Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 25.01.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR 1994 25 Morgunblaðið/Þorkell Kjördæmaþing FUNDARGESTIR á kjördæmaþingi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hlýða á erindi Björns Bjarnasonar. Könnun Gallup á viðhorfi til heiisdagsskóla Um 17% nýta sér heilsdagsskóla FLESTIR þeirra sem notfæra sér þjónustu heilsdagsskóla eru ánægðir með þá þjónustu, og finnst flestum þeirra þetta vera betri og öruggari kostur en þau úrræði sem viðkomandi notaði áður. Þetta er meðal niðurstaðna úr skoðanakönnun Gallup á Islandi um viðhorf Reykvíkinga til stofnunar og reksturs heilsdagsskóla sem nú er starfræktur í öllum grunnskólum sem reknir eru á vegum borgarinnar. Könnun Gallup leiddi í ljós að flestir Reykvíkinga sem eiga börn á grunnskólaaldri vita að grunnskólar Reykjavíkur bjóða upp á heilsdagsskóla og flestir eru ánægðir með þá nýjung. Rúm- lega 46% aðspurðra sögðust hafa kynnt sér starfsemina vel og rúmlega 17% sögðust nýta sér þjónustuna. í könnun Gallup kemur fram að Formaður Varðar á kjördæmaþingi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Mikilvægasta verkefni fiokks- ins að ná sátt um sjávarútvegsmái KJÖRDÆMAÞING sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var haldið á Hótel Sögu á laugardag. Hófst þingið með því að rætt var um kjör- dæmaskipan og þá sérstaklega hvort skipta ætti Reykjavík upp í fleiri en eitt kjördæmi. Þá fluttu fulltrúar nokkurra sjálfstæðisfé- laga erindi um það sem þeir töldu vera brýnustu viðfangsefnin í borgar- og landsmálum þessa stundina. Sagði Olafur Klemensson, formaður Varðar, að mikilvægasta pólitiska verkefni Sjálfstæðis- flokksins þessa stundina væri að leiða deilur um sjávarútvegsmál til lykta, þannig að allir landsmenn gætu við unað. Síðdegis kynntu loks frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stefnu sína með stuttu ávarpi. Það var Björn Bjarnason alþingis- maður sem hafði framsögu um hvort skipta bæri Reykjavík upp í fleira en eitt kjördæmi. Hann sagði meðal annars að mestu máli skipti að kjósendur réðu meira um at- kvæði sitt og því ætti að taka upp meirihlutakosningu. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að við næstu endurskoðun kosningalaganna ætti að huga að því hvernig fólk gæti ráðið meiru yfir því hverja það kysi til valda. Þá ættu flokkar að lýsa því yfir fyrir kosningar með hveijum þeir ætluðu að stjórna að loknum kosningum. Björn sagði að í sínum huga væri það ekki markmið í sjálfu sér að Reykjavík .yrði skipt upp í fleiri en eitt kjördæmi og gæti slíkt jafn- vel leitt til að smáflokkar efldust. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri sagði að enginn ástæða væri til að skipta upp Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga. Þessi mál yrði að skoða í samhengi. Ef sextán þingmenn yrðu kosnir í einmenn- ingskjördæmum í Reykjavík þá væru þeir orðnir fleiri en borgarfull- trúarnir. Væntanlega myndu þeir hver fyrir sig reyna að byggja upp pólitískt bakland í sínum kjördæm- um. Borgarstjóri sagði sjálfstæðis- menn ávallt hafa hafnað pólitískum hverfastjórnum og ætti því ekki að taka fyrsta skrefið í þá átt með því að skipta Reykjavík upp í kjördæmi vegna alþingiskosninga. Ólafur Klemensson, formaður Varðar, var einn þeirra fulltrúa sjálfstæðisfélaganna sem tók til máls á fundinum og gerði hann kvótakerfið að umræðuefni og sagði það vera óþolandi óréttlæti að þjóð- in - eigandi fiskimiðanna, hefði hvorki ráðstöfunarrétt né sann- gjarnan arð af þessari eign sinni. Sjómannaverkfallið á dögunum hefði aðeins verið fyrirboði þéss sem koma skyldi, málið væri pólitísk púðurtunna. Ólafur sagði það í sjáifu sér ekk- ert undarlegt þó tekist væri á um þetta mál. Um aðrar auðlindir, fall- vötnin og jarðvarmann, stæðu engar deilur enda væru þær í eigu þjóðar- innar og nýttar sameiginlega. Eng- inn nema „lokaður klúbbur út- gerðarmanna“ fengi hins vegar að- gang að auðlindum sjávar nema greiða stórfé til þeirra sem fyrir væru. „Þetta er einokunarklúbbur, sem fengið hefur mikilvægustu auð- lind þjóðarinnar frá stjórnvöldum til fénýtingar. Lætur ekkert í stað- inn og vill ekkert láta til allra hinna sem eru þó réttmætir eigendur að auðlindinni og þar með hagnaðar- uppsprettunni." Hann sagði þá skoðun að þetta ástand væri með öllu ótækt vera miklu útbreiddari og almennari en áð hægt væri að vísa henni frá sem sérvisku, sósíalisma eða öfundsýki í garð útgerðarmanna, en fulltrúar útgerðarvaldsins hefðu einmitt haldið því fram að einhveijar slíkar annarlegar hvatir lægju á bak við gagnrýni á núverandi kvótakerfi. Ekkert væri fjær sanni. „Það er að mínu mati mikilvæg- asta pólitíska verkefni Sjálfstæðis- flokksins þessa stundina að leiða þetta mál til lykta, þannig að ailir landsmenn geti vel við unað. Fiskistofnarnir við ísland eru sameign íslensku þjóðarinnar. Nýt- ingu þeirra ber að haga með þeim hætti sem best tryggir almenn lífs- kjör í landinu. Núverandi fyrirkomu- lag, endurgjaldslaus einkaréttur ör- lítils minnihluta, er óviðunandi. Það getur ekki orðið sátt um þetta mál nema útgerðin greiði eðlilegt og sanngjarnt afgjald, einkaleyfisgjald, fyrir nýtingarréttinn á fiskimiðun- um við Island,“ sagði formaður Varðar. Síðdegis fluttu frambjóðendur í komandi prófkjöri erindi og voru þeir flestir sammála um að atvinnu- og fjölskyldumál yrðu mál málanna ' á næstu misserum og bæri að leggja höfuðáhérslu á þá málaflokka. Menn sögðu málefnastöðu Sjálf- stæðisflokksins á þessu sviði vera sterka og hefði mikið verið gert í þessum málum á líðandi kjörtíma- bili. Voru aðgerðir Reykjavíkur- borgar gegn atvinnuleysi og heils- dagsskóli meðal annars nefndar í því sambandi. tæplega fjórðungur Reykvíkinga sem eiga börn á grunnskólaaldri er mjög hlynntur því að Reykjavíkurborg taki við rekstri grunnskóia af ríkinu og rúmlega 41% sagðist vera frekar hlynnt því. Rúmlega 13% sögðu að heilsdagsskólinn væri miklu dýrari en það úrræði sem notað var áður en hann kom til sögunnar og tæplega 21% sagði hann vera mun dýrari. Hins vegar sögðu 25% þennan kost vera mun ódýrari og rúmlega 10% sögðu hann miklu ódýrari. í tæplegá 18% tilvika þurfti viðkomandi ekki að borga fyrir fyrri valkostinn. í ijós kom að í 40% tilvika var við- komandi barn hjá foreidrum áður en heilsdagsskólinn tók- til starfa, og í flestum tilvikum hafði tilkoma heils- dagsskólans engu breytt um vinnu- tíma viðmælenda. Þó kom í ljós að heilsdagsskólinn hefði meiri áhrif á vinnutíma kvenna en karla. Hjá þeim sem ekki notfæra sér þjónustu heils- dagsskóla eru börnin í 71% tilvika heima hjá móður sinni, eða föður, og í tæplega 25% tilvika eru þau ein heima. Flestir vilja 30 tíma viðveru Þegar fólk var spurt hvernig það skyldi hugtakið einsetinn skóli sögðu 22% þeirra sem tóku afstöðu að hver bekkur hefði sina stofu, tæplega 32% sögðu að allir væru í skólanum á sama tíma, og rúmlega 10% sögðu að allir væru í skólanum á sama tíma og í sinni stofu. Svarendur voru spurðir að því hve margar stundir á viku þeim fyndist að tíu ára börn ættu að hafa viðveru í skólanum, og var tíðasta gildið sem nefnt var,30 stundir, eða hjá tæplega 59%, -en 34% sögðu 30 til 34 stundir. Tæplega 24% sögðu 25 til 29 stundir og rúmlega 14% 20 til 24 stundir. Hins vegar sögðu tæp- lega 25% að börnin ættu að vera 35 stundir eða meira í skólanum. Markús Örn Antonsson „Hjá Reykjavíkurborg er nú unnið að undirbún- ingi tillagna um fjölgun starfa og margvísleg önnur úrræði í þágu at- vinnulauss fólks og verða endanlegar tillög- ur um stuðningsaðgerð- ir og sérstök átaksverk- efni lagðar fram um mánaðamótin febrúar- mars næstkomandi.“ að mjög þarf að auka stuðning við ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, en þessi aldurshópur meðal atvinnu- lausra geldur oft lítillar skólagöngu eða takmarkaðrar starfsreynslu og á því á brattann að sækja, þegar þrengist um á vinnumarkaði. í þriðja lagi ber nauðsyn til að fjölga úrræðum, sem unnt er að sníða að þörfum einstakra hópa fólks á atvinnuleysisskrá, til dæmis með hliðsjón af aldri þess, mennt- un, starfsreynslu og efnahag, þar sem atvinnuleysið er ekki lengur bundið við tiltöiulega fáa hópa fólks, sem átti margt sameiginlegt, eins og menn áttu að venjast til skamms tíma. Ekki séríslensk fyrirbæri Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd eru ekki séríslensk fyrirbæri. Atvinnuleysið á Vestui'löndum hef- ur hvarvetna bitnað einna mest á ungu fólki, svo og því fólki, sem komið er yfir miðjan aldur þegar það missir vinnuna í kjölfar breyt- inga á atvinnuháttum og getui' ekki stuðst við áunna reynslu og þekk- ingu við önnur störf, sem kunna að standa til boða. Atvinnuleysi, sem stafar af hnignun gróinna at- vinnugreina samtímis vexti nýrra greina er gamalkunnugt víða er- lendis- en þess hefur ekki gætt hér- lendis fyrr en á allra síðustu árum. í því sambandi er nærtækt að nefna breytingarnar innan prentiðnaðar- ins sem dæmi um þróun af þessu tagi, og mörg fleiri dæmi mætti nefna á ýmsum sviðum framleiðslu, versiunar og annarrar þjónustu. Engar skyndilausnir eru til á þess- um vanda, en reynt er að sporna við honum með ýmsum hætti, til dæmis með því að leggja aukna áherslu á fjölbreyttar leiðir til endurmenntunar og endurþjálfun- ar. Ennfremur með aukinni lið- veislu, upplýsingagjöf og síðast en ekki síst virkri vinnumiðlun. Hér hefur verið stiklað á stóru, en von- andi nægir þessi lýsing til þess að gera mönnum skiijanlegt, hvers vegna talið er nauðsynlegt að breyta áherslum og leita í auknum mæli sértækra úrræða. Nýjar tillögur í atvinnumálum mótaðar Hjá Reykjavíkurborg er nú unnið að undirbúningi tillagna um fjölgun starfa og margvísleg önnur úrræði í þágu atvinnulauss fólks og verða endanlegar- tillögur um stuðn- ingsaðgerðir og sérstök átaksverk- efni lagðar fram um mánaðamótin febrúar-mars næstkomandi. Jafn- framt er þá gert ráð fyrir, að kostn- aðinum verði mætt með sérstakri aukafjárveitingu og heimild til öfl- unar lánsfjár, ef með þarf. Leitað verður álits fjölmargra aðila við mótun tillagnanna og samráð haft við fuiltrúa atvinnurekenda og launþega á reykvískum vinnumark- aði. Rétt er að geta þess hér, að forráðamenn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hafa þegar átt frum- kvæði að viðræðum við mig um þetta efni og í framhaldi af því fol ég formanni og framkvæmdastjóra Atvinnumálanefndar að taka þátt í viðræðum við fulltrúa Dagsbrúnar, ásamt framkvæmdastjóra Aflvaka Reykjavíkur hf. Atvinnuúrræði í þágu skóla- fólks vekja athygli Atvinnuúrræði á vegum borgar- innar í þágu skólafólks hafa vakið athygli víða erlendis. í því sam- bandi má nefna, að í Vestur-Evrópu er fyrir nokkru hafin mikil umræða um, að háskólum og öðrum fram- haldsskólum verði ekki öllu lengur stætt á því að útskrifa nemendur sína án þess að þeir hafi nokkurn tímann á námsferlinum átt þess kost að afla sér einhverrar starfs- reynslu. í þeim efnum höfum við íslendingar ennþá forskot, sem okkur ber að reyna af öllum mætti að halda. Reynsla annarra þjóða, sem við viljum helst geta borið okkur saman við, hefur fyrir löngu leitt í ljós, að fólk, sem aldrei vand- ist vinnu á meðan það var ungt, á tæpast afturkvæmt á vinnumark- aðinn, þótt atvinnuástand batni. Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar Nú standa fyrir dyrum miklar skipulagsbreytingar á Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar. Starf- semin verður efld og ákveðið hefur verið að hún breyti um nafn um leið og hún flyst í nýtt húsnæði fyrir mitt þetta ár. Hún fær þá heitið Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar, og eins og að líkum lætur gefur nafnbreytingin til kynna þá viðhorfsbreytingu, sem orðin er með hliðsjón af erfiðu atvinnu- ástandi og sífellt flóknari vinnu- markaði. Vinnumiðlun Reykjavík- urborgar verður gert kleift að láta til sín taka í allri umræðu um vinnu- miðlun, atvinnuleysistryggingamál og önnur málefni, sem snerta hag atvinnulausra. í því sambandi ger- ist sú spurning sífellt áleitnari, hvort ekki megi einfalda mjög alla afgreiðslu innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins og gera það skil- virkara, til dæmis með hliðsjón af því fyrirkomuiagi, sem komið hefur verið á í Noregi, en starfsnianna- stjóri og framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs kynntu sér í fyrra skipan mála þai'. Ráðningar- stofan hefur nú verið tölvuvædd og þótt enn þurfi að vinna vel að endur- bótum á því sviði hefur tölvuvæð- ingin þegar skilað mikilsverðum árangri, sem kemur fram í greiðari afgreiðslu og auknum möguleikum á vinnumiðlun. Greiðari aðgangur að öllum upplýsingum um skráða atvinnulausa skerpir skilninginn á raunverulegum aðstæðum einstakl- inganna. Höfundur er borgarsljóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.