Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994 Bjöm Ellertsson kennari látinn LÁTINN er í Reykjavík Björn Ellertsson kennari, 44 ára að aldri. Björn var fæddur á Brekkulæk í Vestur-Húnavatns- sýslu 18. júlí 1949. Foreldrar hans eru Gyða Sigvaldadóttir fóstra og Ellert Guðmundsson skipstjóri. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1969. Hann stundaði síðan nám við Háskóla íslands í þýsku og stærð- fræði og lauk þaðan prófi vorið 1971. Þá um haustið réðst hann sem kennari við Verslunarskóla íslands. Jafnframt kennslunni í Verslunar- skólanum var hann stundakennari í þýsku við Háskóla íslands. Haust- ið 1980 hélt hann til framhaldsnáms við Kaliforníuháskóla í Los Angeles og lauk þaðan MA prófi í tölvunar- fræði. Að loknu námi stundaði hann VEÐUR Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra um búvörulagadeiluna Nýjar álögur ekki lagð- ar á innfluttar búvörur HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að það vaki aiis ekki fyrir sér að fjölga landbúnaðarvörutegundum á bannlista eða leggja nýjar álögur á innfluttar landbúnaðarvörur. Deilan milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks um búvöruinnflutning standi einungis um það hvernig tæknilega verði staðið að löggjöf um innflutning landbún- aðarvara sem staðfesti það réttarástand sem vilji Alþingis hafi stað- ið til. kennsíuvið tölvunarfræðideild skól- ans. Síðasta árið vann Björn í ís- lenskri málstöð. Bjöm hafði árum saman unnið að samningu íslensk-þýskrar orða- bókar jafnframt kennslustörfum. Sú bók kom út hjá bókaforlaginu Iðunni sl. haust. Björn andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík að morgni 26. janúar. Halldór Blöndal sagði við Morg- unblaðið, að eftir hæstaréttardóm- inn í skinkumálinu svonefnda, hafi skapast ný réttaróvissa sem nauð- synlegt var að eyða. Samkvæmt dómnum var ekki lagagrundvöllur fyrir að banna innflutning á land- búnaðarvörum í haust og óvíst var hvort viðbót við búvörulög sem Al- þingi samþykkti 21. desember sl. breytti einhveiju í því efni. Sú við- bót var um að landbúnaðarráðherra gæti heimilað innflutning á land- búnaðarvörum til að uppfylla milli- ríkjasamninga sem ísland er aðili að, og var af sumum ráðherrum talin staðfesta að innflutningur / DAG kl. 12.00 Heimild: Veóurstofa íslands (Byggt ó veðurspá W. 16.30 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 29. JANUAR YFIRLIT: Vestur af landinu er smálægo sem þokast suðaustur en um 1.000 km suðvestur í hafi er víðáttumikil og vaxandi lægð, sem þokast norðaustur. STORMIVÐVÖRUN: Búist er við stormi á öllum miðum og djúpum. SPÁ: Suðaustan hvassviðri og stormur um mest allt land og snjókoma eða slydda. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUOAQ: Hæg vestlæg átt, bjartviðri og talsvert frost um austanvert landið, en þykknar upp með vaxandi suðaustanátt og dregur úr frosti um vestanvert landið og fer sennilega að snjóa siðdegis. HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnan- og suðvestan strekkingur og skúrir eða slydduél um sunnanvert landið, en suðaustan stinningskaldi eða allhvasst og víða slydda norðanlands. Hiti frá 3 stigum niður i 3 stiga frost. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðan og norðvestan kaldi og él norðan- og norðaustanlands, en annars hæg breytileg eða vestlæg átt og smáél vestanlands en léttskýjað á Suðausturlandi. Frost 1 til 6 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðrstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda •B £> Hálfskýjað Skýjað Alskýjað v $ V Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimarvindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y Súld = Þoka >tig.. FÆRÐ A VEGUM: oa 17.30 f gær) Þrátt fyrir éijagang á Suður- og Vesturlandi eru vegir á þessu svæði yfirleitt færir og fært um Heydal vestur f Reykhólasveit. Síðdegis batn- aði veður á Vestfjöröum og eru nú aðal vegir þar færir. Norðurleiðin er fær, til að mynda til Siglufjarðar, Akureyrar og þaðan til Ólafsfjarðar. Þá er fært um Þingeyjarsýslur, i Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Vopnafjarðar. Fært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarö- arheiði. Austanlands eru flestir vegir færir.. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftiriiti í síma 91-631500 og f grænni línu 99-6315. Vegagerftin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær aö fsl. tíma hiti veður Akureyri +13 akýjaft Reykjavik +6 snjóél á síð.klst. Bergen vantar Helsinki +3 skýjað Kaupmannahöfn 2 skúr Narssarssuaq +19 heiðskírt Nuuk +16 skýjað Ösló vantar Stokkhólmur +6 léttskýjað Þórshöfn +1 léttskýjað Algarve 19 heiðskfrt Amsterdam 5 haglél Barceiona 14 heiðskírt Berltn 5 snjóél Chicago 1 snjókoma Feneyjar 8 hálfskýjað Frankfurt 68 hálf8kýjað Glasgow 2 léttskýjað Hamborg 2 haglél London 7 skýjað LosAngeles 8 heiðskfrt Lúxemborg 4 skýjað Madrid 11 heiðskírt Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar NewYork 6 rigning Orlando 21 alskýjað Parfe 8 hálfskýjað Madeira 16 skýjað Róm 14 hálfskýjað Vín 6 skýjað Washington +3 frostrigning Winnipeg +14 snjókoma búvara væri almennt bannaður. Aðrir ráðherrar töldu hins vegar að að svo væri ekki. Halldór sagði, að eftir dóminn hefði verið samþykkt í ríkisstjórn- inni að nauðsynlegt væri að leggja fram lagafrumvarp sem fæli í sér breytingu á búvörulögum til að staðfesta það réttarásstand sem lögin frá 21. des. mörkuðu, þ.e. að búvöruinnflutningur væri bannaður nema með sérstöku leyfi. „Spum- ingin er einungis um það hvernig staðið verður tæknilega að löggjöf- inni. Það er ekkert launungarmál að ég kaus að fara sömu leið og farin var í desember, að skilgreina tollflokka í reglugerð en Alþýðu- flokkurinn lagði áherslu á að toll- flokkarnir yrðu teknir inn í laga- frumvarpið sjálft, sem kemur í sama stað niður ef vel er unnið að löggjöfinni," sagði Halldór. Ekki nýjar álögur Hann sagði að í þeirri aðferð væri lagt til grundvallar að tilgreina vömflokka sem á yrði innflutnings- bann en landbúnaðarráðherra gæti veitt undanþágu frá banninu í sam- ræmi við lagabreytinguna í desem- ber. „Gallinn við þessa aðferð er vitaskuld sá, að þá em settir inn í lögin vöruflokkar sem aldrei stend- ur til að hrugga við. Pastaréttir em gott dæmi um það en á lista Alþýðu- flokksins yfir tollflokkana voru vör- ur á frílista, eins og pitsa og pasta með yfir 20% kjötinnihaldi, og kakó- blandað jógúrt. Við sögðum hins vegar að það væri skilgreint í lög- um, að landbúnaðarráðuneytið fer með innflutnings- og útflutnings- mál landbúnaðarins og við höfum lagt áherslu á að þessi löggjöf verði í samræmi við það, enda liggur það í samþykkt ríkisstjórnarinnar. Það vakir alls ekki fyrir mér að fjölga landbúnaðarvömtegundum á bann- lista eða leggja nýjar álögur á inn- fluttar landbúnaðarvörur. Það sem við emm að tala um er að skil- greina betur það réttarástand sem lögin frá 21. desember mörkuðu," sagði Halldór. Ekki áherslumunur Hann sagði að stjórnarflokkamir væru ekki að deila um efnisatriði heldur um það hvernig frumvarpið verði lagt fram fyrir þingið. „Það er enginn áherslumunur milli mín og viðskiptaráðherra, hvorki um vöruflokka né um það hvort banna eigi einhveijar vörur eða ekki. Ég hef þvert á móti barist fyrir því að auka fijálsræði í innfiutningi á landbúnaðarvömm,“ sagði Halldór. Afii Höfðavíkur AK utan með gámum Ovíst hvenær starf- semi hefst í frysti- húsi Hafarnarins „HÖFÐAVÍK átti að sigla með aflann til Þýskalands, en vegna slæmr- ar tíðar fékk hún ekki nægan afla til sigiingar. Afiinn, um 60 tonn, var því fluttur út í gámum, enda hefði hann ekki dugað til mikillar vinnslu. Það hefur ekki enn skapast grundvöllur fyrir að opna frysti- hús Hafamarins á ný og verður ekki fyrr en fyrirtækið hefur verið endurskipulagt frá grunni,“ sagði Gísli Gísiason, bæjarstjóri á Akra- nesi, í samtaii við Morgunblaðið. getum tengt útgerðina og fisk- vinnsluna á ný, enda ætlar bærinn sér ekki að standa í útgerð nema tímabundið. Ég sé ekki flöt á því að fiskvinnslan verði opnuð alveg á næstunni. Það verður að koma á laggirnar fyrirtæki sem getur tekist á við þennan rekstur, en tap Haf- arnarins var orðið gríðarlegt. Enn sem komið er er ekki ljóst hvemig rekstri frystihússins verður háttað, en við erum vongóðir um að ein- hver sýni þessu áhuga, enda er húsið sjálft mjög gott að öllu leyti.“ Haförninn er í greiðslustöðvun til 15. mars, en fyrir nokkm tók Akranesbær Krossavík hf. út úr rekstri Hafarnarins og hóf að gera út Höfðavíkina. Aflabrögð í fyrsta túr vom ekki góð, en skipið hélt aftur til veiða í gær. Ekki opnað á næstunni „Við verðum að reyna að selja aflann á hæsta mögulega verði þar til frystihúsið verður komið í gagn- ið á ný,“ sagði Gísli. „Við erum að vinna að áætlunum um hvernig við Samdráttur í byggingaríðnaði á Akurevri Starfsfólki SS-Bygg- is sagt upp störfum NÆR öllum starfsmönnum byggingafyrirtækisins SS-Byggis á Akur- eyri var sagt ujpp störfum í gær, eða 23 af um 30 starfsmönnum fyrirtækisins. Astæða uppsagnanna er fyrirsjáanlegur verkefna- skortur. Rætist úr og fyrirtækið fái verkefni verða starfsmenn endur- ráðnir. verkefni framundan og við getum ekki staðið uppi með maimskapinn verkefnalausan eftir 1. apríl,“ sagði Heimir. Hann benti á að nokkur stór verkefni á sviði byggingariðn- aðar yrðu boðin út á næstunni, m.a. nýbygging við sjúkrahúsið og viðbótarbygging við Menntaskólann á Akureyri, en vissulega væri óvíst hvaða verktaki fengi þau. Heimir Jóhannsson, annar eig- enda fyrirtækisins, sagði að fyrir- tækið væri að ljúka við byggingu Qölbýlishús fyrir aidraða, hið síðara af tveimur, og væru verklok 1. apríl næstkomandi. Flestallir starfsmenn ynnu við bygginguna en þegar henni yrði lokið væru engin örugg verkefni fyrir hendi. „Við sáum okkur ekki annað fært í þessari stöðu, það eru engin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.