Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn'Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Kaupum nýja þyrlu
Föðurland vort hálft er
hafið. Þessi orð eru oft
viðhöfð á hátíðarstundum.
Þau voru og upphafsorð við-
tals við Hafstein Hafsteins-
son forstjóra Landhelg-
isgæzlunnar hér í blaðinu
síðastliðinn sunnudag. Til-
vitnunin er við hæfi. Islenzk
lögsaga óx mjög þegar land-
helgin var færð út í 200 sjó-
mílur árið 1975. Auðlindir
sjávar vega og þyngra í efna-
hagslegu fullveldi og lífskjör-
um þjóðarinnar en nokkuð
annað.
Landhelgisgæzlan hefur
með höndum veigamikil
verkefni í þágu þjóðarinnar.
í fyrsta lagi annast hún
löggæzlu í fiskveiðilögsög-
unni. Það verkefni er bæði
mikilvægt og vandasamt,
eins og bezt kom_ fram í
þorskastríðunum. í annan
stað sinnir hún björgunar:
starfi og öryggisþjónustu. í
því sambandi þarf að hafa í
huga erfið starfsskilyrði þús-
unda sjómanna á hafi úti,
sem sækja björg í sameigin-
legt bú, oft við erfið veður-
skilyrði. Til að sinna þessum
hlutverkum sem vert er þarf
.gæzlan góðan skipa-, flug-
véla- og þyrlukost, auk ann-
ars tæknibúnaðar. A það
skortir töluvert, að því er
fram kemur í viðtali Morgun-
blaðsins við forstjóra gæzl-
unnar. Þar segir orðrétt:
„Frá því þorskastríð voru
til lykta leidd hefur bæði
starfsmönnum og varðskip-
um fækkað. Ekki hefur verið
samið um smíði á varðskipi
fyrir Landhelgisgæzluna frá
því Hafsteinn vann þar fyrir
20 árum. Yngsta varðskipið,
Týr, er orðinn 18 ára og það
elzta, Óðinn, fyllir 34 ár á
þessu ári. Auk varðskipanna
er í flotanum nýlegur sjó-
mælingabátur, Baldur. í
flugflotanum eru tvær þyrl-
ur, 5 manna og 7 manna,
og Fokker-flugvél.“
Skammt er að minnast
frækilegs björgunarafreks
áhafna tveggja þyrlna varn-
arliðsins austur í Vöðlavík.
Þar var sex skipverjum
bjargað á elleftu stundu við
erfiðar aðstæður af brúar-
þaki strandaðs skips. Þyrla
Landhelgisgæzlunnar, TF-
SIF, sem lögð var af stað á
slysstað, þurfti að snúa við
vegna veðurs og ísingar.
Forstjóri Landhelgisgæzl-
unnar komst svo að orði hér
í blaðinu um þann atburð:
„Veðrið var henni ofviða
þegar komið var austur fyrir
Þjórsá, þyrluna skorti afl og
þyngd og hún var eins og
laufblað í vindi. . . Þyrla
búin þeim kostum sem við
höfum gert kröfu um hefði
flogið austur í einum áfanga,
bjargað mönnunum og getað
farið með þá hvert sem er á
Austurlandi. Ef björgunin á
slysstað hefði ekki tekið
nema 30 mínútur hefði hún
komizt aftur til Reykjavíkur
með mennina. Það er ljóst
að Landhelgisgæzlan þarf að
fá stóra og öfluga björgunar-
þyrlu ef hún á að gegna því
hlutverki sem henni er ætl-
að.“
Forstjóri Landhelgisgæzl-
unnar sagði ennfremur:
„Ég legg ríka áherzlu á
að það verði keypt ný þyrla
sem uppfyllir kröfur okkar
um burðargetu og lang-
drægni og að hún verði búin
sem beztum tækjum og afís-
ingarbúnaði. Það er engin
ástæða til að ýta þessu máli
lengur á undan sér og komið
að því að taka ákvörðun um
kaupin."
Það kom fram í máli for-
stjórans að gæzlan hefur átt
mjög gott samstarf við varn-
arliðið. Þyrlusveitin á Kefla-
víkurflugvelli hefur iðulega
æft með áhöfnum varðskip-
anna. Til umræðu hefur ver-
ið nánara samstarf íslend-
inga og björgunarsveitarinn-
ar í Keflavík, en á þessu stigi
liggur ekkert fyrir um hvern
veg þau mál þróast. Mergur-
inn málsins er hins vegar sá,
óumflýjanlegur og krefjandi,
„að Landhelgisgæzlan þarf
að fá stóra og öfluga björg-
unarþyrlu, ef hún á að gegna
því hlutverki sem henni er
ætlað“ í björgunar- og ör-
yggisþjónustu, svo enn sé
vitnað til orða Hafsteins
Hafsteinssonar.
Ljóst er að kaup og rekst-
ur nýrrar björgunarþyrlu,
sem uppfyllir þær kröfur sem
gera verður um burðargetu,
langdrægni og tæknibúnað,
þar með talinn afísunarbún-
aður, kostar mikla fjármuni.
Sá kostnaður er hins vegar
ekki svo mikill, að hann sé
íslenzku þjóðinni ofviða. Þess
vegna eiga stjórnvöld nú að
taka af skarið og kaupa nýja
þyrlu.
Stj órnarfrum varp lagt fram í kjölfar hæstaréttardóms
Innflutningur land-
búnaðarafurða verði
háður ráðherraleyfí
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA mun í dag leggja fram lagafrumvarp
á Alþingi um að innflutningur á tilteknum landbúnaðarvörum sé
óheimill nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra. Segir Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra að frumvarpið tryggi það réttarástand
sem Alþingi samþykkti með lögum 21. desember síðastliðinn en í
athugasemdum með frumvarpinu segir að þau lög þyki, eftir dóm
Hæstaréttar í síðustu viku, ekki fela með ótvíræðum hætti í sér bann
við innflutningi landbúnaðarvara. í athugasemdunum segir einnig,
að markmið frumvarpsins sé að tryggja í löggjöf að innflutningur
þessara landbúnaðarvara verði háður leyfi fram að gildistöku Ur-
úgvæ-samnings GATT, en Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á
Alþingi í gær að sú gildistaka yrði væntanlega ekki fyrr en um
mitt næsta ár.
Frumvarpið var unnið að frum-
kvæði forsætisráðherra í samvinnu
við landbúnaðarráðherra auk þess
sem fjármálaráðuneyti og viðskipta-
ráðuneyti hafa fjallað um málið.
Báðir stjórnarflokkarnir samþykktu
í gær að fyrrnefnt frumvarp verði
lagt fram og mun landbúnaðarnefnd
Alþingis fjalla um það í dag.
Tollnúmeralisti fylgir
frumvarpinu
Með frumvarpi landþúnaðaráð-
herra fyigir toilnúmeralisti yfir þær
vörur sem innflutningsbannið á við
um. Landbúnaðarráðherra setti
reglugerð á síðasta ári um takmörk-
un á innflutningi þessara sömu
vöruflokka en samkvæmt dómi
Hæstaréttar hafði sú reglugerð ekki
iagastoð.
Þær vörur sem taldar eru upp í
frumvarpinu eru kjöt, nýtt, fryst,
saltað, þurrkað eða reykt. Einnig
egg, mjólk og rjómi, ijómaís, jóg-
úrt, smjör, ostur og aðrar vörur
með mjólkurfitu. Á listanum eru að
auki dýrafita, pylsur og aðrar kjöt-
vörur unnar eða varðar skemmdum,
þar á meðal kalkúnakjöt. Pasta með
kjötfyllingu og pítsur verða háðar
innflutningsleyfi sem og tré og
runnar.
Þingviljinn skýr
Mál þetta var rætt utan dagskrár
á Alþingi í gær að ósk Jóhannesar
Geirs Sigurgeirssonar þingmanns
Framsóknarflokks. Sagði hann
meðal annars, að sá vandræðagang-
ur sem verið hefði í þessu máli staf-
aði ekki af vanhæfni Alþingis held-
ur væri þetta pólitískt úrlausnarefni
sem ríkisstjórnin væri ófær um að
leysa.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagðist telja að almenn sátt ríkti á
Alþingi um það hvernig haga ætti
innflutningi á landbúnaðai’vörum.
Sátt væri um að auka frelsi á inn-
flutningi landbúnaðarvara í sam-
ræmi við samningana um Evrópskt
efnahagssvæði og GATT-samning-
ana en halda sig við aðra þá niður-
stöðu sem þingið hefði nánast sam-
hljóða komist að. Þannig væri skýr
vilji þingsins, að leyfa ekki hömlu-
lausan innflutning á landbúnaðar-
vörum, heldur í samræmi við þá
milliríkjasamninga sem ísland hefði
gert eða myndi taka þátt í.
Dómur meirihluta Hæstaréttar
hefði nokkuð breytt stöðunni, ekki
þó þannig að þingviljinn hefði
breyst, heldur mætti færa rök fyrir
því að staðfesting þingviljans lægi
ekki nægilega skýrt fyrir. „Því er
að mínu mati og ríkisstjórnarinnar
nauðsynlegt að taka af allan vafa
í þeim efnum og hnykkja á þessum
þáttum,“ sagði Davíð.
Forræði hjá
landbúnaðarráðherra
Jóhannes Geir spurði sérstaklega
um hvar forræði með innflutningi á
búvörum yrði, og sagði Davíð Odds-
son að eftir gildistöku GATT-samn-
ings yrðu ekki iengur í gildi bann-
reglur heldur yrði samkeppnisstöðu
landbúnaðarins gætt með verðjöfn-
unarþáttum. Sú breyting breytti
ekki forræði málsins og það forræði
yrði áfram hjá landbúnaðarráðu-
neytinu. Þá sagði hann að nefnd
fimm ráðuneyta myndi fara yfir
innflutningslöggjöfina með tilliti til
skuidbindinga íslands gagnvart
GATT.
Fordæmi í EES
Össur Skarphéðinsson starfandi
utanríkisráðherra sagði að með
lagabreytingu á síðasta ári hefði
landbúnaðarráðherra verið falið for-
ræði með innflutningi og verðjöfnun
á búvörum sem féiiu undir tvíhliða
samning við Evrópusambandið og
aðra milliríkjasamninga. Sagði Öss-
ur að þótt sú grein hafi að sönnu
ekki átt við GATT þá fælist í þeirri
málsmeðferð fordæmi sem yrði
væntanlega fylgt.
Atvinnumálin for-
gangsverkefni hjá
Reykjavíkurborg
27 milljarðar til framkvæmda á þremur árum
eftirMarkús Örn
Antonsson
Á vegum Reykjavíkurborgar er-
unnið að langtímamarkmiðum á
sviði atvinnumála, en samtímis hef-
ur miklum fjármunum verið veitt
til þess að draga úr atvinnuleysinu
með tímabundnum aðgerðum. Þar
munar að sjálfsögðu mest um það,
að Reykjavíkurborg tókst að halda
óbreyttu framkvæmdastigi í fyrra
og hitteðfyrra frá því sem það var
1991.
Á þessum þremur árum hefur
því hvorki meira né minna en ríf-
lega 27 milljörðum króna verið ráð-
stafað til framkvæmda á vegum
borgarinnar. Af þeirri fjárhæð
komu tæplega 19 milljarðar úr
borgarsjóði, en gera má ráð fyrir,
að skuldir hans hafi á sama tíma
aukist um nálega 5,5 milljarða
króna og hafi numið um 10,5 millj-
örðum um síðustu áramót.
Frá þessum skuldum má draga
áætlaðar útistandandi kröfur, sam-
tals að fjárhæð um 4 milljarða
króna, og bera mismuninn, 6,5
milljarða króna, saman við skatt-
og rekstrartekjur borgarsjóðs í
heild, sem urðu að líkindum nálægt
14 milijörðum í fyrra. Þá kemur í
ljós, að skuldir að frádregnum úti-
standandi kröfum eru innan við 50%
af árstekjum borgarsjóðs. Af þessu
sést, að ijárhagsstaða borgarsjóðs
er traust, þrátt fyrir þann mikia
skerf, sem borgin hefur lagt af
mörkum til þess að milda atvinnu-
ástandið.
Þörf á sértækum úrræðum
Sá árangur, sem nýlega hefur
náðst í vaxtamálum, vekur vissu-
lega vonir um, að atvinnulífið rétti
nokkuð úr kútnum og því sé af
borgarinnar hálfu rétt að beina
kröftunum að nokkru leyti frá al-
mennum aðgerðum að sértækum
úrræðum í atvinnumálum. Þar kem-
ur margt tii og skulu hér sérstak-
lega tilgreind þrjú atriði:
í fyrsta lagi hefur komið í ljós,
að almennar aðgerðir, eins og óskil-
yrt framlög til framkvæmda sem
boðnar eru út, virðast fremur
styrkja stöðu þeirra, sem hafa
vinnu, en hafa síður í för með sér
fjölgun starfa.
I öðru lagi hefur komið í ljós,