Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.01.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 25 máli Davíð Ólafsson „Engin þjóð á eins mikið undir því komið að kjarnorkustöðin Thorp verði ekki virk til fram- búðar. Hingað til hafa Bretar ekki tekið tillit til mótmæla okkar og nokkurra þjóða, sem telja sér hættu búna af þessari starfsemi. Við það má ekki sitja.“ ara sína, sem þar ætluðu að stunda veiðar, innan þeirra landamæra, sem íslendingar höfðu einhliða ákveðið, fyrir ásókn litlu íslensku varðskipanna. Erlendum vini mínum einum, sem fylgdist vel með því, sem þama var að gerast, fannst þetta svo fárán- legt að hann vildi kalla það heims- sögulegan brandara. Það gat auðvitað hver maður sagt sér að það var ekki flotastyrk- ur íslendinga, sem bar sigurorð af breska flotanum í þessu stríði, þó því verði heldur ekki neitað að vissu- Iega átti landhelgisgæslan sinn þátt í því. íslendingar tóku upp þá aðferð, sem dugði við Breta undir þessum kringumstæðum. Þeir tóku málið upp og ákærðu Breta allstaðar þar sem því varð við komið. Það varð fljótlega ljóst að menn víða um heim gátu ekki fellt sig við þessa aðferð Breta, pólitík fallbyssubát- anna var ekki lengur ásættanleg, þó Bretar hefðu þá enn ekki áttað sig á því. í öllum alþjóðasamtökum þar sem báðar þjóðirnar voru meðlimir, svo sem Efnahags- og samvinnu- stofnun Evrópu (OEEC), Atlants- hafsbandalaginu (NATO), Evrópu- þinginu, Sameinuðu þjóðunum og ýsmum stofnunum og alþjóðafund- um notuðu íslendingar aðstöðu sína til að koma málstað sínum á fram- færi og vekja athygli á hernaðar- beitingu Breta. Þá voru gefnar út hvítbækur, þar sem málstaður ís- lendinga var skýrður og yfirgangur Breta fordæmdur, en þessum bók- um var dreift til stjórnvalda um allan heim. Loks voru svo dagblöð og önnur blöð ekki síst í löndum Evrópu og jafnvel í Bretlandi sjálfu áhugasöm um að fylgjast með hinu merkilega stríði sem háð var á ís- landsmiðum og mátti þar oft finna mikinn skilning á málstað íslands, sem var okkur mikils virði í mál- flutningi okkar. Þetta var ekki að- ferð, sem bauð upp á fljóttekinn sigur, en dropinn holaði steininn og þess varð mjög oft vart að Bret- ar stóðu höllum fæti á þessum vett- vangi og fundu það líka sjálfir og urðu að viðurkenna að þeir voru í vondu máli. Þessa ásókn stóðust Bretar ekki nú frekar en áður og eftir rúmlega 3 ár urðu þeir að viðurkenna þau nýju landamæri, sem íslendingar höfðu ákveðið einhliða. Að þessu eigum við að læra. Engin þjóð á eins mikið undir því komið að kjarnorkustöðin Thorp verði ekki virk til frambúðar. Hing- að til hafa Bretar ekki tekið tillit til mótmæla okkar og nokkurra þjóða, sem telja sér hættu búna af þessari starfsemi. Við það má ekki sitja. Hér er mikið verk að vinna og sú skylda hvílir á okkur, sem þeirri þjóð, sem mest á í húfí, að taka forystuna og fá aðrar þjóðir til liðs við okkur. Þetta er mál, sem þolir enga bið. Höfundur er fyrrverandi seðlabankasijóri. Halldór Blöndal isstöðu íslenskra fyrirtækja. Þar veg- ur afnám aðstöðugjaldsins þyngst en margt fleira kemur til, þannig að skattalegt umhverfi fyrirtækja hér á landi stenst fyllilega saman- burð við nágrannalöndin. Þar hefur mikil breyting á orðið. Böndum hefur verið komið á verð- bólguna. Ábyrgir aðilar telja að inn- an árs verði hún rétt um 1%, sem er mælikvarði á, að kostnaður við vöruframleiðslu og þjónustu hækkar hér minna en í öllum ríkjum öðrum en Danmörku og Japan þar sem hún verður svipuð. Raunvextir hafa lækkað verulega og meir en nokkurn óraði fyrir, þann- ig að fjármagnskostnaður hér er að verða sambærilegur við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Það er táknrænt, að áhugi sparifjáreigenda er nú að vakna fyrir því að losna undan verðtryggingu fjárskuldbind- inga af því að hún verður neikvæð nú um þriggja mánaða skeið. Vöruskiptajöfnuðurinn var hag- stæður um 12 milljarða kr. á siðasta ári og meiri jöfnuður náðst í viðskipt- um við útlönd, sem þýðir, að við erum farin að höggva í erlendu skuldirnar. Þessar staðreyndir segja okkur, að aðstæður til atvinnurekstrar hafa ekki verið hagfelldari um áratuga skeið: Við búum í meginatriðum við sátt á vinnumarkaðinum, hér er stöð- ugleiki, verðhjöðnun og lækkandi raunvextir. í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins hefur ríkisstjórn- inni tekist að skapa það rekstrarlega umhverfí, sem atvinnulífið þarf á að halda. Tólin eru til. Nú þurfum við einstaklinga með framkvæmdadug og bjartsýni til að nota þau. í því uppbyggingarstarfi er mikilvægt, að samningar tókust um evrópska efna- hagssvæðið, eins og þegar er farið að koma í Ijós. Það fijálsræði eigum við að nýta okkur til þess að byggja upp framleiðsluna og njóta þannig verslunarfrelsins til fullnustu. Við eigum að róa lífróður til að eyða atvinnuleysinu og einsetja okkur að missa ekki atvinnutækifærin úr land- inu. Við höfum ekki ráð á því. Höfundur er landbúnaðar- og samgönguráðherra. STYRK STJÓRN í REYKJAVÍK eftirDavíð Oddsson Prófkjör sjálfstæðismanna er ávallt mikill atburður. Enginn annar stjórnmálaflokkur tryggir atbeina jafnmargra einstaklinga til að velja framboðslista. Þetta prófkjör er haldið við sérstakar aðstæður. Framundan eru óvenjulegar borgar- stjórnarkosningar, ólíkar öðrum sem fram hafa farið í höfuðborg- inni. Fyrir fáum vikum lýstu fulltrúar Framsóknarflokks og Kvennalista því yfír, hvorir með sínu orðalag- inu, að samkrullsframboð vinstri flokkanna í Reykjavík kæmi alls ekki til greina — slíkt væri aðeins tískubóla og leikaraskapur sem al- vöru flokkum væri ekki samboðinn. Kvennalistinn hefur fram til þessa þóst ólíkur öðrum flokkum, legði meiri áherslu á málefni en menn. Ég minnist þess hve Ingibjörg S. Gísladóttir móðgaðist reglulega, þegar Kvennalistinn var talinn til vinstri flokkanna! Félagsvísindastofnun HÍ komst að þeirri niðurstöðu í könnun, að ef vinstri flokkamir fjórir og einstök flokksbrot sem þá mynda, sbr. Birt- ingu og Alþýðubandalagið, Nýjan vettvang og Alþýðuflokkinn, gætu komið fram í felulitum og undir fölsku flaggi, myndu þeim opnast nýir möguleikar. Ef þeir gætu breitt yfir nafn og númer, eins og landr helgisbrjótarnir forðum, og fengið kjósendur til að gleyma því fram Davíð Oddsson „Hrinda verður áhlaupi þeirra afla, sem ekki hafa betri málstað en svo, að þau þora ekki að koma fram, nema í felulitum.“ yfír kjördag, hvaða sundurlyndisöfl dyldust undir dulunni, gætu þeir komist yfir stjórnartaumana í höf- uðborginni. Hræðslubandalag undir fölsku flaggi gæti náð þessum árangri. Skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar og frýjunar- og prédikun- arorð talsmanns hennar var meira en málpípur þessara flokka og flokksbrota gátu staðist og per- sónulegur metnaður alþingismanns Kvennalistans var nægilegur til að bægja á burt öllum fyrri prinsippum og yfirlýsingum á augabragði! Auðvitað munu kjósendur í Reykjavík sjá í gegtium þennan hráskinnsleik. Það mun fljótt glitta í gegnum felulitina. Sjálfstæðisflokkurinn stendur málefnalega sterkt í borginni. Markús Örn Antonsson hefur staðið sig vel í sínu starfí sem borgar- stjóri, enda býr hann að mikilli reynslu í sveitarstjórnarmálum. En það er áríðandi að sjálfstæðismenn fylki sér í prófkjörinu og hefji með því kosningabaráttuna fyrir vorið. Hrinda verður áhlaupi þeirra afla, sem ekki hafa betri málstað en svo, að þau þora ekki að koma fram, nema í felulitum. Stjórn höfuðborgar landsins er enginn grímudansleikur og vinstri flokkarnir og flokksbrotin verða neydd til að fella grímumar fyrir kosningar, en ekki eftir þær, eins og hugur þeirra stendur til. Höfundur er forsætisrá ðh erra. Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra Auka þarf áhættufé í atvinnurekstrinum Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra ásamt fylgdarl- iði hlýðir á Bergstein Einarsson framkvæmdasljóra Set hf. á Selfossi útskýra ýmsa þætti framleiðslunnar. . SALA á raforku um sæstreng verð- ur ekki hagkvæm fyrr en í fyrsta lagi árið 2010 og kapalverksmiðja er skýjaborgir einar. Orkuver á Austurlandi er ekki á næsta leiti og ekki heldur orkufrekur iðnaður. Þetta kom meðal annars fram í máli Sighvatar Björgvinssonar iðn- aðar- og viðskiptaráðherra á al- mennum fundi í Hótel Selfossi síð- degis á fimmtudag. Sighvatur sagði einnig að Islendingar væru áratug- um á eftir öðrum þjóðum í umræð- um um erlenda fjárfestingu. Hann sagði að leita þyrfti eftir áhættufé í atvinnurekstur í meira mæli en áður hefði verið gert. Hallgrímur T. Jónasson forsljóri Iðntækni- stofnunar sagði á fundinum að vetnisframleiðsla yrði ekki raun- hæfur möguleiki fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. Fundur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra á Selfossi var haldinn í kjölfar kynnisferðar ráðherrans í iðnfyrirtæki í Árnessýslu. „Við höfum ekki efni á öðru en að nýta alla þá möguleika sem fyrir hendi eru,“ sagði iðnaðarráð- herra um þá atvinnuuppbyggingu sem ráðast þyrfti í. Hann sagði nauðsyn- legt að skapa störf sem löðuðu að menntað fólk. Umtalsverðum fjár- munum, um 3 milljörðum, væri varið til nýsköpunar og þróunar en það væri ekki gert á nógu skipulegan hátt. Skortur væri á fé til að koma framleiðsluhugmyndum af hug- myndastiginu yfír á framkvæmdastig. Möguleikamir til að fá fé til þessa væru skertir. Þess vegna þyrfti að leita eftir áhættufé til þessa með því meðal annars að bjóða erlendum aðil- um að fjárfesta kérlendis á þessu sviði. Iðnaðarráðherra sagði skattalegt umhverfí fyrirtækja mun betra nú en áður og jákvæðara fyrir fjárfesta að leggja fé í atvinnurekstur hér. Stöðug- leikinn hér gerði að verkum að launa- kostnaður væri hér lægri en í ná- grannalöndum. Efnahagsörðugleikar erlendis drægju hins vegar úr fjárfest- um þaðan. í tilefni af fyrirspurn um orkumál sagði iðnaðarráðherra að alla pólitíska umræðu skorti um þann möguleika að flytja orku héðan um sæstreng. Það ætti alveg eftir að gera fólki grein fyrir þeim virkjunum sem ráðast þyrfti í ef útflutningur ætti að verða að veruleika. Á meðan þetta væri ekki gert væri málið í lausu lofti. Álitleg átaksverkefni í uppsveitunum Á fundinum flutti Kristján Ey- steinsson hjá Nýsi hf. erindi um þau átaksverkefni i atvinnumálum sem unnið er að í uppsveitum Árnessýslu á vegum sex sveitarfélaga. Mörg þeirra eru mjög álitleg eins og til dæmis sambyggð eldri borgara, trefja- flókaiðnaður, ákak í ferðamálum, asparrækt, smíði á vélum og fleira. , Kristján sagði að í öllum verkefnunum héldist í hendur athugun á mörkuðum ; og könnun á framleiðslumöguleikum. 1 Nú er tími smærri lausna Hallgrímur T. Jónasson forstjóri Iðntæknistofnunar lýsti þeiri þjónustu sem fyrirtækjum stæði til boða hjá stofnuninni. Hann hvatti til þess að fyrirtæki kæmu til stofnunarinnar með nýjar hugmyndir. Hann sagði að með opnun inn á stærri markað í Evrópu væru þeir sem framleiddu á innanlandsmarkað í raun einnig á er- lendum markaði. Með áherslu á vöru- þróun, meiri gæði og framleiðslu gæti , útflutningur komið i framhaldi. Hann sagði að nú væri tími hinna smærri lausna. Það þyrfti að fínna það sem hægt væri að gera strax og þar gegndu starfandi fyrirtæki lykilhlut- verki varðandi nýsköpun. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.