Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 33 Minning Þorgeir Ragnar Guðmundsson neyðarblysi. Björgun tveggja manna, þeirra Jens Jónssonar og Ólafs Gunnarssonar, tókst giftu- samlega en því miður var skipstjór- inn á Mána, Jón Andrésson, látinn. Jón Andrésson var fæddur og uppalinn á Brekku í Dýrafirði og bjó nánast allan sinn aldur í Dýra- firði. Ég ætla ekki að rekja ættir Jóns í þessum fáu orðum enda aðr- ir betur til þess fallnir en ég. Jón Andrésson hitti ég fyrst árið 1988 þegar ég fluttist hingað til Þingeyrar og vegna starfs míns höfðum við nokkur samskipti í gegnum árin. Jóni kynntist ég aldrei náið en við vorum vel mál- kunnugir og skiptumst oft á skoð- unum um aðalatvinnuveg þjóðar- innar, sjávarútveginn, og einnig um starfsemi Kaupfélagsins hér á staðnum. Það væri ekki rétt að segja að alltaf höfum við verið sam- mála enda hafði Jón ákveðnar skoð- anir á þessum málum og lá ekki á þeim. Jón kom mér fyrir sjónir sem ákveðinn og áræðinn maður sem setti markið hátt í sínu starfi og vildi skila góðu dagsverki, enda var ferill hans sem skipstjóra farsæll og miklum afla hafa skip undir hans stjórn skilað að landi hér á Þingeyri. Jón er óumdeilanlega einn af þeim sem hvað mest hafa lagt af mörkum í uppbyggingu atvinnu- lífsins hér í okkar litla samfélagi og vegna þess er fráfall hans svo sárt fyrir okkur öll sem hann þekkt- um og höfðum hann að samstarfs- manni. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á sjötta áratugnum og starfaði hjá Kaupfélaginu nær óslitið allt fram til ársins 1988. Jón var skipstjóri á Þorgrími ÍS 175 frá árinu 1960-1969 með hléi þegar hann starfaði í Mjólkárvirkjun. Árið 1971 tók hann við Framnesi- ÍS 608 og var skipstjóri þar allt fram til síðla árs 1983 þegar það var selt. Á Sléttanesi ÍS 808 var Jón 2. stýrimaður til ársloka 1987 er hann fór út í eigin útgerð á nýjuni bát, Mýrarfelli ÍS 123. Jón á að baki langan og farsæl- an skipstjórnarferil á fiskiskipum Kaupfélagsins og dótturfélaga. Ég vil fyrir hönd þessara fyrirtækja þakka Jóni hans mikla og langa starf fyrir okkur hin sem eftir lif- um. Ég mun sakna þess að sjá ekki þennan snaggaralega skipstjóra ganga til eða frá höfninni oftar, en sá söknuður er lítill í saman- burði við þá miklu sorg sem sækir að ekkju, börnum og aðstandendum Jóns nú við hans skyndilega fráfall. Ég vil biðja Guð að styrkja ykk- ur öll á þessari sorgarstundu og sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Helgu, stjórn og starfsfólki Kaupfélagsins og dótt- urfélaga. Magnús Guðjónsson, kaupfélagsstjóri. Fædd 10. febrúar 1943 Dáin 28. nóvember 1993 Það var einlæg ætlan mín að minnast með fáeinum þakkarorðum Hallgerðar Pálsdóttur, þegar hún hvarf yfir móðuna miklu, en af því gat þá ekki orðið sakir óviðráðan- legra aðstæðna um það leyti er hún var jarðsungin. En betur og betur fmn ég að ég hlýt að helga þessari hjartahlýju, glaðlyndu og gefandi konu örfá kveðjuorð þó seint sé. Þakka henni mæta samfylgd við sameiginlegan málstað, þar sem heit sannfæring fór saman við eðlislæga samúð með þeim sem máttu sín minna og aldreivar af þeim vegi hvikað, því Hallgerður, eða Halla sem hún jafn- an var kölluð, hún trúði því að hug- sjón mætti og ætti að sýna í verðug- um verkum og hún vissi vel að í Fæddur 5. júní 1928 Dáinn 18. janúar 1994 Það var vorið 1975 að mig lang- áði til að komast'í sveit. Frænka mín á Fáskrúðsfirði hafði samband við Birnu og Þorgeir á Brimnesi. Þá sagði Birna henni að hún væri búin að ráða til sín stúlku, svo úr varð að ég réð mig sem strák í sveit. Fékk að sleppa við uppvaskið og fleira. Ég varð fjósakona hjá Þorgeiri og líkaði það vel. Hann var góður húsbóndi, stutt var í grínið og glensið þrátt fyrir að hann hélt okkur að verki. Hjá Þorgeiri lærði ég að vinna mörg sveitastörf, meira að segja þegar slætti var lokið í lok júlí fórum við á engjar. Þetta var stórkostleg upplifun fyrir okkur borgarbörnin að fá að kynnast þessum gömlu sveitastörfum, nota orf og ljá og binda í bagga. Þetta sýnir hvað Þorgeir og aðrir heimilismenn á Brimnesi hugsuðu vel um skepnur og jörð sína. Þorgeir sá um að koma pósti til sveitunga sinna. Það var mikil upp- hefð að fá að fara í kaupstað með Þorgeiri þegar hann fór í póst- ferðinar og síðan á alla bæi á norðurbyggðinni, þá var yfirleitt alltaf keyptur molapoki og lætt að okkur krökkunum. Seinna kom ég að Brimnesi og var ég þar tvær síldarvertíðar. Sem fyrr var tekið vel á móti mér og varð ég bara ein af heimilisfólkinu. í desember síðastliðnum frétti ég að Þorgeir lægi Landspítalanum. Fór ég þá til hans. Margt var spjall- að og rifjað upp og áttum við góða stund saman. Er ég þakklát fyrir það. Þorgeir minn, það er komið að kveðjustund sem varð allt of fljótt. Systkinum og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði. Lára Björnsdóttir. Bóndi er bústólpi - bú er landsstólpi - því skal hann virður vel. (Jónas H.) Aldrei er þeim fullþakkað sem gera landið byggilegra, þeir leggja gull í lófa framtíðarinnar. Föður- bróðir okkar Þorgeir Ragnar Guð- mundsson lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 18. janúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Sól- veig Eiríksdóttir og Guðmundur svo ótalmargri grein hafði það gerzt. Einlægni hennar í atfylgi við samhjálparhugsjón sósíalismans var sönn og samleið okkar þar ótví- ræð og þá einlægni ásamt ágætum kynnum ber að þakka. Höfugir skuggar leita á hugann þegar kona á bezta aldri er kölluð burtu frá okkur, þó langur þrauta- tími hafi verið að baki. Þó komu alltaf upprof og þá var vissulega haldið í veika von um bata. Halla kom ung á Reyðarfjörð með eiginmanni sínum, Guðna Arthúrssyni, greindum og traustum atorkumanni, og henni fylgdi mikil lífsgleði, opinn hugur og hreinskil- inn einkenndu hana og hún sagði sína meiningu umbúðalaust, án allr- ar ósanngirni þó, óáleitin en einörð í allri framgöngu. Hlýtur hlátur og frjálsmannlegt fas voru aðalsmerki Þorgrímsson bóndi á Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Sólveig var fædd að Hlíð í Lóni 12. nóvember 1892. Hún var dótt- ir hjónanna Eiríks Jónssonar bónda í Hlíð og konu hans Sigríðar Bjamadóttur frá Viðfirði. Sólveig stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og í hannyrðum í Kaup- mannahöfn í 3 ár. Hún var ein þeirra kvenna sem vann að ís- lenska búningnum sem íslendingar gáfu Alexandrínu drottningu er hún kom til íslands árið 1921. Guðmundur var fæddur að Víði- nesi í Beruneshreppi 24. desember 1892. Foreldrar hans voru Þor- grímur Þorláksson ættaður úr Beruneshreppi og Guðrún Mar- teinsdóttir Skaftfellingur að ætt. Þau Sólveig og Guðmundur gengu í hjónaband í september 1921 og bjuggu í fyrstu á Kirkjubóli í Fá- skrúðsfirði en fluttu 1923 að Brim- nesi. Hver sem þekkir til á Fá- skrúðsfirði getur vitnað um að þau hjón skiluðu góðu dagsverki. Sól- veig og Guðmundur eignuðust fimm börn og ólu upp tvö fóstur- börn. Böm þeirra eru: Guðrún Sig- ríður, fædd 1926, gift Guðjóni Marteinssyni, búsett í Neskaup- stað, hann lést í október 1989, eiga þau fjórar dætur; Þorgeir Ragnar, fæddur 1928, bóndi á Brimnesi; Elín Sigdóra, fædd 1930, gift Þor- leifi Vagnssyni, búsett í Reykjavík, þau slitu samvistir, dætur þeirra eru tvær; Siguriaug, fædd 1932, gift Sigurði Ingimundarsyni, bú- sett í Réykjavík; Eiríkur Armann, fæddur 1936, bóndi á Brimnesi 2, kvæntur Huldu Steinsdóttur og eiga þau sjö börn. Einnig ólust upp á Brimnesi Albert Stefánsson, fæddur 1910, frá Skálavík, foreldr- ar hans voru Ingigerður Guð- mundsdóttir og Stefán Pétursson, og Birna Kristborg Björnsdóttir, fædd 1924, dáin 1992, frá Felli í Breiðdal, foreldrar hennar voru Guðlaug Þorgrímsdóttir, systir Guðmundar, og Árni Bjöm Guð- mundsson, hún lést í janúar 1992. Voru þau heimilinu einstaklega kær og bjuggu þar alla tíð. Birna eignaðist tvö börn, Jóhönnu og Guðmund, sem ólust upp við ástríki fullorðna fólksins á Brimnesi og átti Þorgeir þar stóran hlut að máli. Guðmundur skipti búinu á milli sona sinna og bjó félagsbúi með Þorgeiri eftir það. Þorgeir á Brim- nesi var mikill starfsmaður og vann að búi sínu til síðustu stundar eft- hennar einnig, hún var ákveðin kona og föst fyrir í skoðunum og lét ógjarnan sinn hlut í orðræðu. Okkar samræður snerust öðru fremur um tvennt: Börnin hennar, sem hún bar einstaka umhyggju fyrir, og landsmál líðandi stundar, sem léku henni gjarnan á tungu og ir því sem kraftar leyfðu, seiglan og dugnaðurinn rak hann áfram og aldrei heyrði maður Þorgeir kvarta. Um langa skólagöngu var ekki hjá honum að ræða frekar en flestum börnum þess tíma, hann stundaði nám í farskóla sem var starfræktur í sveitinni til skiptis á Brimnesi, Brimnesgerði og Höfða- húsum. Alla tíð hefur verið mjög kært með þeim systkinunum og töluðu þau oft um hversu ánægju- legur tími þetta var. Þorgeir unni lestri góðra bóka og átti mikinn fyölda af ritsöfnum og einnig aðrar merkar bækur. Mikill samgangur var á milli bæjanna og mikið leituðum við systkinin „úteftir", hér áður fyrr mestmegnis í félagsskapinn en í seinni tíð einnig til að hjálpa Þor- geiri og Alla við verkin svo sem í sauðburðinum, heyskapnum, göngum, réttum o.fl. Á sumrin var oft margt í heimili hjá þeim Þor- geiri, Birnu og Alberti, bæði börn og ungt fólk, skyldir og vandalaus- ir, þau höfðu öll mikla ánægju af unglingunum og kenndu þeim vel til verka. Oft var mikið fjör á Brim- nesbæjunum þegar allur krakka- hópurinn var í leikjum á björtum sumarkvöldum, eitt er víst að krökkunum „útfrá“ var það ekki alltaf ljúft að fara inn klukkan tíu á kvöldin en þannig voru nú regl- urnar. Margir voru í sveit á Brim- nesi sumar eftir sumar og kunnu vistinni vel. Þorgeir starfaði allnokkuð að félagsmálum en var samt alltaf fyrst og fremst bóndi. Hann var alls í hreppsnefnd í 16 ár, þar af oddviti 4 ár, átti sæti í kjofstjórn í 7 ár. Hann tók við embætti stefnu- votts af föður sínum 1964 og gegndi því til dánardags. Sat í stjórn heilsugæslustöðvarinnar og var deildarstjóri Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga í rúman áratug. Einnig var hann einn af stofnend- um ungmennafélagsins Árvakurs. þar var greinilega vel fylgst með öllum helztu hræringum. Ég mun ekki rekja æviferil Hall- gerðar hér, en hún háði langa og hetjulega baráttu við hættulegan sjúkdóm og miskunnarlausan, þar sem henni um hríð var vart hugað líf, en með bjartsýni hennar, þreki og þolgæði ásamt góðum stuðningi heima fyrir unnust áfangasigrar, en aldrei sleppti ógnvaldurinn heljartaki sínu alveg og hann hlaut sigur í nóvember síðastliðnum, þrátt fyrir hetjulega vörn hennar þá sem áður. Erfiðu árin hennar Höllu voru æðimörg, en síðast þegar ég hitti hana úti fyrir húsi sínu kvað hún allt vera eins og bezt yrði á kosið miðað við allar aðstæður, ekki dygði að kveina og kvarta, .þó ýmislegt bjátaði á. Lífið léki mann aðeins misjafnlega, mælti hún og brosti og spurði mig svo álits um það sem þá var efst á baugi í þjóðmálum. Þannig var Halla, ótrúlega æðru- laus mætti hún óblíðum örlögum langvarandi veikinda, en hún átti líka góða að, sem léttu henni lífs- stríðið. Hallgerður fæddist í Hafnarfirði, en ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Halldóra Danivalsdótt- Hallgerður Páls- dóttir — Minning Frá 1954 sá Þorgeir um póst- ferðir í sveitina. Fram á áttunda áratuginn var ein póstferð í viku frá Búðum og út að Kolfreyjustað en seinna var farið norður í Þernu- nes, síðustu árin voru þijár ferðir í viku. Það er trú okkar að þessar ferðir hafi gefið Þorgeir heilmikið, hann gaf sér góðan tíma í þær og naut gestrisni sveitunga sinna. Okkur systkinunum fannst góð til- breyting að fara með frænda í póstferð og fá að hlaupa heim á einn og einn bæ, svo vissum við að í pósttöskunni var undantekning- arlaust bijóstsykur sem var nú ekki til að draga úr ánægjunni. Þorgeir var línuviðgerðarmaður hjá Pósti og síma í rúmlega 20 ár eða allt þar til síminn var lagður í jörð um 1980. Oft fór hann í vondum veðrum og miklum snjóum til að huga að símalínum, þegar viðgerð lauk -þui-fti hann auðvitað að prófa símann og yfirleitt hringdi hann heim til okkar, það var óneit- anlega undarleg tilhugsun að vita af honum uppi í símastaur í ýmsum veðrum, en um leið og Þorgeir hringdi vissu allir að síminn var kominn í lag og hann hafði skilað sínu verki. Alla tíð var róið til fiskjar frá Brimnesi og fannst okkur mikið til þess koma að fara með Þorgeiri og Alla til sjós að vitja um netin, að lokinni veiðiferð fengum við kaup og komum hreykin heim með físk í soðið. Þorgeir var alla tíð einstaklega félagslyndur og elskaði að vera innan um fólk. Á þjóðhátíðardag- inn 17. júní gaf hann vinnufólki sínu alltaf frí og oftar en ekki hélt hann af stað með allan krakkahópinn í fjallgöngu. Við eig- um margar góðar minningar um þær göngur þó þær hafi nú oft verið ansi erfiðar fyrir litla fætur, en þegar komið var á áfangastað vissu allir að Þorgeir byði upp á hressingu, súkkulaði eða annað góðgæti. Gestrisni var alla tíð mjög mikil á Brimnesi og allir sammála um að þangað var gott að koma. Þor- geir var stakur reglumaður á vín og tóbak allt sitt líf, hann var einn- ig umhyggjusamur og snyrtimenni hið mesta. Hann var brosmildur og hlýr en var lítið fyrir að tala um eigin áhyggjur og tilfinningar. Hann átti við heilsubrest að stríða síðustu árin og gekk undir erfiðar aðgerðir. Samt kvartaði hann aldr- ei yfir eigin veikindum og stóð sig sem hetja fram á síðustu stundu. Það voru margar ánægjustund- irnar sem Þorgeir veitti okkur, þess tíma verður hlýlega minnst. Sendum foreldrum okkar og ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorgeirs frænda. Systkinin Brimnesi 2. ir og Páll Einarsson rafvirki, starfs- maður Rafmagnseftirlits ríkisins. Á Reyðarfirði var starfsvettvangur hennar við hlið eiginmanns síns og börn þeirra þijú voru hennar björt- ustu ljósgeislar í lífinu en þau eru: Sigrún húsmóðir, búsett í Reykja- vík, Páll verktaki, einnig búsettur í Reykjavík og Ingólfur starfsmaður Vegagerðar ríkisins á Reyðarfírði. Traust fólk og tápmikið eins og það á ættir til. Arthúr sonur þeirra hjóna var sjúklingur og lést barn- ungur. Halla er kvödd með miklu þakk- læti fyrir mæta kynningu, fyrir vökulan stuðning við stefnu þá er hún var snanfærð um að mætti til mestra heilla horfa. Hún var trú sínu hlutverki sem húsmóðir og móðir og þrátt fyrir andstreymi örðugleika skilaði hún sínu í hvívetna sem kostur var. Við hjónin sendum öllum að- standendum einlægar samúðar- kveðjur, Guðna og börnunum þó allra helzt. Hallgerði Pálsdóttur er blessunar beðið á þeim ódáinsakri er öll hennar sannfæring stóð til að hennar biði handan við hel. Blessuð sé hennar bjarta minn- ing. Helgi Seljan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.