsson 337 atkv. í sæti 1
2. Björn Jósef Arnviðarson 283 atkv. í sæti 1-2
3. Þórarinn B. Jónsson 352 atkv. í sæti 1-3
4. Valgerður Hrólfsdóttir 462 atkv. í sæti 1-4
5. Jón Kr. Sólnes 480 atkv. í sæti 1-5
Sigurður fékk 337 atkvæði í
fyrsta sæti listans, en hann gegnir
nú stöðu forseta bæjarstjórnar
Akureyrar. í öðru sæti varð Björn
Jósef Arnviðarson sem hlaut 283
atkvæði í 1. og 2. sæti listans og
í þriðja sæti varð Þórarinn B. Jóns-
son með,352 atkvæði í 1. til 3.
sæti. Þórarinn hefur ekki áður tek-
ið þátt í stjórnmálum, en Björn
Jósef var í 2. sæti lisfcdns fyrir síð-
ustu bæjarstjómarkosningar.
Valgerður Hrólfsdóttir fékk 462
atkvæði í 1. til 4. sæti og verður
í fjórða sæti listans,' en hún var í
því fimmta í síðustu kosningum
og Jón Kr. Sólnes hlaut 480 at-
kvæði í 1. til 5. sæti og verður í
fimmta sæti. Hann var í 4. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síð-
ustu kosningar, eftir að hann gaf
3. sæti sem hann var í eftir til
Bimu Sigurbjörnsdóttur. Aðeins
munaði einu atkvæði á Jóni og
Þórarni um 3. sætið, en Jón fékk
351 atkvæði í 3. sæti. Jón hefur
óskað eftir endurtalningu og fer
hún fram í dag. Þá á eftir að úr-
skurða um nokkur vafaatkvæði.
Kjömefnd hefur ákveðið að birta
ekki röð og atkvæði annarra fram-
bjóðenda en samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins varð Guð-
mundur Jóhannsson í 6. sæti og
Birna Sigurbjörnsdóttir bæjarfull-
MTC
SLDfiLW-jnjl
PENINGASKÁPAR
trúi í 7. sæti. Aðrir frambjóðendur
voru Anna Björg Björnsdóttir,
Borghildur Blöndal, Einar S.
Bjarnason og Ólafur Rafn Ólafs-
son.
Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra
fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar,
Sigurð J., Björn Jósef, Birnu og
Jón Kr.
Á brattann að sækja
Bjöm Jósef Arnviðarson lög-
maður sagðist vera ánægður með
að halda öðru sætinu, sérstaklega
með tilliti til aðstæðna í þessu próf-
kjöri. Hann hefði orðið þess var
að beinlínis hafi verið stefnt að því
að velta honum úr þessu sæti.
Björn Jósef sagðist vera hæfi-
lega bjartsýnn á komandi bæjar-
stjórnarkosningar. Sagði að vísu
að alltaf væri á brattann að sækja
fyrir þá flokka sem stæðu að meiri-
hluta þegar ástandið væri erfitt
en hann væri þó hæfilega bjart-
sýnn á útkomuna.
Fólk vildi breytingar
Þórarinn B. Jónsson er umboðs-
maður tryggingafélagsins Sjóvár-
Almennra á Akureyri en því starfi
hefur hann gegnt um árabil. „Ég
bjóst við þokkalegri útkomu úr
prófkjörinu, en niðurstaðan var
vonum betri,“ sagði Þórarinn. Ein-
ungis munaði nokkrum atkvæðum
að hann næði öðru sæti listans.
„Mér sýnist að fólk hafi viljað
breytingar, ástandið er ekki gott
hér á Akureyri, mikið atvinnuleysi
og í raun varð kveikjan að því að
ég ákvað að taka þátt í prófkjörinu
sú að margir vina minna hafa
gengið um atvinnulausir. Ég hef
hug á að beita mér í atvinnumálun-
um,“ sagði hann.
Ékki náðist í Sigurð J. Sigurðs-
son í gær.
Deila Sjómannafélags Eyjafjarðar og
Samherja um tvíburatrollveiðar
Yilji til að ganga
frá samningum
Margrét EA farin á veiðar
Með kortalásum,
tölvulásum og
talnalásum.
Verð frá kr.
29.810,-
Faanlegir með gólf-
festingu og bjöllu
TELVUTÆKI
FURUVÖLLUM 5, AKUREYRI
SÍMI 96-26100.
fSE Tæknival
SKEIFUNNI 17, REYKJAVIK
SÍMI 91-681665.
VILJI er til þess að ganga frá samningum sjómanna sem stunda
svokallaðar tvíburatrollveiðar milli Sjómannafélags Eyjafjarðar
og Samheija hf. en tvö af skipum félagsins, Margrét EA og
Oddeyri EA, hafa stundað slikar veiðar. Margrét EA hélt til veiða
síðdegis á laugardag, en Samherjamenn hafa ákveðið að leggja
Oddeyrinni um tíma.
Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, sagði
að ætlunin væri að halda fund með
forsvarsmönnum Samhetja í dag
þar sem farið yrði yfir stöðuna og
rætt um leiðir til lausnar deilunni.
„Málið snýst um það að við viljum
fá samning fyrir þessar veiðar, en
slíkur samningur er ekki til. Ég
held að sé vilji til þess að ganga
frá slíkum samningum," sagði
Konráð.
Deilan verður leyst
„Það endar með því að þessi
deila eins og aðrar leysist," sagði
Þorsteinn Már Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri Samheija. „Það er
alltaf æskilegt að lifa í friði við
Á stúdentagörðunum
á Akureyri
Til leigu einstaklingsherbergi. Góð aðstaða.
Upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96 30900,
milli kl. 10 og 12 daglega.
FESTÁ, Félagsstofnun stúdenta á Akureyri.
sitt umhverfi og sína starfsmenn
þannig að við vonum að þetta jafni
sig og ró komist á í fyrirtækinu
og að tekin verði upp eðlileg sam-
skipti við stéttarfélag sjómanna
innan skamms. Við erum með
feikilega marga sjómenn í vinnu
og höfum gert út í tugi ára í góðu
samkomulagi við stéttarfélögin
þannig að ég vona að svo verði
áfram. Þetta er auðvitað ekki búið,
en ég á von á að þetta fari að leys-
ast og menn slíðri sverðin," sagði
Þorsteinn.
Stjóm Sjómannafélags Eyja-
fjarðar kom saman til fundar í
gærkvöld og eins var fundur með
trúnaðarráði félagsins þar sem far-
ið var yfir stöðuna. „Það er vilji
til að undirrita samninga um þess-
ar veiðar og eins hafa Samheija-
menn lýst yfir vilja til að koma
þeim mönnum sem ekki hafa feng-
ið pláss í vinnu,“ sagði Konráð.
>--------» ♦ ♦-------
■ KYRRÐARSTUND verður í
Glerárkirkju á morgun, miðviku-
daginn 26. janúar frá kl. 12 til
13. Orgelleikur, helgistund, alt-
arissakramenti, léttur málsverður.
Allir velkomnir.
Morgunblaðið/Trausti
Samfagnað
MARGT gesta var til að samfagna Leikfélagi Dalvíkur á fimmtíu
ára afmælishátið félagsins á laugadag, einkum félagar og þátttakend-
ur í starfsemi félagsins fyrr og nú.
Leikfélag Dalvíkur 50 ára
Öflugt leiklistar-
líf í hálfa öld
Dalvík. ^
FIMMTÍU ár voru liðin 19. janúar síðastliðinn frá stofnun Leik-
félags Dalvíkur og af því tilefni efndi félagið til afmælishátíðar í
Víkurröst á Dalvík á laugardaginn. Boðið var upp á kaffiveitingar
og fjölbreytta skemmtidagskrá. Margt gesta var til að samfagna
félaginu, einkum félagar og þátttakendur í starfsemi félagsins fyrr
og nú. Félaginu bárust margar heillaóskir og gjafir frá öðrum leikfé-
lögum og vildarvinum þess.
Dagskrá afmælishátíðarinnar
var með fjölbreyttu sniði og stjórn-
aði formaður afmælisnefndar, Guð-
laug Björnsdóttir, hátíðinni. Fluttu
leikfélagar stutt atriði þar sem fram
komu allir helstu þættir leiklistar-
innar, söngur, upplestur, látbragð
o.fl. Flutt voru stutt söngatriði úr
leikverkum sem leikfélagið hafði
sett upp. Þórunn Magnea Magnús-
dóttir flutti kveðjur Leikfélags Ak-
ureyrar og afhenti félaginu mynd
að gjöf og þá fiutti Jóhann Antons-
son afmælisræðu þar sem hann
greindi frá ýmsum spaugilegum
atvikum í starfi sínu í félaginu, en
hann var um nokkurn tíma í stjórn
þess. Að dagskrá lokinni var stiginn
dans fram eftir kvöldi.
Öflugt leikiistarlíf
Leikfélag Dalvíkur var stofnað
19. jánúar á lýðveldisárinu og fyrsta
leikverkið sem félagið setti á íjalirn-
ar var „Öldur" eftir sr. Jakob Jóns-
son og sá Sigtýr Sigurðsson um
uppsetningu á verkinu, en hann var
um langan tíma virkur félagi í Leik-
félagi Dalvíkur og sat í fyrstu stjórn
þess. Um langan tíma hefur leiklist-
arlíf á Dalvík verið mjög öflugt og
athyglisvert er að þaðan hafa kom-
ið margir kunnir leikarar sem gert
hafa garðinn frægan í atvinnuleik-
húsunum á Akureyri og Reykjavík.
Engin ellimerki er að sjá á félag-
inu þrátt fyrir nokkurn aldur því
starfsemi þess er öflug og hefur
félagið nú sem endranær á að skipa
mjög frambærilegum leikurum og
öðru listafólki. Fyrir fáum árum
keypti félagið húsnæði til æfinga
og annarrar aðstöðu fyrir starfsemi
sína og á þessu ári gerði það samn-
ing við bæjaryfirvöld um að annast
rekstur samkomuhússins, sem er
kvikmynda- og leikhús bæjarins.
Vonast er til að það styrki starfsemi
félagsins enn frekar.
Lýðveldisafmælið
Árlega hefur Leikfélag Dalvíkur
tekið eitt til tvö verk til sýninga.
Að þessu sinni hefur verið ákveðið
að setja á fjalirnar „Hafið“ eftir
Ólaf Hauk Símonarson, en það var
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið
1992. Þá er ráðgert að á haustmán-
uðum verði „Land míns föður“ eftir
Kjartan Ragnarsson tekið til sýn-
inga og mun það verða framlag
félagsins til lýðveldisafmælisins, því
verkið gerist að hluta til á lýðveldis-
hátíðinni 1944. Æfingar á „Hafinu"
eru hafnar og hefur Þórunn Magnea
Magnúsdóttir verið ráðin til að leik-
stýra því. Ráðgert er að frumsýna
í lok febrúar.
Formaður Leikfélags Dalvíkur er
Birkir Bragason.
Fréttaritari
Staða rektors við Háskólann á Akureyri
Haraldur Bessason dreg-
ur umsókn sína til baka
HARALDUR Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, hefur í
bréfi til menntamálaráðherra óskað eftir því að draga umsókn
sína um stöðu rektors við skólann til baka.
Haraldur sagði að ástæða þess
væri tvíþætt, annars vegar þætti
sér vænt um að ungt fólk með
mikla reynslu af kennslu við há-
skóla og sem hefði stundað út-
gáfu vísindarita í miklum mæli
sæktist eftir stöðunni og hins
vegar „sé ég það nú að ég hef
líklega ekki haft nægt tímaskyn,
ég hef .verið sjö ár í rektorsemb-
ætti og það er langur tími, þann-
ig að ég endurskoðaði fyrri af-
stöðu mína og ákvað að hætta
við að sækja um endurráðningu
í stöðuna," sagði Haraldur.
Auk Har-
alds sóttu um
stöðu rektors
við Háskólann
á Akureyri
þau Fanney
Kristmunds-
dóttir, lektor í
líffærafræði
við Háskólann
í Edinborg í
Skotlandi, og Þorsteinn Gunnars-
son, vísinda- og menntamálafull-
trúi við sendiráð Islands í Bruss-
el.