Morgunblaðið - 25.01.1994, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 1994
Gylltur cha cha cha-draumur.
Danska dansparið Allan
Tornsberg og Vibeke
Toft heimsóttu Island
__________Pans______________
Jóhann Gunnar Arnarsson
Föstudaginn 21. janúar kom
hingað til lands hið heimsþekkta
danska danspar Allan Tomsberg
og Vibeke Toft og gestgjafi
þeirra, dansskóli Hermanns
Ragnars, stóð fyrir eftirmið-
dagsskemmtun á laugardaginn,
þar sem Allan og Vibeke fóru á
kostum.
Þrátt fyrir ungan aldur sinn
hafa þau Allan og Vibeke sýnt
það og sannað að þau eru meðal
bestu para heims í suður-amer-
ískum dönsum. Allan er 27 ára
og er frá Kaupmannahöfn. Hann
er lærður hárgreiðslumaður en
hefur stundað dans frá 8 ára
aldri. Vibeke er einnig 27 ára
en kemur frá Árósum. Hún er
einkaritari að mennt en hefur
stundað dans frá 3 ára aldri.
Allan og Vibeke em búin að
dansa saman í 7 ár og era nú
í hópi yngstu atvinnudansara í
heiminum. Þau eru búsett í
London en ferðast heimshorn-
anna á milli til að kenna, keppa
og sýna listir sínar.
Allan og Vibeke hafa dansað
saman þessi 7 ár við góðan orðs-
tír. Sinn fyrsta alþjóðatitil unnu
þau árið 1988 er þau hömpuðu
Norðurlandameistaratitli áhuga-
manna í suðuramerískum döns-
um í Ósló. Eftir það kom hver
titillinn á fætur öðram. Þau náðu
þeim frábæra árangri árið 1992
að verða Norðurlanda-, Evrópu-
og heimsmeistarar áhuga-
manna; allt á sama árinu. Sem
áhugamenn í dansi unnu þau
alla „stóra“ titlana nema einn;
British Open í Blackpool. Rétt
fyrir British Open 1993, til-
kynntu þau að þau hyggðust á
vit atvinnumennskunnar í dans-
Á fullum krafti í ,jive“.
inum. Þetta kom flestum mjög
á óvart. Allan og Vibeke tóku
þátt í Rising Star keppninni í
Blackpool, sem er keppni fyrir
nýgræðingana í atvinnumanna-
hópnum og þau unnu í henni!
Það kom ekki síður á óvart en
það er þau tilkynntu atvinnu-
mennsku sína.
Hvers vegna fóru þau svona
snemma útí atvinnumennskuna?
Allan sagði þetta vera alveg eins
og að dansa suður-amerísku
dansana; þetta væri allt spurn-
ing um rétta tímasetningu og
þetta hafí einfaldlega verið rétti
tíminn!
Þetta var fyrsta heimsókn
Allans og Vibeke hingað til lands
og létu þau mjög vel af. Laugar-
daginn 22. janúar stóð dans-
skóli Hermanns Ragnars fyrir
danssýningum og skemmtun á
Hótel íslandi. Dagskráin hófst á
því að nemendur og kennarar
skólans voru með stutta dag-
skrá, sem hófst á að dönsuð var
„standard" syrpa, sem elstu
keppnisdansarar skólans döns-
uðu. Á eftir sýndu yngri krakkar
bamadansa og þá kom Rúmban
sem ein 13 pör dönsuðu. Bæði
atriðin voru skemmtileg á að
horfa hvort á sinn hátt. JURM,
var heitið á næsta atriði og virt-
ist koma áhorfendum „hlægi-
lega“ á óvart! En þess ber að
geta að JURM er fyrsti _og eini
atvinnudanshópurinn á íslandi.
Að því loknu sýndu svo yngri
hópar aftur, bæði Hermanns
twist, eitt af sérkennum skól-
ans, og vagg og veltu, bæði atr-
iðin mjög skemmtileg og fjörug.
í síðasta atriðinu fyrir hlé kenndi
ung stúlka úlfalda að dansa,
sérlaga vel útfært atriði, sem
virtist gleðja fjölmörg lítil,
áhugasöm andlit.
Þá var komið að meisturan-
um. Salurinn var almyrkvaður
og mikil eftirvænting ríkti.
Samba! Fyrsti dansinn hjá Allan
og Vibeke. Það ríkti sannkölluð
ykarnival“ stemming á Hótel
Islandi, þrátt fyrir hríðarmugg-
una úti fyrir. Þau sýndu þar á
eftir cha cha cha og slógu þau
ekkert af; á innan við mínútu
hafði Vibeke skipt um kjól, kom-
in úr „karnival" kjólnum í gyllt-
an, sérlega smekklegan kjól. Að
cha cha cha loknu, þakkaði Allan
fyrir einstaklega hlýjar móttök-
ur og sagði fáein orð um rúmb-
una sem þau sýndu. Rúmban
þeirra var mjög kynþokkafull og
tilfinningarík og var túlkun
þeirra óaðfinnanleg; hreint út
sagt frábært! Áhorfendur sátu
agndofa í sætum sínum.
Dans nautabanans, Paso Do-
uble, var næstsíðasti dansinn
þeirra. Þessi dans er sá eini af
fimm suður-amerísku dönsunum
þar sem maðurinn er aðalatriðið
í dansinum. „Pasóinn" var í raun
þrískiptur, fyrst tveir hlutar þar
sem parið sýndi listir sínar,
heiminn þar sem karlmaðurinn
sýnir yfirráð sín yfir konunni. I
síðasta hlutanum, sem var Paso
Double-flamenco-sóloatriði All-
ans, var hægt að sjá hár áhorf-
enda rísa. Þessu atriði fá engin
orð lýst... Allan átti hug og
hjörtu allra í salnum.
Ameríski dansinn jive var síð-
asta atriðið í „sjóinu“ hjá Allan
og Vibeke. Þennan dans kynnti
Vibeke, í enn einum kjólnum;
rauðum charleston kjól. Hún
sagði að tónlistinn í jive væri
að hægjast og færast nær
„búggíinu“. Jive-ið þeirra var í
„west coast swing“ og „búggí“
stíl, eða eins og einn áhorfandinn
sagði: „Alveg rosalega töff!“
Þakið var næstum rifnað af
Hótel Islandi er þau voru búin
með sýninguna og ætlaði
fagnaðarlátum ekki að linna.
Það er greinilegt að þau hafa
lagt mikla vinnu í þessa sýn-
ingu, sem dæmi má nefna bún-
ingana; nýr kjóll fyrir hvern
dans og margar frábærlega vel
útfærðar hugmyndir. Húrra fyr-
ir Allan og Vibeke.
Það er ekki oft sem við hér á
Fróni fáum tækifæri til að sjá
svona frábæra dansara með eig-
in augum. Það er í raun til
skammar fyrir íslenskt dansá-
hugafólk, hve fáir mættu á Hót-
el Island að sjá þennan einstaka
atburð og mig langar að spyija:
Hvar var íslenskt dansáhugafólk
á laugardaginn?
pln'rgiim^
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
EGLA
-röð ogregla
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum
helstu bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819
<g2Íjji
RRENTDUFT
ÁBESTA
VERÐiNUS
Við bjóðum prentduft (toner) / alla Hewlett
Packard prentara á besta verðinu í bænum.
Og meira en það:
Við kaupum af þér
gömlu prenthylkin!
Njóttu öryggis meö
rekstrarvörum frá...
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
Brottför: 16.mars
15 nætur á
4ra stjörnu
hóteli****
m/morgunveröi.