Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 félk f fréttum TISKA Karl Lagerfeld hneykslar Undanafarin ár hefur Karl Lag- erfeld sýnt þá ljótustu tísku sem fyrirfínnst. Síðasta tískusýning hans hjá Chanel um miðjan janúar var sú versta sem hann hefur nokkru sinni boðið upp á. Hún var móðgun við Coco Chanel, viðskipta- vini tískuhússins, sýningarstúlkum- ar og kvenmenn almennt. Þetta em skoðanir Marion Hume sem skrifar urrí tísku hjá breska dagblaðinu The Independent. í greininni segir hún að tískusýn- ingar séu almennt misvel undirbún- ar, en að þessu sinni hafí greinilega engin æfíng farið fram. Sýningar- stúlkumar hafí ekki þekkt pallana og verið óömggar bak við undarleg- ar hárkollur. Af göngulaginu hafí hún þekkt að þama vom á ferð nokkrar af frægustu fyrirsætum heims, Linda Evangelista, Naomi Campbell og fleiri, en ekki var boð- ið upp á að sjá andlit þeirra, sem vom hulin eins og meðfylgjandi myndir sýna. Karl Lagerfeld gerir konur hlægilegar með nýjustu tísku- straumum sinum, segir blaða- maður The Independent Hún segir að venjulega hafí fyrir- sætunum verið borgað fyrir að vera glæsilegar til fara en ekki fyrir að koma fram eins og heimskulegar gálur. Lagerfeld hafí lagt ofur- áherslu á fæturna, pínupils, stuttar línur, dillandi bijóst og andlits- lausar fyrirsætur. Hún segir enn- fremur að hann geri lítið úr konum sér til mikillar ánægju. Blaðamaðurinn er fokillur og lætur það óspart í ljós. Bendir m.a. á að Lagerfeld eigi ekki að komast upp með slíka móðgun gagnvart kvenfólki. Hann segir ennfremur að sýningin hafi staðfest að Lager- feld, sem hafí verið einn áhrifa- mesti hönnuður níunda áratugarins sé búinn að vera sem slíkur. Nú er bara að sjá hvort Marion Hume er sannspá og Chanel sparki Lagerfeld sem hönnuði. TISKA Chanel biðst afsökunar Myndir af andlitslausum fyrirsætunum birtust í The Independent. Claude Eliette forstjóri Chanel sá sig tilneyddan að biðja múslima um allan heim afsþ,kun- ar vegna klæðnaðar sem sýndur var á sýningu tískuhússins 15. janúar sl. Frá þessu skýrir blað- ið The Independent sl. mánudag, aðeins nokkium dögum eftir að blaðamaður þess skrifaði í hneykslunartón um sýninguna. Astæðan fyrir afsökunar- beiðninni var sú að þrenns konar klæðnaðir voru skreyttir versum úr kóraninum. Þannig þótti ekki við hæfí að hálfnakin bijóst Claudiu ■ Schiffer yltu upp úr texta sem sagði eitthvað á þá leið, að þeir sem guð vekti yfír væru hultir en þeir sem guð hefði yfirgefið fyndu engan sem gæti hjálpað þeim að feta réttu leiðina. Tilkynnti Claude Eliette að kjólamir yrðu brenndir. Karl Lagerfeld viðurkenndi að honum hefði brugðið mjög þegar kom í ljós hvað textinn á kjólnum segði. Honum hafði að eigin sögn skilist að þetta hefði verið ástar- ljóð! Claudia Schiffer í kjóln- um umdeilda. COSPER í gamla daga tókstu andlitsbrynjuna af þegar þú kysstir mig bless TONLIST KK semur við Japís rTV>nlistarmaðurinn Kristján A Kristjánsson, KK, hefur gert útgáfusaming til fímm ára við hljómplötuútgáfuna Japís og kemur fyrsta platan á þeim samningi út fyrir næstu jól. Kristján hefur verið einn söluhæsti tónlistarmaður landsins undanfarin ár og hafa tvær síðustu plötur hans selst samanlagt í vel yfír 20.000 eintökum. Þær plötur gaf hann út sjálfur, en Japís dreifði. Kristján Kristjánsson lék á als oddi við undirritun samningsins, sagðist hafa gert besta útgáfu- samning á Norðurlöndum. Til marks um það nefndi hann að í samningnum, sem er við hann sjálf- an en ekki hljómsveitina KK Band Stjóm íslendingafélagsins í Suður-Kaliforníu. LOS ANGELES íslenskt kaffihús opnað Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi bréf frá Katr- ínu G. Johnson í Los Angeles, en hún er fyrrverandi formaður íslendingafélagsins: „íslendingafélagið í S-Kali- fomíu hefur haft nóg að gera undanfarna mánuði. 9. okt. sl. var haldin norræn hátíð sem nefnist The American Scandina- vian Festival. Allar Norður- landaþjóðimar voru með bása, þar sem boðið var upp á mat, tónlist og minjagripi. íslend- ingafélagið bauð upp á pönnu- kökur, hjónabandssælu og minjagripi en seldi einnig fatnað úr ísenskri ull. Tveir íslendingar vom auk þess með aðra bása; Auður Snorradóttir auglýsti sína iðju, sem em teikningar og endurbætt húsgögn, og Þorgeir Þorgeirsson kom á framfæri arkitektaþjónustu sinni, bæði úti og inni. Jólaballið var haldið 12. des- ember. Þáttakan var góð og all- ir í jólaskapi. Boðið var upp á heitt kakó, kaffí og meðlæti. Jólasveinninn kom og dansað var í kringum jólatréðT íslenskt kaffihús íslenskt kaffíhús hefur verið opnaði í Los Angeles íslending- um til mikillar ánægju. Er það í eigu Rósbergs Traustasonar. Þar em seldar pönnukökur, kleinur og besta kaffið í bæn- um. Einnig má geta þess að hann hefur blómaverslun á sama stað og systir hans, Stella Traustadóttir, er með fataversl- un þar við hliðina. Þau eru til húsa á 1948 Hillurst Ave., Los Felis, Los Angeles. Þá má geta þess að þorra- blótið verður haldið 5. mars nk. í Latvian Community Center. í stjóm íslendingafélagsins eru: Jóhanna Lewis, formaður, Lovía Afzal, Auður Snorradótt- ir, Heba Þórisdóttir og Seba Afzal.“ Frá kaffihúsinu Café 2, sem er í eigu Rósbergs Traustasonar. Morgunblaðið/Sverrir Kristján handsalar samninginn með forsvarsmönnum Japís, f.v. Birg- ir Skaptason, Kristján Kristjánsson og Ásmundur Jónsson. sem slíka, væri ákvæði um að að hann gæti starfað sem götuspilari og sem slíkur látið framleiða snæld- ur og álíka sem hann myndi þá selja á götum úti í tengslum við spilamennskuna. Kristján og félagar eru á förum til Skandinavíu, en þar eiga þeir að leika á mikilli þjóðlagahátíð, Strib Vinterfestial, aukinheldur sem KK Band leikur í Kaupmannahöfn og á þorrablótum i Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.