Morgunblaðið - 25.01.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
21
Sunnukórmn á
ísafirði 60 ára
Bolungarvík.
SUNNUKÓRINN á ísafirði verður fullra sextíu ára í dag,
en hann var formlega stofnaður 25. janúar 1934. Kórinn
hefur allt frá stofnun verið samofinn menningarlífi Isafjarð-
arkaupstaðar.
Sjö stjórnendur
Stjórnendur hafa verið sjö,
þeir Jónas Tóma^son tónskáld og
helsti hvatamaður að stofnun
kórsins, þá Ragnar H. Ragnar,
við af honum tók sonur hans,
Hjálmar H. Ragnarsson, þá
stjórnaði Kjartan Siguijónsson
kórnum um tíma og svo Jónas
Tómasson yngri, tónskáld, þá
Margrét Bóasdóttir og núverandi
stjórnandi kórsins er Beáta Joó
frá Ungveijalandi.
Það voru Jónas Tómasson bók-
sali, sem þá hafði um margra ára
skeið annast organista- og söng-
stjórastarf við kirkjuna á Isafirði,
Sigurgeir Sigurðsson og Elías J.
Pálsson sem undirbjuggu stofnun
Sunnukórsins í desember 1933.
Tilgangur með stofnun kórsins
var eins og segir í samþykkt er
gerð var á undirbúningsfundi er
haldinn var 9. deseember 1933
„að annast kirkjusöng á Isafirði
og jafnframt að efla sönglíf í
bænum sérstaklega með flutningi
kirkjulegra tónverka".
Stofnfundurinn var síðan hald-
inn 25. janúar á þeim árlega
gleðidegi ísfirðinga þegar sólin
nær að senda aftur geisla sína
yfir íjallabrúnir og sólarbirtu
nýtur eftir vetrarmyrkur. Varla
hefur annað komið til greina á
þessum degi en að kenna kórinn
við sólina og því ber hann nafnið
Sunnukórinn.
Jónas Tómasson, fyrsti stjórn-
andi kórsins, stjórnaði honum í
tæp tuttugu ár en við af honum
tók Ragnar H. Ragnar er hann
fluttist til ísafjarðar frá Vestur-
heimi árið 1948. Þá um haustið
réðst kórinn í það stórvirki að
setja á svið óperettuna Bláu káp-
una undir leikstjórn Sigrúnar
Magnúsdóttur. Ragnar H. kom
þá til starfa við kórinn sem undir-
leikari en tók svo við söngstjórn-
inni af Jónasi Tómassyni. sem þá
var kominn um sjötugt.
Sennilega er uppfærsla kórsins
á Bláu kápunni eitt viðamesta
verk sem Sunnukórinn hefur ráð-
ist í. Sýningar á verkinu urðu
11 sem teljast verður allnokkuð
í ekki stærra bæjarfélagi. Á þeim
tíma sem Jónas Tómasson stjórn-
aði kórnum var ráðist í margs-
konar verkefni á sviði sönglistar
og lagt í söngferðalög, t.d. fór
kórinn til Reykjavíkur 1945 með
tvöfalt „prógramm“, sungið var
í Dómkirkjunni og í Gamla bíói,
undirleikari í þessari för var Vict-
or Urbancie.
Þáttur Ragnars H. Ragnars
með Sunnukórnum var ekki síðri
en fyrirrennara hans en Ragnar
stjórnaði kórnum í liðlega aldar-
fjórðung og hið ötula og metnað-
arfulla starf kórsins hélt áfram.
Á þeim tíma sem Ragnar var
söngstjóri kórsins voru farnar
margar söngferðir, þar á meðal
til Noregs og Færeyja 1973. í
þeirri ferð bjó kórinn um borð í
þáverandi flaggskipi flotans, ms.
Gullfossi. Einnig var farið í viða-
mikið ferðalag til Norðurlanda
og farþegaskipið Esja var leigt
til fararinnar. í þeirri ferð var
sungið á Akureyri, Húsavík og
Siglufirði. Söngför þessi var farin
í samvinnu við Karlakór Ísafjarð-
ar og var söngskráin sérlega fjöl-
breytt og samanstóð af karlakór,
kvennakór, samkór, einsöngi og
tríó.
Stærsta verk sem kórinn flutti
undir stjórn Ragnars H. var kant-
atan Strengjaleikir eftir Jónas
Tómasson, frumkvöðul kórsins.
Verkið var flutt í Alþýðuhúsinu
á ísafirði 7. mars 1966 í tilefni
85 ára afmælis Jónasar. Streng-
leika samdi Jónas við ljóðaflokk
eftir Guðmund Guðmundsson
skólaskáld.
Sunnukórinn í söngferð í Ungverjalandi 1988.
Við flutning á verkinu voru
einsöngvararnir Guðmundur
Guðjónsson og Sigurveig Hjalt-
ested fengnir til liðs við kórinn
og undirleikarar voru þeir Ólafur
Vignir Albertsson og Sigríður
Ragnarsdóttir.
Sonur Ragnars H., Hjálmar
H. Ragnarsson, tók við söng-
stjórahlutverkinu af föður sínum
1974, þá aðeins 22 ára gamall.
Hann stjórnaði kórnum í um
tveggja ára skeið er hann hélt
erlendis til náms.
Á þeim tíma var enn ráðist í
eitt stórvirki, sem var frumflutn-
ingur á tónverkinu Missa Brevis
eftir Jónas Tómasson yngri, en
hann er sonarsonur Jónasar
Tómassonar fyrsta stjórnanda
kórsins. Verkið var meðal annars
flutt við messu í Langholtskirkju
við troðfulla kirkju og gífurlega
stemmningu. Með kórnum í þessu
verki léku þeir Kjartan Siguijóns-
son á orgel og séra Gunnar
Björnsson á selló.
Er Hjálmar Ragnarsson hélt
erlendis til náms 1976 tók Kjart-
an Siguijónsson við kórstjórn-
inni. Undir hans stjórn tók kórinn
m.a. þátt í landsmóti blandaðra
kóra sem haldið var í Reykjavík
1978 en Sunnukórinn á ísafirði
er elst'i starfandi blandaði kórinn
á landinu.
Árið 1979 tók Jónas Tómasson
yngri við stjórnun kórsins. Hann
var söngstjóri kórsins til ársins
1985. Á þeim tíma flutti kórinn
tvö verk eftir hann, annað var
verk sem Jónas samdi við texta
úr Biblíunni, Sjö orð Krists á
krossinum, og flutt var í kirkj-
upni ásamt kammersveit á föstu-
daginn langa árið 1979. Hitt
verkið samdi Jónas sérstaklega
fyrir Sunnukórinn, það var verk-
ið Mold og dagar, samið við ljóð
eftir ung skáld, þau Nínu Björk
Árnadóttur, Sigurð Pálsson og
Steinunni Sigurðardóttur. Mold
og dagar samanstóð af upplestri,
kórsöng og hljóðfæraleik og var
frumflutt í marsmánuði' 1983.
Er Jónas Tómasson yngri
hætti með kórinn tók Margrét
Bóasdóttir söngkona, eiginkona
séra Kristjáns Vals Ingólfssonar
er gegndi prestsskap tímabundið
á Isafirði, við kórstjórn og stjórn-
aði_ kórnum á ’meðan hún dvaldi
á ísafirði, eða fram til ársins
1986.
Þá tók núverandi söngstjóri,
Beáta Joó frá Ungvetjalandi, við
stjórninni og 1988 var farin söng-
ferð til Ungveijalands þar sem
haldnir voru þrír konsertar við
mjög góðar undirtektir. Þá stóð
Sunnukórinn fyrir kóramóti
vestfirskra blandaðra kóra árið
1990 með tónleikahaldi á Þing-
eyri og ísafirði. Kóramót þetta
þótti heppnast mjög vel, en sjö
kórar tóku þátt í mótinu. Enn
var lagst í söngferðalag 1991 en
þá var farið til Akureyrar og
Húsavíkur og í fyrra var farið
aftur á Norðurlandið og haldnar
söngskemmtanir í Skagafirði og
á Akureyri.
Afmælisveisla og sögusýning
Hér hefur verið stiklað á stóru
í langri og merkilegri sögu
Sunnukórsins. Þótt henni hafi
engan veginn verið gerð tæmandi
skil, má glöggt sjá að á sextíu
ára ferli kórsins hefur hvergi
verið slakað á í vali metnaðar-
fullra verkefna og kórstarfínu
haldið á þeim „standard" sem
frumkvöðlunum greinilega stóð
hugur til.
Afmælisins verður minnst með
afmælisveislu og sögusýningu
þar sem saga Sunnukórsins verð-
ur sögð í máli og myndum.
Veisluhöldin verða í Stjórn-
sýsluhúsinu á ísafirði í kvöld kl.
20 og eru allir velkomnir. Það
sem hins vegar er framundan á
afmælisárinu og ber vafalaust
hæst, eru tónleikar með Sinfóníu-
hljómsveit íslands í júní á ísafirði.
Núverandi formaður Sunnu-
kórsins er Reynir Ingason og með
honum í stjórn eru Margrét
Hauksdóttir og Rebekka Páls-
Tilnefning og skoðanakönnun
framsóknarfélaga á Selfossi
FRAMSÓKNARMENN á Selfossi hafa samþykkt að láta fara fram skoð-
anakönnun í tveim áföngum um skipan framboðslista við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Selfossi 28. maí 1994.
Öllum félagsmönnum er gefinn nefningar hljóta koma inn atkvæði
kostur á að velja 9 nöfn af félaga- um röðun á framboðslistann.
skrá framsóknarfélaganna og af skrá Niðurstaða skoðanakönnunar
yfir nýja félaga. Þeir sem flestar til- verður síðan lögð fyrir félagsfund.
i 5.sæti
Kosningaskrifstofa
Sveins Andra Sveinssonar,
borgarfulltrúa, Suóurgötu 7, er opin
á milli kl. 9.00 og 24.00.
Sjálfstæóismenn velkomnir.
Símar 17260 - 17214
Stuóningsmenn.
- Fmmkvæái - Framkvæmdavilji - Árangur -
Svein Andra
IhkM
Tilboö fyrir hópa:
2.000 kr. afsláttur
á mann ef í hópnum
eru 15 manns eða
fleiri. 40.000 kr.
spamaður fyrir
20 manna hóp.
þií velur um 2 lil -/ /uvhir
á manninn í tvíbýli
{2 ncetur og 3 daga
á Selandia.
Veittur er 5% staðgreiðsluaísláttur*
i Kaupmannahöfn bjóöum við gistingu
á eftirtöldum gæöahótelum: Absalon, Selandia,
Astoria, Opera, Espianaden og Palace.
■ *M.v. að greitc sé með minnst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting,
? morgunverður og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fá 13.500 kr. í afslátt.
í Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari.
; Hafðu samband við söluskrifstofúr okkar, umboðsmenn um allt land,
; ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar
1 frá kl. 8 -18). _
QAIXAS^ CÐS
Brottfarir á fimmtu-, föstu- og
laugardögum.
Heimflug á sunnu-, mánu- og
þriðjudögum.
Perudanskt andrúmsloft, dönsk
matargerð, alþjóðleg matargerð,
mjög góðir veitingastaðir, krár,
kaíFihús, skemmtistaðir, nætur-
klúbbar. Öflugt tónlistar- og
leikliúslíf, ópera, ballett, jass.
Stór vöruhús og verslunargötur,
vömgæði, kjarakaup. Góð söfn.
íslendingaslóðir.
FLUGLEIDIR
Traustur islenskur ferdafélagi