Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1994 Traustur mál- svari almennings í borgarstjórn eftir Guðmund H. Garðarsson Styrkur Sjálfstæðisflokksins í stjórn Reykjavíkurborgar á umliðn- um árum hefur ekki hvað síst byggst á vali mjög hæfra frambjóðenda, sem hafa nptið meirihlutafylgis Reykvík- inga. í prófkjöri flokksins sem fer fram nú um helgina er mikið mann- val. Því getur verið erfitt að gera upp á milli frambjóðenda í efstu sætin. Þýðingarmikið er, að breidd sé á listanum og að fortíð, nútíð og framtíð í vali frambjóðenda og með tilliti til málefnalegra áherslna ráði vali fólks. Meðal frambjóðenda er Ólafur F. Magnússon læknir. Ungur máður, sem með eftirtektarverðum hætti hefur kvatt sér hljóðs um ein mikils- verðustu máj nútímasamfélags, heil- brigðismál. Á fundum og mannamót- um og með ritun fjölda greina hefur ólafur með afgerandi hætti sett fram hugmyndir og tillögur um betri skip- an þessara mála. Er brýnt, að Reyk- víkingar fái að njóta forystu og frum- kvæðis Ólafs, sem vegna stöðu sinnar og menntunar gjörþekkir heilbrigðis- málin. Það gerist því áðeins, að hann fái öflugan stuðning sjálfstæðisfólks í komandi prófkjöri. Ólafur F. Magnússon Ólafur F. Magnússon fer fram í þessu prófkjöri með yfírveguðum og prúðmannlegum hætti eins og sæmir manni í hans stöðu. Hann hefur ekki að baki sér öflug, skipulögð hags- munasamtök, heldur mikinn fjölda sjálfstæðra einstaklinga, sem trúa því og treysta að sjálfstæðismenn séu stefnu sinni trúir og velji til forystu í borgarmálum einstaklinga, sem Guðmundur H. Garðarsson ,jMeðal frambjóðenda er Olafur F. Magnússon læknir. Ungur maður, sem með eftirtektarverð- um hætti hefur kvatt sér hljóðs um ein mikilsverð- ustu mál nútímasamfé- lags, heilbrigðismál.“ skara fram úr í hæfni og myndugleik. Ólafur F. Magnússon á erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. Þess vegna veljum við hann í öruggt sæti á borgarstjórnarlistanum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Tryggjum að sérþekk- ing nýtist til réttarbóta eftir Valborgv Þ. Snævarr Kosningabaráttan fyrir borgar- stjórnarkosningar hefst með próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um helgina. Almennir sjálfstæð- ismenn þurfa að fjölmenna til próf- kjörsins og leggja sitt að mörkum til þess að sá framboðslisti sem flokk- urinn teflir fram til að tryggja áfram- haldandi meirihlutastjórn í borginni verði sem sigurstranglegastur. Framboð Gunnar Jóhanns Birgisson- ar héraðsdómslögmanns hefur vakið mikla athygli í prófkjörsbaráttunni, ekki síst vegna athyglisverðra sjón- armiða sem hann hefur sett fram um skattastefnu og aðhald í fjár- málastjóm borgarinnar og hug- mynda hans um nýjar leiðir í dagvist- ar- og fjölskyldumálum. Minna hefur verið rætt um atriði ég tel að sé veigamikil röksemd fyrir þeirri skoð- un að Gunnar Jóhann eigi sérstakt erindi í borgarstjórn. Það er sérþekk- ing hans á nýju stjómsýslulögunum en ef að líkum lætur mun oft reyna á þau í störfum borgarstjómar á næsta kjörtímabili. Flest bendir til þess að á næsta kjörtímabili borgarstjómar Reykja- víkur verði sveitarstjórnum í landinu falið að sinna fjölmörgum verkefnttm sem nú eru á hendi ríkisvaldsins. Þá fá borgarfulltrúar og embættismenn borgarinnar til afgreiðslu mál sem Alþingi og stjórnarráð Islands hafa ti! þessa verið ábyrg fyrir. Vegna eflingar sveitarstjórnanna sem stjórnsýslustigs bíður borgarstjómar Reykjavíkur mikið verkefni við að byggja upp stjómkerfi sitt og stofn- anir þannig að unnt verði að sinna þessum verkefnum og veita almenn- ingi þá þjónustu sem þeim fylgir. Þegar um þetta er rætt er nauð- synlegt að hafa í huga að eftir gildis- töku fyrstu stjómsýslulaganna, sem sett hafa verið hérlendis, og tóku gildi um áramót eru mun meiri kröf- ur en áður til stjórnsýslunnar í land- inu um málsmeðferð og vönduð vinnubrögð. Þær kröfur miða m.a. að því að bæta réttarstöðu almenn- ings gagnvart stjómsýslunni. Stjórn- sýslulögin ná yfir starfsemi sveitar- félaganna ekki síður en stofnanir á vegum ríkisvaldsins. Reglur laganna þarf í senn að uppfylla í þeirri starf- semi sem borgarstjórn stendur nú fyrir og innan þeirra stofnana, nefnda og ráða, sem settar verða á fót til þess að annast hin nýju verk- efni. Að nokkru leyti fólst það skref sem stigið var við setningu nýju stjórn- sýslulaganna í því að sett voru í lög ýmsar þær ólögfestu reglur sem hafðar hafa verið í heiðri í stjómsýsl- unni. Gildistaka laganna leiðir engu að síður til þess að stjómendur og lögfræðingar í opinberri þjónustu þurfa að tileinka sér þessa nýju lög- gjöf og sníða daglegt starf sitt að þeim margvíslegu kröfum sem hún gerir til starfshátta þeirra. Til að greiða fyrir þessu hefur hið opinbera undanfarnar vikur gengist fyrir ijölda námskeiða fyrir stjórnendur og lögfræðinga. Gunnar Jóhann Birgisson er einn þriggja lögfræðinga sem sat í nefnd sem forsætisráðherra skipaði til þess að semja frumvarp til stjómsýslulag- anna sem tóku gildi um áramótin. Vegna starfa sinna við undirbúning frumvarpsins býr Gunnar Jóhann yfir mikilvægri sérþekkingu á efni stjómsýslulaganna og þess vegna yrði hann sem borgarfulltrúi hæfur umfram aðra til þess að hafa forystu um það pólitíska starf sem vinna - Frumkvæði - Framkvæmdaviiji Svein Andra i 5. sæti Kosningaskrifstofa Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa, Suðurgötu 7, eropin á milli kl. 9.00 og 24.00. Sjálfstæðismenn velkomnir. Símar 17260 - 17214 Stuóningsmenn. HVERGIHEFUR MÉR LIÐIÐ BETUR EN í REYKJAVÍK eftirAmalRún Qase Barátta okkar frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er á lokastigi. Við höfum kynnt baráttu- mál okkar og áherslur fyrir kjósend- um og stuðningsmenn hafa látið frá sér heyra. Engir tveir einstaklingar eru eins en öll verðum við þó að deila lífi okkar og kjörum hvert með öðru. Við verðum því að læra að starfa saman og virða rétt hvert annars. Fordómar og mismunun skaða okk- ur. Stundum eru fordómar of augljós- ir til að valda skaða en sveipaðir hugsjónum geta þeir villt okkur sýn. Kvennalistinn útilokar fólk frá trún- aðarstörfum vegna kynferðis-. Mál- staðurinn er góður en flokkurinn afleitur — hann skaðar baráttuna fyrir jöfnum rétti fólks. Ég er stolt af því að vera íslend- ingur. Hvergi hefur mér liðið betur en hér í Reykjavík. Að mörgu þarf þó að hyggja fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Það hefur verið mér ómet- anleg hvatning að fínna fyrir stuðn- ingi ykkar og velvild — og þeim sem treysta mér mun ég ekki bregðast. Þúsund þakkir. Höfundur er íframboði við prófkjör sjálfstæðisfólks í Rcykjavík. Valborg Þ. Snævarr Gunnar Jóhann býr yfir mikilvægri sérþekkingu á efni stjórnsýslulaganna og yrði sem borgarfull- trúi hæfur umfram aðra til að hafa forystu um að innleiða nútímalega stjórnsýsluhætti innan borgarkerfisins þarf á vegum borgarstjórnar til að innleiða nútímalega stjórnsýsluhætti í anda stjómsýslulaganna innan borgarkerfisins. Opinberar umræður um starfs- hætti innan stjórnsýslunnar og aðrar grundvallarleikreglur í lýðræðislegu samfélagi eru fremur skammt á veg komnar hér á landi miðað við það sem gerist og gengur í flestum ná- grannalöndum okkar og um þessi mál hefur einkum verið rætt í hópi lögfræðinga og annarra fræðimanna. Greinilegt er þó að á þessu er að verða breyting og undanfama mán- uði hafa nokkur mál sett þessa um- ræðu í kastljós fjölmiðla. Þau mál Amal Rún Við verðum því að læra að starfa saman og virða rétt hvert ann- ars.“ Gunnar Jóhann Birgisson hafa einkum varpað ljósi á tvennt: þá staðreynd að íslenska stjórnkerfið er að ýmsu leyti skammt á veg nú- tímalegra stjómsýsluhátta komið og hitt að almenningur í landinu er að vakna til vitundar um mikilvægi vandaðra stjórnsýsluhátta og þeirra grundvallarréttinda sem þar era í húfi. Ég er sannfærð um að þessi umræða verður háværari í náinni framtíð. Þess vegna, meðal annars, tel ég að sjálfstæðismenn í Reykjavík þurfi að taka höndum saman um að tryggja Gunnari Jóhanni Birgissyni öragga kosningu á sigurstranglegan framboðslista flokksins vegna borg- arstjórnarkosninganna í vor. Kynni mín af Gunnari Jóhanni hafa auk þess sannfært mig um að þar fer drenglyndur og heiðarlegur maður en slíkir mannkostir era auðvitað mikilvægastir þegar velja skal full- trúa til að gæta hagsmuna almenn- ings. Tökum þátt í prófkjörinu. Tryggj- um Gunnari Jóhanni 4. sætið. Höfundur er lögnmður í Rcykjnvík Hafnfirðingar Prófkjör Sjálfstæðisflokksins ferfram í dag og á morgun í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, kl. 10—19 báða dagana og er opið stuðningsmönnum flokksins í Hafnarfirði. Prófkjörskaffi er á könnunni í Café Royal, gegnt Sjálfstæðishúsinu. Prófkjörsdagskrá verður sjónvarpað á Sýn annað kvöld frá kl. 9 til miðnættis, meðan talning fer fram. Prófkjörsvaka verður í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld frá klukkan 9. Allir veikomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.