Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 11 Kópavogsbær - Bær framtíðar eftir Gunnar Birgisson Mikil umskipti hafa átt sér stað í Kópavogi á því kjörtímabili sem nú er senn á enda undir stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Bæjarfélaginu hefur verið snúið frá stöðnun til framfara, framkvæmdir og uppbygging blasa við hveijum sem sjá vill. Rekstur - mikil umskipti Strax eftir að núverandi meiri- hluti tók við völdum, um mitt ár 1990, var hafizt handa við að lækka rekstrarkostnað bæjarins. Á árunum fyrir 1990 hafði reksturinn sjálfur tekið til sín allt of hátt hlutfall og vaxandi af skatttekjum bæjarins. Það reyndist A-flokkunum óviðráð- anlegt verkefni að stöðva þessa þró- un. Vöxtur rekstrargjalda bæjar- sjóðs yfirskyggði allt annað og mik- ill tími fór í það að bjarga fjárhags- vanda frá degi til dags, oft á afar- kjörum. Hinn nýi meirihluti sneri sér að breyta stjórnkerfi bæjarins. Við að- hald og ráðdeild í ráðstöfun fjár- muna haft að leiðarljósi. Árangur til þessa hefur verið undragóður. Rekstrarkostnaður Kópavogsbæjar er nú einna lægstur, sem hlutfall af skatttekjum, borið saman við önnur sveitarfélög landsins. Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs Kópavogs hefur lækkað úr 81,5% af skatttekjum árið 1989 niður í að vera 68% árið 1992. Endanlegar tölur fyrir árið 1993 liggja ekki fyr- ir en vænta má að niðurstaðan verði ekki verri. Þetta þýðir að bæjarstjóður á mun meira afgangs til framkvæmda eða til greiðslu skulda. En vegna þess mikla framkvæmdavanda, sem hafði safnast upp í stjórnartíð A-flokk- anna og rak á reiðanum, þá telur núverandi meirihluti ekki hægt að bjóða bæjarbúum upp á annað en að ljúka löngu nauðsynlegum fram- kvæmdum sem fyrst, en láta niður- greiðslu skuldanna bíða um sinn. Það væri heldur ekki félagslega ábyrg stefna, í því atvinnuleysi og kreppu sem því miður ríkir í land- inu, að fara nú að draga úr fram- kvæmdum bæjarins til þess að greiða skuldir. Slíkt yrði aðeins til þess fallið að auka á atvinnuleysið og dýpka kreppuna. Það er heldur ekkert að óttast fyrir bæjarfélagið, þó að skuldir séu vissulega miklar, meðan reksturinn sjálfur skilar hagnaði. Þegar mesta þunganum af hinum aðkallandi framkvæmdum léttir og efnahagslíf þjóðarinnar vænkast, þá má greiða niður skuldir. Sé rekstrarkostnaðin- um haldið niðri með stöðugu aðhaldi og sparnaði, sem nú er gert, þá er Kópavogskaupstað það leikur einn að greiða upp allar skuldir bæjarfé- lagsins á örfáum árum. Leikskólamál - mikil «PPbygging Mikil aukning á leikskólaplássum hefur átt sér stað á yfirstandandi kjörtímabili. Á miðju ári 1990 voru um 630 leikskólapláss til ráðstöfunar í Kópavogi. í vor verða þau komin yfir þúsundið. Þetta hefur verið gert, bæði með því að eldri leikskólar hafa verið stækkaðir og gerðir hagkvæmari í rekstri og nýir leikskólar hafa risið. Þegar er enn einn nýr leikskóli í undirbúningi og verður hann stað- settur á Nónhæðinni. Með tilkomu hans verða leikskólaplássin komin yfir ellefuhundruð. Biðlistar styttast því óðum í Kópavogi. Leikskólar eru taldir ein af grunn- þörfum nútímasamfélagsins. Það þarf því að styðja við þá starfsemi og styrkja. Það hefur verið gert af fullri einurð í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokks í Kópavogi á þessu kjör- tímabili. Tölurnar sanna það svo ekki verður um villst. Málefni aldraðra - áframhaldandi uppbygging Á síðasta ári var tekin í notkun ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Fannborg 8. Með tilkomu hennar hefur aðstaða fyrir félagsstarf aldr- aðra í Kópavogi breyst til mikils batnaðar. Nýlega var tekin ákvörðun um byggingu annarrar þjónustumið- stöðvar við Gullsmára í Kópavogs- dal. Þar er einnig gert ráð fyrir þjón- ustuíbúðum og sambýli fyrir aldraða í sama húsi. Slíkt fyrirkomulag er nýjung hér á landi og hefur það í för með sér að eldri borgarar geta verið lengur í eigin húsnæði. Meðal- aldur þjóðarinnar fer hækkandi og þar með ijöldi aldraðra. Fyrir því þarf að hugsa. Endurbygging gömlu gatnanna - bylting Mikil bylting hefur átt sér stað í endurbyggingu gömlu gatnanna í Kópavogi á kjörtímabilinu. Um mitt ár 1990 voru um 15 kílómetrar af gömlum götum, sem átti eftir að endurbyggja. Ömurlegt ástand þessara mála í stjórnartíð A-flokkanna þarf ekki að rekja fyrir Kópavogsbúum. Sízt þeim sem við þær hafa búið í ára- tugi. Loftlínur fyrir rafmagn og síma lufsuðust á gömlum tréstaurum milli forarpollanna á gangstéttarlausum troðningunum, svona eins og vörður yfir fjallvegi í gamla daga. Enda kölluðu gárungarnir þessa staura stundum einkennistré Kópavogs. Miklu fé var svo stöðugt ausið í viðhald á þessum vonlausu götum. A-flokkarnir hreinlega gáfust upp í þessum málaflokki og gekk hvorki né rak hjá þeim. í kosningabarátt- unni 1990 könnuðust þeir enda ekki við það að nokkur Kópavogsbúi hefði óskað eftir aðgerðum í þessum mál- um, svo mjög voru þeir uppteknir af að leysa daglegan fjárhagsvanda. Á þessu kjörtímabili hafa ellefu kílómetrar af þessum fimmtán verið endurbyggðir. Með sama áframhaldi gæti endurbyggingunni verið lokið um mitt næsta kjörtímabil. Flestar stærstu og um leið dýr- ustu göturnar hafa þegar verið end- urbyggðar og nú eru einungis eftir húsagötur, þar sem framkvæmda- kostnaður er minni og framkvæmda- hraði getur því verið meiri. ■ Þessi endurbygging gömlu gátn- anna hefur verið eitt brýnasta um- hverfismál okkar Kópavogsbúa. Fasteignaverð við þær götur sem endurbyggðar hafa verið er hærra en áður og það fer að verða liðin tíð að gárungarnir hendi gaman að ástandi gatna í Kópavogi og telji þar lítt byggilegt vegna þess. Þá tel ég þetta átak hafa verulega breytt viðhorfi bæjarbúa gagnvart bænum sínum. Þeir eru núna stolt- ari af honum en áður og vaxandi umhverfísáhuga þeirra verður greinilega vart. Heimkeyrslur og lóðarmörk taka stakkaskiptum, það er grætt upp og snyrt og tijárækt eflist stöðugt. Æskulýðs- og íþróttamál - hlúð að ungdómnum Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert mikið átak í málefnum íþrótta- og tóm- stundastarfs. Á hausti komanda verður tekið í notkun nýtt og glæsilegt íþróttahús í Kópavogsdal. Þar fer fram hluti heimsmeistaramótsins í handknatt- leik, sem haldið verður hér á landi árið 1995. Þetta er í senn íþróttahús Breiðabliks og hins nýja Smáraskóla. Ný og glæsileg sundlaug var tek- in í notkun snemma árs 1991. Fer hróður hennar víða og kemur fólk langt að til sundiðkana þar. Þá hafa verið byggðir og eru í byggingu knattspyrnuvellir, bæði í Kópavogsdal og Fossvogsdal. Að- staða fyrir fijálsíþróttafólk hefur verið stórbætt, Kópavogsdalur er því að verða mikil íþróttamiðstöð, sem á sinn þátt í að gera byggingalóðir svo eftirsóttar, sem raun ber vitni. Bæjarfélagið hefur einnig staðið Gunnar Birgisson „Kópavogur er mið- punktur höfuðborgar- svæðisinsog aðgengi því gott. Útsýni frá nýju byggingasvæðunum er alveg einstakt og veð- ursæld meiri en víða annarsstaðar. Þrátt fyrir samdrátt í íbúða- byggingum á höfuð- borgarsvæðinu hefur líka verið mikil upp- sveifla í byggingariðn- aði hér í Kópavogi.“ myndarlega við bakið á ýmsum íþrótta- og tómstundasamtökum við það að koma upp varanlegri aðstöðu fyrir starfsemi þeirra. Má nefna Fimleikafélagið Gerplu, Taflfélag Kópavogs, Siglingaklúbbinn Ými, Hestamannafélagið Gust, Skátafé- lag Kópavogs, Skotfélag Kópavogs, Handknattleiksfélag Kópavogs og Golfklúbb Kópavogs. Einhveijir kunna ða telja það bruðl með skattpeninga bæjarbúa, hversu mikið fé rennur til þessa málaflokks. En það er ekki svo, þeg- ar grannt er skoðað. Með því að hlúa að ungdómnum með virku upp- byggingarstarfi, búum við börnin okkar betur undir framtíðina og veit- um þeim skjól fyrir hættum götunn- ar. Slík fjárfesting í heilbrigðri æsku borgar sig til lengri tíma. En nauð- synlegt er auðvitað, að jafnan sé vel á málum haldið og ráðdeild og hag- sýni sitji ávallt í fyrirrúmi. Þá má einnig nefna, að Tennis- höllin hf., sem er hlutafélag í eigu margra aðila, er að byggja stórt tennishús með sex innivöllum í Kópavogsdal. Með tilkomu hennar Verður Kópavogur miðpunktur tennr isíþróttarinnar á íslandi. Enn ein fjöður í íþróttahatt Kópavogs. Ný byggingasvæði Kópavogur er bær í örum vexti. Það hefur verið stefna núverandi meirihluta bæjarstjórnar að ávallt skuli vera nægjanlegt framboð af byggingalóðum. I því skyni var keypt nýtt land í Digraneshlíðum og Nónhæð. Er upp- bygging á þessum svæðum í fullum gangi. Hluti Fífíhvammslands er deiliskipulagt og tilbúið til úthlutun- ar fyrir iðnaðar- og íbúðabyggð. Kópavogsbær keypti þetta land um 1980 og hefur nú greitt það að fullu. Það má rifja það upp að þessi kaup voru gerð fyrir tilstilli sjálfstæðis- manna gegn ákveðinni andstöðu Alþýðuflokksins. Kópavogur er miðpunktur höfuð- borgarsvæðisins og aðgengi því gott. Útsýni frá nýju byggingasvæðunum er alveg einstakt og veðursæld meiri en víða annarsstaðar. Þrátt fyrir samdrátt í íbúðabyggingum á höfuð- borgarsvæðinu hefur líka verið mik- il uppsveifla í byggingariðnaði hér í Kópavogi. % Menning og listir Á vori komandi verður vígt Lista- safn Kópavogs. Með tilkomu þess vænkast hagur listamanna í bænum. Aðstaða til tónleikahalds og ýmis- konar sýninga hefur ekki verið fyrir hendi. Allt þetta breytist til betri vegar með tilkomu hins nýja og glæsilega Listasafns á Kirkjuholt- inu. Þá er einnig í deiglunni bygging menningarmiðstöðvar við hliðina á Listasafninu. Þar er ráðgert, að Bókasfn Kópavogs, Tónlistarskóli Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópa- vogs og Myndlistarskóli Kópavogs verði til húsa og sérstakur salur verður þar einnig fyrir tónleikahald. Þessum málaflokki hefur lítið ver- ið sinnt fram að þessu. Með tilkomu listasafnsins og menningarmiðstöðv- arinnar geta Kópavogsbúar notið lista- og menningarviðburða í viðeig- andi umhverfí í eigin bæ. Höfundur er bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og formaður bæjarráðs. Kjósum málsvara umhverfis- og heilsuverndar Ólaf F. Magnússon lœkni og varaborgarfulltrúa í 4. - 6. sœti í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins Ólafur hefur einkum beitt sér í heilbrigðis- og umhverfismálum, en aukið umferðar- öryggi og bættar gönguleiðir um borgina eru einnig sérstök áhugamál hans. Hann hefur verið virkur í störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og beitti sér af einurö gegn tilkomu svonefndra heilsukorta og tilvísunarkerfis í heilbrigðisþjónustunni. HELSTU STEFNUMAL: • Réttlátari fjölskyldustefna • Ráðdeildarsemi meb almannafé • Markviss atvinnuuppbygging • Verndun og varbveisla útivistarsvæða • Bættar göngu- og hjólreiðaleiöir • Fjölgun undirganga við umferðaræðar • Öflugar mengunarvarnir Aukið umferðaröryggi Frestun stórframkvæmda viö Korpúlfsstaði og bílastæðahús í miðbænum Hagkvæmni og fjölbreytni í öldrunarþjónustu Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Heilsuverndarstöðin áfram í þjónustu Reykvíkinga Kosninga- skrifstofa stuðningsm. Ólafs í Garðastræti 6 er opin frá kl. 13-22. S. 17474 og 17476 ✓ Munum baráttu Olafs fyrir opnu útivistarsvæöi og hagsmunum almennings í Fossvogsdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.