Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 5 HVERS veg: NÚNA? Þegar vinur okkar Björgólfur Guðmundsson ákvað að gefa ko.st á sér í prófkjörinu spurði eitt okkar svolítið hissa: Hvers vegna núna? Rök hans fyrir framboði eru afar sannfærandi og við ákváðum strax að leggja því allt okkar lið. Þó að við þekkjum Björgólf vel, og þótt hann sé þekktur af mörgum, þá þekkja hann ekki allir. Því er okkur bæði ljúft og skylt að tíunda hvers vegna við teljum hann hiklaust eiga erindi í borgarstjórn Reykjavíkur: Björgólfur er 53 ára gamall. Hann er nógu gamall til þess að hafa mikla og víðtæka reynslu og nógu ungur til þess að hafa óskert þrek. Hann er reiðubúinn að verja orku sinni og tíma til að láta gott af sér leiða. Við vitum að hann er sjálfstæðismaður í besta skilningi þess orðs. Hann hefur verið virkur liðsmaður flokksins í áratugi, m.a. í Heimdalli - Verði og fulltrúaráðinu. Hann var atorkumaður á þeim vettvangi sem annarsstaðar. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla hans af félagsstörfum m.a. fyrir íþróttahreyfinguna og sem eins af frumherjum í SAA muni nýtast vel í borgarstjóm Reykjavíkur. Þá erum við einnig sannfærð um að margþætt reynsla hans úr viðskiptalífinu, bæði hér á landi - og erlendis, eigi einmitt núna erindi inn í borgarstjóm. Björgólfur Guðmundsson hefur varið stærstum hluta starfsæfi sinnar við að bijóta ný lönd - bæði í viðskiptum og félagsmálum. Hann er hertur í hörðum heimi viðskiptalífsins þar sem hann hefur mátt þola bæði sigra og ósigra. Við treystum Björgólfi Guðmundssyni allra frambjóðenda best til þess að flytja með sér inn í borgarstjóm Reykjavíkur, ekki aðeins hressandi andblæ athafnalífsins heldur einnig þá hugmyndaauðgi og það áræði sem hann er þekktur fyrir í öllum sínum störfum. Góðir kjósendur! Við styðjum Björgólf Guðmundsson einarðlega í 5-7 sæti listans og fölumst eftir stuðningi ykkar. ... að aldrei sem fyrr er þörf fyrir raunverulega nýjar hugmyndir, nýjar lausnir og raunhæf ný vinnubrögð á nánast öllum sviðum. ... að þrátt fyrir gott starf hef ég rúman tíma aflögu. Ég hef oft átt eina af þessum fjölmörgu pólitísku óánægjuröddum en núna finnst mér lag að láta af nöldri, bretta sjálfur upp ermamar og láta verkin tala. ... að það er áskomn að standa við öll stóm orðin sem maður hefur látið falla á alþingi götunnar. í prófkjörinu sækist ég eftir 5.-7. sæti - ömggu borgarstjómarsæti. Þannig fengi ég afdráttarlaust tækifæri til þess að sanna það að ég geti haft raunveruleg áhrif til góðs við stjómun borgarinnar. ... að um leið og heimurinn minnkar stækkar ísland. Um leið og þjóðin tengist umheiminum, og sérstaklega Evrópu, æ sterkari böndum opnast Reykjavík stöðugt ný tækifæri. Upp er runninn tími fyrir alþjóðlega hugsun, alþjóðlega þekkingu og raunvemlega reynslu í vinnu á alþjóðlegum gmnni við stjómun borgarinnar. Þar hef ég mikið til málanna að leggja. ... að stærstu vandamál Reykvíkinga felast í atvinnuleysi, fátækt og vonleysi hjá þúsundum fólks. Á okkur brennur einnig stórkostlegur vandi vegna vímuefna sem oft leiðir fólk til ólánsverka. Stærstu vandamálin em því þau sömu og annars staðar í heiminum. Stærstu tækifærin til lausna gefast með auknum tengslum við umheiminn. Ég hef í langan tíma unnið að vandamálum áfengis og vímu- efna og hef ákveðnar hugmyndir um ffamhald á því sviði. Þó er það á sviði atvinnumála sem mér svellur mestur móðurinn. Með gjörbreyttri hugsun, viðskiptalegri útsjónarsemi og stórauknu samstarfi á erlendum vettvangi, eigum við fjölmörg tækifæri til þess að taka þar hressilega á. ég er sannfærður um að fái ég nægan stuðning í prófkjörinu þá er það reynsla mín og þekking frá liðnum áratugum, sem nýst getur betur en nokkru sinni fyrr. Þess vegna gef ég kost á mér núna - og þess vegna sækist ég eftir stuðningi þínum í borgarstjórn - núna! Björgólfur Guðmundsson \XX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.