Morgunblaðið - 25.01.1994, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
fclk í
fréttum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Séð yfir salinn. Sumir vildu eiga mynd af skemmtiatríðunum og höfðu tekið myndavélina með sér.
Aðalsteinn Guðmundsson og Guðrún Traustadóttir standa við stýr-
ið í „Brúnni" fyrir utan Hótel ísland.
MANNFAGNAÐUR
Arshátíð Eimskipafélagsins
Rúmlega 500 starfsmenn og
makar þeirra tóku þátt í árs-
hátíð Eimskipafélagsins, sem hald-
in var á Hótel íslandi sl. laug-
ardagskvöld. Starfsfólkið leggur
að jafnaði mikið af mörkum til að
gera árshátíðina sem glæsilegasta,
ekki síst nú á áttatíu ára afmæli
fyrirtækisins. Fyrir framan hótel-
innganginn var komið fyrir gámi
sem var innréttaður líkt og brú á
skipi. Voru menn sammála um að
vel hefði tekist til, enda veitti Eim-
skip starfsmannafélaginu talsverð-
an fjárhagsstuðning vegna afmæl-
isins. Meira var einnlg lagt í mat
og drykk en oft áður og skemmtiat-
riðin glæsilegri. Haukur Heiðar
spilaði á píanó fyrir matargesti og
Diddú söng nokkur lög. Þá sýndi
par frá Nýja dansskólanum dans
og síðast síst var fluttur annáll af
starfsmönnum, sem bitnaði aðal-
lega á stjórunum, enda sjaldan sem
slík tækifæri gefast. Veislustjórar
voru Margrét Sigurðardóttir og
Guðmundur Þorbjömsson.
Starfsmenn Eimskips í Vestmannaeyjum og makar þeirra. F.v.
Bragi Júlíusson, Reynir Jóhannesson, Kristinn Jónsson, Guðmund-
ur Gislason, Geir Halldórsson, Helena Pálsdóttir, Sólveig Arnfinns-
dóttir, Hjördis Traustadóttir, Margrét Krístjánsdóttir og Sigþóra
Björgvinsdóttir.
FRUMSÝNING
Olgandi ástir og matar-
gerðarlist
Mexíkóska kvikmyndin „Como
Agua Para Chocolate",
„Kryddlegin hjörtu" eins og hún
nefnist á íslensku, var frumsýnd í
Regnboganum síðastliðinn fimmtu-
dag. Að lokinni sýningu birtust
óvænt í salnum berbijósta stúlka
og „Mexíkani“ í fullum skrúða og
héidu þau í fararbroddi frumsýning-
argesta út í hríðina þar sem fyrir
var flokkur manna á hestbaki, sem
þeystu fram og aftur Hverfisgötuna
fyrir framan kvikmyndahúsið.
AHt var þetta í takt við efnisþráð
myndarinnar, sem Qallar um ólg-
andi ástir og mexíkóska matargerð-
arlist, enda lá beint við að fara nið-
ur á Café Óperu eftir sýningu, þar
sem frumsýningargestum var boðið
upp á ástríðufullan mexikóskan mat
í anda myndarinnar, með tequila
og tilheyrandi mexíkóskum bjór og
Café Marínó. Myndimar voru tekn-
ar við þetta bráðskemmtilega tæki-
færi.
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543 3700 0009 7116
4543 3718 0006 3233
4546 3912 3256 0090
4842 0308 1995 3028
Hér hefur „Mexíkaninn" vafið stúlkuna sína inn í teppi og snarað
henni með sér á hestbak.
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
AJgreiöslutóik vinsamiegast takið otengretnd
koft úr umfefi og sendið VISA istandi
sunduridipiX
VEfBLMJN kf. 9000,-
tynr að klóíeSa kort og visa i vágest.
Hðföabakka 9 • 112 Reykjavík
Simi 91-671700
Frumsýningargestir fóru að Iokinni sýningu á Café Óperu þar var
boðið upp á ástríðufullan mexíkóskan mat með tilheyrandi drykkjum.
mm
VfSA \fj
Morgunblaðið/Þorkell
Að Iokinni sýningu birtist „Mexíkani" í fullum skrúða ásamt létt-
klæddrí stúlku og var þessi uppákoma mjög í anda myndarinnar.
COSPER
Sæl elskan, ég gleymdi gleraugunum á skrifstofunni